Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
Pttrg® Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstrnti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. é mánuöi innanlands.
1 lausasölu 100 kr. eintakiö.
Flestir þeir sem ritað hafa og
rætt um vísitölukerfi það,
sem hér hefur stýrt víxlhækkun-
um kaupgjalds og verðlags upp á
tinda óðaverðbólgu, hafa verið
sammála um, að meiri háttar
uppskurður á því sé óhjákvæmi-
legur, ef stefna á að hjöðnun
verðbólgu og hliðstæðri verðþró-
un hér og í helztu viðskiptalönd-
um okkar.
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. for-
maður Alþýðuflokksins, sagði í
þingræðu á sl. hausti: „Einn af
hornsteinum nýs efnahagskerfis
þarf að vera að komast út úr
vítahring þessa vélræna kerfis.
Það, sem mestu máli skiptir
fyrir launþega, er að þeim sé
tryggð réttmæt hlutdeild í vexti
þjóðartekna. En hlutdeild laun-
þega í vaxandi þjóðartekjum
mætti tryggja með því að tengja
laun vísitölu um þróun þjóðar-
tekna." Sami stjórnmálamaður
sagði í blaðagrein skömmu eftir
sl. áramót: „I næstum fjörutíu ár
hefur það kerfi ríkt hér á landi
varðandi kaupgjald að það hefur
breytzt sjálfkrafa í kjölfar
breytinga á vísitölu
framfærslukostnaðar ... Ekki
verður komizt hjá að vekja á því
athygli að verðbólgan á íslandi
er jafngömul þessu kerfi."
Annar flokksformaður og for-
vígismaður stjórnarandstöðu á
liðnu kjörtímabili, Lúðvík
Jósepsson, sagði í þingræðu
haustið 1974: „Það þarf að koma
í veg fyrir það, að kaupið eftir
einhverjum vísitölureglum eins
og þeim sem við höfum búið við,
æði upp eftir verðlagi, því það
kippir vitanlega fótum undan
eðlilegum rekstri eins og nú er
ástatt."
í raun felst í þessum tilvitnuðu
orðum forvígismanna Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags
viðurkenning á því, að breyting á
gildandi vísitölukerfi sé
óhjákvæmilegur undanfari verð-
hjöðnunar eða árangurs í bar-
áttu við verðbólguna. Þau koma
heim og saman við þau sjónar-
mið, sem fráfarandi ríkisstjórn
setti fram, er hún gerði grein
fyrir nauðsyn efnahagsráðstaf-
ana, til að tryggja rekstrar-
grundvöll útflutningsgreina
þjóðarbúskaparins og þar með
áframhaldandi atvinnuöryggi í
landinu. Þessi nauðsyn efna-
hagsráðstafana og verðbólgu-
hjöðnunar, sem ekki verður
komizt lengur hjá að taka
föstum tökum, er í dag sú
þjóðfélagsstaðreynd, sem mprgs
konar stjórnarmyndunarviðræð-
ur hafa fyrst og fremst snúizt
um. Menn gátu sett sjónaukann
fyrir blinda augað í darraðarleik
kosningabaráttunnar, eins og
„vinstri" flokkarnir gerðu, en
þegar kom að alvöru stjórnunar
í þjóðarbúskapnum var ekki
lengur hægt að sniðganga stað-
reyndir veruleikans.
