Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 Minning: Guðríður Jónsdótt- ir íHlíðarendakoti Fædd 30. nóvember 1882 Dáinn 27. júlí 1978 \ ininu fornu hrf iHr hiit ou hjiirtnn. scm þckki. I»\crá tckur tnniA mitt. Ir>u>íúinni na-r hún ckki. Þessa vísu skrifaði Þorsteinn Erlingsson í vísnabókina í Hlíðar- endakoti þegar hann kom þangað heim eftir langar fjarvistir, en kotið sitt hafði hann gert lands- þekkt í ljóðinu, sem allir íslend- ingar kunna. — Á þessum árum rann Þverá meðfram Fljótshlíð- inni og braut undir sig hið gróna land, svo að bæinn í Hlíðarenda- koti þurfti eitt sinn að flytja ofar í brekkuna. Nú er fyrir löngu búið að veita Þverá frá Hlíðinni og allt hefur þar breytzt, nema Guðríður í Hlíðarendakoti hún var í bursta- bænum sínum ímynd óumbreyti- leikans í hálfa öld, tryggðina, höfðingsskapinn og hetjulundina bar hún með sér til æviloka. — Hún sýndist öldruð kona þegar við kynntumst fyrir þrjátíu og fimm árum. Hárið var orðið hvítt og hún var farin að stirðna í spori. — Það sópaði þó af henni. Perónuleikinn var mikill og eftirminnilegur. Það fór ekkert á milli mála, að hér fór kona stórrar gerðar, en þó mild og móðurleg með glettnisglampa í festulegum lifandi augum. Þegar hér var komið sögu hafði hún fyrir tveimur árum misst manninn sinn, Árna Ólafsson, en þau hjónin höfðu eignazt fimm fríð og gjörvileg börn. En sorgin sneiddi ekki hjá hennar heimili. — Þrjú börnin sín missti hún í blóma lífsins, Guð- rúnu, Ásdísi og einkasoninn, Pál. Tvær dætur hennar eru húsfreyjur í Reykjavík, Sigríður og Ólafía (Lóa) og hjá henni og hennar manni dvaldi Guðríður síðasta áratuginn að mestu þar sem vel var að henni búið og hún borin á t Maöurinn minn, SIGURÐUR ÞORDARSON, Bröltugötu 12A andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. ágúst. Margrét Stelánsdóttir og börn. Faöir minn, BERGUR PÁLL SVEINSSON, Noróurgötu 50, Akureyri, andaóist að heimili sínu 5. ágúst. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 14. ágúst kl. 13 30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö. Fyrir hönd ættingjá Siguróur Bergsson t Móðir okkar INGIRÍOUR SIGUROARDÓTTIR, veröur jarösungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn A5. ágúst kl. 2.30. Börnin. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar móöur okkar, og tengdamóöur, LÁRU STEFÁNSDÓTTUR Ásdís Kristjánsdóttír, Ólafur Haukur Ólafsson, Björn Kristjánsson, Auöur Hauksdóttir, Edda Kristjánsdóttir, Valberg Lárusson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og sonar ÁRNA BJÖRNSSONAR Ingibjörg Jónsdóttir Björn Einar Árnason Brynhildur Árnadóttir Ásgeir Þór Árnason Jón Loftur Árnason Margrét Ásgeirsdóttir t Faðir okkar, tengdafaöir og afi ARI BERGMANN EINARSSON, Ólafsbraut 58, Ólafsvik, sem lést 9. ágúst s.l., veröur jarösunginn frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast híns látna er bent á Slysavarnafélag islands. Guðríður Aradóttir, Einar Bergmann Arason, löunn Vigfúsdóttir, Áslaug Aradóttir, Báröur Jensson og barnabörn. stað: „Gull mótast í eldi, en guðlegir menn í nauðum." Henni var léður mikill hugar- styrkur og trúin var hennar leiðarstjarna og