Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 „Sá sem hefur aðstöðu til votheysverkunar, hefur mikla tryggingu í afkomu sinni. Votheysverkunin gildir mikið hér á Suðurlandi, enda tileink- aði ég mér hana fljótlega og hef síðan aldrei haft sérstakar áhyggjur af sunnlenzka rosan- um.“ Það er Stefán Jasonarson, bóndi frá Vorsabæ og formaður Búnaðarsambands Suðurlands með meiru, sem hefur orðið, en Stefán var önnum kafinn við undirbúning landbúnaðarsýn- ingarinnar í gagnfræðaskólan- um á Selfossi, er við hittum hann að máli. „Það var mikill hagleiksmað- ur, Sigfús Jónsson, sem byggði tvo votheysturna fyrir mig árið 1964. Góðir eru þeir en ódýrir voru þeir í byggingu," segir Stefán og brosir við. „En vot- heyið hefur verið góður bakhjarl fyrir mig í búskap mínum," heldur hann áfram. „Þannig var að ég kom á bæ, þar sem Sigfús var að byggja tvo votheysturna og mér fannst verkið vel unnið og bað hann að byggja tvo fyrir mig í leiðinni. Aldrei hef ég séð eftir því.“ Stefán er fæddur og uppalinn í Vorsabæ, en við búinu þar tók hann af föður sínum 1943. „Ég axlaði mín skinn og skellti mér út í búskapinn," segir Stefán og bætir því við að hann hafi alla tíð haft gaman af búskap. „Áður en ég fór að búa hafði ég unnið í þrjú ár með bróður mínum í húsbyggingum í Keflavík og Reykjavík. Já, þá stóð stríðið yfir. Þegar ég tók við Vorsabæ var þar gamalt fjós og lélegt, og blandað bú af miðlungsstærð, sem stækkaði er fram liðu tímar. Sjálfur hef ég aldrei stillt Stefán Jasonarson í skóginum, sem plantaö hefur verið úti fyrir gagnfræðaskólanum á Selfossi. Ljósm.: RAX „Misskilningur að bœndur séu aö kœfa sig í búskap ” á stórbúskap. Mér finnst mis- skilttingur að bændur séu að kæfa sig í búskap, þeir stofna aðeins sinn eigin vítahring. Nú erum við eftir ein, karl og kerling, og búið er aðallega kúabú, ég held að það séu fleiri kýr í fjósi en kindur í fjárhúsi. En allt um það, hinu opinbera hlýtur að finnast búskapur minn góður, því þeir lögðu á mig 700,000 krónur í opinber gjöld," segir Stefán, glaðþeittur á svip. „Annars er ég mest lítið heima við þessa dagana, landbúnaðar- sýningin tekur svo mikinn tíma.“ Samstarfsfólk mitt hefur alla tíð verið gott Stefán er spurður að því hvort ekki hafi verið erfitt að reka bú, jafnhliða því að láta ungmenna- félagsmál mikið til sín taka. „Nei ég læt það alveg vera, þetta hefur allt einhvern veginn fund-' ið sinn tíma. Við vorum mikið í ungmennafélaginu í minni sveit og sjálfur held ég að ég hafi verið formaður í 28 ár. Það er gaman að vinna að þessum málum, hvort heldur um er að ræða að setja á svið leiksýningu eða halda íþróttamót. Þótt aldurinn færist yfir mig, finnst mér alltaf jafn gaman að taka þátt í þessu og svo hefur samstarfsfólk mitt alltaf verið ákaflega gott. En það verður að segja eins og er, að mér finnst mikið til þess heiðurs koma að vera heiðursfélagi í ungmenna- félaginu, en félagar mínir og ég vorum gerðir að heiðursfélögum á 70 ára afmæli þess. Stefán er inntur eftir því hvað hæft sé í því að hann hafi skorað á Jónas Kristjánsson í víða- vangshlaup.' „Jú, ég er til, ef hann mætir," svarar hann að bragði. „Þannig er að ég hitti Jónas að máli er ég kom til Reykjavíkur í vetur og þá sagði ég þetta við hann í gríni. Þetta byrjaðí því sem grín og ætli það ekki endi sem grín. En samt vona ég að hann mæti við rásmarkið, það getur verið gaman að breyta