Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
31
í hugskoti vor allra. Hitt er
ráð að minnast þess heldur
nú, að þó að margt misjafnt
megi eflaust segja um stjórn
þjóðar vorrar á sjálfri sér á
síðustu áratugum, verður því
ekki neitað, að hún hefur
unnið stórkostlegt afrek ein-
mitt á þeim tíma með nær
ótrúlegri uppbyggingu á sviði
verklegra framkvæmda og
atvinnumenningar yfirleitt.
Þjóðin er fámenn og þegar á
allt er litið í einni heild, er
það ekkert smáræði, sem
hver einstök íslensk hönd
hefur fengið áorkað, og það
er sálubót að minnast þessa,
þegar efnahagsvandi og
stjórnmálakreppa dagsins í
dag slá nokkrum fölskva á
lífsgleðina. Þjóðlífið gengur
sinn gang fyrir því og upp-
bygging fyrir nútíð og fram-
tíð heldur ótrauð áfram.
Þrátt fyrir nokkurn velting
láta ýmsar atvinnugreinar
engan bilbug á sér finna,
heldur halda stórsýningar til
að kynna ástand og horfur,
gefa landsmönnum kost á
eins konar úttekt hverrar
greinar fyrir sig og margvís-
framtíðinni, einkum ef hann
fær að búa við það þjóðfé-
lagslega efnahagsjafnvægi
sem honum er svo nauðsyn-
legt til þroska. Hún á að sýna
hvert vér erum komin áleiðis
á þeirri braut að laða fram
lífgefandi eigindir íslenskrar
náttúru og vinna bug á eða
koma saman við hið mót-
dræga í fari hennar. Hún á
einnig að minna á, að þjóð-
menning vor er að stofni til
bændamenning og ber þess
óafmáanlegar menjar. Islens-
kir bændur ættu að vera
stoltir af arfleifð sinni og
þjóðin ætti að vera stolt af
þeim. Það getur hún leyft sér
án þess að neitt sé frá
neinum tekið eða á nokkurn
hallað.
Loks er þess að geta, að
þessi sýning á eflaust að vera
brýning um að nýta og
jafnframt vernda kosti
landsins og nota nútíma
verkmenningu og vísindi til
að leiða í ljós allt sem hægt
er að gera við íslensk skilyrði
til þess að landbúnaður í
víðtækum skilningi megi
blómgast til gagns og lífsfyll-
ð nýta og
landsins
ims
Selfossi
legri þekkingu á gildi hennar
fyrir þjóðfélagið í heild. Þessi
starfsemi er þörf og þakkar-
verð því að hún er öllu öðru
betur fallin til að vekja
áhuga og uppræta fordóma,
sem stafa af vanþekkingu,
eins og fordómar gera oftast
nær.
Mér þykir líklegt að þessi
sé megintilgangur hinnar
miklu landbúnaðarsýningar,
sem Búnaðarsamband Suður-
lands hefur nú efnt til af svo
miklum stórhug, og er hún þó
að vísu saman sett af mörg-
um samverkandi þáttum.
Hún mun eiga að sýna hvers
íslenskur landbúnaður er
megnugur og benda til þess,
sem hann getur enn orðið í
ingar, eigi aðeins fyrir hvern
bónda og hverja byggð, held-
ur og fyrir þjóðina alla. Allt
ber þetta þá að þeim brunni,
að landbúnaðarsýning eins og
þessi gegnir sama tilgangi og
Búnaðarbálkur Eggerts
Ólafssonar átti að gegna á
sinn hátt og á sinni tíð.
Sýningin er í raun og veru
Búnaðarbálkur í sérstakri
útgáfu á nútímans vísu, í
sýnilegri og áþreifanlegri
mynd í eintómra orða stað, í
senn varnarræða, kynning og
hvatning. Sú er ósk mín og
von, að sýningin nái göfugum
tilgangi sínum.
Ég óska Búnaðarsambandi
Suðurlands til hamingju með
sýninguna og með 70 ára
heilladrjúgt starf þess. Ég
lýsi yfir því, að Landbúnað-
arsýningin á Selfossi 1978 er
opnuð.
Birgir ísl. Gunnarsson:
Ad reyna
aðvarpaaf
sér ábyrgð
Með þeirri breytingu, sem
orðið hefur í eðli borgarstjóra-
embættisins, hafa nokkrar um-
ræður orðið um gildi hinnar
pólitísku ábyrgðar og hvar sé í
raun munur á henni og hinni
embættislegu ábyrgð. Við sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn höf-
um gert grein fyrir þeim mikla
mun, sem þarna er á milli og
hversu ólýðræðislegt það sé að
ætla að skjóta sér undan hinni
pólitísku ábyrgð.
