Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuðí innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
I>ad þurfti kjark
Ríkisstjórnin hefur sætt að-
kasti frá stjórnarandstöðu
og ýmsum forystumönnum verka-
lýðssamtaka vegna þeirra ráðstaf-
ana í efnahagsmálum, sem hún
beitti sér fyrir í vetur. Kjarninn í
þeim ráðstöfunum var nokkur
skerðing á vísitölu. Þessum að-
gerðum hefur einnig verið mis-
jafnlega tekið af launþegum. Þó er
ljóst, að ólöglegar verkfallsaðgerð-
ir, sem nokkrir forystumenn sam-
taka launþega höfðu forgöngu um
í byrjun marz vegna febrúarlag-
anna, áttu engan hljómgrunn
meðal launafólks. Þær aðgerðir
verkalýðssamtaka misheppnuðust
gersamlega eins og menn muna.
Launþegar taka því að vonum
ekki með fögnuði, að vísitöluhækk-
anir sem þeir hafa átt von á og
gert ráð fyrir séu skertar. En hafa
menn jafnframt hugleitt, að engin
ríkisstjórn leikur sér að því að
grípa inn í gildandi kjarasamn-
inga? Engin ríkisstjórn leikur sér
að því að skerða umsamið kaup
fólks. Það var ekki að ástæðu-
iausu, sem núverandi ríkisstjórn
beitti sér fyrir nokkurri skerðingu
vísitölunnar í febrúar. En það
þurfti kjark til þess að hafa
forgöngu um þær ráðstafanir.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson-
ar var mæta vel ljóst, að febrúar-
lögin yrðu ekki vinsæl meðal
almennings. Ráðherrum hennar
var líka ljóst, að tvennar kosning-
ar fóru í hönd. Engu að síður tóku
þeir þessa ákvörðun. Hvers vegna?
Vegna þess, að þing og ríkisstjórn
eru til þess kjörin að fara með mál
landsmanna. Á þingi og ríkis-
stjórn hvílir sú ábyrgð og skylda
að gera þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru í málefnum
þjóðarinnar til þess að ekki stefni
í óefni.
Hvað hefði gerzt, ef ríkisstjórn-
in hefði ekki haft forgöngu um
febrúarlögin? Verðbólgan hefði
ætt áfram með margföldum hraða.
Kostnaður atvinnurekstrarins
hefði stóraukizt. Undirstöðuat-
vinnuvegir þjóðarinnar hefðu
stöðvazt. Atvinnuleysi hefði skoll-
ið á.
Einhver kann að segja sem svo,
að ríkisstjórnin hefði átt að láta
þessar afleiðingar kjarasamning-
anna vorið 1977 koma fram.
Einhver kann að segja, að það sé
nauðsynlegt fyrir þjóðina að horfa
framan í afleiðingar gerða ýmissa
verkalýðsleiðtoga. En slíkt hefði
verið fullkomið ábyrgðarleysi.
Ríkisstjórnin tók af skarið og það
ber að meta við hana, að hún
skyldi gera það.
Viðbrögð verkalýðshreyfingar-
innar við þessum aðgerðum voru á
þann veg, að vinnufriðnum í
landinu var stefnt í hættu. Eftir
margra mánaða þóf hjó ríkis-
stjórnin einnig á þann hnút. Með
bráðabirgðalögum fengu láglauna-
menn fullar vísitölubætur og
jafnframt var Iaunajöfnun hrint í
framkvæmd og yinnufriður
tryggður. Ef ríkisstjórnin hefði
ekki gripið til nokkurra ráðstafana
í febrúar hefði hún Verið gagnrýn-
isverð. Þá væri það ástand, sem nú
ríkir í efnahags- og atvinnu-
málum, margfalt erfiðara.