til í hversdags- leikanum og bregða sér í íþróttagallann." Landsmótið á Laugarvatni minnisstætt Við göngum um sýningar- svæði landbúnaðarsýningarinn- ar í gagnfræðaskólanum og Stefán segir að það hafi verið hans draumur að haldin yrði landbúnaðarsýning, þegar Bún- aðarsamband Suðurlands yrði 70 ára. „Svipuð sýning og var haldin fyrir 20 árum hér í bæ,“ segir Stefán og horfir í kringum sig. „Þótt ég hafi unnið meira og minna að félagsmálum í 40 ár eru tvö viðfangsefni mér mjög minnisstæð. Annað er lands- mótið á Laugarvatni árið 1965, en það mót var alveg einstak- lega vel heppnað. Hvort tveggja var að veður var með afbrigðum gott og hitt að áhorfendur voru fjölmargir. Landbúnaðarsýning- in nú er einnig ofarlega í huga mér. Þetta hefur verið mikið starf, en skemmtilegt, já það er óhætt að segja það.“ Við erum komnir inn í leik- fimisalinn og Stefán staðnæm- ist við einn básanna. „Þarna verður afurðasalan með sinn bás,“ segir hann, „og þarna verða garðyrkjumennirnir með sína sýningu," heldur Stefán áfram og bendir á hraungrýti, sem raðað hefur verið upp. „Hérna fyrir ofan okkur verða tízkusýningar, þarna á pallin- um,“ segir Stefán og bendir á trégólf, sem lagt hefur verið yfir' nokkra bása. „Ef þetta væri gegnsætt, gætum við séð alveg upp undir dömurnar," bætir Stefán við og hlær. Við röltum út í skóg skóg- ræktarfélagsins, en Stefán er mikill áhugamaður um skóg- rækt. „Þú ættir að koma í Vorsabæ og sjá skóginn þar, honum hefur farið mikið fram með árunum," segir Stefán og horfir hugsi á trén sem gróður- sett hafa verið fyrir utan gagnfræðaskólann undanfarna daga. „Ja, þú getur jafnvel farið á gæsaveiðar ef þú kemur í Vorsabæ, það er nóg af gæsun- um þar eins og annars staðar í Gaulverjabæjarhreppi," segir Stefán um leið og við göngum aftur inn í gagnfræðaskólann. Búnaðarsamband Suðurlands 70úra LANDBÚNAÐARSÝNINGIN sem nú sendur yfir á Selfossi er haldin f tilefni af 70 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðarsamhandið er sam- band allra Búnaðarfélaga í Árnes-, Rangárvalla- og Vest- ur-SkaftafellssýsIu og eru félögin 35 að tölu en félags- menn þeirra voru í árslok 1977 1488. Starfsemi Búnaðarsam- bandsins er öðru fremur fólgin í leiðbeiningarþjónustu við bændur og starfa að því 6 ráðunautar á vegum sambands- ins en auk þess vinna þeir að framkvæmd jarðræktar- og búfjárræktarlaganna á sam- bandssvæðinu. Frá árinu 1952 hefur Búnaðarsambandið starf- rækt tilraunastöð í Laugardæi- um og eru nú einnig starfrækt- ar tvær sæðingarstöðvar, önn- ur fyrir nautgripi og hin fyrir sauðfé. Bændur geti leitaö á aöalverzlunarstaöina meö leiöbeiningar og fyrirgreiöslu Hjalti Gestsson hefur starfað lengst þeirra ráðunauta, sem nú starfa hjá Búnaðarsambandinu. Hann hóf störf þar sem ráðu- nautur í búfjárrækt árið 1946 og urðu ráðunautarnir þá tveir, en auk Hjalta starfaði Árni Jóns- son, nú landnámsstjóri, sem ráðunautur í jarðrækt. Frá árinu 1958 hefur Hjalti verið framkvæmdastjóri sambands- ins. Við ræddum stuttlega við hann um starfsemi sambands- ins. stað komið upp í Laugardælum nautauppeldisstöð Búnaðar- félagsina. Á árinu 1968 var einnig komið upp sæðingarstöð fyrir sauðfé og hefur fé verið sætt í flestum sveitum á sam- bandssvæðinu." Aðspurður um hvernig star- fsemi sambandsins væri fjár- mögnuð sagði Hjalti: „Um helmingur kostnaðar við leiðbeiningarstarfsemina kemur frá ríkinu í gegnum Búnaðar- félag íslands en hinn helming- urinn kemur ýmist sem félags- gjöld búnaðarfélaganna, fram- lög frá sýslusjóðum og frá Búnaðarmálasjóði sem er stærsti hlutinn en hann er myndaður með ákveðnum skatti, sem lagður er á búvörur — og þetta er beint framlag bænda, því að skatturinn er tekinn af þeirra hlut.