Morgunblaðið - 24.06.1978, Síða 38

Morgunblaðið - 24.06.1978, Síða 38
38 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Kveðjuorð: jr Olafur Hallsteins- son frá Skorholti I (la(i fer frani frá Saurbæjar- kirkju á Hvalfjarðarströnd útför Ólafs Hallsteinssonar frá Skor- holti í Leirársveit, en hann lézt á Hrafnistu í Reykjavík 15. þessa mánaðar, nær níræður að aldri. Ólafur Hallsteinsson var fæddur að Litlu-Fellsöxl í Skilamanna- hreppi 23. júní 1888 sonur hjón- anna Hallsteins Ólafssonar og Steinunnar Eiríksdóttur. Untjur að árum fluttist Ólafur með foreldr- um sínum að Skorholti í Leirár- sveit oj; var hann jafnan síðan kenndur við þann hæ. Þau Skorholtssystkini voru 9 or eru nú fjöfiur þeirra á lífi. Elzt var Halldóra.sem len};i bjó á Akranesi, en hún er látin. Ólafur var næstelztur. Önniir s.vstkini, sem nú eru látin voru Narfi, sem lengi bjó á Læk í Leirársveit, Bjarni, sem unKur fórst með bát, sem Kerður var út frá Sandjjerði ojí Böðvar, sem bjó í Skorholti, en hann er dáinn fyrir allmörj;um árum. Eftir lifa af systkinunum Guðrún og Inj;var, sem bæði stunduðu lenj;st af búskap, en eru nú búsett í Reykjavík, oa Sij;urjón oj! Jóna, sem búa í Skorholti. Ólafur Hallsteinsson fór ungur að heiman í atvinnuleit. Lá leið hans þá meðal annars til Aúst- fjarða oj; víðar. Hann var sjómað- ur í mörj; ár, en settist síðan að á Akranesi oj; stundaði þar verkamannavinnu um áratuga skeið oj; allt fram til þess, að heilsa oj; kraftar þrutu. Ólafur kvæntist ekki, en á Akranesi naut hann mikillar umhyjtjyu oj; aðhlynninj;ar hjá Halldóru systur sinni, sem þar rak matsölu af miklum m.vndarskap um árabil. Frá Akranesi var skammt til æskuslóða að Skorholti oj; þanj;að sótti Ólafur tíðum til systkina sinna. Skorholtsheimilið er líka þekkt að j;estrisni, þar sem það lij;j;ur í þjóðbraut, oj; þar var Ólafur ávallt aufúsuj;estur. Ólafur vann í fjöldamörj; ár undir verkstjórn föður míns. Veit éj;, að Ólafur var í hópi þeirra manna, sem faðir minn mat mest sökum duj;naðar oj; samvizkusemi. Á þessum árum tókst náin vinátta með foreldrum mínum oj; Ólafi, sem varað hefur síðan. Ej; kynntist Ólafi Hallsteinssyni á unj;lingsárum mínum, á Akra- nesi, en þar unnum við saman í mörj; sumur. Þessi vinnuhópur var fjölmennur oj; flestir voru að sjálfsöj;ðu miklu eldri en éj;. Marj;ir voru þessir menn einstakir þrek- oj; duj;naðarforkar, svo sem Hjörtur Bjarnason frá Breiðinni, Hannes Jónsson í Norðtunj;u, Aj;úst Sij;urðsson í Nýlendu oj; Jón Bjarnason í Garðbæ. I þessum hópi var Ólafur Hallsteinsson, þá kominn yfir sextuj;t, en að kappi oj; vinnusemi líkastur mönnum á léttasta skeiði ævinnar. Það var mér ómetanlej;ur skóli að kynnast þessum KÓðu mönnum, sem hertir voru af þeirri lífsbaráttu, sem elzta núlifandi kynslóð IslendinKa varð að heyja á sínum tíma ok fæstir þekkja nú orðið, nema af afspurn einni saman. Þeir eru nú flestir horfnir af sjónarsviðinu, eftir lanKan ok stranKan vinnudaK, ok nú er öldunKurinn Ólafur Hallsteinsson, sem náð hafði mun hærri aldri, en almennt Kerist, allur. Þar kveður maður, sem lifði í hÓK'ærð ok án alls yfirlætis, en verka hans ok þeirrar kynslóðar, sem hann tilheyrði munu þeir sem á eftir koma njóta um langa framtíð. Ólafur Hallsteinsson var maður láKur vexti. Hann var með yfirvar- arskeKK ok þegar éK kynntist honum var skeKK hans ok hár orðið alhvítt. Svipur hans var í senn KlaðleKur ok hlýr ok stafaði frá hontim KÓðvild. Hann var Kreiðvik- inn ok tillitsamur í umKýnKni ok óáleitinn við aðra menn. I skoðun- um var hann einstaklinKshyKjyu- maður ok fylKÓi ávallt Sjálfstæðis- flokknum að niálum. ÁtthöKum sínum unni Ólafur