Þeir vildu kauplækkun
Iraun og veru er furðulegt að
fylgjast með þeim hávaða,
sem Alþýðubandalagsmenn reyna
að halda uppi í sambandi við
febrúarlögin og gífuryrðum þeirra í
garð ríkisstjórnarinnar vegna
þeirra. Hvað gerðu ráðherrar;
Alþýðubandalagsins, þeir Lúðvík
Jósepsson og Magnús Kjartansson
í vinstri stjórn vorið 1974?
Þeir lögðu til, að kaup yrði
lækkað. Þeir lögðu til, að vísitölu-
hækkunum yrði frestað. Þeir lögðu
Tregða
Mesta afrek núverandi ríkis-
stjórnar er tvímælalaust
útfærsla fiskveiðilögsögunnar í
200 mílur og hreinsun landhelg-
innar af erlendum fiskiskipum.
Þetta er mesti sigur, sem íslenzka
þjóðin hefur unnið frá lýðveldis-
stofnun.
Tregða ýmissa stjórnmálafor-
ingja í 200 mílna baráttunni vakti
athygli, og þó fyrst og fremst
tregða Lúðvíks Jósepssonar. Þegar
baráttan fyrir 200 mílunum var að
hefjast sumarið og haustið 1973
1 afði Lúðvík allt á hornum sér. í
•Jtali við Þjóðviljann 1. septem-
^er 1973 sagði hann: „Hitt er svo
allt annað mál, hvort við íslend-
íngar tökum okkur 200 mílna
landhelgi einhvern tíma í framtíð-
til, að gengið yrði lækkað. Þeir
stóðu að því að vinstri stjórnin
skerti eða gerði tilraun til að
skerða gildandi kjarasamninga
hvorki meira né minna en 12
sinnum á þremur árum. Þeir
enduðu feril sinn með því að taka
af launþegum með bráðabirgðalög-
um vísitölustig, sem jafngilda
mundu mörg þúsundum milljónum
króna í dag. Svo vaða þessir menn
fram með gífuryrði í annarra garð.
Þeir ættu að líta í eigin barm.
Lúðvíks
inni, þegar slíkt er heimilt sam-
kvæmt breyttum alþjóðalögum eða
að aflokinni hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna."
Ef Lúðvík hefði fengið að ráða
hefði landhelgin því ekki enn verið
færð út í 200 mílur. Þá hefðum við
enn þær 50 mílur, sem Svavar
Gestson, frambjóðandi kommún-
ista í Reykjavík, sagði á sama tíma
að yrðu höfuðverkefni okkar
næstu árin!
Hafréttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hefur nefnilega ekki enn
lokið störfum. Allt er á huldu um,
hvenær það verður. Alþjóðalögum
hefur ekki verið breytt. Lúðvík
vildi ekki færa út í 200 mílur fyrr
en alþjóðalögum hefði verið breytt
og hafréttarráðstefnan hefði lokið
störfum.
Þessi mynd var tekin á æfingu Kammersveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju í gær og á myndinni
er talið f.v.i Jón Heimir Sigurbjörnsson flauta. Rut Ingólfsdóttir fiðla, Helga Ingólfsdóttir sembal.
Helga Ilauksdóttir fiðla. Kolbrún Iljaltadóttir fiðla. Jón Sigurðsson kontrabassi og Pétur Þorvaldsson.
selló. A mvndina vantar Sesselju Halldórsdóttur lágfiðluleikara. Ljósm. Mbl.: Kristinn.
Kammersveit Reykjavík-
ur leikur i Bústaðakirkju
Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika
í Bústaðakirkju á morgun kl. 16 og er
efnisskráin helguð Johan Sebastian Bach.
Á efnisskránni er Brandenborgarkonzert
nr. 5, Brandenborgarkonzert nr. 3 og
konzert fyrir fiðlu, óbó og kammersveit.
Þetta verða síðustu tónleikar Kammer-
sveitarinnar á þessu vori, en síðast kom
sveitin fram með íslenzka dansflokknum í
Þjóðleikhúsinu fyrir nokkru.
