Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUH 12. ÁGÚST 1978.
Nýi og gamli tíminn. — Á efri myndinni sést hænsnahúsið i Klettum eins
og Það er í dag (Því miður var ekki hægt að taka myndir inni í Því Þar sem
varphænur eru viðkvæmar fyrir leifturljósi). Á neöri myndinni sést hins
vegar gamalt hús sem stendur nélægt íbúðarhúsinu é Klettum og virðast
hænurnar kunna vel við sig í gamla tímanum.
„Sakna félags-
skaparíns mest”
Á bænum Kiettum í Gnúpverja-
hreppi er nýbýli. bar búa hjónin
Ásgeir Eiríksson og Sigrún
Einarsdúttir. Þau hófu búskap
árið 1976 og hafa einungis
kjúklingabú. Ásgeir er up’palinn
á bænum Sandlækjarkoti en
Klettar eru nýbýli úr þeirri jörð.
Sigrún er hjúkrunarkona úr
Reykjavík. Er blaðamenn bar að
garði var Ásgeir ekki heima en
Sigrún var fús til þess að tala við
okkur.
„Ég flutti hingað árið 1976.
Ásgeir hafði verið hér í þrjú ár við
að byggja en ég vann í Reykjavík á
meðan. Ég kann alveg prýðilega
við mig hérna. Það voru að
sjálfsögðu mikil viðbrigði að
flytjast úr borginni í sveit þar sem
ég hafði aldrei búið í sveit áður en
ég hafði góðan tíma til að
undirbúa mig á méðan Ásgeir var
að byggja.
Fyrst í stað hjálpaði ég til við
búskapinn en eftir að yngri
dóttirin fæddist hef ég lítið gert af
því. Hún er svo ung ennþá að það
er ekki hægt að fara með hana út í
hænsnahús.
Það er heilmikil vinna við svona
bú. Við erum með 300—400 hænur
og slátrum um 100 kjúklingum á
viku. Við erum líka með útungun-
arvél og sláturhúsið eigum við með
öðrum.
„Verst aö missa
félagsskapinn"
Það versta við að flytja úr
Reykjavík fannst mér vera að
missa félagsskapinn í vinnunni. Þó
að það sé heilmikið að gera hér þá
er það ekki eins. Félagslífið er líka
allt öðruvísi. Ég var í Árneskórn-
um í vetur en það er það eina sem
ég hef stundað af félagslífinu hér.
Það er ekki mikill samgangur á
milli bæjanna hér en maður fer þó
í smá heimsóknir öðru hverju og
kynnist fólkinu nokkuð. Annars
fer ég til Reykjavíkur að minnsta
kosti einu sinni í viku, það er ekki
svo langt að fara. Foreldrar mínir
búa í borginni en tengdaforeldrar
mínir búa hér á næsta bæ og þau
hafa blandað bú.
Húsmóöur
störfin pau
_________sömu___________
„Þegar maður er að byggja er
maður að elda mat allan daginn.
Ef ég hefði ekki svona marga
menn í mat, smiði og fleiri sem
vinna við stækkunina á hænsna-
húsinu, þá hefði ég ekki nóg að
gera inni. Það er alls ekki nóg fyrir
mig að vera heima og passa tvö
börn. Eldri stelpan er í skólanum
frá kl. 8 til 3 á daginn yfir veturinn
og þá er bara sú litla heima.
Húsmóðurstörfin eru þau sömu í
sveitinni og kaupstaðnum ef mað-
ur vinnur ekki úti. Ég baka svolítið
núna en það gerði ég ekki í
Reykjavík og svo þarf maður að
hafa fjórar máltíðir á dag, morg-
unmat, kvöldmat, kaffi, en maður
sleppti því venjulega í Reykjavík,
og svo kvöldmat, að öðru leyti eru
störf húsmæðra þau sömu.
Sigrún Einarsdóttir og Ásgeir
Eiríksson ábúendur é Klettum.
Ljósm. Sig. Sigm.
Það er mikið um það hér í
sveitinni að konur fari í fjósið,
vinni við heyskapinn og sinni
jafnframt öllum heimilisstörfum.
