Morgunblaðið - 06.08.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 06.08.1978, Síða 1
48 SÍÐUR 168. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósra. Ól. K.M. Ferðafólk streymdi út úr borginni á föstudagskvöld til að missa ekki nokkra stund af þessari mestu ferðahelgi ársins. Á umferðarmiðstöðinni var mikil þröng, meðan hver bíllinn á fætur öðrum fylltist og ók af stað. Hér eru glaðir unglingar að leggja í hann. 4 myrtir í árás á PLO- skrifstofu í Islamabad Islamahad. 5. á«úst. AP. Rcutcr. ÞRÍR vopnaðir menn rudd- ust í morgun inn í skrif- stofu PLO-samtakanna í Islamabad í Pakistan og skutu þar til bana þrjá PLOmenn og pakistansk- an öryggisvörð. Ekki er enn vitað með vissu hverjir árásarmennirnir voru, en fyrstu fregnir gefa til kynna að þeir hafi verið írakskir hryðjuverkamenn og hafi árásin verið í hefndarskyni fyrir árás á ræðismannsskrifstofu íraks í Karachi á miðviku- daginn var, en þar lét lífið pakistanskur öryggisvörð- ur og írakskur stjórnarer- indreki særðist. Þegar árásin á PLO-skrifstof- una var gerð í morgun voru þar auk þeirra fjögurra, sem féllu, 15 palestínskir námsmenn og sérleg- ur sendifulltrúi PLO í landinu, Abu Hantash, en engan þeirra sakaði. Að sögn Hantash stóð skothríðin í fjórar eða fimm mínútur. Þetta er í sjötta sinn, sem til blóðugra átaka kemur milli stríð- andi afla, sem berjast fyrir málstað Palestínuaraba. Sífellt meiri harka virðist færast í þessi átök, sem eiga sér stað í ýmsum löndum. Fyrsta árásin var gerð í Lund- únum á föstudaginn í fyrri viku, en síðan hefur leikurinn borizt til Parísar, Líbanons og Pakistans. Vanceívið- ræðum við Begin alla helgina Lajcs hcrstiiúinni. A/orcyjum. 5. ág. Rcutcr. CYRUS Vance utanríkisráðherra Handaríkjanna kom við á Azoreyjum um hádegisbiiið. að ísl. tíma, á leið sinni til Jersúsal- em. Hafði vélin aðeins viðdvöl meðan eldsneyti var sett á og hélt síðan flugi áfram. Vegna þess hve Mbi. fer snemma í prentun á laugardögum verður ekki unnt að greina nánar frá komu Vance til Miðausturlanda. Hann kemur til Ben Gurionflug- vallar um það bil sem sabbatinum er að ljúka þar við sólsetur og mun fara rakleitt til Jersúsalem og eiga þar langa fundi með Begin for- sætisráðherra næstu tvo daga. Einnig munu fleiri ráðamenn sitja þá fundi. Ekki er búizt við stórbrotnum niðurstöðum af fund- unum, en hann heldur síðan til Alexandriu að hitta Sadat Egypta- landsforseta. Vance hefur lýst því yfir að hann muni leggja sig allan fram um að fá aðila til að finna einhvern umræðugrundvöll á uýj- an leik. Kanada: Fjörutíu og einn drukknar í bílslysi Quchcc. 5. ágúst. AP. Rcutcr. FATLAÐIR farþegar frá kanad fska smábænum Asbestos, 41 að tölu, drukknuðu aðfaranótt laug- ardags, er ökumaður bifreiðar þeirrar, er ók þeim af leiksýn- ingu missti stjórn á henni með þeim aflciðingum, að hún fór út ána Lac d'Argent skammt frá Quebec. Sjónarvottar að slysinu, *em er mesta umferðaróhapp í sögu landsins, sögðu að bifreiðin hefði flotið um 15 metra niður eftir ánni áður en hún sökk, en á þeim tíma tókst bílstjóranum og sex aðstoðarmönnum fatlaða fólksins að opna bflinn og bjarga sér á