Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
35
Áttræður á morgun:
Sigurður Jóhannes-
son fyrrum forstjóri
Hann á afmæli á mánudaginn,
10. júlí og heitir Sigurður
Jóhannesson, fyrrum forstjóri
Gúmmíbarðans.
Við hittumst fyrst fyrir aldar-
þriðjungi á erlendri grundu, meira
að segja á bannsvæði verksmiðju
í Wembley. Þar mætti ég til vinnu
í galla merktum verksmiðjunni, en
strangir hliðarverðir í einkennis-
klæðum Hans hátignar heimtuðu
daglega, að ég sannaði tilverurétt
minn með nafnskírteini. Sigurður
var þá búinn að týna skírteini
sínu. Honum gerði það ekki mikið
til. Hann stikaði inn um hliðið,
sviphrein kempa, en dátarnir
lyppuðust niður, þegar slíkur
fyrirmaður blikkaði til þeirra
góðlátlegum, greindarlegum aug-
um.
Þannig sé ég hann ennþá fyrir
mér, þótt hann hljóti að hafa látið
á sjá síðan. A sameiginlegum
starfsvettvangi hittumst viö reglu-
lega um áratug, én leiðir hlaut að
skilja. Þess vegna eru ummæli mín
í þátíð eins og um minningargrein
væri að ræða.
Sigurður var góður þegn tveggja
ríkja en varhugaverður borgari
þriðja ríkisins, þótt hann virtist
vera óþarflega ákafur stuðnings-
maður þess á köflum, miklu
kappsamari í hollustu við það en
við tvö fyrstnefndu ríkin. Látum
oss rökstyðja þetta nánar um leið
og vér skírgreinum hugtökin.
Hin tvö fyrri ríki eru guðsríki og
Lýðveldið Island. í krafti embættis
míns get ég staðfest hollustu hans
við hið fyrrnefnda: Sigurður var
drengur góður, með hjartað á
réttum stað. Hann hafði lifandi
áhuga á eilífðarmálum en flíkaði
ekki trúmennsku sinni við málstað
hins áðurnefnda ríkis. Kímnigáfa
hans bar fjálgleikann oftast ofur-
liði.
Hann sýndi mikinn þegnskap í
garð annars ríkis, í garð
ættjarðarinnar. Hann hefur skráð
nafn sitt í sögu íslenzks iðnaðar.
Hann var farsæll forstjóri þjóð-
þrifafyrirtækis, sem fyrst fór að
sóla hjólbarða hér á landi. Hann
var þar með í fylkingu þeirra, sem
reyndu að nýta innfluttar vörur til
fulls og að spara þar með hinn
dýrmæta gjaldeyri.
Á tímum þegar auðgunarglæpir
eru algengir, og margir reyna að
svíkja undan skatti, er það í
frásögur færandi, að hann marg-
oft og af mjög svo fúsum vilja
styrkti ríkissjóðinn með gífurleg-
um skatti, sem heimtur var á
útsölustöðum verzlunar á vegum
ríkisins númer tvö, íslenzka ríkis-
ins. Þar með nálgumst vér það að
nefna til sögunnar þriðja ríkið.
Þriðja ríkið er miskunnarlaust
einræðisríki. I grimmd og tillits-
leysi gefur það sízt eftir Þriðja
ríkinu nýlegrar mannkynssögu.
Það er ekki kennt við Adolf
heitinn heldur við konung með
Gera samanburð á
vöruverði hér heima
og á Norðurlöndunum
VERÐLAGSSKRIFSTOFAN hef-
ur á síðustu árum farið inn á þá
braut að gera samanburð á
vöruverði eríendis og hér heima.
Til þessa hefur skrifstofan að
mestu leyti unnið ein að þessum
athugunum en nú hefur sú
breyting orðið á, að tekið hefur
verið upp formlegt samstarf á
milli Danmerkur, Finnlands, ís-
iands, Noregs og Svíþjóðar um
gerð verðkannana.
Fyrsta könnunin stendur nú
yfir, eri litið er á hana sem
reynslukönnun, að sögn Georgs
Ólafssonar verðlagsstjóra. í henni
er gerður samanburður á inn-
kaupsverði 40—50 vörutegunda,
sem fluttar eru inn til allra fimm
landanna. Með þessu er verið að
gera tilraun til að sannreyna,
hvort þessar fimm norrænu þjóðir
sæti mismunandi kjörum við
innkaup á sömu vörum, eins og
'ýmsir hafa haldið fram. Reynist
svo vera er ætlunin að kanna
Verkstæði okkar
verður iokaö vegna
sumarleyfa frá 10.
júlí til 8. ágúst.
síðar, hvaða ástæður liggja þar að
baki.