Segja má að allir stjórnmála-
flokkar viðurkenni nú þann
vanda, sem á höndum er, og
stjórnarflokkarnir vörpuðu ljósi
á í málflutningi sínum þegar um
sl. áramót. Það eru ekki heldur
skiptar skoðanir um þegnlega né
þingræðislega skyldu stjórn-
málamanna að takast á við
aðsteðjandi vanda, m.a. með
myndun ábyrgrar ríkisstjórnar,
eftir nýafstaðnar Alþingiskosn-
ingar. Vandinn er jafnvel það
viðamikill, þar sem í hlut á öll
útflutningsframleiðsla þjóðar-
innar, sem ber uppi lífskjör
hennar, að hann gæti réttlætt
þjóðstjórn, er setji sér tíma-
bundin verkefni á þeim vett-
vangi sem og í jöfnun kosninga-
réttar, eins og Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur lagt áherzlu á. Þjóð-
stjórn hefði jafnframt getað
sótt réttlætingu í það, sem að
baki er um stjórnarmyndunar-
viðræður, þ.e. uppgjöf svokall-
aðra „vinstri" flokka og „sigur-
vegara kosninganna" við mynd-
un ríkisstjórnar, vegna málefna-
legs ósamkomulags og hræðslu
Alþýðubandalagsins við að axla
þjóðfélagslega ábyrgð. Það var
tvímælalaust rétt að láta á það
reyna, hvort hægt væri að ná
slíku breiðu samstarfi allra
flokka, nú þegar þjóðarnauðsyn
býður, og þá hverjir hlaupast
undan ábyrgðinni.
Kunnara er en frá þurfi að
segja að víðtækt atvinnuleysi
ríkir í flestum ríkjum hins
iðnvædda heims. Takist ekki að
tryggja rekstrargrundvöll undir-
stöðuatvinnuvega þjóðarinnar er
einsýnt, að hliðstætt atvinnu-
leysi, mesta böl vinnufærra
manna, ber einnig hér að dyrum.
Verðmætastöðvun eða samdrátt-
ur í þjóðarbúskapnum segir og
fljótlega til sín í lífskjörum
þjóðarinnar. Það er eins öruggt
og að nótt fylgir degi. Það gegnir
því furðu, hve heildarsamtök
launafólks í landinu eru hæg-
geng í umfjöllun um þennan
vanda, sem snertir afkomu-
grundvöll meðlima samtakanna
í ríkara mæli en nokkuð annað.
Heildarsamtökin, ASÍ, neit-
uðu jafnvel að ræða við for-
mann Alþýðuflokksins, þegar
eftir var leitað, um hugsan-
legar aðgerðir í efnahags-
málum þjóðarinnar. Slík af-
staða þætti ekki góð latína
annars staðar í veröldinni og
gildir þá einu, hvaða stjórnmála-
flokkur á í hlut. Launamenn í
landinu þyrftu að endurskoða
skipan sinnar forystusveitar, ef
það á að verða lenzka að setja
flokkspólitík þess stjórnmála-
flokks, sem minnsta ábyrgð
hefur sýnt í þjóðfélaginu síðustu
vikurnar, ofar faglegum og
atvinnulegum hagsmunum
verkafólksins sjálfs.
Rekstrargrundvöllur atvinnu-
veganna, vísitölukerfið og at-
vinnuöryggið — ásamt leiðrétt-
ingu á misvægi atkvæða eftir
búsetu — hljóta að verða megin-
viðfangsefni næstu ríkisstjórn-
ar, hvern veg sem hún verður svo
mynduð eða á laggir sett.
Vísitölukerfið
og verðbólgan
Lífbeltin tvö
Það er einkum tvennt er skapar
okkur Islendingum sérstöðu og
setur okkur mörk um lífskjör og
lifnaðarhætti. Hið fyrra er hnatt-
staða landsins „á mörkum hins
byggilega heims“. Það síðara er
fámenni þjóðarinnar í stóru og
strjálbýlu landi. Við erum aðeins
220.000 talsins og þar af aðeins
tæplega 95.000 vinnandi, miðað við
sundurliðun mannafla eftir at-
vinnugreinum árið 1975. Þá vóru
5.100 manns vinnandi við fiskveið-
ar, 7.700 manns við fiskiðnað, 8.800
við landbúnað, 15.900 manns við
annan iðnað en fiskiðnað, 11.500
manns við byggingariðnað, 500
manns við rafveitur og vatnsveit-
ur, en 44.800 manns við ýmiskonar
þjónustugreinar, þ.á m. hjá ríki og
sveitarfélögum, að viðbættum
verzlunarstörfum, tryggingar-
störfum, bankastörfum, ferða-
málastörfum o.fl.
