Morgunblaðið - 09.07.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 09.07.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 13 Ilér er gullborinn, sem notaður var við námugröftinn í Vatnsmýri 1905. stykki. 7. apríl borað í gegnum málm og leir og járn á milli. Dýpið 120 fet“. Þessar heimildir einar geymir dagbók Hansens um gullfundinn í Vatnsmýrinni. Ég ætla, að gulllit- urinn á bornum hafi stafað frá látúnshylkjum, sem notuð voru þarna við sprengingar. Grunur manna var það, að H. Hansson kaupmaður, sem þá var nýkominn heim til íslands úr Klon- dyke-ævintýri í Ameríku, hefði látið gull eða annan málm niður í borholuna, en hvort hann hafði við nokkuð að styðjast, get ég ekki borið um. Boranir Hansens báru ekki árangur, hvað vatnsveituna snerti. Þær sönnuðu hins vegar, að skoðun Helga Péturss á jarðlögun- um í Reykjavík var rétt og þær lyftu skýlu frá augum mínum í sambandi við jarðhitann í nánd við bæinn og notkun hans. Saga gullleitarfélagsins „Málms" varð ekki löng, en þó miklu lengri en svo, að hún verði hér rakin. Gullið fannst aldrei, en áhald það, sem félagið flutti til landsins, átti sinn þátt í því að gera að veruleika hugmynd mína um notkun jarð- hita fyrir bæjarbúa". Þannig lýkur tilvitnun í skrif Knuds Zimsens. • Nýir gull- grafarar með betri bortækni Tilraununum til gullleitar lauk í það sinn með gjaldþroti félagsins árið 1909. En enda þótt málmleitin í Vatnsmýrinni hefði engan árang- ur borið, voru til menn sem enn báru þá von í brjósti að gull væri þar að finna. Hinn 30. maí 1922 var stofnað hlutafélagið „Málmleit", og var Kristófer Sigurðsson, þáverandi slökkviliðsstjóri, aðalhvatamaður að stofnun þess. Pantaðar voru borvélar frá Alfr. Wirth & Co. í Erkelenz í Þýzkalandi og komu tækin til landsins vorið 1922. Er það borinn, sem nú hefur verið gerður upp í Árbæjarsafni. Boran- ir hófust strax og hafði Helgi Hermann Eiríksson verkfræðing- ur umsjón með verkinu. Borinn var haglabor og mjög kraftmikill. Borsveifarnar voru handknúnar og unnu tveir menn, þeir Einar Leó Jónsson trésmiður og Pétur Þor- steinsson, verkstjóri við verkið. En þrátt fyrir góð borunartæki bólaði ekkert á gullinu í Vatnsmýrinni, og síðla árs 1924 var ákveðið að hætta borunum. • Heitavatns- boranir fyrir 50 árum Um svipað leyti var farið að ræða um nýtingu heita vatnsins í Þvottalaugunum. Yfirborðsvatn var ekki nægilega heitt og þurfti því að bora eftir heitara vatni. Var því samþykkt að Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti borinn af Málmleit til jarðborana. En hug- myndin var að bora og fá upp gufu og reisa þarna rafstöð. Þessar boranir stóðu frá 26. júní 1928 til 30. maí 1930. Umsjón með Framhald á bls. 46. 111 lestir af humri á land á Höfn: Humarinn smækkar ár frá ári HUMARVEIÐAR hafa gengið þokkalega frá Höfn í Hornafirði að undanförnu og í gær voru komnar 111 lestir af humri á land og er það svipað og á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur humar- inn reynzt mikið smærri í ár en í fyrra og sagði Jens Mikaelsson fréttaritari Mbl. á Ilöfn í gær að humarinn færi smækkandi ár frá ári, hver sem ástæðan væri. Jens Mikaelsson sagði, að í sumar hefðu 35—38% af humrin- um flokkazt í stórt, en í fyrra hefði hlutfallið verið 50—60%. Æskan er nú aflahæsti humarbáturinn frá Höfn með 10.1 lest af slitnum humri, en alls eru