Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 21
21 ■ hópnum það. Ekið var frá Grinda- vík og komið við í laxeldisstöð Sigurðar V. Helgasonar i Húsa- tóftalandi. Jósep Borgarsson í Höfnum tók á móti frambjóðend- um við tilraunaverksmiðjuna á Reykjanesi og flutti ásamt Finn- boga Björnssyni úr Garðinum nokkur ávarpsorð. Saltverksmiðj- an á Reykjanesi getur veitt um 30 manns atvinnu og sparað mörg hundruð milljónir í gjaldeyri og orðið atvinnulífinu á svæðinu mikil lyftistöng. Salóme þorkels- dóttir þakkaði móttökurnar og hvatti menn til dáða í komandi kosningum. Ekið var að því loknu um Hafnir og til Njarðvíkur. Áð í Njarðvíkum Áki Gránz og aðrir sjálfstæðis- menn í Njarðvíkum tóku á móti hópnum og snæddu með þeim í Stapa. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson þakkaði fyrir hönd fram- bjóðenda móttökurnar og sagði, að þeir hefðu orðið vitni að miklum framkvæmdum á Suðurnesjum, verkefnið væri að mati sjálfstæð- ismanna að stækka þjóðarkökuna, skapa þjóðarauð, en eyða ekki öllum kröftunum í að skipta kökunni aö geðþótta sósíalista. Garðurinn, sem hlaðinn var á þessu kjörtímabili við Njarðvíkur- höfn, var skoðaður, en á þessu kjörtímabili hefur verið veitt um 322 milljónum kr. í hann. Ekið var þessu næst til Keflavíkur. Sjómannadagur í Keflavík Ellert Eiríksson sagði ferðamönnum frá framkvæmdum í Keflavík, en í bænum var verið að halda sjómannadag hátíðlegan. Hópurinn ók að styttu Ólafs Thors, hins látna foringja Sjálf- stæðisflokksins, í Keflavík, en hana mótaði Áki Gránz. Þar var saman kominn fjöldi sjálfstæðis- manna. Tómas Tómasson flutti ræðu við styttuna, minntist Ólafs og sagði, að samband fólksins og foringjanna yrði að vera náið og gott og hvatti sjálfstæðismenn til að fylkja liði í komandi kosning- um. Hópurinn fór síðan í sjó- mannadagsgönguna að minnis- merki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson, sem vígt var þennan dag og tók þátt í hátíðarhöldum dagsins. Fariö um Sandgerði, Garðinn og Vogana Frá Keflavík var ekið til Sand- gerðis. Þar tóku Jón Júlíusson og fleiri sjálfstæðismenn á móti frambjóðendum. í Sandgerði var hlaðinn garður við höfnina og bryggjan lengd á þessu kjörtíma- bili. Skuttogarinn Dagstjarnan sigldi inn á höfnina, á meðan frambjóðendurnir voru þar, en fyrir nokkrum árum hefði löndun skuttogara í Sandgerði verið talin óhugsandi. Ekið var að skólanum í Sandgerði, og nýtt íþróttahús, sem verið er að reisa, skoðað. Ellert Eiríksson þakkaði Sand- gerðingum móttökurnar, sagði, að kosningar væru kjarabarátta og að við ættum að berjast fyrir bættum kjörum með því að efla framkvæmdaaflið í íslenzkum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði, að allt stefndi í óvissu um varnarmálin, ef vinstri stjórn tæki við í landinu. Ekið var frá Sandgerði í Garðinn, og Oddur Ólafsson sagði á leiðinni frá íyrirhuguöum vegi á miili byggö- anna, sem búið væri að veita tugmilljónum í og eru fram- kvæmdir þegar hafnar. I Garðin- um tóku þeir Finnbogi Björnsson og fleiri sjálfstæðismenn á móti hópntim, og drukkið var sjó- mannadagskaffi. Ekið var aö því loknu i síðasta áfangastaðinn, Vogana, þar sem sjálfstæðismenn tóku á móti mönnum og sýnÖu þeim höfnina. Sigurgeir Sigurðs- son flutti Vogabúum þakkir og hvatti alla til rösklegrar baráttu í átökunum framundan. Feröinni lauk með því, að ekið' var til Hafnarfjarðar, en næsta sunnudag fara frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins um aðrar byggðir Re.vkjanesskjördæmis. