Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
13
Páll V. Daníelsson:
Blekking
aldarinnar
Öllum, sem ekki stinga höfðinu
í sandinn, er nú ljóst, að Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag hafa
beitt kjósendur hinum hrikaleg-
ustu blekkingum í sambandi við
sveitarstjórnakosningarnar. Þeir
ráku sinn áróður undir kjörorðinu
„samningana í gildi" og náðu að
telja fólki trú um að hér væri um
annað og meira en áróðursbrellu
að ræða. Á grundvelli þess fengu
þeir kjósendur til að gleyma
öðrum málum og þeir unnu veru-
legan sigur í kosningunum.
Þar með náðu þeir völdum í
Reykjavík. En þegar kemur að því
að standa við kosningaloforðin, þá
er það ekki gert. Þeir að vísu tala
um að gera það í áföngum eftir
eigin geðþótta. Og flokksböndin
halda. Öll hjörðin hljóðnar og
kjörorðið „samningana í gildi" er
sem sprungin blaðra.
Yfirlýsing er gefin um það, að fé
sé ekki fyrir hendi til greiðslu
launanna. Þar með er staðfest það
sem efnahagslögin segja að nauð-
synlegt hafi verið að draga úr
launagreiðslum vegna þess að fé
var ekki fyrir hendi hjá þjóðinni
öðru vísi en að stórauka verð-
bólguhraðann eða skapa atvinnu-
leysi. Og þetta vissu rauðliðarnir.
En vinstri flokkarnir reiknuðu
ekki með því að ná völdum í
Reykjavík og því þyrftu þeir ekki
að mæta þeim vanda að standa við
kosningaloforðin. Og sigurvímunni
fylgdi sá skuggi, að þeir höfðu
misst glæpinn sem átti einnig að
endast í alþingiskosningunum, þ.e.
kjörorðið sitt „samningana í gildi“.
Góð ráð voru dýr. Þeir sem
aldrei ætluðu að greiða vísitölu-
bæturnar urðu að setja á svið
nýjan leikþátt. En hann mátti ekki
kosta of mikið. Gera eitthvað fyrir
kosningar og kippa því svo til baka
eftir kosningar. Og hinir sauð-
tryggu eins og formaður Verka-
mannasambandsins og fleiri
framámenn vinstri flokkanna í
launþegasamtökum eru látnir
ganga undir jarðarmenið og vitna
um dásemd og skilning borgar-
stjórnarmeirihlutans. „Kaup-
skerðingarlögunum formlega
hnekkt í Reykjavík" eins og
Þjóðviljinn orðar það.
Einn borgarfulltrúi Alþýðu-
Afreksmaður
áttræður
Vinur minn, Jón Bene-
diktsson, varð áttræður
hinn 15. júní sl. Enn hefur
ellin ekki beygt hann,
hvorki andlega né líkam-
lega. Enn er þessi eldhugi
og íþróttafrömuður beinn
í baki og tiginn í fasi. Enn
er hann ungur í anda og
frjór í hugsun. Enn leikur
honum íslenskt mál á
tungu, bundið sem óbund-
ið. Enn ber viðmót hans
vott um göfgi og mann-
kærleika. Þakkir flyt ég
Jóni prentara fyrir trölla-
tryggð hans og bjarnyl í
garð minn og minna fyrr
og síðar. Heill og blessun
fylgi honum hvar sem
leiðir liggja.
Gísli Jónsson.
Páll Lúthersson:
Ólafur Ragnar Gríms-
son og flugfélögin
Raunalegt er að sjá unga menn
hasla sér völl með slíkum ósann-
indum, sem raun ber vitni í grein
Ólafs Ragnars um ísl. flugfélög í
Þjóðviljanum 17. júní. Léleg
mannkynning á sjálfan þjóð-
hátíardaginn. Tek fram að ég er á
engan hátt tengdur Flugleiðum
h.f., hvorki með eignaraðild eða
atvinnu, aðeins einn af þeim
mörgu, sem notfærði mér þeirra
góðu og ódýru þjónustu, en ég
ferðast mikið bæði utanlands og
innan á hverju ári, og er því alls
ekki sama hvernig gengur hjá
þessu fyrirtæki, sem okkur íslend-
ingum er svo nauðsynlegt vegna
legu lands okkar.
Þar sem ég sit í stjórn norskrar
stofnunar, sem hefur á annað
þúsund starfsmenn víða um heim,
sem sífellt eru á hreyfingu, hefi ég
haft aðstöðu til að fylgjast með
fargjöldum hinna ýmsu flugfélaga.
Ekki fæ ég séð annað en íslenzku
flugfélögin standist fyllilega
samanburð við verð og gæði á alm.
flugleiðum, en að það sé gert á
kostnað innanlandsflugsins verður
vandséð, þar sem utanlandsflugið
bar uppi um 80 millj. króna halla
á innanlandsfluginu í fyrra.
