Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
47
Fyrsta mark IIM í Ar«entínu skorað. Eítir aðeins 32 sek. í leik
Frakka og Argentínumanna skorar Frakkinn Lacombe með
hörkuskalla.
Fylkir vann Ármann
FYLKIR lagði Ármann í 2.
deildinni í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum í gær-
kveldi. Sigraði Fylkir 2-1 og
var það eftir gangi leiksins
sanngjarn sigur. Er þetta
fyrsti tapleikur Ármenn-
inga í deildinni.
Leikurinn var aðeins sex mín-
útna gamall er Kristinn Guð-
mundsson bakvörður Fylkis skor-
aði. Finnbirni markverði Ármanns
urðu á mistök og tókst ekki að
halda knettinum.
Fylkismenn sóttu mun meira
allan fyrri hálfleik og voru mjög
óheppnir að skora ekki. Á 30.
mínútu fyrri hálfleiksins kom svo
annað mark leiksins. Dæmd var
aukaspyrna fyrir utan vítateig
Ármenninga og var Guðmundur
Einarsson eldfljótur að spyrna,
sendi knöttinn inn á Gretti
Gíslason sem skoraði. Má skrifa
þetta mark á varnarmenn Ár-
manns og markvörð sem voru
mjög svifaseinir að stilla sér upp
í vörninni. Rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks áttu Fylkismenn svo
dauðafæri er Baldur komst innfyr-
ir en mistókst hreint ótrúlega í
góðu færi. Staðan í ieikhléi var því
2-0 Fylki í hag. Allan síðari
hálfleikinn sóttu Ármenningar
ákaft en tókst ekki að skapa sér
verulega hættuleg markfæri. Það
var ekki fyrr en á 35. mín. síðari
hálfleiks að vítaspyrna var dæmd
á Fylki. Var það furðulegur
dómur. Hljóp línuvörðurinn inn að
marki og benti á vítapunktinn og
samþykkti dómarinn það orða-
laust án þess nokkurn tíma að haf
flautað eða gert athugasemd.
Þráinn Ásmundsson tók víta-
spyrnuna fyrir Ármann og skoraði
hann með föstu skoti í bláhorn
marksins. Þannig endaði leikurinn
2-1. Bæði lið sýndu allgóðan leik á
köflum og var barátta leikmanna
góð. Þó var fullmikil harka í
leiknum og var hún óþörf. Hafði
dómarinn Baldur Scheving lítil tök
á honum. — ÞR
Þór og Þróttur
gerðu jafntefli
Jafntefli varð milli Þróttar Nes-
kaupstað og Þórs frá Akureyri í 2.
deildinni í knattspyrnu í gærkveldi.
Leikið var á Neskaupsstað. Þór
skoraði fyrsta mark leiksins strax
á 2. mínútu úr vítaspyrnu. Það var
svo þjálfari Þróttara Helgi
Ragnarsson sem jafnaði fyrir
heimamenn. Þannig endaði leikur-
inn 1.1. Þróttarar áttu mun mcira
í fyrri hálfleik og áttu skot í stöng
og þverslá, en ekki var heppnin með
þeim og í netið vildi knötturinn
ekki. Þórsarar sóttu í sig veðrið er
líða tók á ieikinn og voru betri aðili
í síðari hálfleik.
14 íslensldr handboltamenn
leika erlendis næsta vetur
UNDANFARIN ár hafa nokkrir af okkar bestu
handknattleiksmönnum leikið með erlendum
félagsliðum og enn bætist í þann hóp.
bil. Alls munu þá sjö íslenskir
leikmenn spila í V-Þýskalandi,
þrír leika í Svíþjóð og einn í
Danmörku. Ekki þarf að því að
spyrja, að þetta er mikil blóðtaka
fyrir íslenskan handknattleik.
Hinn snjalli handknattleiks-
maður Björgvin Björgvinsson og
hinn ungi og efnilegi Þorbergur
Aðalsteinsson munu báðir leika í
V-Þýskalandi næsta keppnistíma-
HMá
skjánum
Á SUNNUDAGINN kl. 16.30
verður sýndur í Sjónvarpinu
leikur Ítalíu og Frakklands úr
HM í Argentfnu. Leiknum lauk
með góðum sigri ítala, en mark
Frakka var skorað eftir aðeins 30
sekúndur og er það fljótgerðasta
mark sem skorað hefur verið í
sögu HM. Klukkan 18.10 sama
dag verður síðan sýndur leikur
Austurríkis og Svíþjóðar.
Á sunnudaginn klukkan 16.30
verður sýndur leikur Itala og
Ungverja og var þar um mjög
góðan leik að ræða.
Á mánudagskvöldið verður síð-
an sýnd syrpa úr fjölda leikja í
Argentínu og getur þar að líta
rúmlega 30 mörk.
Á þriðjudagskvöldið er HM enn
á dagskrá og verður þá sýndur
leikur Itala og Argentínumanna,
úrslitaleikurinn í 1. riðli. Hefst
leikurinn klukkan 18.15.
Leikir í HM
um helgina
LAUGARDAGUR: (ath. ísl. tími)
Ítalía - Argentína kl. 22.1$ í
Buenos Aires
Frakkland — Ungverjaland kl.
