Morgunblaðið - 06.08.1978, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6, ÁGÚST 1978
Hann kemur fyrir hornið
úr eldhúsinu og gengur inn
í dagstofuna. Göngulagið
ber þess engin merki að
þar fer áttræður öldungur.
Hann hneppir prjónatreyj-
unni yfir flaksandi skyrtu
og virðir fyrir sér gestinn
bláum, vingjarnlegum aug-
um. Því næst sezt hann í
hægindastólinn og strýkur
hárinu löngum fingrum og
fínlegum yfir rismikið
enni. Spyr svo hvað mér
liggi á hjarta. En vand-
ræðaleg þögnin hreyfir
hug hans til að bera fram
uppástungu. Hún hljómar
eins og meitluð í höndum
listamannsins: „Viðskul-
um skoða fyrst og tala síð-
an.“
Henry Moore sækir
jakka sinn bláan, tekur
göngustaf úr körfunni og
gengur fram hjá gúmstíg-
vélum, þar sem lesa má
nafnið „Henry“ letrað inn-
an á. Hann tekur tvær fjör-
efnatöflur úr öskju, gleyp-
ir þær eina af annarri og
afsakar sig: „Rómurinn er
orðinn sprakur."
Erindið er óvenjulegt:
„Stórfenglegasti mynd-
höggvari frá dögum Mich-
elangelos" (Newsweek) —
er nú heiðraður um heim
allan í tilefni af áttræðisaf-
mæli sínu með vegsemd
meiri en nokkur annar
starfsbróðir hans fyrri.
Hann opnaði sjálfur heið-
urssýningu í Tate-
galleríinu í London og í
Kensington-görðum,
brezka útvarps- og sjón-
varpsstöðin BBC sýndi
stundarlanga kvikmynd
um hann, og heiðursat-
hafnir i Bandaríkjunum,
Frakklandi og ítaliu vörn-
uðu honum að sinna iðju
sinni um stundarsakir. „Ég
hef ekkert á samvizkunni,“
útskýrði Henry Moore, „en
mér er óhægt þegar ég get
ekki unnið.“
Jafnvel virðulegur gestur frá
Vestur-Þýzkalandi, Heimut
Schmidt kanslari, fékk ekki um-
flúið hið útbreidda „Moore-
múgæði“ (Time). Þegar hann
Henry Moore fyr-
ir framan brons-
mynd sina „Kind-
ur“ frá 1971/ 72.
Myndirnin er
fjórir metrar á
hæð og stendur á
hól við garð lista-
mannsins.
varna okkur veginn að skissum úr
gipsi. En yfir allan salinn stafar
þó mannslíkaminn ljósi sínu; við-
fangsefnið, sem Moore sækir fyr-
irmyhdir sínar f. ,,Ef værum við
hestar," segir hann alvörugefinn,
„þá liti list okkar öðru vísi út.“
Eirðarlaus stikar hann áfram
og gegnum hliðið í átt til hæðar-
innar. Við hliðina stendur gamla
hlaðan, sem hann deilir með
Walter bónda. Það er hann sem á
þær 180 ær, sem eru á beit á
hæðinni. Þar er einnig að finna
risahöggmynd Moores „Kindur".
Þetta fjögurra metra háa minnis-
merki vitnar jafnt um gott
nágrannaþel sem samhljómun
listar og náttúru í verkum Henry
Moores. Brezka blaðið „Sunday
Times“ orðar það þannig: „Hann
gaf náttúrunni listina aftur
prýdda ást sinni.“
„Herra Moore — Ærnar koma
ekki fyrir eins og ær við fyrstu
sýn.“
„Er það nauðsynlegt?" svarar
Moore að bragði.
„Hvers væntið þér af áhorfand-
anum?“
„Að hann hafi sínar eigin hug-
myndir."
„Og ef svo vill til að hann lítur
hlutina öðrum augum en lista-
maðurinn?“
„Það er strax enn betra en að
sjá ekki neitt —eins og ferðamað-
ur með ljósmyndavél."
„Þér gefið þá leikmanninum
óskorað túlkunarfrelsi."
„Ég skal segjayður svolítið,“
Brezki myndhöggvarinn
Henry Moore áttræður
kom síðast til Bretlands hafnaði
hann málsverðarboði starfsbróð-
ur sins, Callaghans, af áhuga á að
hitta Henry Moore á landareign
sinni norður af London og semja
við hann um kaup á höggmynd
fyrir kanslarahöllina. Moore segir
Schmidt einkar áhugaverðan
mann. „Þú spyrð hvað við rædd-
um um þessa tvo tíma?“ segir
hann. „Lítið um stjórnmál, þvi
meir um list.“
Við göngum áfram til að skoða,
fram hjá gróðurhúsinu, sem rúss-
nesk eiginkona hans, Irina, hefur
útbúið. Þau hafa verið gift i 49 ár.
Hún sneiðir hjá sviðsljósinu og
snýr feimin við okkur baki þar
sem hún stendur á trékassa og
snurfusar limgerðið. „Halló ást-
in,“ heilsar Moore á leiðinni hjá
og í þann mund sem hún lítur við
notar ljósmyndarinn tækifærið,
sem engum gafst áður. „Þér skul-
uð senda myndirnar til mín,“ seg-
ir Moore. „Ég ætla að koma henni
á óvart.“
Hendur Moores og teikn-
ing hans.
Hann fetar sig markvisst áfram
þrátt fyrir að hann stingi ögn við í
hægri fót. Hann stuggar bút af
trjáberki burt af nýslegnu
grasinu með staf sínum, tekur
stein í lófann, sem við hinir hefð-
um ekki gefið gaum og stingur
honum í vasann. Hann staðnæm-
ist við bronsstyttuna „Konungur
og drottning", sem gerð var árið
1935, danglar stafnum i hana svo
bylur í. „Svona nokkuð varir i
3000 ár,“ segir hann. En hann á
við efnið, ekki hugmyndina.
Vinnustofan er i hundrað metra
fjarlægð. Hún er sextíu metrar að
flatarmáli og þakin gleri um-
hverfis í átta metra hæð. „Hér
inni er alltaf dagsljós," segir
Moore. Það er allt, sem hann þarf
. til að gera höggmyndir sínar. I
augnablikinu lítur vinnustofan út
eins og geysistór ruslakompa
nema hvað ögn bjartara er yfir
henni. Hrúgöld af leir hvíla á
gömlum dýnum, trédrumbar
Hér í skúrnum gamla mótar Moore verk sín, sem síðan
eru stækkuð f Berlfn.