bjarg. — Laugardaginn 5. ágúst var hún borin til grafar að Hlíðarenda í einhverju bezta veðri, sem komið hefur á sumrinu. Fljótshlíðin kvaddi hana í iðjagrænum sumar- klæðum. Það var fagurt að horfa út til Eyja, það var einmitt þar sem unga stúlkan vestan úr Dölum og ungi efnismaðurinn úr Fljóts- hlíðinni sáust fyrst fyrir sjötíu árum. Sólin glampaði á jökulinn í austri og Merkutnesið blasti við augum dimmgrænt. Þetta veður og þetta umhverfi var allt í fullu samræmi við líf hennar og starf. Guðríður í Hlíðarendakoti horfði björtum augum á tilveruna og hugsaði fyrst og fremst um það, sem gerir lífið fegurra. — Burstabærinn hennar í Hlíðar- endakoti var hennar höll, þar sem hjartarúmið átti sér engin tak- mörk. — Þar var hún stórt sólskinsbarn og þannig lifir hún í minningunni. Pálmi Eyjólísson örmum af dætrum sínum eins og hún orðaði það sjálf. Enginn, sem naut gestrisninnar hennar Guðríðar í Hlíðarendakoti, gleymir henni. — Þjóðvegurinn inn Fljótshlíðina lá lengst af fast við bæinn hennar að norðan inn Hlíðarbrekkurnar. — Húsmóðir- inn í Hlíðarendakoti vildi ekki að farið, væri framhjá hennar garði, án þess að komið væri í bæinn hennar og sjálf brá hún stórum svip yfir rausnarleg veizluborð á virðulegan og hljóölegan máta. — Hún hélt uppi þeim hætti, að skrifa vinum sínum sendibréf. Stílaði þau vel og skipulega og ritaði hreina og fagra rithönd. Milli línanna mátti svo auk þess lesa fyrirbænirnar, fagra hugsun og gæzku.— Guðríður var fædd 30. nóvember 1882 að Gerði í Hvammsveit í Dalasýslu. — Dvaldi ung um árabil að Broddanesi í Stranda- sýslu, en innan við tvítugt fór hún til Reykjavíkur og lærði þar fatasaum, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja og hún giftist 18. júlí 1908 Árna Ólafssyni í Hlíðar- endakoti og í Fljótshlíðinni bjuggu þau sæmdarhjónin allan sinn búskap.— Guðríður í Hlíðarendakoti fór ekki varhluta af sorg og söknuði. — í bók bókanna stendur á einum Ingibjörg Margrét Sigfusdóttir frá Gröf—Minning Fædd 27. nóvember 1903. Dáin 5. ágúst 1978. Hinn 12. september 1953 hófust kynni okkar Ingibjargar, þegar ég kom í fyrsta sinn inn á heimili hennar, trúlofuö syni hennar Sverri Sveinssyni. Hlýja og góð- vild streymdu á móti mér og tók hún mér strax eins og dóttir væri, og þannig kom hún fram við mig alla tíð. Ætíð var hún reiðubúin til að aðstoða mig á mínu heimili. Væru börnin eða ég lasin, þá var hún komin til að bjóða aðstoð sína. Óeigingjarnari og gjöfulli mann- eskju hefi ég aldrei kynnst. Alltaf hlökkuðu börnin til sum- ardagsins fyrsta, þegar amma birtist með sumargjafirnar, að ekki sé minnst á önnur tímamót, því hennar hugsun var alltaf sú að gefa og gleðja aðra. Umhyggja hennar fyrir velferð barna sinna og fjölskyldna þeirra var slík að eftir því var tekið. Auk húsmóðurstarfa tók Ingi- björg að sér að sauma fyrir aðra, oft sat ég hjá henni og horfði á SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef mcnntazt, en hef ekki ákveðið, hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Góður vinur minn spurði mig nýlega, hvort ég hcfði hugsað mér að vcrða prestur. „Já“, svaraði ég, „en það er ekki mikið upp úr því að hafa, eða hvað?