Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 31 UmHOItF Umsjón: Tryggvi Gunnarsson og Anders Hansen. Tveir íulltrúar Sambands ungra sjálfstæðismanna, þeir Sveinn Guðjónsson og Einar K. Guðfinnsson, sátu ráðstefnu um öryggismál í Evrópu, sem haldin var á vegum DEMYC í Brússel í Belgíu fyrr á þessu ári. DEMYC (Democrat Youth Community of Europe) er, sem kunnugt er, samtök ungliðahreyfinga lýðra'ðis- flokkanna í Evfpu og hefur SUS tekið virkan þátt í starfi samtakanna á undan- förnum árum, en fram- kvæmdastjóri DEMYC nú er Jón Ormur Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri SUS. Umhorfssíðan fór þcss á leit við Svein, að hann gerði grein fyrir störfum ráðstefnunnar og helstu málum sem þar bar á góma. „Ráðstefnan var haldin í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Briissel enda skipulögð af DEMYC í nánu samstarfi við bandalagið og voru flestir fyrirlesarar á ráðstefnunni úr röðum starfsliðs NATO í Brussel. Ráðstefnuna sátu 19 fulltrú- ar frá fimm löndum en auk okkar voru þar fulltrúar frá Þýzkalandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Bretlandi. Ráð- stefnan var í alla staði hin fróðlegasta og þær upplýs- ingar sem þarna komu fram vörpuðu á ýmsan hátt skýr- ara ljósi á hernaðaruppbygg- ingu þá sem á sér stað, og þá sérstaklega af hálfu Sovét- ríkjanna og leppríkja þeirra í Mið-Evrópu. Hernaðar- uppbygging og hernaðar- jafnvægi „Fyrsti liður á dagskrá ráðstefnunnar var „Sam- skipti austurs og vesturs“ og fylgdu síðan í kjölfarið um- ræður um varnarmál og stefnumörkun í þeim. Síðari dag ráðstefnunnar var m.a. rætt um hernaðarjafnvægið og afvopnunarmál. Eins og flestum mun ljóst hefur hernaðaruppbygging Sovétríkjanna á síðustu ár- um verið mjög geigvænleg. Okkur íslendinga varðar kannski helst sú gríðarlega aukning á flota Sovétmanna á höfunum í kring um Island. En uppbygging hernaðar- máttar austurblokkarinnar í Mið-Evrópu er ekki síðri. Varðandi þetta má nefna að Bandaríkin eyða um þa bil 6,6% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála. Til samanburðar má geta þess að Sovétríkin eyöa 13% þjóðarframleiðslunnar til varnarmála. Önnur NATO lönd en Bandaríkin eyða að jafnaði 4% þjóðarfram- leiðslu sinnar til varnarmála.. Og land eins og Bretland, sem verið hefur ein af máttarstoðum bandalagsins, eyðir mun minni upphæð, enda er breski herinn aðeins svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. Með þessu er þó ekki nema hálf sagan sögð. Skipting fjár þess, sem nýtt er til hermála, er mjög misjöfn. Aðeins 15% hernaðarút- gjalda Sovétmanna fer í að greiða hermönnum laun. 25% fara í vopn og 50% í „operations". Vesturlönd nota hins vegar um helming hernaðarútgjalda sinna til að greiða hermönnum laun, enda álíta þau skyldu sína að hermenn búi við svipuð kjör og aðrir þegnar landanna. Að sjálfsögðu fór töluverð- ur tími ráðstefnunnar í að ræða hernaðarjafnvægi, eða hvort það yfirleitt ríkti. í þeim umræðum komu fram upplýsingar, sem fróðlegar eru og varpa vel ljósi á ástand þessara mála. Fram skal tekið að franski herinn er talinn með NATO-ríkjum í samanburði þessum, þó svo að Frakkar hafi ekki um árabil starfað með hernaðar- nefnd NATO, frekar er ís- lendingar. Austurblokkin