Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 13 að stofna einn menntaskóla fyrir hverja 25.000 íslendinga. Auðvitað var menntastofnunum miðalda misjafnlega stjórnað eins og gengur og gerist á okkar dögum, en þá fjárfestu íslendingar ekki teljandi í öðru en menning- unni. Ekki var unnið að samgöngu- bótum, engin hafnarmannvirki gerð nema stöku kirkjur við ströndina voru lýstar upp um nætur sem vitar. Þannig skyldi kirkjan á Saxahvoli undir Jökli lýst allar nætur frá því snemma í desember fram undir páska. 1) Ábúð á stöku jörðum var bundin skilyrði um ferjuhald eða brúar- gerð, og eru Brúar-örnefnin oft heimild um þann sið. Héðan guldust engir stríðsskatt- ar, ekkert fé var lagt til landvarna, og ekkert lagt í nein Kröfluævin- týri. Hafið var næg vörn fram á 15. öld, og það var hátt verð á fiski á síðmiðöldum en lækkaði heldur við siðaskiptin. Kjötát siðskipta- manna á föstum er andstætt íslenskum þjóðarhag. Höfuðstaður Islands í 7 aldir Skálholt var höfuðstaður ís- lands í nær 7 aldir og hér voru leiknir höfuðþættir Islandssög- unnar alla þá tíð. Um þennan stað léku flestir þeir menningar- straumar sem gengu yfir Vestur- lönd á sama tíma, og þegar kirkjustríð geisuðu á hefðbundn- um blóðvöllum Evrópu, var biskup dreginn hér úr dómkirkjunni og fleygt í Brúará. Aftökusveitin kom norðan úr landi og var á mála hjá enskum skreiðarkaupmönnum. Áhlaupið á Skálholt tókst, en skreiðarfurstunum tókst ekki að halda Skálholti. Hér varð sukk- samt um miðja 15. öld, þegar ríkir ribbaldar réðu húsum og — pansari, hjálmur, pláta, skjöldur og skjómi skrúfuðu lögin og réttinn burt úr dómi, — en regla komst á ,og miklir stjórnskörungar sátu nér síðustu 80 ár kaþólskrar kristni. Menns segja að þeir hafi verið þungir á fóðrum og gráðugir í fasteignir bænda. Þetta er ekki rétt, því að bændur áttu engar fasteignir á síðmiðöldum hvorki hér né ann- arsstaðar. Jarðir landsins voru í eigu stórhöfðingja og kirkjustofn- ana og biskupar voru gráðugir í eignir stórhöfðingja, enda voru jarðirnar miklu betur komnar hjá kirkjunni en höfðingjunum. Kirkj- an var bændum betri landsdrott- inn en höfðingjar, krafðist yfir- leitt lægri afgjalda og veitti lengri búsetu, en höfðingjar lágu í illdeilum og manndrápum út af eignunum. Samt gerðist kaþólsk kirkja haustþung undir lokin, og svo kom að í Skálholti sátu samsærismenn nýrrar aldar og hugmyndafræði við borð hins blinda Lérs konungs í gervi Ögmundar Skálholtsbisk- ups. Hér hafa verið leiknir ýmsir harmleikir, en sá þykir mér einna áhrifamestur. Seint á 16. öld sigldum við Islendingar inn í tveggja alda efnahagskreppu, sem hvorki við né kóngurinn í Kaupmannahöfn skildi né réði við. Þá fundust ný og auðug fiskimið um víðan sjó, skip stækkuðu, miklar framfarir urðu í fiskveiðitækni, en fiskát minnkaði víða um lönd eftir siðaskipti, og þar með hélt fiskur ekki hlutfalli við flesta aðra framleiðslu á mörkuðum nýrrar gullaldar, nýrr- ar tækni og þekkingar. — Skálholt stóð sem fyrr og var mikilvægt íslenskt höfuðsetur, en það hafði skroppið saman ásamt landi og lýð. Allt hafði annan róm áður í páfadóm. ísland fékk lofið lengi, Ijótt hér þó margt til gengi. íslensk miðaldahandrit hafa á sér alþjóðlegt yfirbragð, eru kon- ungsgersemi að ytra búnaði og innihaldi, en 17. og 18. aldar handritin okkar eru kotungsleg, framleidd á evrópsku útskeri. Hér var ekki við siðaskiptin að sakast, 1) Nýk'K athuKun Ólats Ástteirssonar skúlameistara. heldur nýja ofbeldishneigða veröld og versnandi árferði. Þrír afreksmenn á 18. öld Átjánda öld mun sú erfiðasta, sem yfir þetta land hefur gengið, en jafnvel hún réttir okkur héðan úr Skálholti nokkur rit, sem við hljótum að hneigja okkur fyrir. Öll þekkjum við Vídalínspostillu, sem fjallað var um á síðustu Skálholts- hátíð, og ég ætla ekki að gera að umræðuefni í dag, því af mörgu öðru er að taka. Á 18. öld voru í þjónustu íslensku kirkjunnar m.a. þrír feðgar hver fram af öðrum, sem við eigum stóra skuld að gjalda. Jón Halldórsson prófastur í Hítardal, var hér officialis og biskupsefni eftir Jón Vídalín 1720 til 1722, er Jón Árnason tók við embættinu.Hann hefur skilað okk- ur stórum sjóði sögulegra heim- ilda og sagnfræðirita. Eftir hann liggja: sögur hirðstjórnanna á Islandi, Biskupasögur, Skólameist- arasögur, Hítardalsannál