15 miHjónir atvinnulausar
í OECD-rík jum meðan
fufl atvinna ríkir á íslandi
Atvinnuöryggi meira á íslandi en
1 nokkru öðru V-Evrópuríki
í mánaðarriti. sem gefið er út um hagþróun í aðildarrikjum
OECD (flest ríki V-Evrópu, Bandarikin, Kanada og Japan),
kemur fram að víðtækt atvinnuleysi ríkir enn í nær öllum
þessara ríkja á fyrstu mánuðum ársins 1978. Talið er að milli
15 og 16 milljónir manna hafi verið án atvinnu í þessum ríkjum
á þessu tfmabili. ísland og Noregur virðast einu ríkin í
V-Evrópu þar sem atvinnuöryggi ríkir. Af þessum rúmlega 15
milljónum manna. sem skortir atvinnu, er talið að um 40% —
eða rúmlega 6 milljónir séu ungt fólk, undir 25 ára aldri, og
nær það jafnt til sérhæfðs sem ófaglærðs vinnuafls.
Sem dæmi um atvinnuleysi í
nokkrum ríkjum eru þessar tölur,
teknar upp úr mánaöarriti um
hagþróun í ODCD-ríkjum:
íraland 11,5%
Danmörk 8.4 %■
Finnland 7.3 %
Bandaríkin 6.3%.
Bretland 6.0%
V-Þýzkaland 5.4%
Svíþjóð 2,6%
Noregur 0.7%
Til samanburðar má geta þess
að atvinnuleysið á íslandi liðið
misseri er talið hafa verið 0.5% , að
meðaltali, hefur á undanförnum
mánuðum verið frá 0.2% —0.8%,
þegar mest hefur verið. Hér hefur
því verið atvinnuöryggi og víðast
meiri eftirspurn eftir vinnuafli en
framboð. Mest er um skráningu
atvinnulausra hér á landi í janúar-
og desembermánuðum, skamm-
degismánuðum, þegar verðrátta og
aðstæður torvelda útivinnu.
1971.
Á því ári voru fæstir skráðir
atvinnulausir hér á landi í júní-
mánuði, aðeins 151 á landinu öllu.
í janúar er hámarksskráning 942,
einkum í Reykjavík og öðrum
útvegsstöðum.
1975.
Þá eru fæstir skráðir í ágúst-
mánuði, eða 274 (275 í september).
F'lestir skráðir í desember 1136.
Hlutfallslega flestir í minni úti-
gerðarplássum, t.d. 85 í Vopna-
firði.
1976.
Fæstir skráðir Lseptember, eða
174 menn á landinu öllu. Flestir í
desember 779. Hlutfallslega flestir
í smærri útgerðarstöðum (Vopna-
fjörður 86, Þórshöfn 52): stað- og
tímabundið atvinnuley-si.
1977.
Fæstir skráðir í júní, 133 á
landinu öllu. Flestir í desember
817. Sjá meðf. töflu um atvinnu-
leysi í kaupstöðum landsins á
þessu ári.
Eins og framanritað ber með sér
hefur ríkt atvinnuöryggi um land
allt sl. fjögur ár, þótt tíma- og
staðbundið atvinnuleysi geri lítil-
lega vart við sig. Efnahagsráð-
stafanir stjórnvalda hafa fyrst og
fremst miðast við það að halda
atvinnuvegunum gangandi, og
tryggja atvinnuöryggi, í samræmi
við ákvæði stjórnarsáttmálans þar
um. Hefur Island í þessu efni
algjöra sérstöðu meðal Evrópu-
ríkja, sem yfirleitt búa við víðtækt
atvinnuleysi, sbr. framansagt.
Noregur, eitt Evrópuríkja, nálgast
þann árangur sem hér hefur náðst
i útrýmingu atvmnuleysis, mesta
vágests hins vinnandi manns.