En tökum örlítinn samanburð á
okkar innanlandsflugi og SAS,
ríkisreknu flugfélagi frænda okkar
á Norðurlöndum. Ég fer frá
Reykjavík til Akureyrar, 166 mílur
og greiði fyrir það kr. 7.990.-. Ég
fer svipaða leið, aðeins 23 mílum
lengri, frá Ólsó til Stafangurs í
Noregi, 189 mílur, en greiði fyrir
það n.kr. 321- eða 15.450.- ísl. Og
svo spyr ég fáfróður. Hvers vegna
getur ekki þessi risasamsteypa
þeirra Norðmanna, Svía og Dana
veitt þegnum sinna þjóða sam-
bærileg kjör og ísl. flugfélögin
veita okkur? Er það e.t.v. gróða-
sjónarmið hjá ríkisfyrirtækinu?
Má ég heldur biðja um íslenzku
flugfélögin eins og þau eru nú, og
sleppa við draumóra óábyrgra
stjórnmálaforingja um ríkisrekst-
ur.
Páll Lúthersson
Páll V. Daníelsson
bandalagsins er að basla við að
greiða atkvæði bæði með og móti
og þegar hann lendir í algerri
blindgötu almenningsálitsins
reynir hann að klóra í bakkann og
gefa í skyn, að borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins hafi ráðið
ferðinni. Þannig á að reyna að
halda áfram að kenna stjórnar-
flokkunum um. Þótt skrökvað sé
skiptir ekki máli sé hægt að
blekkja kjósendur því tilgangurinn
helgar meðalið.
Og fjármálaábyrgðin er ekki
meiri en svo að ekki skipti máli
milljarður hér og milljarður þar í
stóra kassanum, þ.e. í vösum
borgarbúa, að það geti ekki farið
einhvern veginn.
Lofsöngurinn um allt þetta
„formlega" hjá borgarstjórnar-
meirihlutanum er hávær mjög, en
bæði hjáróma og falskur og
formlegheitin eru mörgum harla
létt í vasa. En nýja kjörorð
borgarstjórnarmeirihlutans í sam-
bandi við stjórn borgarmálefna
„það fer einhvern veginn" hæfir
vel allri ráðsmennsku vinstri
flokkanna.
Páll V. Daníelsson.
Helgi Tryggvason:
Eru menn bún-
ir að gleyma?
Eru menn farnir að missa
sjónar á því nú í sundrungar-gern-
ingaveðri kosninganna, að á þessu
útlíðandi kjöttímabili stóðu flokk-
ar ríkisstjórnarinnar saman í
fremstu víglínu harðvítugrar bar-
áttu fyrir lífshagsmunum þjóðar-
innar í bráð og lengd, fiskimiðun-
um kringum þetta ægi girta land,
þegar stórveldisflota var stefnt
gegn okkar skipum og mönnum,
sem var af æðri máttarvöldum
veitt sú gifta að verjast og sækja
af öllum mætti án þess að
mannslífi væri grandað.
Er nokkur furða, þó að þetta
mál, landhelgismálið, þorskastríð-
ið, — mál málanna — yrði að eiga
allan hug ríkisstjórnarinnar lang-
tímum saman frá morgni til
kvölds plús langar andvökunætur.
Allir aðilar börðust eins og hetjur
einar berjast, samhent stjórnar-
völd, stilltir menn, rökfastir og
einbeittir, — sægarparnir sem
hopuðu aldrei fyrir ofureflinu, —
rannsóknarmenn leyndardóma
hafsins, svo að nokkuð sé nefnt. Og
baráttunni lauk með sæmd og
sáttum beggja stríðandi aðila.
íslenska þjóðin hefur vaxið
mjög í áliti umheimsins á þessu
kjörtímabili.
Ekki skil ég, hvernig þeir menn,
sem íslendingar vilja heita, geta
Eru menn búnir að gleyma?
verið þekktir fyrir að leggja kapp
á að kveðja þessa ríkisstjórn með
formælingum. Hún hlýtur að
verða í íslandssögunni ofarlega á
blaði fyrir happasæl baráttustörf
þessari kynslóð og komandi kyn-
slóðum til heilla.
(Eftir kosningar hljóta allir
óvinir verðbólgunnar að vera fúsir
til að sameinast gegn henni, ef
marka má skrif og skraf allra
flokka nú síðustu dagana.)
Helgi Tryggvason
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Sjálfstæöi
gegn
sósíalisma
Gagnrýniö,
líka Þá sem
gagnrýna
Full atvinna
Jafnvægi í utanríkisvidskiptum
Samdráttur í ríkisbúskapnum
Minnkun erlendra skulda
Viönám gegn veröbólgu
Kaupmáttur aldrei meiri
\
[
i
N/