Morgunblaðið - 06.08.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 06.08.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 23 einhliöa aðgerðum gagnvart verkalýðshreyfingunni. Þingmaðurinn lét í veðri vaka — og reyndar kom þetta einnig skýrt fram hjá Lúövík Jósefssyni, formanni bandalagsins, þegar blaðamaður Mbl. ræddi viö hann á dögunum — aö Alþýðubanda- lagiö treysti sér alls ekki til að bera gengisfellingarleiöina á borö fyrir launþegahreyfinguna og fá hana til aö kyngja henni, hvort heldur sem þetta stafar af því að þeir telji Alþýöubandalagiö hafa tekið svo upp í sig í stjórnarand- stööu um gengisfellingar, aö þeir geti ekki sjálfir hoggiö í þann knérunn, ellegar aö þeir hafi vissu fyrir því aö fylgismenn þeirra í forystusveit launþegasamtak- anna muni ekki geta sætt sig viö efnahagsaögeröir af þessu tagi. Hins vegar hefur Lúövík sagt, aö þaö sé engin „trúarsetning" hjá Alþýöubandalaginu, aö ekki megi beita gengislækkun eins og hann komst aö oröi. Alþýöubandalagsmenn láta þannig aö því liggja aö séu menn reiöubúnir aö ræöa málin á grundvelli þeirra tillagna í efna- hagsmálum, þá séu þeir tilbúnir til stjórnarmyndunartilraunar, en ef ekki þá séu hinir flokkarnir þrír búnir aö hafna því að endurskoða afstööu sína og sér í lagi hvernig koma eigi fram gagnvart verka- lýöshreyfingunni. Ýmsir virtustu hagfræöingar landsins brosa bara í kampinn þegar þeir eru spuröir álits á tillögum Alþýöu- bandalagsins í efnahagsmálum; sumir andstæöingar þeirra segja fullum hálsi, aö þaö geti ekki veriö aö hann Lúövík hafi samiö þessar tillögur, og enn aörir spyrja hvernig hægt sé aö rökræöa í botnlausu hyldýpi! menn hafa minni áhuga á stjórn- arþátttöku en forystan, en al- mennt þótti mönnum einsýnt aö taka bæri þátt í viöræðum af þessu tagi. Hins vegar vefst þaö töluvert fyrir Framsóknarmönn- um þessa stundina, hvort ráölegt sé fyrir þá aö fara í Stefaníu sem minnsti flokkurinn, „vitandi um mjög víðtæka samstööu milli Sjálfstæöisflokks og Alþýöu- flokks, þar sem þeir eru þaö sterkir, aö menn óttast aö Framsókn veröi hálfgert vara- dekk," eins og áhrifamaöur í Framsóknarflokknum komst aö orði. Aörir segja hins vegar aö málefnin eigi aö ráöa algjörléga — vinna verði á verðbólgunni, þaö sé skylda Framsóknarmanna aö stuöla aö því og geti þeir unniö aö því meö öörum þá sé aöeins gott um þaö aö segja og því betra sem samstaöan sé víötækari. Uppréttir í stjórn Ekki er unnt aö skynja neina togstreitu milli hægri og vinstri afla innan flokksins varöandi hugsanlega þátttöku í stjórnar- myndunarviðræöum um Stefaníu aö sögn kunnugra, og aö þessu leyti er andrúmsloftiö töluvert breytt frá því sem áöur var. Á þaö er bent aö þeir standi nú mjög saman Tómas Árnason og Stein- grímur Hermannsson, sem taldir hafa veriö til andstæöra fylkinga innan flokksins en hafi í þessum efnum tekiö sömu afstööu og hafi nú e.t.v. ennþá meiri áhuga á stjórnarþátttöku en jafnvel Ólafur Jóhannesson. Sagt er aö þeir séu í hópi þeirra, sem hvaö eindregn- ast halda því fram, aö ef Fram- sóknarmenn ætli ekki aö veröa Ólaf í forsætið. Hins vegar hefur Ólafur ekkert gefiö upp um fyrirætlanir sínar í þessum efnum, en menn sem þekkja hann náiö telja ekkert víst, aö hann hafi yfirhöfuö neinn áhuga á aö sitja nú í ríkisstjórn og eiga jafnvel frekar von á því, aö hann vilji vera utan stjórnar, þótt flokkur hans færi í stjórn. Framsókn og utanpingsstjórn Áhrifamenn innan Sjálfstæðis- flokksins telja alls ekki útilokaö aö fá megi Framsóknarmenn inn í stjórn