Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 48
 Verzliö í sérverzlun meö 'litasjónvörp og hljómtæki. BÚÐIN Skipholti 19, sími 29800 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Reykjavík: Samkomulag um málefna- samning i gær Meirihlutaílokkarnir þrír í borgarstjórn náðu sam- komulajíi um málefnasamn- ing á viðræðufundi flokk- anna sem haldinn var í gærdag. Verður samningur- Varðskips- menn ræða uppsagnir MIKIL óánæxja er nú meðal starfsmanna Landhelgisiíæzl- unnar, þar sem fyrr á þcssu ári var tekin af þeim svonefnd 10% áhættuþóknun en að sögn varðskipsmanna hafði þeim verið lofað að þeir fengju að halda tíuprósentunum þegar genBÍð var frá síðustu samn- injíum. Var Morgunblaðinu tjáð í gær að nú væru uppi raddir meðal varðskipsmanna um fjöldauppsagnir vegna þessa máls. Varðskipsmenn scgja að við síðustu samninjísKerð hafi samninganefnd ríkisins tjáð þeim að hókað væri að þeir fengju 10% áhættuþóknun áfram. en síðan hafi þeir skyndilega verið sviptir þess- ari þóknun ok þá komið í ljós að þetta atriði hafi aldrei verið bókað. Þá segja þeir að enginn innan ríkiskerfisins viti í raun hverjir eigi að annast samningsmál við þá, og eins séu skipafélögin á móti því að gengið sé frá kjörum varðskipsmanna um leið og annarra. Þá benda þeir á að þótt undirmenn á varð- skipunum teljist rikisstarfs- menn fái þeir ekki að vera í lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Ennfremur segja varð- skipsmenn að þeir séu allir meira og minna sérskólaðir, t.d. í björgunar- og eldvarnarmál- um. I landi fái menn hærra kaup ef þeir hafi numið slík Framhald á bls. 27 inn lagður fyrir stjórnir Alþýðubandalags, Alþýðu* flokks og Framsóknarflokks í Reykjavík nú um helgina. Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi Alþýðuflokks sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að á fundinum í gær hefðu viðr'æðunefndir flokkanna náð samkomulagi um málefnasamning sem síðan yrði lagöur f.vrir flokk- ana um helgina. í viðræðunum kvað Björgvin hafa verið tveggja manna nefndir frá hverjum flokki og það sem þessar nefndir hefðu náð samkomulagí um væri allt Framhald á bls. 27 Starfsemi Hitaveitu Suðurnesja að Svartsengi við Grindavík var formlega kynnt í gær. Myndin var tekin við það tækifæri en á henni ræðast við þeir Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra og Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík. Sjá nánar frétt um Hitaveitu Suðurnesja í Morgunblaðinu á morgun. Ljósm: Heimir Stígsson. Halldór Ásgrímsson, alþm.: Framsókn tilbúin í nýja vinstri stjóm — SFV vilja vinstri stjóm sömu flokka og sídast í tvö kjörtimabil Halldór Ásgrímsson, einn af þingmönnum Framsókn- arflokksins í Austurlands- kjördæmi, tók af skarið um þau áform Framsóknar- flokksins að efna til nýrrar vinstri stjórnar að kosning- um loknum á framboðsfundi í kjördæmi sínu í fyrra- kvöld. í svari við fyrirspurn frá Lúðvík Jósepssyni sagði þingmaðurinn að Lúðvík þyrfti ekki að egna Fram- sóknarmenn til þátttöku í nýrri vinstri stjórn, þeir væru tilbúnir í nýja vinstri stjórn með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki svo framar- lega sem þessir tveir flokkar gætu beygt sig undir eitt- hvað af stefnumálum Fram- sóknarflokksins. Þá skýrði einn af frambjóðendum Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, Andri ísaksson, frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hverju samtök- in stefndu í sambandi við stjórnarmyndun að kosning- um loknum. Andri ísaksson sagði í viðtalinui „Við bjóð- um okkur fram sem vinstri flokkur og stefnum að því að mynda nýja vinstri stjórn á traustari grundvelli en tókst að gera árið 1974.