Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 21 Hekla kl. 6 sunnudagsmorguninn 11. júní. ii.josm. Kristján m. íiai.iursson) Útivist áHeklu k: >' . ■ ' Hekla er hlaðin þykkum skýjakraga, en svartleita bungu ber þar undir norðan megin. Það er Litla-Hekla. Hvítur Hátind- uri inn skýst upp úr kraganum, en hverfur von bráðar. Við erum stödd við Gaukshöfða, 30 manna Útivistarhópur. Af Gaukshöfða er góð útsýn til Heklu. Hún Mekki hélt sig hafa týnt sólgleraugunum þar uppi. Það er kapphlaup um hver er fyrstur að finna þau. Þá er kallað meðan úr bíl. Gleraugun lágu í sætinu og hún Mekki hafði setið á þeim. Sólin er að setjast undir Rauðukamba er við ökum um Sámsstaðamúla. Þeir verða enn- þá rauðari og Þjórsárdalur hverfur sjónum okkar. Það er liðið að miðnætti. Tjaldborg er risin. „Við förum upp kl. 4 eða 5 í nótt,“ segir fararstjórinn ein- beittur á svip. „Enginn þarf meira en 4 klst. svefn á fjöllum." „Eigum við ekki að semja um kl. 6?“ segir Paula. Þar með var málið útrætt. „Á ég að trúa því stúlkur mínar að þið látið mig vePa einan og skjálfandi í tjaldi í nótt,“ segir ungur maður í hópnum. „You didn’t offer,“ er svarað á fullkominni ensku. Það eru ískyggilegar , veðurblikur á lofti og drungaleg ský birtæt. Best að hypja sig í tjaldið strax, kannski hann hristi þetta af sér í fyrramálið. Vekjaraklukkan hringir kl. 4 kl. 5 kl. 6 kl. 7 og kl. 8 fer ég á fætur. Það gengur á með skúrum. Gjáin er undurfögur náttúru- smíð með fossum, flúðum og stuðlabergi. Við fornbæinn Stöng hef ég nóg að gera við að útskýra híbýlaskipan fornmanna. tieð er hádegiskaffi og enn eru skúrir. Háifoss, við hann er Fossá og fleiri örnefni kennd. Granni er annar foss nokkru lægri, í gljúfri inn af Háafossi. Stór ísflykki standa undir fossúðan- um. Hér nær sólin ekki að bræða snjóinn og kælingin er líka miki). Sumir verða gegndrepa er þeir hætta sér of nærri fossin- um. Það er spennandi að komast sem næst honum. Það er áliðið dags og við göngum yfir mýrar og móa ' “ ' . „y VNHHSI Hátindur Heklu Og Toppgígur iLjósm: Brittu Lockncrt niður á tjaldstæði. Nú koma haglél. Eins gott að stefnan sé rétt. Rebbi kallinn átti ekki von á gestum í þessu veðri. Hann horfir lymskufullum augum framan í okkur. Það er sannar- lega frásagnarvert að hafa horfst í augu við ref. Söngur hljómar í kvöldkyrrð- inni. Kannski sé að létta til,- Luuk, hollenski, byrjar að syngja. Rídum, Rídum. Hin taka undir og lagið fær 9 mismun- andi afbrigði. Jafnmörg og þjóðernin. Nóttin leggst á. Það er gengið snemma til náða. Kl. er 6 á sunnudagsmorgni. Allir á fætur. Við förum á Heklu. Allt fer á fleygiferð. Ef að Hekla hefði fylgst með aðförum okkar, hefði hún lagst í sinn þykka skýja- hjúp á ný. Nú er komið heiðskírt og bjart veður. Við ökum að rótum fjallsins við nýja Skjólkvía- í Ilringlandahrauni hraunið. Rauðaskál blasir við á vinstri hönd, mikill og formfag- ur gígur. Upp af henni er Hestalda, söðulbakað fjall. Skjólkvíagígirnir eru úti i hrauninu til hægri, með falleg- um roða við gígbrúnir. Sums staðar leggur gufur upp úr hrauninu. Það er gott að hvílast smá stund og ná hópnum saman