Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 15 AUGI.VSIM.A- SÍMINN ER: 22480 Hus og jaroeign nenry íuoores er um stundarveg norður af London. Hann hefur búið hér f 37 ár og gert meira en 800 höggmyndir. kveður Moore upp úr og augu hans ljóma eins og augu barns: „Ég heyrði eitt sinn ungling, sem stóð fyrir framan mynd mina „Móðir og Barn“ segja: Nei, sjáðu fílinn á stólnum — og ég hreyfði engum andmælum.“ „En segjum sem svo að hann sé enn sama sinnis löngu síðar?“ Moore bregst afundinn við þvermóðsku minni: „Eigið þér við að það sé ekki gott að endurtaka skrýtlu, sem enginn skildi í fyrsta skipti?" í listkönnunarleiðangri um garð meistarans komum við að gömlum skúr. Það er hér sem hann mótar smámyndir fyrir höggmyndir sínar, sem síðan eru sendar til Noacs- stórsteypismiðjunnar í Berlín og fullgerðar þar. „Það er e.t.v. sér- gáfa mín,“ segir Moore án yfirlæt- is, „að ég get leitt mér smáa hluti mjög stórt fyrir sjónir." í skúrnum gamla er allt á tjá og tundri. Á borðinu, gólfinu og í hillum og skápum getur að lfta aflóga tannbursta, hnífa, skrín og skeljar, litla eldhúsbursta, fötur, meitla, hamra, nagla, plastskálar, hefil og steina, steinar og aftur steinar á tvist og bast. Á milli verður fyrir ein og ein dauð bý- fluga og svo er þarna eldhús- klukfta og ferðaútvarp. Við vinnu er ljúft að hluta á útvarp, einkum á tóna Bachs, Mozarts eða Beethovens. Moore starfar I hæsta máta átta til tíu stundir á dag líkt og ríkis- starfsmaður. Hann stígur úr rekkju klukkan hálf átta og snæð- ir enskan morgunverð, kornflög- ur og ristað brauð. Hann hefst handa hálf níu og lítur þá fyrst upp er kona hans hringir til hans í einum þeirra sex sima, sem til er að dreifa á öllum vinnustöðum hans. Þá er klukkan orðin eitt og ,Jiún kann því ekki að maturinn kólni". Því næst gluggar hann í „Times“ eða „New Statesman" eða sunnudagsblöðin. Fyrir kvöldverð vinnur hann þrjár stundir til viðbótar og oft á kvöld- in til klukkan níu. Þá sækir hann kunningja heim eða horfir á sjón- varp þ.á m. heimsmeistarakeppni i knattsprynu í Argentinu, „en ekki fram á nótt.“ Einu sinni i mánuði er hjónunum ekið til London i leikhús að sjá frumsýn- sig og snýst á fótstalli sinum. „Ef ég fæ ekki breytt náttúrunni," segir Moore, „þá að minnsta kosti listinni". A móti okkur kemur Andrew, annar tveggja listnema, sem að- stoða Moore og læra af honum. Áður fyrr störfuðu allt að átta aðstoðarmenn hjá Moore og voru í fimm ár. Flestir nemenda Moores lögðu út á sjálfstæða braut i list- þár leitaði skjóls í sprengjuárás- um. Það var þá sem „skýlis- teikningarnar" urðu til, sem nú gefur að líta í Tate-safninu. Eftir stríð var hann á mála hjá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, gerði listaverk fyrir „Time-Life“-bygginguna, Lincoln- miðstöðina og Bouwemiðstöðina i Rotterdam. Stærstu verkin kosta nú meira en hundrað milljónir islenzkra króna. „Nú finnst mér ég njóta full- komins frjálsræðis," segir hann. „Ég skapa nú hvað eina sem mér sýnist — og enginn verður að kaupa það.“ Á bakaleiðinni sýnir Moore okkur inn i teiknivinnustofuna. Þar sýnir hann okkur hvernig hann fer t.d. að þvi að teikna mynd af sjálfum sér með spennt- ar greipar I spegli. „En lifið byrj- ar fyrst með þriðju viddinni," seg- ir hann. Hýbýli listamannsins, 40 fer- metrar að stærð, eru bermifull af menningarverðmætum. Á veggj- um hans hanga Degas, Ouillard og Cézanne, sem sterk áhrif hafði á hann. í þessari viku hefur Moore í hyggju að fljúga til Parísar og skoða Cézanne-sýningu. „Ég þori aðeins að fara inn þegar lokað er,“ segir hann og stoltið leynir sér ekki. Á borðinu er karfa full af grjóti, styttur standa með veggj- um, flestar úr viði úr ferðum til Tignaður sem Michelangelo okkar tíma Eiginkona Moores, Irina, sem fædd er f Rússlandi, var að snyrta limgerði þeg- ar ljðsmyndarann bar að. ingu. „Þá erum við ávallt komin heim aftur fyrir lágnætti." Forkurinn haskar sér að næstu styttu og segir