16.45 í Mar Del Plata
Mexico — Pólland kl. 19.45 í
Rosario
Túnis — V-Þýzkaland kl. 19.45 í
Cordoba
SUNNUDAGUR: (ath. ísl. tfmi)
Svípjóð — Spónn kl. 16.45 í
Veles Sarsfield
Brasilía — Austurríki kl. 16.45 í
Mar Del Plata
Perú — íran kl. 19.45 í Cordoba
Skotland — Holland kl. 19.45 í
Mendosa.
Þá hafa óstaðfestar fréttir
flogið fyrir um að fleiri leikmenn
séu á förum. Það er ekki undarlegt
að tilboð hinna erlendu félaga
freisti leikmanna, þau bjóða ýmis
hlunnindi og leikmenn hafa nægan
tíma til æfinga.
Lítum á þá sem leika erlendis.
V-Þýskalandi: Axel Axelsson,
Olafur Jónsson, Ágúst Svavarsson,
Gunnar Einarsson, Björgvin
Rjörgvinsson, Þorbergur Aðal-
steinsson, Einar Magnússon.
Svíþjóð: Jón Hjaltalín Magnús-
son, Jens Jensson, Guðmundur
Sveinsson, Garðar Kjartansson.
Danmörk: Gunnar Einarsson.
Noregur: Magnús Guðmundsson.
Á þessari upptalningu má sjá að
það eru alls 14 leikmenn, sem leika
með erlendum félagsliðum næsta
tímabil.
LIDIN I 1. RIÐLI
SÓKNDJÖRFUST
ALLS hafa nú verið skoruð 39
mörk í fyrstu leikjum HM-keppn-
innar í knattspyrnu og vantar 13
upp á að skoruð hafa verið 1000
mörk í lokakeppni HM frá upp-
hafi.
Þar sem lítið var skorað af
mörkum í síðustu leikjum er
meðalskor nú 2,44 og ekkert mark
skorað í þremur leikjum. Liðin í
fyrsta riðli virðast vera sókndjörf-
ust en þar hafa verið skoruð 13
mörk, fimm þeirra skoruðu ítalir
og Argentínumenn fjögur. V-Þjóð-
verjar, Hollendingar og Pólverjar
eru þeir einu sem ekki hafa fengið
mark á sig til þessa. ítalir,
Austurríkjamenn og Argentínu-
menn hafa ekki tapað stigi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
hinn lánlausa markvörð Mexíkó,
Petro Soto Moneni horfa á eftir
knettinum í netið eftir þrumuskot
Heinz Flohe. Mexikó tapaði 6:0.
HM
í
K
N
A
T
T
S
P
Y
R
N
U
Magnús Guðm.
til Noregs
HANDKNATTLEIKSLID Víkings
hefur orftið fyrir enn einu áfall-
inu. Magnús Guðmundsson, sem
verið hefur einn styrkasti
varnarmaður liðsins mun innan
skamms flytja til Noregs. Mun
Magnús starfa í Osló og jafn-
framt leika handknattleik með
einu Oslóarliðanna.
Magnús er priðji leikmaöurinn
sem yfirgefur Víking á pessu
sumri og flytzt til útlanda. Hinir
eru eins og fram hefur komið í
Mbl. óður Björgvin Björgvinsson
og Þorbergur Aðalsteinsson,
sem munu leika í Þýzkalandi
næsta vetur.
Magnús Guðmundsson hefur
leikið með Víkingi mörg undan-
farin ór og hann hefur leikið 4
sinnum í landsliði. _ss.
Smáfréttir
úr útlandinu
■■
Oklabrotinn
markakóngur
í PERÚ urðu áhorfendur vitni að
ótrúlegum atburöi í leik Union Zona
Agraria og Sport Boys. Union átti í
hinum mestu vandræöum með aö
stilla upp liði vegna meiðsla leik-
manna og þegar í leikinn var komið,
gátu Union aöeins teflt fram 10
leikmönnum. Einn af sjúkralista
Union var brákaður á ökla, en er
hann sá fyrir sér lið sitt vera að tapa
vegna manneklu, braut hann af sér
gifsið og hóf að leika. Og ekki nóg
með það, heldur skoraöi hann fimm
mörk í leiknum og tryggði liði sínu
sigur, 6—1.
„Ég er
ekki
dauðuK'
í UPPHAFI leiks nokkurs í Sullana í
Perú var gerð einnar mínútu þögn í
minningu dómarans Senor Sosa,
sem tilkynnt hafði verið að hefði látist
í bílslysi á leið sinni á völlinn. En
meðan þögnin stóð sem hæst,
glumdi við í hátalakerfi vallarins: „Ég
er djúpt snortinn, en ég er alls ekki
dauður," og var þar Senor Sosa
mættur í fullu fjöri. Var því að sjá aö
hér hefði verið um gabb að ræða.
Fótspyrna
Á SÍÐASTLIÐNU keppnistímabili
dæmdi vestur-þýzka knattspyrnu-
sambandið þjálfara nokkurn í leik-
bann vegna þess að hann hvatti
menn sína til þess aö sparka í fætur
á mótherjunum. Hvað heitir lið hans?
Auövitaö „Kickers“ frá Offenbach.