meö þeim og Alþýöuflokki. Reikna þeir dæmið á þann hátt, aö Framsóknarmenn hugsi meö hrolli til 12 ára eyðimerkurgöngu á viöreisnarárunum. „Þeir vilja gjarnan vera kjötkatlanna meg- in,“ sagöi einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, en minnti um leiö á, aö alltaf annaö veifiö skyti upp hugmyndinni um utan- þingsstjórn og sumir ætluöu, aö innan Framsóknar væru raddir um, aö kannski væri slík stjórn ekki sem verst fyrir þá. Þeir geti þá sýnt fram á, aö þegar þeir tapi svo miklu fylgi sem nú og hætti aö vera þetta sterka afl, sem þeir hafa verið um árabil, þá komi upp algjört stjórnleysi, þar sem sigur- vegararnir komi sér ekki saman og ekki reynist unnt aö mynda þingræöisstjórn vegna þessara kosningaúrslita. í sama streng tók Alþýöubandalagsmaöur sem rætt var viö, og taldi að Fram- sóknarmenn gengju út frá því, aö forsetinn mundi mynda utan- þingsstjórn meö svipuðum hætti og Sveinn Björnsson á sínum tíma og þannig væri þá fyrir því séö, aö þeir hagsmunir, er Framsókn þyrfti aö gæta, m.a. Framsóknarforystan á maraþonfundi miöstjórnar. Grænt Ijós á Stefaníu Þaö bendir þannig allt til þess aö Alþýöubandalagiö veröi ekki frekar inni í myndinni í stjórnar- myndunartilraunum Geirs Hall- grímssonar, og næsti kostur hans veröi Stefaníumynstriö svo- nefnda — þ.e. viöræöur um stjórnarmyndun milli Sjálfstæöis- flokks, Alþýöuflokks og Fram- sóknar, enda taldi Geir sjálfur þennan möguleika nærtækastan, aö þjóöstjórn frágenginni, og síöan hefur miöstjórn Framsókn- arflokksins þegar gefiö grænt Ijós á viöræöur af þessu tagi, reyndar áöur en þjóöstjórnarmöguleikan- um var formlega aflýst. Á miöstjórnarfundi Framsóknar lá þaö í loftinu, aö óbreyttir flokks- að gjalti í íslenzkum stjórnmálum veröi þeir aö taka ábyrgan þátt í öllum umleitunum um starfhæfa ríkisstjórn og kanna til hlítar, hvort raunverulegur möguleiki se fyrir því, aö menn vinni saman. Hins vegar ætla menn, aö afstaöa Ólafs mótist meira af því, hvernig aö málum veröi staöiö. Hann hugsi sem svo, aö Framsóknar- menn láti ekki ata sér út í neitt, sem þeir ekki vilji, og ef þeir fari inn í stjórn, þá geri þeir þaö af fullri reisn og meö þeim hætti þá, aö kratar muni þurfa aö eta eitthvaö ofan í sig af fyrri yfirlýsingum. Þaö heyrast raddir um þáö meöal Framsóknar- manna, aö í Stefaníu þurfi „járnkarl í forsætið" og Ijóst sé aö hvaö sem segja megi um þá Geir og Benedikt Gröndal, þá séu þeir ekki járnkarlar. Gefur auga leiö aö þessir menn eru aö hugsa um hagsmunir Sambandsins, væru tryggöir í þeirri stjórn. Kratar vilja í stjórn Alþýðuflokksmenn hafa eftir slit vinstri viöræönanna veriö meö hugann nánast allan viö áróöurs- stríö sitt viö Alþýðubandalagið, sem þeir hafa sótt af slíku kappi aö góöir og gegnir Alþýöubanda- lagsmenn eru farnir aö veröa áhyggjufullir aö segja aö þing- menn þeirra verði aö fara aö vakna og svara fyrir sig í blööum. Þingmenn krata hafa enn ekki gefiö sér tíma til aö taka formlega afstööu til þjóöstjórnar, enda forystumenn flokksins áhugalitlir. Þó aö til séu menn innan Alþýöuflokks, sem enn gæli viö nýsköpunarhugmyndina, líkt og dæmi er um innan þingflokks sjálfstæöismanna, eru þó hug- myndir um Stefaníu og viðreisn þeir kostir, sem mest eru ræddir. Á fundi í fulltrúaráöi Alþýðu- flokksins á fimmtudagskvöld, voru möguleikar þessir ræddir fram og aftur og þar reyndist vera meiri hljómgrunnur fyrir viðreisn en álitiö var — en þó þannig aö Alþýöuflokkurinn væri í forsæti. Innan þingflokks Alþýðuflokksins eru skiptar skoöanir