gerðir út 13 humarbátar þaðan. Samhliða humarlöndununum hafa verið lagðar upp hjá frysti- húsinu á Höfn 700 lestir af bolfiski, en 5 handfærabátar róa þaðan, auk þess 5 bátar með fiskitroll og 1 línubátur. Mjög mikil atvinna hefur verið í frysti- húsinu og er tilfinnanlegur skort- ur á vönum stúlkum til vinnu við pökkun á fiski. Opið frá 2—5 ídag BergÞórugata 2ja herb. 65 ferm. risíbúð. Laugavegur 2ja—3ja herb. risíbúð. Verð 6.5 millj., útb. 4.5 millj. Kárastígur 3ja herb. um 100 ferm. íbúö á 2. hæð. íbúðin og húsið nýstandsett. Laugarnesvegur 3ja—4ra herb. íbúð á 2. hæð. Stór stofa, suðursvalir. Gaukshólar 5 herb. íbúö í lyftuhúsi. Mikið útsýni, bílskúr. Kleppsvegur 4ra herb. góö íbúö á 5. hæö. Lyfta, suðursvalir. Æsufell 4ra herb. vönduð íbúð á 2. hæð. Hraunbær 4ra herb. 110 ferm. íbúð á 2. hæð. Fæst aðeins í skiptum fyrir 3ja herb. Raöhús viö Hrauntungu í Kópavogi með innbyggðum bílskúr. Seltjarnarnes Einbýlishús sem er 85 ferm. að grunnfleti, kjallari, hæð og ris. Bílskúr. Lóö á góöum staö í Arnarnesi Raöhúsalóð í Hveragerði Grunnur tilbúinn, teikningar fylgja. Tilbúið undir tréverk Höfum 3ja og 4ra herb. íbúðir sem afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu. Öll sam- eign fullfrágengin, bílskýli. Sumarbústaöir Höfum til sölu innflutta sumar- bústaöi meö öllu.n húsgögnum og fl. íbúð óskast til leigu Höfum verið beðnir að útvega 4ra herb. góða íbúð í gamla bænum. LAUGAVEGI 87, S: 13837 16688 Heimir Larusson s. 10399 Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingólfur Hiartarson hdl. AsgeirThoroddssen hdl. Jóhannes Zoega afhenti Árbæjarsafni Gullborinn til varðveizlu á föstudag og um leið setti Gunnar Sigurjónsson (til hægri) borinn í gang. Hann og Jón Hansson (til vinstri) unnu í áratugi við hann, Jón allt frá 1928. þegar byrjað var að bora eftir heitu vatni við Þvottalaugarnar. 29555 Höfum til sölu ágæta 3ja herb. íbúö viö Æsufell, íbúöinni fylgir geysilega góö sameign þ.á. m. frystigeymsla í kjallara. Mjög gott sameiginlegt þvottahús meö öllum tækjum, búr er innaf eldhúsi í íbúöinni, hvítt rýjateppi er á gólfum. íbúöin lítur öll mjög vel út og er skemmtileg og snotur. Verö 11 — 12 millj. Útb.: 7.5—8.5 millj. Leitiö upplýsinga nú þegar. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLUM.: Lárus Helgasoii, LÖUM.: Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. wmmmmmmmmmmmammmmmmammaamm Garðabær í smíðum 5—6 herb. raðhús Vorum aö fá í sölu 4 glæsileg raöhús viö Ásbúö, Garöabæ. Húsin eru á einni hæö meö tvöföldum bílskúr. Ca 135 fm + 36 fm bílskúr. Húsin afhendast tilbúin aö utan meö gleri, útihuröum og bílskúrshuröum og afhendast í september til október ’78. Beöiö eftir húsnæöismálaláni 3,4 millj. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. _ Húsafell u*.~ FASTEK3NASALA Langholtsvegi 115 AöalSteUVI PtíUTSSOn < Bæjarie&ahúsinu) sim/ ðf066 BergurGuönason hdl 26200 Lóð Höfum verið beðnir um að útvega mjög fjársterkum kaupanda einbýlishúsalóð, helst sjávarlóö, en þó ekki skilyröi. FASTElGNASALAItl MOR(il\BLABSHliSI\li Óskar Kristjánsson M Á LFLUTHI SCSSKRl FSTOF A (iuöniundur Pétursson hrl., Axel Einarsson hrl. Morgunblaóió óskar eftir blaðburðarf ólki Austurbær úthverfi: Skipholt II, Efstasund, Freyjugata II, Hjallahverfi. Vesturbær Nýlendugata Uppfýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.