áður en lagt er á brattann. Smám saman fjarlægjumst við nýja hraunið. Leiðin liggur upp snjófönn, yfir lágan ás og inn á hraun er nefnist Hringlanda- hraun. Það er runnið í lengsta gosi Heklu frá sögulegum tíma 1766—68. Það er best að þræða hraunrindana því snjórinn er gljúpur og þungur til göngu. Rauðkembingar er nafn á gígaröð litlu fyrir austan okkur. Við vorum að ganga ínn í veröld sem erfitt er að lýsa. Hana verður að upplifa, til að hún skiljist. Landið lyftist meir og meir. Jöklar, fjöll og öræfi. Stillilogn var á, og svo heiðskírt að allt sást, sem landfræðilega er hægt að sjá. Það er tilvalið að hafa kaffistans í miðri Heklugjá. Svo nefnist sprungan og rifnar eftir endilöngu fjallinu í gosum. Við sátum í leyfum af henni. Nú liggur leiðin á snjó og við fáum ofbirtu í augun, því það er mikil sól. Klettar eru ísbrynjað- ir og má á þeim sjá margvísleg listaverk. Draumur okkar er að rætast. Hátindur Heklu er aðeins nokk- ur hundruð metra framundan. Nú er allt í lagi að sleppa fram af sér beislinu, um að gera að komast sem fyrst á toppinn. Undir Hátindi er Toppgígur sem var mjög virkur í gosinu 1947. En nokkru neðar í SV öxlinni er Axlargígur. Við stóðum öll á Hátindi Heklu, 25 manna hópur. Hún Vallery og öll hin hafa frá þó nokkru að segja þegar þau koma hvert til síns heima- lands. Endurminningin um þessa gönguferð mun lengi lifa með okkur. Við gengum ánægð í kringum Toppgíg, sem var að mestu þakinn snjó. Á einum stað, þar sem hitinn er mestur, höfðu stór ísflykki hrunið úr börmunum í gígbotninn og voru fögur á að líta. Á leiðinni niður gátum við áfram virt fyrir okkur landið svo langt sem augað eygði. Sambandið og Olíufélagið kaupa nýtt olíuskip MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að Oliufélagið h.f. og Skipadeild Sambandsins séu nú að semja um kaup á nýju 2000 lesta olíuskipi, sem kemur til landsins síðar á þessu ári ef af kaupunum verður. Áætlað kaupvcrð skipsins er um 1 milljarður króna. Hið nýja olíuskip er helmingi stærra en olíuskip þessara fyrir- tækja, Litlafell og Stapafell. Er ráð fyrir gert að þegar nýja skipið kemur, verði annað skipanna selt strax og hitt á næsta ári, en nýja skipið á að leysa Litlafell og Stapafell af hólmi. 3 buxur í pakka kr. 5000 Margar tegundir af buxum kr. 1000, 2000 og 3000 kr. barnaúlpur fyrir 7—12 ára kr. 3000 flauels og nankinsjakkar kr. 3000 skyndisala á morgun mánudag og þriðjudag aðeins. Fatasalan Tryggvagötu 10 Útgerðarmenn — Skipstjórar Að gefnu tilefni sjá netaverkstæöin sér ekki fært aö afhenda loönunætur fyrir næstu loönuvertíð nema full skil séu gerð á greiöslum. Landssamband íslenskra netaverkstæðiseigenda. Furugrund — Fossvogur 'Vm Glæsileg 4ra til 5 herb. íbúð við Furugrund til sölu ásamt stóru herb. í kjallara. Eskihlíð J/WV/M V Ameríska bókasafnið Nes- ’íí'lte)-' haga 16 verður lokað frá 10. 4 wh' júlí til 31. júlí vegna breytinga. Stór 3ja herb. íbúð ásamt herb. í risi. Haraldur Guðmundsson, löggiltur fasteígnasali, (I ' Hafnarstræti 15, íTlenningor/tofnun símar 15415 og 15414 heima. Bondorikjonno

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.