Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI nrf/JA7n*'’an'vn • Eftirlitsmenn með þáttinn? „Hér fyrir nokkru þegar allur hinn siðmenntaði heimur fylltist viðbjóði á meðferð manna í Rússlandi á andófsmönnum og meira að segja kommúnistaforingi ítala sagði þeim að hætta, því þetta væri blettur á sósíalismanum, þá gaus upp illa lyktandi sósíalistísk hræsni. Muna ekki allir miðaldra menn viðbrögð sósíalistanna þegar helgigrímunni var svipt af Stalín? Þá var það látið heita svo að hann hefði ekki verið að framkvæma sósíálisma. Hvað skyldi Sakarov gefa mikið á milli Brésnefns og Stalíns í dag og lofar ekki dótturfyrirtæki Berlinguers á Ítalíu, Rauði herinn, frelsi, jafnrétti og miskunnsemi? Skæruliðasveitirnar og sveitir Castros sem fara eins og logi yfir akur með morðum, ránum og efnahagseyðileggingu, — er þetta ekki sósíalisminn sem þarna er að verki? Engum dettur í hug að þessi lýður sé að vinna í nafni kapítalismans. Ein er hér stofnun sem virðist láta sér fátt um andófsmálin finnast og gætti sérstaks hlutleys- is, en það var ríkisútvarpið. Það hefur sennilega verið eftir Þjóð- viljagreinina að loksins fannst forráðamönnum útvarpsins að tími væri kominn að fræða sak- lausan almenninginn um þessi mái. Umsjónarmaður þáttar sem nefnist Víðsjá, Friðrik Páll Jóns- son, sagði að nú mundi hann taka andófsmálin fyrir í þættinum þennan tiltekna dag. Ég lét þetta ekki framhjá mér fara. I þessum Víðsjárþætti kom fram maður sem hét Árni Bergmann, blaðamaður Þjóðviljans. Friðrik Páll hafði ekki fyrir því að tala við Amnesty- International deildina hér. Eitt- hvað áttu þeir þó að vita líka um þessi mál. Enginn vænir Árna Bergmann um að hann sé ekki allra manna kunnugastur öllu rússnesku, en hvenær hefur hann gagnrýnt rússneskar stjórnarað- gerðir? Hann kom hingað á sínum tíma og heimtaði að íslenzk stjórnvöld framseldu lettlenskan mann sem flúið hafði á náðir okkar. Þessari beiðni Árna var ekki ansað þvi þeirri stjórn sem þá sat við völd á Islandi fannst að Stalín hefði nóg að gert í Eystrasaltslöndum. Ríkisútvarpið gat bara við Árna Bergmann einan talað þegar það fór að fræða mann um andófs- mennina í Rússlandi. Ég tala ábyggilega fyrir hönd meirihluta þjöðarinnar þegar ég bið um að útvarpið hafi svo sem einn eftir- litsmann með umsjónarmönnum svona þátta. Ekkert pólitískt kerfi notar meira eftirlitsmenn heldur en sósíalisminn og ættu þeir því að verða glaðir sósíalistarnir á út- varpinu þegar trúnaðarmaður þjóðarinnar er kominn til þeirra, því að þetta er stórt spor í átt til sósíalisma. IIúsmóðir.“ • Afsláttur fyrir Breiðhyltinga? Hildcgard Þórhallsson. — Ég geri allmikið af því að fara í sundlaugar og fyrir þá sem búa í Breiðholtshverfum getur það orðið alldýrt fyrirtæki. Ef farið er með strætisvagni þarf að greiða fargjöld kr. 100, sundlaugargjaldið (nýhækkað) kr. 180 og aftur heim með strætisvagni kr. 100. Alls kostar það því 380 kr. fyrir íbúa Breiðholts að fara í sund. Þessar tölur lækka eitthvað ef keypt eru kort, en það munar ekki ýkja miklu. Þess vegna datt mér í hug hvort ekki væri hægt að fara fram á það að íbúum Breiðholts væri veittur afsláttur í sundlaugar, því þeir hafa ekki sundlaug í sínum hverfum og verða að ferðast langar leiðir til að komast í sund. Að lokum vil ég svo fá að koma á framfæri þakklæti til alls starfs- fólks í sundlaugum borgarinnar, það er allt hið bezta og hæfasta starfsfólk. • Þakkir til Jónasar Kristín Hjarnadóttir. — Ég vil fá að þakka Jónasi Jónassyni fyrir hina ágætu þætti sem hann hefur verið með í útvarpinu að undanförnu. Hann virðist hafa sérstakt lag á því að ná skemmtilegum tón í viðræðum sínum við fólk og finnst mér að hann ætti að halda þessum þáttum áfram sem lengst. Okkur Reykvík- ingum finnst gaman að kynnast fólki út um land og eru þetta því hinir fróðlegustu og skemmtileg- ustu þættir. HÖGNI HREKKVÍSI SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í sveitakeppni Sovétríkjanna í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Daurovs, og Movshovichs, sem hafði svart og átti leik. 31. — Hxg2+! og hvítur gafst upp um leið, því að eftir 32. Kxg2 Dxf3+ er hann mát í tveim lc.iwjum. „Auðvitað!... Þú veist um fáfarinn, kyrrlátan stað!