“ Og frambjóðandinn sagði enn- fremur í þessu viðtalii „Við erum hlynntir því að þeir flokkar sem mynduðu vinstri stjórnina síðast myndi ríkisstjórn eftir kosn- ingar. Og þess sé gætt í málefnasamningi hvað varði efnahagsmál og herstöðva- mál að litið sé til langtíma meir en þá var gert. Það þyrfti að gera ráð fyrir því við stefnumótun að þessir flokkar störfuðu saman f a.m.k. tvö kjörtímabil.“ Eins og kunnugt er var vinstri stjórnin 1971—1974 mynduð af Framsóknar- flokki, Alþýðubandalagi og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Vinstri stjórnin sem sat 1956—1958 var mynduð af Framsóknarflokki, Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Útflutningur til Bretiands jókst um 159% í fyrra Viðræður um rannsóknir á setlögum landgrunnsins - við fulltrúa tveggja bandarískra fyrirtækja ULLTRÚAR bandarísku íyrir- ta'kjanna Western Geophysical Corporation oí America og Geophysical Service eru væntan- legir hingað til lands í næstu viku til viðræðna við íulltrúa iðnaðar- ráðuneytisins um leyfi til rann- sókna á sctlögum á landgrunni íslands. Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær. að þessar rannsóknir fælust í mælingum frá skipum, en um boranir væru ekki að ræða. þannig að þessar rannsóknir eiga ekki að gcta haft áhrif á lífið í sjónum. Á vegum iðnaðarráðu- neytisins hafa einnig verið samd ar reglur um skilyrði fyrir leyfum til olíuleitar við ísland og borana cn iðnaðarráðherra sagði, að á þessu stigi væri ekki um slíkar leyfisveitingar að ræða og leyfi til setlagarannsókna fylgdu engin vilyrði um Ieyfi til olíuleit- ar í framtíðinni né réttur til vinnslu jarðefna á landgrunni íslands síðar meir. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra sagði að nýlega hefði ríkisstjórnin samþykkt að heimila iðnaðarráðuneytinu að veita leyfi til setlagarannsókna á landgrunn- inu. Tvö bandarísk fyrirtæki hefðu óskað eftir leyfum til slíkra rannsókna og átt viðræður við fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og í framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar koma fulltrúar þess- ara fyrirtækja til frekari viðræðna i næstu viku. ,(Það sem á undan er gengið er það að við höfum talið rétt að vanda sem bezt til alls undirbún- ings,“ sagðiiðnaðarráðherra," og fara að öllu rheö gát. Við höfum haft náin samráð við norsk stjórnvöld til að fræðast um reynslu þeirra og vinrubrögð á þessu sviði.. Á árinu 1977 var svo þremur mönnum falið að kynna Framhald á bls. 26 ÁRIÐ 1977 flutti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 6.674 lestir af frystum fiski til Bretlands, sem var 4.097 smálestum eða 159.0% meira en árið áður. Rúmlega helmingur þessa magns var þorskflök með roði og beinum eða 3.565 smálestir. Þá voru fluttar 477 lestir af grálúðu til Bret- lands. Fyrirtækið Snax (Ross) Ltd. í London, en það fyrirtæki er rekið á vegum skrifstofu SH þar í borg, starfrækti 16 „fish and chips" verzlanir þar í byrjun árs 1977, en í lok ársins voru verzlanirnar 10. Kemur fram í skýrslu SH að veltan á árinu hafi verið 94.5 milljónir króna, en hafði verið 83.0 millj. kr. árið áður. Segir í skýrslunni að á síðustu árum hafi samkeppni aukizt mikið á því viðskiptasviði, sem „fish ar.d chips" búðir hafi verið í á Bret- landi. Á sama tíma hafi allur tilkostnaður stóraukizt, en ekki hafi verið unnt að hækka verð útseldrar vöru að sama skapi, því hafi verið talið rétt að selja nokkrar verzlananna. Kínverskir blaðamenn í heimsókn SEX kínverskir blaðamenn eru væntanlegir í hcimsókn hingað til lands á mánudaginn og munu þeir dveija hér fram til laugar- dags. Þeir munu ræða við Einar Ágústsson utanríkisráðhcrra og cmbættismenn í utanríkisráðu- neytinu og fara í margar skoð- unarferðir. Kínverjarnir eru í ferð um Norðurlöndin í boði utanríkisráðuneyta landanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.