innileKa og ljúft er mér að minnast þess, að í nokkur ár var það mitt síðasta verk á aðfangadaK að aka Ólafi upp að Skorholti, þar sem hann hélt ávallt jólin með systkinum sínum, SÍKurjóni ok Jónu. Þá var tilhlökkun Ólafs til heimkomunar að Skorholti mikil. I daK tekur hin faKra sveit utan Skarðsheiðar á móti honum til hinztu hvíldar. Ég bið minningu Ólafs Hall- steinssonar blessunar. Gott er að hafa kynnst og átt vináttu slíks manns. Arni Grétar Finnsson. Kjartan Jónas Kjart- ansson — Minning Jón Kjartansson, eins og hann var almennt nefndur, andaðist í New York 7. júní s.l. Hann hefði orðið 36 ára þann 11. sama mánaðar. Jón var sonur Elínar og Hannesar Kjartanssonar, sendi- herra og hét fullu nafni Kjartan Jónas Kjartansson eftir öfum hans, Kjartani Gunnlaugssyni, stórkaupmanni í Reykjavík og síra Jónasi Sigurðssyni, skáldi, sem lengst af var prestur í Vestur- heimi. i Jón átti við vanheilsu að stríða frá barnæsku. Meðfædd hjartabil- un olli því, að hann var undir læknishöndum allt sitt líf. Heilsu- veilan var honum að sjálfsögðu fjötur um fót, en hann tók því mótlæti með stakri ró og síðar einstökum kjarki er hann eltist og skildi hvert stefndi. Hann ólst upp í foreldragarði í Bronxville, New York. Lauk þar forskólamenntun, en stundaði síð- an nám við háskóla í Georgíu- fylki. Jón var einkar vinsæll meðal skólafélaga sinna og nágranna og + Maöurinn minn og faðir okkar, MARKÚS GUÐMUNDUR EDVARDSSON andaöist á Borgarsjúkrahúsinu 23. júní. Bryndís Andersen og synir. t Ég þakka af alhug öllum þeim er auösýndu hluttekningu og vináttu viö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, ALFHILDAR SIGURBJORNSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna Karl Kristjínsson. + Innilegar þakkir færum viö öllum, er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, PÁLS PÁLSSONAR, bónda, Litlu-Heiöi Margrét Tómasdóttir, bórn, tengdabörn og barnabörn. hélst sú vinátta eftir skólaaldur, sem greinilega kom í ljós við útför hans, sem fór fram í Bronxville þann 12. júní, að viðstöddu fjöl- menni — vina og vandarnanna. Höfðu sumir komið langt að úr fjarlægum fylkjum Bandaríkjanna til að kveðja vin í hinsta sinn. Jón Kjartansson var hvers manns hugljúf? er honum kynnt- ust. Vel að sér í mars konar fræðum og gamansamur er svo bar undir. Hafði gaman af að heyra góðar sögur, vel sagðar sem og hann gerði sjálfur. Hann var áhugamaður um stjórnmál og félagsmál og fór ekki dult með skoðanir sínar og varði vel er hann mætti þeim, sem ekki voru á sama máli. Hafði hann og gaman af kappræðum í góðu. Jón var einkar barnelskur og átti marga vini meðal yngri kynslóðarinnar. Hann var guðfaðir dóttur eins fornvinar síns. Sú er nú á fimmta ári, sem sagði við hann er þau hittust í . síðasta sinni: „Þú skalt fá símanúmerið mitt því mig langar til að tala við þig aftur." Ljósmyndun og ljósmyndatækni var eitt af helstu áhugamálum og tómstundaiðkunum Jóns. En hann flíkaði því lítt sem hann gerði í þeim efnum. Það er grunur þess, er þetta ritar, að í myndasafni Jóns séu margir kjörgripir ef vel er að gáð. Þegar Hannes Kjartansson var skipaður sendiherra hjá fasta- nefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1965, tók Jón við Framhald á bls. 39. Guðný Einarsdótt- ir Skál—Minning Fædd 29. október 1900 Dáin 10. júní 1978 „Hinir hógværu munu landið erfa.