ög óút- gefnar Prestasögur Skálholts- biskupsdæmis, klaustrasögur og mikið safn annarra ritgerða og bréfa. Finnur biskup Jónsson, sonur Jóns Halldórssonar, var mikill fræðimaður svo sem faðir hans. Hann var starfsmaður Árna Magnússonar og hörfaði síðastur út úr eldhafinu í Árnasafni, er bókabruninn mikli varð. Þá var Finnur stúdent í Kaupmannahöfn og missti bækur sínar og föt í eldinn, því að hann reyndi ekki að bjarga þeim en lagði sig í lífs- hættu til að forða fornum gersem- um úr eldhafinu. Finnur samdi síðastur manna rækilegt yfirlits- verk um íslenska sögu. Það er í fjórum bindum á latínu 'og heitir Historia Ecclesiastica Islandiæ og kom út í Kaupmannahöfn á árunum 1772—78. — Þessu verki var lokið fyrir réttum 200 árum. Allan þann tíma hefur ekkert sambærilegt verk verið samið; slíkir ættlerar byggja þetta land í dag. Hannes Finnsson tók biskups- dóm eftir föður sinn og sat hér síðastur biskupa. Þá dundu Móðu- harðindin yfir, mestu hörmunga- tímar hérlendis frá upphafi vega og fólk hrundi niður af harðrétti. Skálholtsstaður gekk af stöfum og dómkirkjan rambaði á grunni sínum. Hannes er þekktastur fyrir ritgerð sína Um mannfækkun af hallærum. Biskupinn, sem sat hér að lokum á rústum hins forna höfuðstaðar sló ekki hörpu og söng angurljóð um horfið veraldargengi né orti píslarsálma, heldur skrif- aði hann guðspekilaust fræðirit um hernað Lurka og Píninga, eins og fyrstu vetur sautjándu aldar voru kallaðir, og fylgifiska þeirra, hallæri og hungursóttir, sem hrjáðu Islendinga, uns yfir þá rigndi eldi og brennisteini. Biskup ræðir um „meðöl til varnar hallærisins háskalegu verkunum" og kemst að þeirri niðurstöðu að „Island hefur ætíð náð sér eftir mannfækkun. Skyldum vér þá örvænta?" Enginn íslendingur með penna í hönd hefur snúist við aðsteðjandi vanda af meiri karlmennsku og hugdirfsku en Hannes Finnsson, síðasti biskupinn í Skálholti, sem varð að skríða hér út um glugga- kytru af því að hurðir voru gengnar af stöfum. Hann hrópar til okkar úr rústunum: „ísland hefur ætíð náð sér... Skyldum vér því örvænta." Skálholtsstóll hefði rétt við, ef tíminn hefði fengið næði til að græða sárin. Svonefndir „bænda- vinir“ gripu hins vegar tækifærið, þegar allt var í rúst og létu selja stólsjarðirnar og þar á meðal höfuðbólið í Skálholti. Á fyrsta biskupsári Hannesar Finnssonar kom út konungleg tilskipun um flutning stóls og skóla til Reykja- víkur, þar sem „ekki hafði jörð brunnið síðan landið byggðist". Stólseignirnar voru seldar á upp- boði, og keypti Hannes staðinn fyrir 500 ríkisdali, og 1 Skálholti sat hann sem sjálfstæður biskup og bóndi síðustu æviárin, en höfuðstaður Islands var fluttur frá Skálholti árið 1797, er Geir Vídalín Skálholtsbiskup settist að í Reykjavík. Saga Islands er tengd Skálholts- stað bæði sem vettvangi sjálfra atburðanna og skráningarstað þess sem gerðist. Ari fróði var sagnfræðingur Gissurar biskups Isleifssonar og samdi fyrir hann frægustu ís- landssöguna til þessa. Síðustu biskuparnir í Skálholti sömdu síðasta heildarritið, sem komið hefur út um íslenska sögu og stendur undir nafni. Ritið er kennt við Finn Jónsson, en þeir unnu allir þrír að því mikla verki feðgarnir Jón Halldórsson, Finnur og Hannes; þess vegna er ritið jafnviðamikið og traust og raun ber vitni. Þátturinn um klaustrin, Historica Monastica, í 4. og síðasta bindi verksins, er t.a.m. að lang- mestu leyti bein þýðing á ábóta- og klaustratali Jóns Halldórssonar. Kirkjusaga Finns var ljósprent- uð fyrir fáum árum. Það var ekki gert hér á landi, þótt við ættum alla tækni til þeirra hluta, heldur Englandi. Er hún nú uppseld, að því er ég best veit. Minnist þess unnendur Skál- hotsstaðar, að mitt í hörmungum 18. aldar sátu hér menn, sem unnu þau afrek að þau storka okkur liðleskjunum, sem föndrum við sögu þjóðarinnar í dag. Fyrir 200 árum luku Skálholts- feðgar hinu mikla verki um íslenska sögu fyrir sinn dag. Við þyrftum að minnast þess afreks rækilegar en ég hef verið fær um með þessu spjalli mínu í dag. Þakka ykkur fyrir. EF ÞAÐER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarf ólki Austurbær: Samtún Laugavegur frá 1—33. Vesturbær Bræöraborgarstígur Hávallagata Túngata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.