Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
17
Leiðangur á Bárðarbungu.
Bárðarbunga er stór askja —
Grímsvötnin líklega tvær
Meirihluti
vill höft á
áfengi á
Grænlandi
Godthaab. Grænlandi. 21. júní. Reuter.
SAMKVÆMT úrslitum þjóðarat-
kvæðagreiðslu, sem fyrir lágu á
þriðjudag. vill meirihluti Græn-
lendinga reisa skorður við sölu
áfengis á Grænlandi en ekki
banna hana með öllu.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
eru ekki bindandi fyrir stjórn-
völd en koma til með að hafa
áhrif á stefnumörkun heima-
stjórnar á Grænlandi. þegar hún
verður að veruleika á næsta ári.
Óhneppur drykkjuskapur hefur
verið alvarlegt samfélagsvanda-
mál á Grænlandi um árabil. Er
talið að hver meðal Grænlending-
ur drekki tvöfalt meira áfengi en
hver Dani árlega.
Þegar lungi atkvæðanna hafði
vérið talinn lá ljóst fyrir að um 60
af hundraði höfðu greitt atkvæði
með strangari reglugerð um sölu
áfengis, en aðeins 45 af hundraði
vildu skilyrðislaust sölubann.
Færri en tveir þriðju hlutar þeirra
26000, sem atkvæðisrétt höfðu,
neyttu atkvæðisréttar síns.
VR leggur
fram drög
að nýskip-
an launa-
flokka
„Á fundinum með vinnu-
veitendum í gær lögðum við
fram drög að nýrri flokka-
skipan, sem ég vil kalla
kjörbreytingu og nánast bylt*
ingu frá því sem nú er“, sagði
Magnús L. Sveinsson varafor-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur í samtali við
Mbl. í gær. Nú eru 10 launa-
flokkar í kjarasamningum
VR en í framangreindum
drögum eru launaflokkarnir
23.
„Ég skal ekkert um það segja á
þessu stigi, hvað út úr þessu
kemur, en atvinnurekendur ljáðu
alltént máls á því að ræða þessa
hugmynd frekar", sagði Magnús L.
Sveinsson.
„Þessi nýskipan er fyrst og
fremst miðuð við uppbyggingu
launaflokka opinberra starfs-
manna fyrir samsvarandi störf og
við semjum fyrir“, sagði Magnús.
„í samningunum notuðu opinberir
starfsmenn sem meginröksemd
upplýsingar sem þeir höfðu fengið
í gegn um Hagstofu Islands um
raunverulegar launagreiðslur til
fólks sem vinnur sambærileg störf
á almennum vinnumarkaði. Nú
þegar þetta liggur allt fyrir og
samið hefur verið við opinbera
starfsmenn teljum við sjálfsagt og
skylt að hliðstæðir samningar
verði gerðir við okkur og það er
reyndar okkar krafa.
Ég vil benda á að launataxtar
opinberra starfsmanna eru nú
10—60% hærri en okkar launa-
taxtar."
UNDIR íshellunni á Bárðar-
bungu er askja en ekki hryggur
eins og stundum hefur verið
giskað á. Og norðan úr Gríms-
vötnum í miðjum Vatnajökli nær
eldstöðin langt norður fyrir
vötnin sjálf. Eru þar kannski
tvær samvaxnar öskjur undir
ísnum að því er Helgi Björnsson
jöklafræðingur tjáði Mbl.
Þessarar nýju vitneskju um
landslag undir jöklinum var
aflað í vorleiðangri Raunvísinda-
stofnunar og Jöklarannsóknafé-
lagsins, þar sem m.a. var notuð til
mælinga svonefnd íssjá, tæki sem
smíðað hefur verið og sífellt er
þróað og endurbætt í Raunvís-
indastofnun. Sendir það rafsegul-
bylgjur gegn um jökulinn, en þær
endurkastast og veita upplýsing-
ar um hvað er undir. Sagði Helgi
að tækið hefði unnið mjög vel.
Á Bárðarbungu var farið til að
athuga hvers konar fjall væri
undir ísnum á þessari 2000 m háu
bungu. Kom í fyrsta sinn í ljós að
„bungan" er askja með hringlaga
börmum. Að norðan eru barmarn-
ir í 1800—1900 m hæð en að
sunnan heldur lægri eða í 1700 m
hæð. En í miðju er askja í 1600 m
hæð. Askjan er full af ís sem nær
upp í 2000 m yfir sjávarmál. Er
flatarmál hennar 50 ferkm. Kvaðst
Helgi ætla að reyna að fara aftur
á jökulinn í haust og skoða þá
vesturhluta háns betur og þétta
mælingar.