Fyrir stuttu gerðist atvik á
vettvangi borgarmála, sem sýn-
ir að a.m.k. hluti hins nýja
meirihluta gerir sér alls ekki
grein fyrir því, hver munur er
þarna á og vill geta velt af sér
pólitískri ábyrgð í erfiðum
málum og skellt skuldinni á
embættismenn. Markús Örn
Antonsson borgarfulltrúi gerði
nokkra grein fyrir málinu hér í
blaðinu s.l. sunnudag, en hér
verður nokkru bætt við og
eftirleikurinn skýrður.
Á fundi borgarstjórnar ekki
alls fyrir löngu var fjárhags-
áætlun borgarinnar tekin til
endurskoðunar. Gunnlaugur
Pétursson borgarritari gerði
grein fyrir tillögum um breyt-
ingu á fjárhagsáætluninni.
Hann lét þess þá sérstaklega
getið, að fjárhæð til byggingar
barnaheimila yrði óbreytt frá
því, sem áætlað var s.l. vétur, en
því fylgdi magnminnkun í fram-
kvæmdum, þ.e. að draga yrði úr
hraða við þau barnaheimili, sem
væru í byggingu. Áður hafði
hinn nýi meirihluti falið borgar-
verkfræðingi að leita samninga
við verktaka og freista þess að
fá þá til að hægja á byggingar-
hraðanum. Það tókst borgar-
verkfræðingi og lagði fram tölur
um, hvað raunhæft væri að ætla
til hverrar byggingar. Sam-
þykkt borgarstjórnar um fjár-
framlag til barnaheimila í
endurskoðaðri fjárhagsáætlun
var því byggð á þessum nýju
tölum, sem hann lagði fram.
Allt þetta gerði borgarverk-
fræðingur sem embættismaður
samkvæmt ósk hins nýja meiri-
hluta og á pólitíska ábyrgð
þeirra borgarfulltrúa, sem hann
skipa. Næst gerist það svo í
málinu, að tveir borgarfulltrúar,
þ.e. Guðrún Helgadóttir, bftr.
Alþýðubandalagsins og Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, bftr. Alþýðu-
flokksins, en þær sátu báðar
umræddan borgarstjórnarfund,
mættu á fund í félagsmálaráði
og samþykktu þar bókun, þar
sem segir: „Félagsmálaráð mót-
mælir þeirri málsmeðferð
borgarverkfræðings að semja
við verktaka þriggja
barnaheimila... o.s.frv.". I lok
bókunarinnar segir: „Félags-
málaráð samþykkir að skrifa
borgarráði og fara þess á leit við
ráðið að það endurskoði
ákvörðun
borgarverkfræðings“. Að
þeirri bókun stóð einnig Gerður
Steinþórsdóttir, varaborgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, sem
hlaut auðvitað eirinig að hafa
gert sér grein fyrir, hversvegna
borgarverkfræðingur gerði um-
rædda samninga. Bókun þessari
var sérstaklega mótmælt af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
félagsmálaráði.
Þegar fundargerð Félags-
málaráðs kom fyrir borgarráð
óskuðum við Albert Guðmunds-
son eftir því með sérstakri
Birgir ísl. Gunnarsson.
bókun, að borgarverkfræðingur
skilaði skriflegri greinargerð
um það, hvernig ákvörðun þessi
væri til komin. Við vildum fá
það fram svart á hvítu, að hann
hefði gert þetta samkvæmt ósk
hins nýja meirihluta. Þá sáu
þeir Björgvin Guðmundsson og
Kristján Benediktsson sig til-
neydda að viðurkenna sinn þátt
í málinu og óskuðu bókað, að
borgarverkfræðingur hefði ann-
ast þessa samninga í umboði og
með samþykki meirihluta borg-
arráðs.
Enginn vafi er á því, að þarna
ætlaði a.m.k. hluti af borgarfull-
trúum hins nýja meirihluta að
varpa af sér pólitískri ábyrgð í
óþægilegu máli og koma sökinni
yfir á embættismann. Báðar
samþykktu þær í borgarstjórn
að draga úr hraða við byggingu
barnaheimila, en þegar í félags-
málaráð kom var það greinilega
óþægilegt að taka á sig þá
ábyrgð, enda óvinsælt að byggja
ekki barnaheimili. Þá var nær-
tækast að hengja borgarverk-
fræðing og segja, að þetta væri
bara embættismönnunum að
kenna.