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 10. JÚNÍ 1978 Sjálfstæðismenn í Njarðvíkum í hópi frambjóðenda við garðinn í landshöfninni í Njarðvík. Á þessu kjörtímabili hefur verið veitt 322 millj. til hennar. Tómas Tómasson. forseti bæjarstjórnar Kefiavfkur, ávarpar ferðalangana við myndastyttu af ólafi Thors, hinum látna foringja Sjálfstæðisflokksins og þingmanns Reyknesinga. en styttuna mótaði listamaðurinn Áki Granz. Dagstjarnan sigldi inn á höfnina, á meðan frambjóðendurnir voru þar í heimsókn, en fyrir fáeinum árum var sagt, að skuttogari gæti ekki siglt inn í Sandgerðishöfn. En höfnin var cndurbætt á þessu kjörtímabili fyrir 306 milljónir kr. í Sandgerði skoðuðu frambjóðendur einnig skóla- og íþróttamannvirki, en til skólahúsa í Reykjaneskjördæmi var veitt 1488 milljónum kr. á þessu kjörtímabili og til íþróttahúsa 126 milljónir kr. í Vogunum var höfnin skoðuð undir leiðsögn sjálfstæðismanna á staðnum, en á þessu kjörtímabili var 1018 milljón kr. varið alls til hafnarframkvæmda í Reykjaneskjördæmi. Landssamband veiðifélaga 20 ára LANDSSAMBAND veiðifélaga er 20 ára um þessar mundir. en það var stofnað þann 21. júní 1958 að frumkvæði Veiðifélags Árnes- inga. Stofnfélög voru 7 og fyrsti íormaöur Þórir Steinþórsson, skólastjóri í Reykholti. Fram til 1970 náði sambandið aðeins til þriggja landsfjórðunga, en þá bættist Austurland í hópinn. Stjórnarmenn eru 5, einn úr hverjum landsfjórðungi, og formaður, sem kosinn er óhlut- bundinni kosningu. Aðildarfélög eru 46 eða um 63% starfandi laxveiðifélaga í landinu. Félagar í þessum veiðifélögum eru 3993. 1 frétt frá Landssambandi veiði- félaga segir, að hiutverk Lands- sambandsins sé að gæta hagsmuna veiðifélaga og veiðiréttareigenda á allan hátt, stuðla að auknum tengslum félaganna innbyrðis, vinna að aukinni fiskrækt og auknum rannsóknum á þessu sviði, ásamt aukinni þekkingu á veiði- málum. Frá 1973 hefur Landssambandiö starfrækt skrifstofu í Reykjavík fyrir starfsemi sína, sem og veiðileyfasölu. Það hefur marg- sinnis tekið þátt í endurskoðun og athugun laxveiðilaganna, á full- trúa í Veiðimálanefnd og er nú farið að styrkja Veiðimálastofn- unina tii rannsókna á veiðivötn- um. Þá aðstoðar Landssambandið, eða lögmaður þess, aðildarfélögin við útboð veiöiréttinda og samn- ingagerð, sé þess óskaö. Viðskiptakjör- svið vinsæl- ast í Lauga- lækjarskóla í vetur stunduöu 500 nemendur nám í Laugalækjarskóla en hon- um var slitið 31. maí s.l. AIls voru 210 í framhaldsdcildum skólans en þar er viðskiptakjörsvið vinsælast. Nú luku 55 almennu verzlunarprófi eftir tveggja ára nám að lóknum grunnskóía. Nú í vor voru nemendur með sérhæft verzlunarpróf útskrifaðir í fyrsta skipti. Eru þeir með þriggja ára nám að loknu grunn- skólaprófi með aðaláherzlu á bókfærslu, reikningshaldi og vél- ritun auk fleiri verzlunargreina. Þessir nemendur geta bætt við sig eins árs námi til stúdentsprófs. Þó er gert ráð fyrir að í framtíð- inni fari margir út á vinnu- markaðinn að loknu þessu þriggja ára námi, þar sem það á að veita nemendum góða sérmenntun á sviði verzlunar- og skrifstofu- starfa. Kvenfélaginu Bergþóru gefnar 250.000 krónur Nýlega afhenti Gísli Sigur- björnsson forstjóri Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar Kvenfé- laginu Bergþóru í Ölfusi kr. 250.000 að gjöf frá Stofnendasjóði. Vo»» Knf+O í Ko1’Ko*'l'l'1'«í r>éo*>í * Uí j'V L I ti I puivikui OIV \ lii X > 1 » 1 O IUI 1 félagskvenna að Ási/Ásbyrgi í Hveragerði Félagskonur í kvenfélaginu taka þátt í sjálfboðavinnu og standa fyrir menningar- og félagslífi í fámennri sveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.