• Hlaup innan
tveggja ára
Leiðangurinn, sem í voru 15
manns í 3 snjóbílum, fór fyrst að
Grímsvötnum til mælinga á vatns-
hæð og vetrarákomu að venju.
Kaffisala í
Neskirkju
á sunnudag
Kvenfélag Neskirkju efnir n.k.
sunnudag til kaffisölu í kjallara
kirkjunnar. Verða þar kaffi og
kökur á boðstólum frá kl. 15 og
fram eftir degi og vonast ráða-
menn kvenfélagsins til að fólk gefi
sér tíma til að staldra við á
kosningadaginn og fá sér hress-
ingu. Ágóði kaffisölunnar rennur
til safnaðarstarfsins, en nú stend-
ur m.a. fyrir dyrum að fá nýja
fótsnyrtingarvél en sú þjónusta
hefur verið mikið notuð að undan-
förnu.
Reyndist vetrarákoman 4,90 m,
sem er snjófall í meðallagi.
Vatnshæðin í Grímsvötnum var
1410 m hæð, hefur risið um 60 m
á 20 mánuðum frá hlaupinu 1976.
Undanfarna áratugi hefur orðið
Skeiðárhlaup undan jöklinum þeg-
ar vatnshæðin í Grímsvötnum er
komin í 1425—1435 m hæð. Má því
búast við hlaupi áður en tvö ár eru
liðin ef að líkum lætur. Kvaðst
Helgi ekki eiga von á stærra
hlaupi en undanfarna tvo áratugi,
en brýrnar á hringveginum eru
gerðar til að þola þau hlaup.
Með íssjánni var mælt í Gríms-
vötnum og austan við þau, og hafa
mælingarnar staðfest þær hug-
myndir, sem menn höfðu áður gert
sér í grófum dráttum, en gefa
gleggri mynd. Er nú hægt að
teikna nákvæmt kort af botni
vatnanna og útrásinni austur úr
þeim.
Stórhlaup úr nyrðri
öskjunni?
Við þessar mælingar kom það
nýtt fram, að sögn Helga, að
eldstöðin í Grímsvötnum virðist
ná langt norður fyrir vötnin sjálf.
Sagði hann að e.t.v. væru þetta
tvær samvaxnar öskjur.
Á árinu 1938 gerðist það að
landspilda norður úr Grímsvötn-
um seig um 200—300 metra á 7
km. löngu og 2 km. breiðu svæði
og rann vatn í Grímsvatnakvosina
og fyllti vötnin svo úr varð hlaup
aðeins 4 árum eftir stórt hlaup í
Skeiðará. Þessi hlaup voru stór-
hlaup, miklu stærri en síðan hafa
orðið og sem brýrnar eru miðaðar
við. Sagði Helgi, að næsta hlaup
yrði væntanlega af minni tæinu,
nema eitthvað gerðist þarna í
nyrðri öskjunni. Vitað var að 1938
gerðist eitthvað þó menn vissu
ekki hvað það var. En, eins og
Helgi sagði getur ýmislegt gerst í
svona öskjum, um leið og hann
minnti á Öskju og Kröflu.
Að ' vorleiðangrinum stóðu
Jöklafélagsmenn, til að mæla í
Grímsvötnum og sex menn frá
Raunvísindastofnun og maður frá
Norrænu eldfjallastöðinni, til
mælinga með íssjánni. Vegagerð
og Landsvirkjun veittu fyrir-
greiðslu, enda jöklamælingar
mikilvægar fyrir orkubúskapinn
og brýr á Skeiðarársandi. Vísinda-
sjóður hefur í 3 ár í röð styrkt
smíði og mælingar með þessu nýja
tæki, íssjánni. Sagði Helgi að
ferðin hefði gengið ágætlega.
Mbl. náði tali af honum á
Kirkjubæjarklaustri þar sem nú
stendur yfir norrænt mót jökla-
fræðinga. Stendur það í viku og
eru þar 50 manns sem flytja
40—50 fyrirlestra um fræði sín
milli þess sem farið er að nær-
liggjandi jöklum í skoðunarferðir.
A KJORDAG
D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum
ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag.
Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö
bregöast vel viö og leggja listanum liö m.a. meö því
aö skrá sig til aksturs á kjördag 25. júní
næstkomandi.
Vinsamlegast hringið í síma: 82900.
Skráning bifreiða og sjálfboöaliöa fer einnig fram á
skrifstofum hverfafélaganna.
Listínn
GAGNRÝNIÐ
EINNIG ÞÁ SEM GAGNRÝNA