Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 12

Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Gullborinn frægi, sem á sínum tíma var keyptur til landsins til að bora eftir gulli í Öskjuhlíðinni en síðar malaði okkur annars konar gull — heita vatnið til upphitunar húsa — hefur nú verið settur upp í Árbæjarsaf ni og mun bora þar mönnum til fróðleiks á opnunartíma safnsins. Fyrir réttri hálfri öld hófust boranir eftir heitu vatni við Þvottalaugarnar. Var borinn þá keyptur af hlutafélaginu Málmleit, sem fengið hafði leyfi til að kanna hvort gull væri í jörðu í Vatnsmýrinni. Var fyrsta húsið, Austurbæjarskólinn, hitaður upp með hitaveituvatni, svo og 70 hús önnur. En nú er afraksturinn af hitaveituborunum orðinn slíkur að það sparar 9 milljarða króna á ári eða um 100 þúsund krónur á hvern Reykvíking miðað við upphitun með olíu, eins og Jóhannes Zo'éga hitaveitustjóri orðaði það, yfir súkkulaðibolla í Árbæjarsafni á föstudag, þegar menn hans settu borinn í gang og hann fól Árbæjarsafni borinn til varðveizlu. • Bréf Hannesar Hafstein En það var annars konar gull, sem borinn átti að mala þjóðinni í upphafi. Hinn 1. apríl 1905 birtist sú fregn í Reykjavík að gull hefði fundizt á nöfrum bors þess, sem notaður hafði verið við borun eftir neyzluvatni vestan við Öskjuhlíð. Þetta þóttu mikil tíðindi, svo sem sjá má af bréfi, sem Hannes Hafstein, þáverandi ráðherra hef- ur 2 dögum síðar skrifað Halldóri Daníelssyni, sem þá var bæjar- fógeti í Reykjavík. Bréf þetta fann starfsmaður Arbæjarsafns Ólafur Jónsson í bréfasafni Halldórs í Þjóðskjalasafni, er hann var að leita þar að öðru. Þar segir: „Reykjavík 3/4, 1905. Góði vin pyti-. íf ív r, nV/tfi. , -- ■/* ' -c/’ ' ^/í~yrtA yn.a . / /Jryyv (rj% ///**> ^ jfc, af þ ^ /^ . ‘/h U{,/- /5 /-• s w/h,- //f ^ * / /tLtt h. ■/,' ('sr’yrtA H// <++* ^1 / C'j, s*. A / Ilór er bréf Ilannesar Ilafstein ráðherra til bæjarfógetans. sem sýnir að menn tóku fregninni um gullfundinn af alvöru. Þar stendur. Góði vin. Ef það er áreiðanlegt, að gull sje fundið í Öskjuhlíðinni, og nokkurt stykki eða ílís næst. sem góma má. þá finnst mjer eiga mjög vel við. að konunginum væri sent það til gamans — og til minnis um Öskjuhlíð. sem hann sjálfsagt man eptir. Af því að jcg gcng út frá því. að þú stýrir því gulli. sem nást kynni. vildi ég vekja athygli þína á þcssu og bjóðast til að koma gullögninni til jöfurs. sem jeg ímynda mér að mundi þykja vænt um það, en „Opmærksomhed.“ — Þinn II. Ilafstein. Gullborinn malaði okkur að vísu aldrei hinn eðla gullmálm, heldur annað sem er gulls ígildi. hcita vatnið til upphitunar. Boranir eftir heitu vatni hófust með honum fyrir hálfri öld. Nú stendur hann og húsið utan um hann í Arbæjartúni. Ef það er áreiðanlegt, að gull sje fundið í Öskjuhlíðinni, og nokkurt stykki eða flís næst, sem góma má, þá finnst mjer eiga mjög vel við, að konunginum væri sent það til gamans — og til minnis um Öskjuhlíð, sem hann sjálfsagt man eptir. Af því að jeg geng út frá því, að þú stýrir því gulli sem nást kynni, vildi jeg vekja athygli þína á þessu og bjóðast til að koma gullögninni til jöfurs, sem jeg ímynda mjer að mundi þykja vænt um það, en „Opmærksomhed". Þinn H. Hafstein Aldrei fékk kóngurinn okkar gullflísina frá þegnum sínum á Islandi, enda var því trúað að gullið hefði verið úr skothylki, sem stungið var af hrekk í holuna. En í æfiminningum sínum segir Knud Zimsen, borgarstjóri svo frá gull- ævintýrinu undir fyrirsögninni: Borun eftir vatni leiðir til gullleit- ar: „Um sumarið höfðu bæjarmenn rætt um fátt meira en vatnsveitu- málið, þótt ekki væru þeir allir sama sinnis um það, hvernig við því skyldi snúizt. Flestir voru þeirrar skoðunar, að reynt yrði til þrautar að bora eftir