“ Rabbad vid N orðmanninn Gunnar S. Sem , „Byrjaði á Islendinga- sögunum um leið og ág varð læs ff — Ég var skírður fimm mánaða gamall og mér var sagt síðar, að presturinn hcfði tekið það scrstaklcga fram við skírn- ina. að ég væri skírður í höfuðið á einum Gunnari, nefnilega Gunnari á Hlíðar- enda, og að prcsturinn hcfði farið sérstökum viðurkenning- arorðum um hann í ræðu sinni. Þcgar ég óx upp og lærði að lesa voru mér fljótlcga fengnar ýmsar af íslendingasögunum til aflestrar og alla tíð síðan hef ég haft áhuga og yndi af þeim. — Sá sem þetta segir er 51 árs gamall Norðmaður að nafni Gunnar S. Sem. Hann er einn af forstjórum norska fyrirtækisins Elkem Spiegerverket, sem verk- smiðjan að Grundartanga er reist í samvinnu við eins og kunnugt er. Hann hefur dvalizt hér á landi undanfarið ásamt konu sinni og m.a. haft tækifæri til að skoða ýmsa sögufræga staði úr Njálssögu, sem honum staði nú. Og ég vil taka það sérstaklega fram, að það var ekki ónýtt að hafa Ingólf Jónsson frv. alþingismann og ráðherra sem leiðsögumann, hann gerþekkir þetta svæði allt. Ég verð að segja að það var stórkostleg tilfinning að koma til staða eins og Bergþórshvols, Hlíðarenda, Keldum og Svína- fells og fl. Maður komst ein- hvernveginn í miklu nánari snertingu við atburði, sem segir frá í Njálu og staðið hafa ljóslifandi fyrir manni í langan tíma. Á hinn bóginn er því ekki að neita, að manni finnst einhvern veginn dálítið skrýtið að sjá á þessum stöðum fólk eins og mig og þig, sem notar öll nýtízku tæki' til landbúnaðar, því að það hefur síazt inn í mann, að svona staðir ættu að standa kyrrir í tímanum. Ég held án þess þó að vita það með vissu, að töluverður áhugi sé í Noregi á íslenzkum bók menntum, þótt íslenzkar nú- Gunnar S. sem ásamt konu sinni Ingeborg Scm. hefur verið hugleikin umfram flestar aðrar Islendingasögur. — Það var faðir minn sem réð nafngiftinni, sagði Gunnar er hann var spurður að því hvernig hafi staðið á því, að hann var skírður í höfuðið á ekki minni hetju en Gunnari á Hliðarenda. Hann var verkfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur, en var vel að sér um marga hluti. Hann var ágætlega kunnugur íslendingasögunum og söguhetj- an frá Hlíðarenda hlýtur að hafa heillað hann mikið, hélt Gunnar áfram. Það lá beint við að spyrja Gunnar næst hvernig honum hafi líkað að heimsækja nú ýmsa staði á Suðurlandi, sem tengjast atburðum í Njálu, og honum gafst nú í fyrsta sinni kostur á að heimsækja. — Ég hef komið nokkuð oft til íslands, en það hafa oftast verið stuttar ferðir og þá yfirleitt til Reykjavíkur og ég hef ekki getað skoðað mig um neitt að ráði. Þess vegna var þaö kærkomið að fá að skoða þessa tímabókmenntir eigi kannski af eðlilegum ástæðum meiri vin- sældum að fagna en fornsögurn ar. En ég held líka, að hver sá Norðmaður, sem kynnist íslend- ingasögunum, verði sér betur meðvitaður um þau sterku og margvíslegu tengsl, sem liggja milli þessara tveggja frænd- þjóða, sagði Gunnar. Að lokum barst talið nokkuð að Elkem -Spiegerverket og Grundartangaverksmiðjunni, sem nú rís í Hvalfirði og Gunnar sagði: Ég fyrir mitt leyti er ánægður með að sam vinna um verksmiðjuna að Grundartanga skuli hafa tekizt með norskum og íslenzkum aðilum og ég vona að það samstarf eigi eftir að leiða til frekara samstarfs með þjóðun um og verða báðum að gagni Þótt horfur hafi verið nokkuð dökkar hvað varðar verð og sölu á kísiljárni undanfarið virðist margt benda til að þar sé um tímabundna erfiðleika að ræða og að úr muni rætast im skamms tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.