“ Áherzla lögö á bætta umgengni „Við höfum síðustu árin lagt áherzlu á bætta umgengni heima á sveitabæjunum og hefur sérstakur ráðunautur starfað að þessu verkefni. Við erum þegar farnir að sjá þess merki að fólk hafi gert átak í þessum efnum með ræktun heimilisgarða. Sambandið hefur gert nokkurt átak til að bæta heyverkunina en það er kannski mikilvægasta verkefnið innan landbúnaðarins að auka öryggi og bæta heyverkunina og þá fyrst og fremst með því að koma súgþurrkun í mun betra horf með öflugum blæstri og bættri aðstöðu til votheysgerðar," sagði Hjalti að lokum. Hjalti sagði að nú sinntu 6 ráðunautar leiðbeiningarstöfum á vegum Búnaðarsambandsins. Hefðu fimm þeirra aðstöðu á skrifstofu sambandsins á Sel- fossi en einn byggi í Sólheima- hjáleigu í Mýrdal og þar hefði hann sína bækistöð enda starf- aði hann fyrst og fremst í V-Skaftafellssýslu. „Við vonum að sá tími komi innan tíðar að sambandið opni skrifstofu í Rangárvallasýslu, annað hvort á Hellu eða Hvolsvelli og það er einnig bjargfastur vilji okkar að þegar tímar líða getum við einnig haft skrifstofu í Vík í Mýrdal. Bændur eiga að geta leitað á aðalverzlunarstaði héraðanna með leiðbeiningar og aðra fyrirgreiðslu, sem Búnaðarsambandið veitir," sagði Hjalti. Hvaö er hægt aö fram- leiöa mikið af heyi í einu? Sambandið starfrækir eins og áður sagði tilraunastöð í Laugardælum, skammt frá Sel- fossi. Fram að þessu hefur sambandið leigt jörðina af Kaupfélagi Árnesinga en nú standa yfir samningar um að Búnaðarsambandið kaupi hana. Um starfsemina í Laugardælum sagði Hjalti: „Veigamestu tilraunirnar, sem þar hafa verið framkvæmd- ar allra síðustu árin eru tilraun- ir með heyköggla með ýmsum íblöndum sem kjarnfóður, þar hafa líka verið framkvæmdar sláttutímarannsóknir og er til- gangur þessara tilrauna að kanna hvað mikið við getum framleitt af búfjárafurðum með heyfóðri eingöngu. Einnig hafa verið í Laugardælum tilraunir með mysuþykkni sem fóður og innlent kálfafóður. I tengslum við Laugardælabú- ið hefur einnig starfað sæð- ingarstöð fyrir nautgripi frá árinu 1956 og má nefna að á árinu 1977 voru um 90% af öllum kúm á svæði sambandsins sæddar. Nú hefur verið ákveðið að leggja niður djúpfrystistöð- ina í Laugardælum og taka upp samstarf við nautastöð Búnaðarfélagsins á Hvanneyri um sæðistöku. Verður þess í Stjórn og «tarfsmenn Búnaðarsambandsins — í fremri röð talið frá vinstri: Valur Þorvaldsson róðunautur, Kjartan Olafsson ráðunautur, framkvæmdastjóri Landbúnaðarsýningarinnar, Stefón Jasonarson, formaður sambandsins, Sigurður SteinÞórsson róðunautur, Kristjón Jónsson róöunautur, Sigurmundur Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri kynbótastöðvarinnar í Laugardælum. í efri röð eru fró vinstri Hermann Sigurjónsson, Eggert Ólafsson, Júlíus Jónsson, allir í stjórn sambandsins, Hjalti Gestsson, framkvæmdastjóri sambandsins, HansSína Kristjónsdóttir skrifstofumaður, Einar Þorsteinsson róðunautur, Hermann Guðmundsson stjórnarmaður og Þórarinn Sígurjónsson, bústjóri í Laugardælum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.