Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Brimkló og Halli og Laddi í hlaðvarpanum að Þórustöðum. Talið frá vinstrii Laddi, Arnar Sigurbjörnsson, Halli, Gflsi Sveinn Loftsson, Björgvin Halldórsson, Ragnar Sigurjónsson, Guðmundur Benediktsson, Haraldur Þorsteinsson. Brimkló og Halli og Laddi eru nú í þann veginn að leggja upp í hljómleikaferða- lag um landið vítt og breitt og ber hljómleikaferðalagið nafnið „A faraldsfæti ’78“. Brimkló og kompaní verða í Árnesi um helgina, en þaðan liggur leiðin vestur á firði og svo hringleiðis í kringum landið. Ferðalaginu lýkur í Reykjavík 10. september. I tilefni hljómleikaferða- lagsins boðuðu skemmti- kraftarnir til blaðamanna- fundar að Þórustöðum í Ölfusi, en þar rekur Árni Möller svínabú eitt mikið. Þar voru og breiðskífur Brimklóar og Halla og Ladda kynntar, en plata Halla og Ladda kom út fyrir skömmu, og plata Brimklóar er væntanleg á markaðinn í vikunni. Myndirnar hér á síðunni tók Kristinn á blaðamanna- fundinum, en sjálfsagt þótti að líta við hjá svínunum, þótt ekki væri nema bara til að gefa þeim eitt púnsglas. Fjölmenni á Þnmnna á hljómleiknm Klambratnni Hljómsveitin Þursaflokk- urinn hélt útihljómleika á mánudagskvöldið á Klambra- túni. Hljómleikarnir tókust með ágætum og rúmlega tvö þúsund manns munu hafa fylgzt með hljómleikunum, er fjölmennast var. Veður var frekar óhagstætt, rigning í lofti og er líða tók á kvöldið hvessti nokkuð og kaldur vindurinn spillti nokkuð fyr- ir. Þursaflokkinn skipa Egill Ólafsson, Þórður Árnason, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson og Rúnar Vilbergs- son, en nú mun hljómsveitin vera að leggja síðustu hönd á væntanlega hljómplötu sína. Hljómleikarnir hófusst rúm- lega hálfníu, eða hálfri klukkustund seinna en aug- lýst hafði verið. Egill Ólafs- son hafði orð fyrir þeim félögum og hóf hann hljóm- leikana á því að spyrja viðstadda að því hvað klukk- an væri. „Við fórum að ráðum veðurfræðinganna og frestuðum hljómleikunum um klukkustund," sagði Egill því næst og bætti við að hann vonaði að hann færi ekki að rigna. Lagaval Þursaflokksins var nokkuð einkennilegt, eða dægurlög frá því um 1800, eins og Egill komst að orði. Inn á milli voru síðan hrein rokk-lög eða rokkuð þjóðlög. Fyrsta lagið, sem hljómsveit- in flutti var gömul heilræða- vísa, en í henni var fjallað um það að ef hlutirnir eru dregnir á langinn, tapast þeir. Þá flutti flokkurinn lagið Lísublús, sem Megas hefur samið textann við, og í kjölfarið fylgdu önnur lög í svipuðum stíl. Hljóðfæraleikur flokksins var yfir höfuð góður og söngur Egils kom vel út. Egill er nú orðinn langbezti söngv- ari okkar íslendinga, en nokkur ljóður var það á söngnum að enginn annar syngur í Þursaflokknum og fyrir bragðið urðu viðlögin Áhorfendur létu sig ekki vanta, þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður. Ljósmynd Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.