Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 25

Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 25
MORGUNBLAÐia LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 25 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Stjórnarandstæðingar hafna launajöfnunarstefnu en stefna að atvinnustöðvun Haft er eftir einræöisherran- um Adolf Hitler að fjöldinn sé bæöi heimskur og gleyminn og samkvæmt því beri að haga áróðri. Það er eins og talsmenn Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins séu sama sinnis að þessu leyti ef dæma má eftir áróðri þeirra í þessari kosninga- baráttu. Þeim verður tíðrætt um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og bráðabirgða- lögin, sem gefin voru út í maí, og hafa þar stór orð um, nefna kauprán og annað verra. En fróðlegt er að rifja upp í þessu sambandi hvaða efna- hagsráðstafanir voru gerðar vorið 1974, þegar Alþýðubanda- lagið tók þátt í ríkisstjórn, og bera þær saman við efnahags- ráðstafanirnar á þessu ári. Menn muna, að árið 1974 voru gerðir kjarasamningar, sem almennt voru taldir hafa í^för með sér 20% grunnkaupshækk- un. A síðasta ári, 1977, voru einnig gerðir almennir kjara- samningar, sem taldir voru hafa 27% grunnkaupshækkun í för með sér. Og því til viðbótar voru verðbætur mun nákvæmar mældar eftir verðhækkunum en gert var samkvæmt samningun- um 1974. Menn muna, að ríkisvaldið taldi nauðsynlegt þegar innan tveggja mánaða eftir kjara- samningana 1974 að bera fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingu á þeim samningum, og setja síðan bráðabirgðalög. En eftir kjarasamningana á síðasta ári liðu nær 8 mánuðir þar til ríkisstjórnin taldi sig til knúna að hreyfa við efni kjara- samninganna. Menn muna að samkvæmt lagafrumvarpi vinstri stjórnar- innar og bráðabirgðalögum hennar 1974 voru allar verðlags- bætur á laun afnumdar. En með efnahagsráðstöfunum í vetur og bráðabirgðalögunum eru verð- bæturnar aðeins skertar að hálfu og fullar verðbætur eru greiddar á lægri laun. Menn muna, að aukning kaup- máttar launa í kjölfar samn- inganna 1974 hvarf á skömmum tíma, en nú er talið, að kaup- máttur eftir samningana á síðasta ári hafi lengi verið 15% meiri en fyrir samningana. XXX Það er ávallt neyðarúrræði að setja lög sem breyta gildandi kjarasamningum. Æskilegast ér að aðilar vinnumarkaðarins séu ábyrgir fyrir kjarasamningum á hverjum tíma. I því felst einnig að þeir verða að bera ábyrgð á efni þeirra og taka afleiðingun- um ef boginn er spenntur of hátt. Afleiðingin getur raunar ekki orðið önnur en stöðvun atvinnufyrirtækja og þar af leiðandi atvinnuleysi. En þegar svo er komið er sú krafa gerð til ríkisvaldsins að það skerist í leikinn og haldi atvinnuvegun- um gangandi. I þeim efnum eru aðeins til þrjár leiðir: I fyrsta lagi almenn skattlagning til þess að styrkja atvinnuvegina. Það liggur í augum uppi að ekki er unnt að skattleggja atvinnufyrirtækin sem á að styrkja þannig að skattlagningin leggst á allan almenning. I öðru lagi er sú leið fyrir hendi að draga úr tilkostn- aði eða kostnaðarhækkunum atvinnuveganna. Sá kostnaður sem er á valdi innlendra aðila er fyrst og fremst launakostnaður- inn. En hann nemur t.d. í vinnslugreinum sjávaraútvegs um 75% til 80% af framleiðslu- verði vörunnar þar sem