sundi til lands. Fólkið sem drukknaði gat flest gengið, en tveir þeirra voru í hjólastólum. Fólkið var á aldrinum 14 til 86 ára. Einn aðstoðarmannanna, sem bjargaðist, Alain Pouilot, sagði þannig frá atburðinum, að bíl- stjórin-n hefði aukið ferðina skömmu áður og ætlað aö beygja, en ekki ráðið við hraðann á bílnum í beygjunni og bíllinn oltið út í ána. Einum aðstoðarmannanna tókst þegar í stað að opna hurðina og syntu aðstoðarmennirnir ásamt bílstjóranum til lands. — Kanad- íska lögreglan telur að hemlabilun hafi orsakað slysið. Bandaríkjamenn og Japanir: Hefja samstarf um j ar ðhitar annsóknir BANDARÍKJAMENN og Japanir hafa gert meö sér samning um samstarf á sviði jarðhitaorku, aö pví er segir í World Environment Report. Að samningnum standa Orkustofnun Bandaríkjanna — DOE og Vísinda- og tæknistofnun Japan — AIST. Skýrt hefur verið frá Því að í samningnum sé kveðið á um miðlun á vísindalegum og tæknilegum upplýsingum varðandi boranir eftir jarðhita og ennfremur um áhrif jarðhita orkuvera á umhverfið. Talsmaður AIST sagði að Japanir hefðu sérstakan áhuga á að fá að kynna sér tækni Bandaríkjamanna við notkun eldfjallahita til orkuframleiðslu frá heitum og þurrum jarðlög- um, en nýlega tókst Bandaríkja- mönnum að framleiða orku er þeir á tæknilegan hátt unnu úr sprungumí heitum og þurrum klettajarðlögum. Japanir vinna að slíkum rannsóknum með því að hleypa vatni inn í spurngurn- ar, hitnandi vatnið er síðan fjarlægt í formi gufu og hagnýtt til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn eiga jarðhitaorkuver í Kaliforníu og framleiða um 520 þús. kw rafmagns en Japanir starfrækja 5 orkuver og framleiða 111 þús kw. Fyrirhugað er að byggja þar tvö ver til viðbótar á næstunni. Japanir hafa unnið jarðhita úr 1800 feta dýpi undir yfirborði jarðar en talsmenn AIST segja að vonir standi til að jarðhiti verði í framtíðinni unninn úr 6 þús. feta dýpi og e.t.v. allt að 12 þúsund. Talið er að Japanir ráði yfir um 10% af jarðhitaorku- lindum heims, en álitið er að Japanir eigi um marga mögu- lega staði að velja þar sem vinna má jarðhita á þennan hátt, en öll þau svæði voru áður virk eldgosasvæði. 'Vísindamenn telja að framleiðsla Japana gæti nú orðið einn milljarður kw ef tækist að virkja þessar lindir eða fjórum sinnum meira cn nú er unnið í landinu. Það sem er eitt helzta vandamálið að sögn sérfróðra er hversu lítið er vitað um skaðleg áhrif orkufram- leiðslu á umhverfi slíkra vera. Einstaka menn hafa t.d. varað við hættunni á jarðskálftum er fylgdu slíkum framkvæmdum með tilliti til þess hvernig gufa er unnin. Jafntefli eftir 17 leiki ItaKUÍu. 5. áxúst. Routi r. NÍUNDA skák heimsmoistaraein- vígisins var tefld i morKun «k lauk henni með jafntefli eftir 17 ’eiki. I fimmta leik hrá Kortsnoj. sem hafði hvítt. út af venjulettri leið með því að leika biskupi til ff. Eftir það tók skákin stefnu. sem engum kom á óvart. ok lauk sem fyrr segir með jafntefli. en hún hófst með drottninKarhraicöi. Skákin verður birt í heild ásamt skýrinttum í miðvikudagshlaði. en tíunda skák verður tefld á þriðju- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.