“ Hann brosti og sagði> „Stundum er það nú ekki, en það, sem skiptir máli, er ekki það, sem við fáum f lífinu. heldur það, sem við gefum“. Þessu hef ég ekki gleymt, og mig langar til að ráðgast við yður um, hvað piltur á mínu reki ætti að hafa fyrir stafni. Þú átt vitran og góðan vin! Haltu sambandinu við hann! Hann hafði alveg rétt fyrir sér. Það, sem veitir okkur varanlega fullnægju, er ekki það, sem við fáum, heldur það, sem við gefum. Og ég þekki ekki neina stöðu, þar sem við .getum frekar gefið en í prestsstöðunni. Vera má, að Guð hafi talað til þín fyrir munn vinar þíns. Ef svo er, vil ég ráðleggja þér að halda áfram að hlusta á rödd Guðs, ef hann vill leiða þig áfram á sínum vegi. hana vinna. Ræddum við þá gjarna um flíkina sem hún var með í það og það sinnið. Fann ég á henni að hún vildi að ég fetaði í hennar spor og tæki að mér saumaskap. Sjálfsbjargarviðleitni hennar og dugnaður var mér ómetanlegur skóli. Ingibjörg var einstök hús- móðir, ætíð hafði hún tíma til þess að standa upp frá saumaskapnum og gefa kunningjakonunum kaffi- sopa, þegar þær litu inn. Heimilis- bragurinn var líka þannig að gestum sem bar að garði leið ætíð vel og átti húsbóndinn að sjálf- sögðu sinn þátt í því, en Árna missti Ingibjörg fyrir tveimur árum. Nú þegar hún er farin héðan til annars lífs, sem hún var var svo viss um, finn ég að ég er miklu fátækari. Þótt hún dveldi síðustu árin á Ellideild Sjúkrahúss Siglu- fjarðar, vorum við í mjög nánu sambandi. Fylgdist hún með öllu sínu fólki fram á síðasta dag. Hún var óþreytandi að spyrja um börnin mín, og síðustu dagana stöðugt um elsta son minn, sem ætlar að koma heim úr fjarlægu landi í þessum mánuði. Það var engu líkara en að hún vissi að hverju dró. í júnímánuði fór Ingibjörg til Reykjavíkur til dóttur sinnar, átti hún þar indælan tíma, og hitti fjölmargt af sínu fólki. Var engu líkara en að eftir þá ferð væri hún södd lífdaga, hún veiktist þar, en andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar. Hún var búin að sjá með eigin augum hvernig yngstu börnin hennar höfðu byggt sér yndisleg heimili, og þá fannst henni hún mega fara. Hlutverki hennar í Ekki er það nú veglegasta starfið á heimsins vísu að vera prestur. Við borgum sjónvarpsstjörnunum og kvikmyndaleikurunum milljónir króna á ári hverju. En meðal okkar hafa prestar lægst laun. Og ef til vill á það að vera svo, svo að enginn heimskist til að verða prestur. í þeirri stöðu eigum við ekki líf okkar, og við tökum óhugnanlega drjúgan þátt í sorgum og vandamálum fólks. En sá sami heilagi andi, sem lagði hönd sína á öxl þér og kallaði þig, mun gefa þér vizku og kraft, sem þú þarft á að halda. þessu lífi var lokið, hún var sátt við að kveðja. Eg vil að lokum þakka öllum þeim sem stunduðu hana í veikind- um hennar svo og á Ellideildinni fyrir umönnun og hlýju, sem hún naut, en það viðmót fékk hún ætíð hvar sem hún dvaldi. Tómleiki og sársauki eru mér í sinni við fráfall elskulegrar tengdamóður minnar, en vissa hennar um annað líf, og að vel yrði tekið á móti henni er mér huggun. Hvíli hún í friði. Auður Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.