hráefn- isverð fylgir gjarnan launum. Þar með er komið að raunveru- legu ástæðunni fyrir því, að ríkisstjórnir, hvaða flokkar sem aðild eiga að þeim, hafa talið sér nauðsynlegt að , stemma stigu við hækkun launakostnaðar at- vinnuveganna. í þriðja lagi hafa stjórnvöld mætt þessum vanda með því að „setja vatn út í mjólkina", ef svo má að orði komast. Lækka gengi íslensku krónunnar með því að fjölga þeim krónum, sem fást fyrir hverja einingu erlends gjaldeyr- is. Það er alveg sama hvernig menn velta málum fyrir sér, þegar boginn hefur verið spenntur of hátt er ekki um aðrar leiðir að ræða en þær, sem ég hér hef nefnt. Og það er ekki nema sanngjarnt að kjósendum sé gerð grein fyrir því hrein- skilnislega. Vissulega verður ávallt að hafa hugfast að leita allra leiða til meiri hagkvæmni í rekstri, sparnaðar í kostnaði við fram- leiðsluna. En sannleikurinn er sá, að slík viðleitni ber ekki árangur nema jafnt og þétt á löngum tíma. Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að raunveruleg kjarabót fæst ekki nema að því marki sem hag- kvæmni, aukin framleiðni, og bætt viðskiptakjör standa undir. XXX Fundið hefur verið að því, að verðbætur á lægri laun, sem fólust í efnahagsráðstöfunum frá því í febrúar í vetur, hafi miðast við of lágt mark, þ.e.a.s. að þeir sem hefðu tæpar 100 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði, fengju fullar bætur, en hálfar verðbætur yrðu greiddar á 170 þús. króna heildarlaun og þar yfir á mánuði. Talið var að þetta ákvæði næði ekki nema til fárra launþega og gerði því ekki nægilegt gagn. Ber það út af fyrir sig ánægjulegt vitni, að tekjur manna eru í raun hærri en oft er látið í veðri vaka í áróðri. Þá var og sagt, að viðmiðun við heildarlaun væri ósanngjörn vegna þess, að verðbót á dagvinnu skertist, ef menn vildu og ættu kost á eftirvinnu. Þessari gagnrýni var mætt með bráðabirgðalögunum, með þeim voru laun hækkuð en ekki lækkuð, eins og með rangfærsl- um er reynt að koma að hjá fólki. Þar var sú breyting gerð á, að í staðinn fyrir 880 króna launabætur fyrir hvert pró- sentustig, sem vísitalan hækk- aði, þá fengu allir þeir, sem höfðu 115 þúsund krónur í grunnkaup í desembermánuði s.l. fuilar verðbætur. Einnig varð sú breyting, að miðað var við dagvinnutekjur í staðinn fyrir heildartekjur á mánuði hverjum. Af því leiddi, að menn fengu fullar verðbætur á dag- vinnulaun, en hins vegar hálfar verðbætur á eftirvinnugreiðslur og bónusgreiðslur. Nú eru þessi 115 þúsund króna grunnlaun, miðað við desember 1977, sem fullar verð- bætur koma á samkvæmt nýju bráðabirgðalögunum, í reynd 120 þúsund krónur, þar sem grunnkaup verkafólks hækkaði samkvæmt kjarasamningum um 5000 krónur á mánuði um síðustu mánaðamót. Þessi 120 þúsund króna grunnlaun námu með fullum verðbótum í maí-lok um 133 þúsundum króna, og strax 1. júní eru þessi laun með fullum verðbótaviðauka í reynd um 150 þúsund krónur. Þetta sýnir hve langt er komið til móts við sjónarmið þeirra, sem gagnrýndu launaþátt efnahags- ráðstafananna. Hitt er svo annað mál, að þeir sem hafa mánaðarlaun, sem eru hærri en 260 þúsund krónur um þessar mundir, verða að sætta sig við hálfar verðbætur, og fá því enga hækkun með þessum ráðstöfunum. XXX Ég vil vitna, í þessu sambandi, í viðtal við Kolbein