um þaö hvort möguleikinn sé skárri kostur, Stefanía eöa viöreisn, en eins og málin hafa þróast eftir aö slitnaöi upp úr vinstri viðræðun- um eru kratar greinilega í stjórna- hugleiöingum, því aö þeir vilja ekki láta bera þaö á sig, aö þeir óttist ábyrgóina, líkt og þeir saka Alþýóubandalagsmenn um. Ekki hefur reynt á þaö enn sem komið er í þingliöinu hvor kosturinn á meira fylgi aö fagna, en þó sýnist manni það vera Stefanía. Einn af þingmönnum flokksins sagöi í samtali, að kosturinn viö Stefaníumynstriö væri sá, að lengra væri síöan stjórn af því tagi heföi veriö reynd hér á landi og hún því kannski „uppljómaðri í minningunni“ en hinn kosturinn, er nær stæöi á tímanum. Sá hængur er þó á slíkri stjórn aö mati sumra Alþýöuflokksmanna aó unnt væri aö bera þaö upp á krata, aö þeir hafi einungis gengiö til liös viö „kaupráns- stjórnina" fráfarandi, svo óvinsæl sem hún hafi reynzt meóal launþega og kjósenda. Aörir telja aö möguleiki sé aö reyna aö semja um þetta stjórnarmynstur til lengri tíma, jafnvel tveggja kjörtímabila til aö einangra Alþýöubandalagiö og nota tímann til uppgjörs innan verkalýöshreyfingarinnar meö Geir Hallgrímsson lýsir Þjóð- stjórnarhugmynd sinni á fundi með biaöamönnum bandalagi vió hina flokkana. Reyndar viröist þessi skoöun um aö láta sverfa til stáls innan verkalýöshreyfingarinnar eiga töluveröu fylgi aö fagna meöal hinna yngri og herskárri manna í flokknum. Aörir telja óraunhæft aö unnt muni aö berja á Alþýöu- bandalaginu meö því aö einangra þaö utan stjórnar til lengri tíma, og benda á aö sem eini stjórnar- andstööuflokkurinn muni þaö þá hriöa allt óánægjufylgið. „Þaó er ástæöulaust aó láta þá sitja aö því eina,“ sagöi einn þingmaöur Alþýöuflokksins. Hinn sami spáöi því, aö þaö mundi liggja fyrir nú fyrir 20. þessa mánaðar, hvort tækist aö mynda hér þingræöis- stjórn, því aö tekiö yrði til viö málin af fullum krafti nú eftir helgina. Nú er aö sjá hvort útkoman verður Stefanía. — bvs & t.g. Fara með 250 börn starfs- manna íflug FLUGLEIÐIR fara í dag með 250 börn starf- smanna í þotuflug kringum landið, en það er skemmtinefnd STAFF (Starfsmanna- félags Flugleiða), sem hefur undirbúið þessa ferð. Þessi ferð hefur verið í undirbúningi í nokk- urn tíma, að því er Ragnar Björnsson hjá STAFF tjáði Mbl. í gær. Börnin eiga að mæta við skrifstofubyggingu Flugleiða um kl. 13. í dag, en þaðan verður svo farið kl. 13.30 áleiðis ti Keflavíkur. Valin verð- ur Krísuvíkurleið, stanzað verður á leið- inni, leikið við börnin og þeim gefið meðlæti. Síð- an verður farið ti Keflavíkurflugvallar, þar sem börnin stíga um borð í DC-8-63 þotu og farið í flugferðina, sem tekur um það bil eina klukkustund. V antar vinabæ á Islandi NÚ er staddur á íslandi 50 til 60 manna hópur fólks frá Gran í Vestoppland í Noregi. Fólkið sem dvelur á íslandi í 1 viku býr á Hótel Esju. Flest er það fullorðið og hefur lengi langað til að sækja ísland heim. Einn úr hópnum, Erik Skötskift, hefur komið að máli við Morgunblaðið og tjáði því að Gran vantaði vinabæ á íslandi, og eru forráðamenn þeirra sveitar- félaga sem ekki eiga vinabæ í Noregi beðnir að hafa samband við hann, en hægt er að ná sambandi við hann gegnum Norræna félagið. Leiðrétting í viðtali við Louisu Ólafsdóttur í blaðinu nýlejía varð sá misskiln- ingur að þvottafat, kanna og fleiri þvottaáhöld sem notuð voru í Arnarbæli, þegar Friðrik 8. kom, gaf Louisa í Minjasafnið á Sel- fossi, ekki að Skógum, eins og fram kom þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.