Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
11
árátta hjá fólki að vilja endilega
tala við skattstjórann sjálfan um
sín mál, enda þótt ég geti yfirleitt
ekkert meira gert fyrir það en
annað starfsfólk hér á stofnunni.
Svo er ég einatt spurður hvort mér
finnist hitt og þetta virkilega
réttlátt og þá neyðist ég til að
segja að þetta sé ekki spurning um
hvað mér finnist, heldur um það
hvaða heimildir rúmast innan
ramma laganna."
„Það eru nokkrir fastagestir
hérna hjá okkur, sem kæra alltaf
og það furðulega er að oft eru
þetta menn sem hafa meiri nettó-
tekjur en margir hafa brúttó.
Iðulega hrópa þeir einnig hæst,
sem ætlast til mestrar og bestrar
aðhlynningar af hálfu ríkisins.
Það virðist oft á tíðum að fólk vilji
helst að af því séu tekin fjárráð, til
þess að losa það undan þeirri
ábyrgð að þurfa að gæta þess
sjálft að eiga eftir fé til að borga
skatta. Það virðist mjög ríkjandi
hugsunarháttur í okkar samfélagi,
að enginn vill bera ábyrgð á
nokkrum sköpuðum hlut. Þetta
þekkist líka í embættismannakerf-
inu, þar sem hver vísar á annan og
enginn þorir að gangast við því að
hafa tekið ákvörðun um eitt né
neitt."
Að lokum spurði blm. Gest hvort
hann myndi breyta miklu í sam-
bandi við skattamálin, væri hann
einráður þar um.
„Já, ég myndi að minnsta kosti
reyna það og þá helst í þá átt að
einfalda þessi geysiflóknu skatta-
lög. Það er hins vegar spurning
hvort mér tækist það nokkuð betur
en öðrum sem hafa reynt það.
Hingað til hefur skattakerfið orðið
flóknara við hverja „einföldun“.“
- SIB
Þjóðfræðing-
ur til Safna-
stofnunar
Austurlands
ÞJÓÐFRÆÐINGUR hefur nú
verið ráðinn til Safnastofnunar
Austurlands og er það Gunnlaug-
ur Ilaraldsson, en hann lauk
námi í þjóðminjafræðum frá
háskóalnum í Lundi á liðnu vori.
Gunnlaugur hei'ur unnið á veg-
um Safnastofnunarinnar síðustu
þrjú sumur, m.a. sett upp sýningu,
ferðast um Austurland og safnað
minjum fyrir söfn sem eru í
uppbyggingu eystra. Safnastofnun
Austurlands starfar á vegum
Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi og kýs hún stjórn
hennar og leggur til hennar
árlegan styrk. Stofnunin stendur
ekki að neinu safni sjálf, en henni
er ætlað að vinna að uppbyggingu
safna í kjördæminu í samvinnu við
umráðaaðila þeirra svo og að sinna
öðrum verkefnum varðandi þjóð-
minjavernd, þjóðhætti og menn-
ingarsögu á Austurlandi.
I frétt frá stjórn Safnastofnunar
Austurlands segir að mikið sé í
ráðist með því að ráða minjavörð í
fast starf og reyni því nú á
skilning og velvilja aðstandenda
hennar og fjárveitingavaldsins til
að festa megi þessa skipan í sessi,
verkefni séu margföld. Gunnlaug-
ur Haraldsson hefur skrifstofu í
húsi Skjalasafns Austfirðinga að
Egilsstöðum og jafnframt minja-
varðarstarfinu tekur hann við
starfi framkvæmdastjóra Safna-
stofnunarinnar.
Umsóknar-
frestur
framlengdur
Iíi.skupsembættið hefur auglýst
framlengdan umsóknarfrest fyr-
ir Reykholtsprestakall í Borgar-
fjarðarprófastsdæmi til 31. ágúst
n.k. en hann átti upphaflega að
renna út hinn 15. ágúst.
Sovétmenn auka her-
styrk sinn á Eystrasalti
FYRIR nokkrum dögum fór 4
þúsund tonna sovéskur tundur-
spillir frá flotastöðinni í Mur
mansk um Stórabelti áleiðis til
Eystrasalts. Ráðstjórnarrikin
hafa því aukið við herstyrk
sinn á þessu svæði en tundur
spillirinn er af Kildin-gerð og
búinn flugskeytum. Aldrei áð-
ur hefur herskip þessarar
tegundar verið á Eystrasalti.
Áhöfn skipsins eru um 350
manns.
Danir velta því nú fyrir sér,
hvort Kindin-tundurspillirinn
verði þarna til frambúðar eða
hvort hann sé aðeins til viðgerða
á skipasmíðastöð í nágrenni
Leningrad. En mögulegt er að
slík skip verði þarna í framtíð-
inni til viðbótar 6 kjarnorku-
búnum kafbátum af Golf-gerð,
sem þangað komu haustið 1976.
Kafbátarnir sem nú eru á þessu
svæði, eru búnir kjarnorkueld-
flaugum sem skjóta má beint á
flestar af stærstu borgum Vest-
ur-Evrópu. Það þýðir að Rússar
hafa komið sér upp kjarnorku-
vopnum á Eystrasalti sem kall-
að hefur verið „haf friðarins".
Kindil-tundurspillarnir voru
smíðaðir á árunum 1957—1960
og hafa hingað til verið með
sovéska flotanum í Norðursjó og
Svartahafi. Drif flugskeyta
þeirra er talið vera um 54 km
vegalengd en álit manna er að
þeir séu ekki búnir kjarnorku-
vopnum.
TJ
E
!
E
CD
*o
C
>»
E
U)
3
X
HVaÐ er 1
pO kanum?
t.d.
áburdur
fódurbœtir
mjöl
fiskimjöl
graskögglar
kisilgúr
margs konar
Þurrduft
(t) Portabulk BER l TONN
umbodsadilar
Olafur Gislason & CO.HE
Sundaborg 22 simi 84800 — 91