Sjálf verðupptakan fór fram
samtímis í öllum löndunum á
tímabilinu 20. júní — 7. júlí. Öll
gögn verða send til Osló þar sem
úrvinnsla fer fram, en niðurstöður
munu liggja fyrir í haust. Sam-
komulag varð á milli þjóðanna
fimm að gera opinberlega grein
fyrir heildarniðurstöðum þegar
þær liggja fyrir ef tilefni gefst til
en að fara með upplýsingar um
einstakar vörutegundir sem
trúnaðarmál.
„Könnun þessi er eins og áður
segir reynslukönnun og því má
gera ráð fyrir nokkrum byrjunar-
örðugleikum sem kunna að tak-
marka eitthvað gildi niðurstaða,
en ætlunin er að halda þessu
samstarfi áfram og teljum við að
það samstarf komi ekki hvað sízt
okkur íslendingum að góðu gagni,"
sagði Georg Ólafsson í samtali við
Mbl. í gær.
latnesku nafni; það leggur ekki
undir sig ríki og lönd heldur
einstaklinga. Einhliða hlutleysis-
yfirlýsing kemur að litlu gagni til
að endurheimta frelsið. Þá þarf að
skipuleggja andófið af ráðnum hug
og láta ekkert tækifæri ónotað til
að losna undan þrældómsokinu,
enda hafði Sigurður sterkan vilja
og lét ekki buga sig, þótt hann biði
ósigur hvað eftir annað. Hann var
oft endurreistur á stúkufundum,
naut skilnings og uppörvunar hjá
Ingibjörgu konu sinni, leitaði
aðstoðar í andaheimi sem og í
lyfjatöfrum frægs læknis, M.S.
Mesta sigra- vann hann í samtök-
um andófsmanna, sem kenna sig
við tvöfaldan fyrsta bókstal' staf-
rófsins. Þar reyndist hann
hjálparhella mörgum þjáninga-
bróður. I andstöðu við þriðja ríkið
varð hann enn betri þegn fyrsta
ríkis og annars.
Á stórafmæli uppreisnarmanns-
ins árna ég honum heilla og
óbilandi baráttukjarks.
Sigurður er að heiman.
Kári Valsson,
sóknarprestur í Hrísey.
E
Ol
AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR
Á TORGRIP MÚRBOLTANUM
FRÁ
VIÐUÆLANDI: B.B. byggingavörur h.f. Suðurlandsbraut 4 Sími 33331
„Spyrja viðskiptavinir þínir ekki iðulega
um at hverju séu tvær hulsur á TOR-
GRIP múrboltanum frá 'DlXIsEflEasKS?"
„Jú, en það er yfirleitt öllum Ijóst að
þessar tvær hulsur gefa helmingi meiri
festingu en aðrir boltar og þeir virðast
hafa meiri togkraft. Og samkvæmt
áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýni
ávallt viðsklptavinum, þá eru boltarnir
hannaðir með togþolið í huga og efnið
sem notað er í framleiðsluna er gott. Nú,
verkfræðingar sem hingað koma til inn-
Fæst í flestum
ybyggingavöruverzlunum
kaupa sýna þessum boltum mikinn
áhuga og sérstaklega þegar þeir lesa
um niðurstöður um álagsprófanir
WíEESSIíES boltanna."
„Hvernig er það, koma þeir sem byrja á
að kaupaHUamÉuEKS boltana yflrleitt
aftur?“
,Já, þeir koma reglulega aftur.“
JQHAN 51 Sundaborg
%/fff/ wSNNNG HF. Sfml: 84000 -
Reykjavfk
Viö bjóöum úrval af hinum þekktu
Yamaha utanborösmótorum á góðu
verði og meö góðum greiðsluskilmál-
um. 7 stæröir eru fáanlegar 3.5, 5, 8,
9.5, 28, 40 og 55 hestafla. Geriö góö
kaup, því aö næstu sendingar hækka í
verði.
BÍLABORG HF.
SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 81265.