viðmælanda sínum að taka á henni. En hún hreyfir sköpun — en áhrif Moores leyna sér ekki í verkum þeirra. Andrew hefur verið að gera við borvél. Listnám Moores sjálfs byggðist ekki á slikum kenniföður. Það voru höggmyndir Methley-kirkju, sem vöktu undrun sjötta barns námamanns nokkurs á kolasvæð- um Yorksskíris. Fimmtán ára að aldri hafði hann ráðið hug sinn: Ég gerist myndhöggvari. Eftir að hafa sótt alþýðuskóla og þjónað tveggja ára herskyldu i Frákk- landi, gerðist hann til að byrja með kennari I heimabæ sínum. Siðar hlaut hann styrk til að nema við Listaakademíuna I Leeds og síðan Konunglega listaháskólann í London. Hann ferðaðist til ítalíu (hann á nú sumarbústað i Tosk- ana) og Parisar (þar hitti hann Picasso og nú standa þeir hlið við hlið í vaxmyndasafni Madame Tussaud). Á þriðja áratugnum kenndi hann við listaskóla i Chelsea og sýndi sjálfur. Fyrir fyrstu sýning- una fékk hann 50 pund, þá 100 og loks 200 fyrir tveggja ára vinnu. Þegar efniviður rann til þurrðar í heimsstyrjöldinni síðari gaf hann sig að teikningu. A nóttunni fór hann i skotvarnabyrgin i London og teiknaði mannþyrpinguna, er Afriku og Mexikó. Hvert langar hann núna? „Ég vildi helzt fara til Egyptalands, að pýramídunum og til Indlands, Kína og Grand Canyon I Bandarikjunum — en þá gæti ég heldur ekki unnið.“ Nú les hann ekki lengur lang- tímum saman eins og áður, hvorki Tolstoi né Túrgenjew, Flaubert né Stendhal, sem fjörguðu Imynd- unarafl hans áður fyrr. En við- ræður Göthes og Eckermanns les hann nú sem endranær. „Þar er líf að finna," segir hann. Borðið í dagstofunni er riku- lega þakið eðalveigum; koniaki, viský, gini, líkjörum og vodka. Fær hann sér af og til í staupinu? Á kvöldin, reyndar, skozkt viský. En fyrst og fremst er drykkurinn handa gestum. Kverkar blaða- mannsins eru áfram þurrar. Úr eldhúsinu berst steikarang- an. Moore gefur til kynna að nú sé nóg að gert, hann sé lítið eitt þreyttur. Þó er það örugglega ekki ilmurinn, sem kallar yfir hann þreytuna. í hliðarherberg- inu gellur sjónvarpið þegar. Ur- slitaleikirnir I Wimbledon- tenniskeppninni eru að byrja ... (Þýtt og endursagt úr Welt am Sonntag). Grein eftir Gerhard Krug. Þegar Henry Moore vann að mynd sinni „Þrír punktar" hafði hann f huga inynd Fontainbleaus: „Gabriela d’Estress með systur sinni“ (t.v.). „Punktarnir þrír snertast jafn fínlegaog fingurnir brjðstið,“ segir Moore. Þessi mynd af Jóhanni var tekin þegar hann var á hátindi frægðar sinnar og var myndin gefin út á póstkorti í Bandaríkjunum. Jóhann Péturs- son gefur elli- heimilinu á Akur- eyri 5000 dollara Jóhann Pétursson Svarfdæling- ur hefur sent elliheimilinu á Akureyri fimm þúsund dollara að gjöf eða 1,8 millj. kr. I bréfi frá Jóhanni, sem fylgdi gjöfinni segir: „Þetta er gjöf frá mér án nokkurra skuldbindinga eða óska af minni hálfu annars en þess, að ég óska heimilinu gæfu og gengis og blessunar góðra manna og Guðs í nútíð og framtíð." Jóhann K. Pétursson eða Jóhann risi eins og hann var oft kallaður, varð eins og kunnugt er snemma óvenjulega hár vexti og þegar hann var aðeins þrítugur að aldri var hann orðinn 2,65 metrar á hæð. Jóhann fór snemma utan og vann lengi fyrir sér með því að sýna hæð sína í fjölleikahúsum. Síðustu ár hefur hann haldið kyrru fyrir á heimili sínu í Florida í Bandaríkjunum, en hann kom þó til íslands fyrir tveimur árum og dvaldi hér um hríð. „Landsliðið í bransanum” keppir um verzl- unarmannahelgina BORGARFJARÐARGLEÐI ’78 nefnist skemmtun sem U.M.S.B. stendur fyrir nú um helgina. Meðal efnis þar má nefna dans- leiki í Brautartungu og Logalandi, knattspyrnuleik og Baldur Brjáns- son mun sýna listir sínar. Tvær hljómsveitir verða á staðnum, Haukar og Póker, og mynda þær tvær „landsliðið í bransanum" sem keppa mun í knattspyrnuleiknum. Sætaferðir á svæðið verða frá Borgarnesi, Akranesi og B.S.I. í Reykjavík. Tjaldstæði eru bæði í Brautartungu og Logalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.