Hvort tveggja, hnattstaða
landsins og fámenni þjóðarinnar,
hefur valdið því m.ö., að við höfum
þurft að leggja á okkur lengri
vinnudag en ýmsar aðrar þjóðir,
einkum þær er búa að rótgrónum
og þróuðum iðnaði, til að tryggja
okkur sambærileg lífskjör og
nágrönnum.
Þrátt fyrir framangreindar
staðreyndir á land okkar „ærinn
auð“, ef þegnar þess nýta hann af
hyggindum og framsýni. Tvö
lífbelti lands og lagar gera okkur
mögulegt að byggja hér þróað
þjóðfélag, sem kennir sig með
nokkrum rétti við menningu og
velferð. Annars vegar er hið ytra
lífbelti, fiskveiðilögsagan, nytja-
fiskar íslandsála, sem hafa um
langan aldur verið undirstaða
verðmætasköpunar i þjóðar-
búskapnum. Hinsvegar hið innra
lífbelti, gróðurlendið á strand-
lengjunni umhverfis hálendið. Það
hefur lagt þjóðinni björg í bú í
ríkara mæli en margur þéttbýlis-
búinn gerir sér grein fyrir. Með
hinu innra lífbelti teljast auðlindir
fallvatna og jarðvarma, þeir inn-
lendu orkugjafar, sem opnað hafa
þjóðinni margháttaða möguleika,
nýtta og ónýtta. Ennfremur ýmis
konar jarðefni, sem bíða vinnslu-
könnunar, og falið geta í sér margt
atvinnutækifærið, sbr. þingsálykt-
unartillögu Ingólfs Jónssonar þar
um á síðasta þingi. (
Tengsl íslenzkra
atvinnuvega
Til þess að nýta þessi lífbelti,
hið innra og hið ytra, er nauðsyn-
legt að halda landinu öllu í byggð.
Sjávarplássin, sem mynda keðju
verðmætasköpunar umhverfis
landið allt, liggja vel við fiskimið-
um, eru nokkurs konar landföst
móðurskip, og geta átt vaxandi
hlutverki að gegna, ef við högum
veiðisókn hyggilega og þróum
vinnsluaðstöðu tfl meiri fullkomn-
unar. En fram hjá þeirri stað-
reynd verður ekki horft að þessi
sjávarpláss, velflest, byggja helft
tilveru sinnar á nærliggjandi
landbúnaðarhéruðum, sem
verzlunar- og þjónustumiðstöðvar.
Úrvinnsluiðnaður úr landbúnaðar-
hráefnum og þjónustuiðnaður,
m.a. á sviði bygginga og vélavið-
halds, er annar megin þáttur í
atvinnu og efnahagslegri velferð
þéttbýliskjarna í strjálbýli.
Sem dæmi um þéttbýli, er
byggir í senn á sjávarútvegi og
úrvinnslu- og þjónustuiðnaði,
tengdum landbúnaði, má nefna
staði eins og Akureyri, Húsavík,
Sauðárkrók, Höfn í Hornafirði
o.m.fl. Nokkrir þéttbýlisstaðir
byggja tilveru sína nær eingöngu á
nærliggjandi landbúnaðarhéruð-
um: Blönduós, Selfoss, Egilsstaðir
o.fl. Þéttbýlið í landinu er ekki
einvörðungu markaður fyrir bú-
vörur, heldur sækir það drjúgan
hluta atvinnutækifæra sinna til
landbúnaðar. Sjálf höfuðborgin er
engin undantekning í því efni, ef
grannt er gáð.
En það eru ekki einvörðungu
landbúnaður og sjávarútvegur,
sem knýtast órjúfandi hagsmuna-
böndum í islenzkum þjóðarbúskap.
Báðar þessar frumatvinnugreinar
eru ómissandi hráefnagjafar
íslenzkum iðnaði, bæði þeim er
framleiðir fyrir innanlandsmark-
að og til útflutnings. Ullar- og
skinnaiðnaður er vaxandi þáttur í
útflutningi okkar.