Það tókst ekki í þetta sinn, en
ekki var tilraunin stórmannleg.
Þetta dæmi sýnir glöggt muninn
á pólitískri ábyrgð og embættis-
legri ábyrgð. Þegar sjálfstæðis-
menn réðu börginni störfuðu
embættismenn borgarinnar á
pólitíska ábyrgð borgarstjóra
oog meirihlutans. Nú er reynt að
dreifa ábyrgðinni, rugla fólk í
ríminu og skella sökinni á þá,
sem sízt skyldi. Slíkt stjórnar-
fyrirkomulag kann ekki góðri
lukku að stýra.
Leikfélag Akureyrar:
íslenzkur blær á verkefnaskránni
STJÓRN Leikfélags Akureyrar
hefur sent frá*sér fréttatilkynn-
ingu um væntanlega starfsemi
félagsins á næsta starfsári og
verkefnaval. Þar segir meðal
annarsi
Leikhússtjóri hefur verið ráðinn
Oddur Björnsson, leikritahöfund-
ur. Hann er stúdent frá MA og
lagði stund á leikhúsfræði í
Vínarborg í tvö ár. Hann hefur
starfað við Þjóðleikhúsið um tíu
ára skeið og leikrit hans hafa verið
sýnd þar og víðar.
Leikhússtjórnin leggur áherslu
á aukna fjölbreytni í verkefnavali
og sem besta nýtingu þeirra
starfskrafta, sem leikhúsið hefur
yfir að ráða.
Fyrsta verkefni vetrarins verður
„Þess vegna skiljum við“ eftir
Guðmund Kamban. Þetta verkefni
var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1952 og
þykir eitt af öndvegisverkum
skáldsins. Þetta leikrit hefur þá
sérstöðu meðal verka Kambans, að
þar er tekið á mannlegum vanda-
málum með léttleika og kímni.
Leikstjóri hefur verið ráðinn
Haukur J. Gunnarsson. Hann
hefur stundað nám m.a. í Englandi
og Japan og uridanfarið unnið við
leikstjórn hjá ýmsum leikfélögum
úti á landi. En í vetur mun hann
setja á svið tvö leikrit við
Trönderlag Teater í Þrándheimi.
Auk þess er hann ráðinn til að
stjórna flutningi á leikriti eftir
Jökul Jakobsson í íslenska sjón-
varpinu.
Annað verkefnið verður „Sjálf-
stætt fólk“ eftir Halldór Laxness, í
nýrri leikgerð Baldvins Halldórs-
sonar, sem mun einnig annast
leikstjórn. Verkið var sýnt í
Þjóðleikhúsinu 1972, 60 sinnum
fyrir fullu húsi.
Um sama leyti hefjast æfingar á
barnaleikritinu, sem að þessu
sinni verður „Skugga-Sveinn“
Matthíasar Jochumssonar sem er
leiksýning fyrir unga sem aldna.
Leikstjóri hefur verið ráðinn
Sigrún Björnsdóttir.
I janúar hefjast æfingar á
leikritinu „Stalín er ekki hér“ eftir
Véstein Lúðvíksson. Það var sýnt í
Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári
við mjög góða aðsókn og vakti
mikla athygli og umræður. Enn
hefur ekki verið ákveðið með
leikstjórn.
Vorverkefni félagsins verður
söngleikur, sem sýndur hefur verið
víða um heim undanfarin ár við
mikla hrifningu. Efni söngleiksins
er sótt í sígilda sögu Cervant.es um
Don quixote. Undirbúningur að
sýningunni er þegar hafinn. Leik-
stjóri verður Haukur J. Gunnars-
son, en leikmynd gerir Alister
Povvel, sem að undanförnu hefur
starfað í Þrándheimi. Hann mun
einnig gera leikmynd að jólaverk-
efni Þjóðleikhússins.
Leikhússtjórnin hcfur ráðið
eftirtalda 6 leikara á A-samning:
Aðalstein Bergdal, Gest E. Jónas-
son, Sigurveigu Jónsdóttur, Svan-
hildi Jóhannesdóttur. Viðar
Eggertsson og Þráinn Karlsson.
Einnig verða ráðnir tveir leikarar
á B-samning, auk tveggja tækni-
manna, en frá þeim samningum
hefur ekki verið gengið.
Stjórnin hefur ákveðið að gang-
ast fyrir leiklistarnámskeiði á
komandi vetri, jafnt fyrir byrjend-
ur og þá, sem áður hafa sótt slík
námskeið.