hefur nær undantekningarlaust yfir- burði, hvað varðar fjölda vopna í Mið-Evrópu. Mann- afli þeirra er 1,2 á móti 1 hjá NATO-ríkjunum, fjöldi skriðdreka þeirra í saman- burði við skriðdreka NATO- ríkja er 2,7 á móti 1, 2,5 á móti 1 í stórskotaliði og 2,4 á móti 1 í svo kölluðum „taktískum" flugvélum. Hin geysilega vopnauppbygging Sovétmanna og bandamanna þeirra sést vel á eftirfarandi tölum. Skriðdrekum þeirra fjölgaði um 31% á tíu árum frá 1968 til 1978, vopnuðum farartækjum um 79% á sama tímabili og taktískum flug- vélum um 20%. Einnig komu fram á ráð- stefnunni upplýsingar um hernaðaruppbyggingu á Austur-Atlantshafi. Þar hef- ur Austurblokkin ennfremur yfirburði. 1,4 á móti 1 í kafbátum. 1,2 á móti 1 í öðrum skipum. Kafbátum þeirra fjölgaði um 6% á tímabilinu 1968 til 1978. Þetta virðist furðu lág tala, en þess er líka að gæta að á sama tíma hefur kjarnorku- kafbátum fjölgað um 136%! Tundurspillum hefur fjölgað um 33%, freigátum um 44% og flugvélum á flugvélaskip- um um 29%. & Sveínn Guðjónsson „Stjórnmála- mennáVest- urlöndum hafa látið reka á reiðanum gagn- vart útþenslu Sovétríkjanna Varsj árbandalagsríkj anna. Það var skoðun fulltrúa NATO, sem ræddu við ráð- stefnugesti að í allt of mörg ár hefðu stjórnmálamenn á Vesturlöndum látið reka á reiðanum og ekki hlustað á aðvaranir hershöfðingja NATO um útþenslu Sovét- ríkjanna. Núna virtist sem þeir hefðu tekið við sér og hefðu ríkin almennt ákveðið að auka framlög sín um sem svaraði 3% á ári hverju. Það er sem svarar hagvaxtar- aukningu í löndum þessum á ári að meðaltali. Sovétmenn auka hins vegar framlög sín til hermála um meira en sem svarar hagvaxtaraukning- Samhæfing vopnabúnaðar NATO-ríkjanna „Einn dagskrárliður ráð- stefnunnar var samhæfing vopnabúnaðar Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Eins og kunnugt er notast ríkin við hin ólíkustu vopn; Bandarík- in við sína smíð, Bretland við sín o.s.frv. Af augljósum ástæðum eru margir agnúar á slíku og frá hagkvæmni- sjónarmiði Atlantshafs- bandalagsins er slíkt allt annað en heppilegt. NATO-fulltrúar undirstrik- uðu sérstaklega að upplýs- ingastreymi á milli aðildar- Rætt við Svein Guðjónsson um Öryggisráðstefnu DEMYC í Briissel Þrátt fyrir þessar tölur, sem leikmönnum virðast benda til yfirgnæfandi hernaðarmáttar Sovét- blokkarinnar, var það skoðun fulltrúa NATO að um hernaðaryfirburði væri ekki að ræða hjá Sovétríkjunum. Astæðurnar sögðu þeir vera tvær. í fyrsta lagi er tækni mun lengra á veg komin meðal Vesturveldanna og þau hernaðartæki, sem þau hafa yfir að ráða eru betur búin. I annan stað, sögðu þeir, að þrátt fyrir allt væru hermenn NATO-ríkjanna betur þjálfaðir en hermenn unni. Bentu NATO full- trúarnir á að það gætu þeir aðeins gert á kostnað lífs- kjara almennings. Eins og kunnugt er, hafa þau hingað til ekki verið góð og miðað við það sem gerist og gengur á Vesturlöndum, hin hræði- legustu. Þetta geta sovésk stjórnvöld gert í krafti alræðisvalds síns. En það var þó skoðun þeirra sérfræðinga sem spurðir voru um þetta atriði, að hæpið væri að Kremlverjar gætu haldið þessu áfram mjög lengi án þess að upp úr syði hjá almenningi." ríkja væri lítið, öllum aðilum til bölvunar. Þrátt fyrir að margháttaður