Iðnaðurinn
og framtíðin
Landbúnaður og sjávarútvegur
verða um ófyrirsjáanlega framtíð
meginstoðir íslenzks þjóðarbú-
skapar, með gjaldeyrissparandi og
gjaldeyrisskapandi framleiðslu —
og sem hráefnagjafar vaxandi
iðnaðar í landinu. Gróðurlendi og
fiskstofnum eru hinsvegar tak-
mörk sett, sem ekki má yfir fara,
án þess að ganga á höfðuðstólinn,
án þess að það hefni sín í
framtíðinni. Það er því ljóst að
iðja og iðnaður verða að taka við
meginþorra þess viðbótarvinnu-'
afls, sem til fellur með ört vaxandi
þjóð á komandi árum og áratug-
um, ekki sízt ef þjóðin á að búa við
sambærileg lífskjör og nágrannar
— í grónum iðnaðarþjóðfélögum
V-Evrópu og N-Ameríku. í iðnað-
inum felst sá vaxtarbroddur at-
vinnulífs okkar og framtíðarhag-
sældar, sem hlúa verður að með
öllum tiltækum ráðum. Innlendar
orkulindir auðvelda okkur við-
fangsefnið, að tryggja vaxandi
þjóð sambærileg lífskjör og ná-
grönnum, austan og vestan ís-
landsála.
Nýtingarmörk fiskstofna og
gróðurmoldar, sem og tæknivæð-
ing í sjávarútvegi, fiskiðnaði og
landbúnaði, valda því sem fyrr
segir, að þessar atvinnugreinar
taka ekki til sín umtalsvert
viðbótarvinnuafl í fyrirsjáanlegri
framtíð. Árið 1975 störfuðu aðeins
14.7% vinnandi íslendinga við
þessar frumatvinnugreinar, fisk-
veiðar og búskap. I úrvinnslu-
greinum (fiskiðnaði, byggingaiðn-
aði og öðrum iðnaði) starfaði
37.8% vinnuaflsins. Nær helming-
ur vinnuafls þjóðarinnar, eða
47.5%, í þjónustugreinum. í þróuð-
um þjóðfélögum hafa þjónustu-
greinar tilhneigingu til nokkurs
vaxtar og er það vel, ef sá vöxtur
helzt í hendur við burðarþol
framleiðsluatvinnuvega. Ljóst er
hinsvegar, að framtíðaratvinnuör-
yggi íslenzkrar þjóðar, og ekki
síður sambærileg framtíðarlífs-
kjör í samanburði við þjóðir
V-Evrópu og N-Ameríku, hljóta að
grundvallast á því, hvern veg til
tekst með íslenzkan iðnað og iðju,
ekki sízt framleiðsluiðnað og sér í
lagi útflutningsiðnað.
I sambandi við þetta framtíðar-
verkefni verður ekki nógsamlega
lögð áherzla á gildi hagnýtra
rannsókna íslenzkra vísinda-
manna: Varðandi innlenda orku-
gjafa, innlend jarðefni og hráefni
til iðnaðar, — og sérhæfðra aðila
varðandi markaðsöflun, markaðs-
rannsóknir og arðsemissjónarmið
í hvers konar fjárfestingu.
1 þessu sambandi skal og ítrekað
það, sem sagt var í leiðara Mbl.
nýverið: „Við göngum ekki til góðs
götuna fram eftir veg án þekking-
ar á því umhverfi, sem við lifum í;
því lífríki, sem við erum hluti af;
þeim auðlindum lands og lagar,
sem forsjónin hefur gefið okkur til
lífsframfæris og trúað okkur fyrir
að skila óskemmdum til framtíð-
arinnar og komandi kynslóða." Við
þurfum að samræma það tvennt
að lifa í sátt við umhverfi okkar og
nýta auðlindir þess til að skapa
okkur sambærileg lífskjör og bezt
þekkjast annars staðar. Þetta
verður ekki gert svo vel sé án
undangenginna rannsókna og
þekkingaröflunar.