“ Þessi orð komu mér fyrst í hug við andlát Guðnýjar Einarsdóttur, hennar Guðnýjar í Skál, eins og hún ætíð var kölluð. Sönn sómakona hefur kvatt okkur, sem hvergi fór með hávaða eða framagirni, en var engu að síður ákveðin, lét verk sín tala fremur en orðin. I miðjum önnum kosningaerils er þess enginn kostur að geta þessarar góðu konu svo sem vert væri og ég hefði viljað. Þó yrði saga hennar ein af hetjusögum hversdagslífsins sé litið til lífsstarfs hennar, sé litið til þess mikla heilsufarslega áfalls, er hún varð fyrir snemma á lífsleiðinni og háði henni að sjálfsögðu ævilangt. En þess varð í engu vart í dagsins erfiðu önn, heldur ekki í skaplyndi hennar né framkömu, þar fór hin hógláta atorkukona, sem í engu hlífði sér, heldur vann allri orku framar og varp birtu á veg okkar hinna. Andlegt þrek hennar og óbilandi lífstrú varð mér sannarlega aðdá- unarefni. Kynslóð hennar lifði tímana tvenna, við eigum nú í dag oft erfitt með að setja okkur í spor þessa erfiðisfólks, sem ekki átti til þeirrar samhjálpar að leita, sem við búum þó við í dag. Því síður á æskan í dag þess kost að setja sig inn í þá hörðu lífsbaráttu, sem fólk þá háði, ekki til að afla sér ýmissa ytri lífsgæða meira og minna ímyndaðra, heldur einvörðungu til að hafa í sig og á, koma sínum til manns. Það gerðu þau hjón með sóma og slíkum dagsverkum er gott að hafa skilað til þjóðfélagsins. Guðný var fædd að Vatnsskóg- um í Skriðdal 29. október 1910 og voru foreldrar hennar hjónin Þórunn Sigurðardóttir og Einar Halldórsson bóndi þar. Þau hjón eignuðust þrjár dætur og er ein þeirra á lífi hér á Reyðarfirði, Björg, sem þekkt er fyrir veitingarekstur sinn í Ár- túni. Einnig ólu þau upp fósturson. Með foreldrum sínum fer Guðný í Þingmúla og dvelst þar til ferm- ingaraldúrs. Hingað til Reyðar- fjarðar flyzt hún 1914 að Teiga- gerði, er þar í vinnumennsku á ýmsum stöðum s.s. Suðlum hjá Rolf Johansen og Grímsstöðum. 9. júní 1924 ganga þau í hjóna- band Jóhann Bjarnason frá Teiga- gerði og hún. Þau byrja búskap sinn í Teigagerði, en bjuggu síðan í Skál alla sína búskapartíð. Jóhann lézt 5. febrúar 1969. Þau hjón eignuðust 5 börn. Elzta barnið, Ástríður dó eins árs, en hin eru Hlöðver, Einþór, Unnsteinn og Óli, hraustleika- og atgervismenn. Einnig ólu þau upp systurdóttur Jóhanns, Ólöfu Guðbjörgu frá 9 ára aldri og gengu henni í foreldrastað. Olöf er efniskona hin mesta. Guðný tók virkan þátt í Kvenfélagi Reyðarfjarðar og var þar heiðursfélagi frá 1971. Þar eins og annars staðar lagði hún fram krafta sína af sömu fórnfýsi og óeigingirni og allt hennar lífsstarf mótaðist af. Ég kynntist þeim hjónum Guðnýju og Jóhanni nokkuð og til þeirra var svo sannarlega gott að koma. Hlýja og góðvild húsráð- enda var einlæg og sönn. Og þau einkunnarorð: einlæg og sönn veit ég, að samferðafólk Guðnýjar mundi hiklaust velja henni nú að leiðarlokum. Hún var vel gerð kona í hví- vetna, greind og gjörhugul og fylgdist vel með öllu í þjóðlífi okkar og lagði þar lið, sem hún framast mátti. Lífsskoðun var fastmótuð, hún fylgdi lítilmagnanum ætíð að málum og félagsleg samhjálp átti þar góðan og traustan liðskraft þar sem hún var. Hún var trúkona og átti þar athvarf á erfiðum stundum, þar var styrkust stoð hennar í þeirri hugarró, sem einkenndi hana. Bjart mun þar yfir, hvar sem hún fer um æðri svið okkar tilveru. Við kveðjum Guðnýju í hljóðri þökk fyrir lífsstarf hennar og Framhald á bls. 39. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Birgir Sveins- son kennari Lágholti 1 ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþýðubandalag 11 H Alþýðuflokkur 5 S Framsóknarflokkur 17 /!>' , t Samtök frjálsl og vinstri manna 2 z Sjálfstæðisflokkur 25 IZ Aðrir flokkar og utanflokka 0 0 Samtals 60 (oO Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. VIÐ VERÐUM VIÐ ALLA KJÖRSTAÐI. LÍTIÐ VIÐ HJÁ RAUÐA-KROSSINUM. ENGIN ALDURSMÖRK. RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.