Friðbjarnar- son, formann verkalýðsfélagsins Vöku á Sigluiirði, um viðhorfin í kjaramálum, en það birtist í Þjóðviljanum miðvikudaginn 31. maí s.l. Þar sagði Kolbeinn m.a.: „Mitt persónulega viðhorf er, að skemmra megi ekki ganga en að tryggt sé, að fólk, sem nú hefur um 150 þúsund í dagvinnutekj- ur, fái alveg fullar og óskertar verðlagsbætur á sí'n laun, hvort sem það vinnur fyrir tekjum í dagvinnu, eftir- eða næturvinnu. Af 150 þúsund króna dagvinnu- tekjum verður ekki lifað. Verð- bætur á hærri launin yrðu þá sama krónutala og kemur á þessi lægstu laun.“ Það er athyglisvert að bera þessa yfirlýsingu forystumanns verkamanna á Siglufirði, um hvert stefna skuli, saman við þær kjarabætur, sem bráða- birgðalögin færa fólki frá 1. júní s.l. Með lögunum er lögð mest áhersla á að tryggja lægstu dagvinnulaunin, en hins vegar breytist réttur til verðbóta ekki við yfirvinnu- eða bónusgreiðsl- ur. A þessar^ launagreiðslur koma, eins og áður, háifar verðbætur. Þessi takmörkun vegur þó létt á móti þeim kjarna málsins, að fullar verðbætur falla á 150 þúsund króna dag- vinnulaun. Helmings skerðing verðbóta verður ekki fyrr en á launum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði. XXX Það er að vísu rétt, sem á hefur verið bent, að bráða- birgðalögin raska hlutföllum í kjarasamningum, t.d. milli dag- vinnu og eftirvinnu. En verð- bótaviðaukinn er persónubund- inn réttur launþega, og má þannig segja, að hann komi fyrir alla vinnu, þótt hann sé miðaður við dagvinnu. Margir eru þeir, sem hafa ekki heilsu til að vinna lengri vinnudag en dagvinnutíminn er, og aðrir vinna við slík störf, eða í þeim fyrirtækjum, þar sem ekki er kostur á að drýgja dagvinnu- tekjur sínar með eftirvinnu. I þessum hópi er lægst launaða fólkið, og þess vegna verður að miða fyrst og fremst við dag- vinnu, ef taka á sérstakt tillit til hinna lægst launuðu í þjóðfélag- inu. Þegar gagnrýnendur segja, að minni hvati sé fyrir fólk að vinna eftirvinnu eftir að dregið hefur saman með dagvinnu- og eftirvinnukaupi, og leggja þann- ig meira á sig, þá hefur sú gagnrýni við rök að styðjast. En eru þessir gagnrýnendur ekki sömu mennirnir og mest hafa talað um óhóflega eftirvinnu og nauðsyn þess að menn gætu lifað af dagvinnunni? Segja má, að launamunur í þjóðfélaginu sé byggður á mörg- um svipuðum þáttum. Menn fá hærri laun fyrir að vinna lengur á degi hverjum. Menn fá hærri laun fyrir að vinna skorpuvinnu, eins og bónusgreiðslur gera ráð fyrir. Menn hafa varið tíma til að undirbúa sig og mennta undir ákveðið starf og hljóta hærri laun fyrir þá þekkingu, sem þeir hafa aflað sér. Menn hljóta hærri laun fyrir að taka að sér áhættusamt starf. Og menn fá hærri laun fyrir að taka a að sér starf, sem meiri ábyrgð fylgir, og þar af leiðandi meiri áhyggj- ur. Allar þessar ástæður fyrir launamun í þjóðfélaginu eiga rétt á sér. Við Sjálfstæðismenn höfum öðrum fremur bent á þetta. Það kemur því úr óvæntri átt, þegar forsvarsmenn Alþýðubanda- lagsins, sem gagnrýnt hafa launamun í þjóðfélaginu, vilja nú halda honum eða jafnvel auka hann frá því sem er. En ef okkur er alvara í talinu um nauðsyn þess að vernda hag hinna lægra launuðu í þjóðfé- laginu, er engin önnur leið fær en sú sem farin er með bráða- birgðalögunum. Og við skulum jafnframt hafa það