vatni í námunda við bæinn, áður en horfið yrði að því ráði að leiða vatnið innan úr Elliðaám. Og þegar leið á sumarið fjölgaði þeim stöðugt, er hölluðust á þessa sveif. Með því að álit almennings var þungt á metunum og bæjarstjórn tvíráð í hvað gera skyldi, var að lokum ákveðið að gera tilraun með að bora eftir vatni í tagli Öskju- hlíðar, niður undir Vatnsmýri. í því skyni var leitað til Maríus Knudsens í Óðinsvéum, en af honum fór þá mest orð meðal Dana fyrir jarðboranir. Þriðjudaginn 27. september 1904 sté sendimaður Knudsens á land í Reykjavík. Hann hét J. Hansen, var maður miðaldra og hafði um alllar.gt skeið fengizt við vatnsbor- anir í Danmörku. Hann og áhöld þau, sem hann hafði meðferðis urðu til þess að vekja í brjósti Reykvíkinga í fyrsta sinni þrá í Klondyke-ævintýri. Hansen hafði sem fleiri trú á því að það starf lánaðist vel, — sem byrjað væri á laugardegi. Því hóf hann bortilraunir sínar 1. október. Var þeifci haldið áfram nær stöðugt til 15. september 1905 eða í naumt ár.“ ' Knud Zimsen hafði yfirumsjón með borverkinu fyrir bæjarins hönd og hafði því nánari kynni af öllu, sem þar fór fram en nokkur annar maður að Hansen undan- skildum. Síðar í greininni segir hann. „Leið nú og beið. Borunin þokaðist áfram og margir gerðu sér vonir um, að lausn vatnsmáls- ins mundi ekki langt undan, Vatnsmýrin bæri nafn með rentu. En þegar blaðið „Reykjavík" kom út 1. apríl 1905, birti það bæjarbú- um ný sannindi um auðlegð Vatnsmýrar, því að þar gat að lesa eftirfarandi: „Gull fannst síðdegis í gær við boranirnar uppi við Öskjuhlíð, 118 feta djúpt í jörðu. Menn hugðu í fyrstu, að þetta kynni að vera látún, en við ítarlegar rannsóknir er nú sannprófað, að það er skírt gull. Gullið er ekki sandur þarna, heldur í smáhnullungum, sem jarðfarinn hefur skafið. Hve mikið það kann að vera verður reynslan að skera úr, en á því er ekki vafi, að hér er gull fundið í jörðu“. Það var sem hvirfilvindur færi um hugi manna. Allir ætluðu að höndla gull. Reykvíkingar þurftu svo sem ekki að kvíða framtíðinni. Vatnið var orðið aukaatriði, það gleymdist, að á því hefði nokkurn tíma verið þurrð né eftir því þurft að leita. — Viku síðar en fregnin um gullfundinn barst bæjarbúum, hafði verið stofnað gullleitarfélag, sem hét „Málrnur". Nokkur hluti bæjarstjórnar fékk verulegan gull- snert og því varð bæjarfélagið aðili að „Málmi". Bæjarblöðin sögðu viku eftir viku fréttir af gullinu og í „Reykjavíkinni" 8. júní stóð þetta: „Nú er hætt að bora eftir vatni — ekkert vatn á 160 feta dýpi. En gull alla leið frá 118 til 160 feta djúpt — meira eða minna. — En fasteignir allar í bænum, einkum lóðir, stíga hratt í verði. Lóð, sem ekki hefði verið yfir 1500 kr. virði 30. maí, var seld fyrir skömmu fyrir 15000 krónur. Einstakir menn, sem peninga eiga eða lánstraust hafa, kaupa upp allt hvað þeir geta af lóðum. Það er minnst séð enn af þeirri verð- hækkun, sem hér verður á fast- eign". Það er reyndar ekki rétt, sem hér er sagt um vatnsborunina, því að henni var haldið áfram til haustsins, eins og fyrr greinir. En nún fór á aðra leið en vonir höfðu staðið til, því eftir því sem dýpra var grafið minnkaði vatnið, og auk þess var það svo heitt, að fráleitt var að nota það til drykkjar. En í dagbók Hansens borunar- manns segir svo um gullið: „3. apríl í 119 fet 1“ dýpi, leir sandur, þar á meðal gull eða málmur. Borinn, sem tekinn var upp, sýndi að hann hefði nuddazt við gull eða málm, en þó ekki nóg til neinnar rannsóknar. — 4. apríl. Þá er borinn fastur í harðri klöpp og nuddast við hliðarnar. Svo sýnist sem gul) eða málmur hafi nuddazt við, en þó ekki til rannsóknar. — 6. apríl borað í gegnum 1 þumlungs þykkt málm-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.