ávinningur væri að sgmhæfingu, er af augljósum pólitískum og efnahagslegum ástæðum ekki hægt að neyða aðildar- ríkin til hennar. — Ennfrem- ur sögðu sérfræðingar NATO að þrátt fyrir allt væri það miklu æskilegra og líklegra til árangurs að stefna að samvinnu, fremur en algjörri samhæfingu. Kostir þess að hafa vopnabúnaðinn ekki algjörlega samhæfðan væru líka nokkrir, svo sem að mismunandi vopnabúnaður að átta sig á styrk herja Atlantshafsbandalagsríkja. Ennfremur væri af því marg- háttaður ávinningur, þegar unnið væri að tæknilegum rannsóknum, þar sem þær leiddu þá oft til nýrra og gagnlegra upplýsinga á hernaðarsviðinu." Pólitísk þýðing NATO „í umræðum á ráðstefn- unni, kom það fram hjá fulltrúum NATO að pólitísk þýðing bandalagsins væri meiri nú en áður. Leiddi þetta til spurninga sem á tíma ráðstefnunnar voru mjög á döfinni. Hvernig NATO myndi bregðast við ef kommúnistar kæmust til valda í Frakklandi, eins og allar kosningaspár gerðu ráð fyrir á þeim tíma. Það var samdóma álit allra er við ræddum við að ekki kæmi til greina að hleypa kommúnist- um að öllum þeim skýrslum er NATO sendi aðildarríkj- unum. Minnti einn fulltrúinn á að sá háttur hefði verið hafður á við íslendinga og Tyrki, þegar kommúnistar hefðu verið þar í ríkisstjórn. Við fulltrúar Islands lögðum þá hart að NATO-fulltrúan- urn að skýra frá því hvers konar upplýsingar það hefðu verið, sem íslensk og tyrknesk stjórnvöld höfðu ekki aðgang að á umræddum tíma. Ekki fengust frekari upplýsingar um það og sagð- ist sá er við var rætt ekki vita frekar um þetta mál. Við bentum honum á að Island starfaði ekki í hernaðar- málanefnd NATO ög maður menntaður í herfræðum starfaði ekki fyrir Islands hönd hjá bandalaginu. Spurðum við hvort þær upp- lýsingar sem Islendingar máttu ekki vita um í tíð vinstri stjórnanna væru ekki einungis herfræðilegar og við ynnum hvort eð er ekkert að. Endurtók hann ummæli sín um að hann vissi ekki frekar um mál þetta." Viðskipti austurs og vesturs „Einn þáttur ráðstefnunn- ar var viðskipti austurs og vesturs. Þrátt fyrir að þau byggist að einhverju leyti á gagnkvæmum hagsmunum, virðist það nokkuð ljóst að Sovétmenn hagnast á þeim viðskiptum. Astæðurnar fyr- ir því að Sovétmenn sjá sér hag í að versla við hinn „kapitalíska heim“ eru þrennskonar. I fyrsta lagi þurfa þeir á vestrænni tækni að halda. í annan stað á fjárfestingu til að örva at- vinnulíf sitt og í þriðja lagi þurfa þeir á matvælum að halda til að geta bókstaflega brauðfætt íbúa landsins. NATO-ríki flytja einkum inn frá Sovétríkjunum efni unn- in úr jörðu (stál og kol t.d.) og svo margs konar hráefni. Enginn vandi væri fyrir Vesturlönd að sækja þessar vörur annað. Hins vegar geta Sovétríkin ekki snúið sér neitt annað til að fá þær vörur er þau sækja til Vesturlanda. Af hreinum hernaðarlegum ástæðum hlýtur það að teljast í meira lagi hæpið að útvega Sovét- ríkjunum tækniþekkingu og þess háttar í jafn ríkum mæli og nú er þar sem það mun minnka það bil, sem er á milli, hvað varðar tækni- þekkingu. Ýmislegt fleira bar á góma á ráðstefnunni sem ástæða væri til að nefna, en það verður að bíða betri tíma,“ — sagði Sveinn að lokum. - AII

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.