í huga, að þessum lögum er aðeins ætlað að gilda um sinn, og á grundvelli þeirra verður samið í haust. Það er því út í hött að reikna áhrif laganna mörg ár fram í tímann. Hér er fyrst og fremst verið að leysa tímabundinn vanda á sanngjarnan hátt. XXX Kjarni málsins er sá, að þeir sem hafa hag af því, að hver hækkun, sem láglaunamönnum fellur í skaut, komi til þeirra marghækkuð með margvísleg- um álögum, neyta allra bragða til að koma óorði á málið. Það er lærdómsríkt, að forsvars- menn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins eru talsmenn fyrir þá hærra launuðu í þjóðfé- laginu og skilja ekki hagsmuni hinna lægra launuðu. Þeir eru á móti launajöfnunarstefnu. Það er rétt að vekja athygli á og leggja enn áherslu á, að sá maður, sem hefur allt að 150 þúsund króna dagvinnulaun í júní, fær fullar verðbætur. Sá maður, sem hefur 170 þúsund króna dagvinnulaun á mánuði í júní, fær 83% verðbætur, sá maður sem hefur 200 þúsund króna dagvinnulaun í júní, fær 68% verðbætur, og sá sem hefur 260 þúsund krónur á mánuði í dagvinnulaun í júní, fær 50%. verðbætur samkvæmt lögunum. Ef miðað er við heildarlaun á mánuði með venjulegri auka- vinnu, eða ákvæðistekjum, mið- að við júní-lok þá fær sá sem hefur 170 þúsund króna mánað- arlaun 88% verðbætur, og sömuleiðis sá, sem hefur 200 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði með venjulegri auka- vinnu eða ákvæðistekjum. Sá sem er með 230 þúsund krónur fær 74%., sá sem er með 280 þúsund fær 61% , og hálfar eru verðbæturnar ekki orðnar fyrr en menn eru komnir í 350 þúsund króna heildarlaunatekj- ur á mánuði. XXX Af þessu sést, að hér er fylgt stefnu launajöfnuðar og menn spyrja: Hverra hagsmuna gæta þeir, sem vilja brjóta niöur þessi lög? Þessari spurningu verða tals- menn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins að svara, en ekki síst forsvarsmenn þeirra launþegasamtaka, sem eiga að gæta hagsmuna hinna lægra launuðu innan Alþýðusambands Islands. Þeir sem vilja beita verka- lýðsfélögunum flokkspólitískt, þurfa ekki aðeins að skýra andstöðu sína við launajöfnun- arstefnu þá sem fylgt hefur verið. Þeir, og raunar stjórnar- andstæðingar allir, verða að gera kjósendum grein fyrir því fyrir kosningar. hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir atvinnustöðvun að kosningum loknum að óbreyttri stefnu sinni. Tvisvar sinnum hafá vinstri stjórnir leitt íslenskt efnahags- líf fram af brúninni. Nú er enn einu sinni með gylliboðum reynt að lokka kjósendur sömu leið. XXX Hvaða ríkisstjórn grípur inn í kjarasamninga nokkrum mán- uðum eða vikum fyrir kosning- ar, án þess að bryna nauðsyn krefji? Vitað er, að það þarf töluvert til að skýra og leiða fólk í skilning um nauðsyn ráðstaf- ana sem þessara. Það er auðvit- að langtum auðveldara að leiða vandann hjá sér og takast ekki á við hann og reyna að fleyta öllu fram yfir kosningar. En það er ekki heiðarlegt gagnvart kjósendum. Kjósendur eiga skil- ið að vita um staðreyndir og sannleika málsins. Valið stendur á milli áfram- haldandi atvinnuöryggis eða atvinnuleysis, á milli verðhjöðn- unar eða vaxandi verðbólgu. Við Sjálfstæðismenn treyst- um bæði minni og skynsemi kjósenda til að draga réttar ályktanir í kjörklefanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.