þær vinna þá allan daginn og langt
fram á kvöld því þá er kvöldmatur
og eftir hann verður að koma
börnunum í rúmið og konurnar fá
mjög sjaldan hjálp við heimilis-
störfin. Ég er alveg viss um að
konan vinnur ekki minna en
karlmaðurinn hér í sveitinni."
Fjárráöin minni,
en fólk
sparar meira
„Ég held nú að fólk hafi ekki
jafnmikil fjárráð í sveitum og í
kaupstöðum. En það eyðir heldur
Heimilisfólkíó aó Hurðarbaki, taliö frá vinstri: Anna Kristín Arnardóttir, Kristín Stefénsdóttir, Stefón Ólafsson,
Eyrún Ólafsdóttir, Ólafur Einarsson og Gísli Rúnar Magnússon. Ljósm. Mbl. Rax.
Að Hurðarbaki í Villinga-
holtshreppi búa ung hjón,
Ólaíur Einarsson og Kristín
Stefánsdóttir, ásamt tveimur
börnum sínum, Eyrúnu og
Stefáni. Hjónin hófu búskap
árið 1975, og nú eru þau með
um 25 kýr, nokkra hesta og
einhverja tugi af rollum. auk
þess sem þau eru með lítinn
garð. þar sem þau rækta
grænmeti.
Olafur bóndi var ekki við, er
við litum inn að Hurðarbaki en
Kristín bauð okkur inn fyrir og
bað kaupakonuna Önnu Krist-
veigu Arnardóttur að skreppa
og ná í Ólaf. Á meðan spjölluð-
um við við húsfreyju um græn-
metisræktina, en að Hurðarbaki
eru ræktaðar „rófur til að
drýgja tekjurnar og kartöflur
fyrir okkur sjálf," eins og
Kristín komst að orði. „Þá
ræktum við kál fyrir kýrnar,
sem þeim er gefið á haustin,
þegar þær hætta að geta verið
úti og hafra ræktum við eínnig.
I raun má segja að þetta sé
alltof mikil rækt, við höfum
engan tíma til að sinna henni,"
segir Kristín.
Von bráðar birtist Ólafur, en
hann hafði verið að slá bak við
fjárhúsin. „Það var slæm
spretta framan af og við gátum
því lítið notað þurrkinn í júlí,“
segir Ólafur, „en nú er sprettan
orðin vel yfir meðallag og
vantar aðeins þurrk. Við heyjum
mikið vothey og það er engin
ástæða til að vera mjög svart-
sýnn,“ heldur Ólafur áfram.
Keypti jöröina
af Kristniboða-
samtökunum
Jörðin að Hurðarbaki telur
um 450 hektara og hana keypti
Ólafur árið 1968, „en þá kostuðu
jarðir lítið.“ Jörðina keypti
hann af Kristniboðasamtökun-
um, en ekki byrjuðu hjónin að
búa á jörðinni fyrr en 1975.
Ólafur er frá Dalsmynni, sem er
næsti bær við Hurðarbak og
nytjaði hann jörðina þaðan þau
sjö ár, sem ekki var búið á
henni.
„Árið 1975 hófum við síðan að
byggja húsin og vár íbúðarhúsið
byggt árin 1975 til 1976, en á
meðan bjuggum við í Dals-
mynni," segir Ólafur. Er íbúðar-
húsið var fullbyggt kom röðin að
fjósinu, en þau hjónin gera ráð
fyrir að taka það í notkun
seinna í mánuðinum. Þau hafa
haft aðstöðu til að geyma kýr
sínar í fjósinu á Dalsmynni,
þann tíma, sem þeirra eigið fjós
hefur verið í byggingu, en það
rúmar 30 kýr.
Til að standa straum • af
byggingu húsanna slógu hjónin
lán, en reglur kveða svo á, að til
að byggja fjós skuli bændur fá
lánaðan helming þess fjár sem
þarf. Öðru vísi var að staðið, er
þau tóku lán til að geta byggt
íbúðarhúsið, þá fengu þau að-
eins ákveðna peningaupphæð
lánaða.
„Við höfum einnig verið að
smákaupa eitt og eitt tæki, eftir
því sem það er hægt,“ segir Óli,
„Erfiðara að standa undir
skuldunum, enaðsafna þeim”