Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 15 V erkalýðsmálar áð Alþýðubandalagsins: Lýsir fyllsta stuðningi við afstöðu viðræðunefndar Abl. Morgunblaðinu hefur borizt ályktun stjórnar verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins sem sam- þykkt var á fundi ráðsins hinn 9. ágúst: Undanfarin ár, eða allt frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, kom til valda sumarið 1974, hefur verka- lýðshreyfingin háð samfellda varnarbaráttu andspænis ofsókn- um ríkisvaldsins. Á Alþýðusam- bandsþinginu 1976 var mörkuð sú stefna að reyna að sameina launamenn um eina meiginkröfu — þá 100.000 kr. lágmarkslaun. Jafnframt var ákveðið að beita nýjum baráttuaðgerðum af hálfu verkalýðssamtakanna. Þessi stefna og þær baráttuaðferðir sem beitt var hafði í för með sér að verkalýðshreyfingin sneri vörn í sókn með kjarasamningunum 1977, „sólstöðusamningunum". Síðar tókst Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja að ná verulegum árangri í fyrsta verk- falli samtakanna síðastliðið haust. Varla var blekið þornað á undir- skriftum kjarasamninganna þegar fjandsamlegt ríkisvald greip inn í gang mála; kjarasamningunum var rift með einu pennastriki. Kaupránslögin voru sett. Þessu tilræði við frjálsan samningsrétt mótmælti launafólk með verkfall- inu 1. og 2. mars og síðan með útskipunarbanni Verkamanna- sambands íslands. Launafólk Athugasemd Neytenda- samtakanna um dag- stimplun mjólkurvara MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Neytendasamtakannai Vegna frétta í fjölmiðlum um dagstimplun mjólkurvara hefur stjórn Neytendasamtakanna gert eftirfarandi ályktun á fundi sínum 10. ágúst 1978: 1. Það er með öllu óverjandi að mjólkursamlögin fari ekki eftir settum reglum um stimplun mjólkur og mjólkurvöru. 2. Eftirlit með mjólkursamlög- um í landinu þarf að stórauka, ekki síður en með öðrum matvæla- iðnaði. Matvæli eru viðkvæm vara og neytandinn á heimtingu á að gæði þeirra séu í samræmi við settar reglur. 3. Til þess að unnt sé að halda uppi fullnægjandi eftirliti þarf að efla Heilbrigðiseftirlit ríkisins verulega og heilbrigðisnefndirnar úti á landsbyggðinni. Núverandi ástand býður upp á lagabrot eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. 4. Nauðsynlegt er að endur- skoða X.kafla Reglugerðar um mjólk og mjólkurvörur, sem fjallar um viðurlög og málsmeðferð brota á settum reglum og herða viður- lögin. fylgdi mótmælunum svo kröftug- lega eftir í kosningunum 25. júní að ekki hafa aðrar eins tilfærslur átt sér stað í þingstyrk flokka í sögu lýðveldisins. Stjórnarand- stöðuflokkarnir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur bættu við sig 12 þingmönnum og báðir flokkarnir háðu kosningarbaráttuna meðal annars undir því kjörorði sem verkalýðshreyfingin hafði kynnt í upphafi. Samningana í gildi. Það var því skylda þessara flokka við kjósendur sína og verkalýðs- hreyfinguna að standa fast á kröfunni um að sá kaupmáttur sem um var samið 1977 yrði tryggður. Allt annað væru bein svik við kjósendur. Þess vegna lýsir stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins fyllsta stuðn- ingi við afstöðu viðræðunefndar og þingflokks Alþýðubandalagsins í viðræðum um myndun vinstri- stjórnar. Þar hafnaði Alþýðu- bandalagið að sjálfsögðu kaup- lækkunarkröfu þingflokks Alþýðu- flokksins. Um leið harmar stjórn verkalýðsmálaráðsins að ekki skyldi hafa tekist að mynda vinstristjórn með skýra vinstri stefnu, en sú tilraun sigldi í strand þegar þingflokkur Alþýðuflokks- ins tók upp kaupránskröfur frá- farandi ríkisstjórnar. Verkalýðshreyfingin hlýtur nú, er stjórnarmyndunarviðræður standa yfir, að leggja þunga áherslu á að standa fast á verði um réttindi alls launáfólks, hvaða ríkisstjórn sem verður mynduð. Nýjar tölur úr Leirvogsá Fyrir skömmu birtum við írekar ónákvæmar tölur um veiðina í Leirvogsá. Hið rétta er. að mun meira hefur veiðst í ánni heldur en fram kom í fréttinni. Pétur Pálmason á Kjalarnesi tjáði Mbl. í gær, að f fyrrakvöld hefðu verið komnir 318 laxar á land og veiðin hafði verið bara nokkuð góð þó að áin hafi verið orðin æði vatns- lítil. Veiði hófst í ánni 1. júlí og fljótlega veiddist lax sem vó 17 pund. en annars er meðalþung- inn um 5 pund eins og áður.gg. rjbót kv, ★frami. -dagar k ft. 1 ævi: \alla hans aldurdaga. 2 +eilífð: um aldurdaga\ | eilíflega. -dagikj^dauðameirL -gifta kv, t ævi-, I löng 1, roskinnl lað árum, gamall. -lag h. t 1 örlög. 2 dauði.| -laus 1, *dauður. -lok h ft, Adauði. -nari ki Ueldur. -prúður 1, t virðulegur. -rán h, t dauði.| -rúnir kv ft, Arúnir, sem gefa háan aldur. Hafnarfjarðarvegur enn, vegna skrifa Agústs Þorsteinssonar Fágætur; aldurdagi HANDRITALESARI Mbl., Karl Emil Gunnarsson, kvaðst hafa hlýtt á bátt Gísla Jónssonar menntaskólakennara, „Daglegt mál“, fimmtudaginn 10. ágúst par sem hann gagnrýnir fyrirsögn á forsíðu Mbl. 1. ágúst s.l. Hermir handritalesari að Gísli hafi talið fyrirsögnina „Fágætur aldurdagi" brenglaða par sem ruglaö sé saman orðunum aldurtili og dauðdagi. Undirrituöum blaðamanni, sem ábyrgur er fyrir bössusmíöinni, er aufúsa í að benda íslenskufræð- ingnum á að hann mun purfa að skenkja öörum en Morgunblaö- inu af lærdómi sínum og má geta pess að nafnorðið aldurdagi er skýrt meö orðinu dauðamein í orðabók menningarsjóðs. Hefur undirritaður einnig heyrt orðið í daglegu tali. Gunnar Pálsson. Bezti Ágúst. Þú telur skrif mín bera vott um þann mikla misskilning , ser. mikill fjöldi íbúa Garðabæjar hefur á þessu málefni. Ég er þér sammála um að fjöldinn er mikill og raunar alltaf að aukast. Þú virðist núorðið einn á báti með þínar skoðanir, og læt ég öðrum eftir að dæma, hvort þú eða hinn mikli fjöldi misskilur hlutina. Þú tvítekur fram í grein þinni, að Hafnarfjarðarvegur eigi að vera innanbæjarvegur Garðabæj- ar og ert þá sammála mér og hinum mikla fjölda. Hitt mun flestum nema þér ljóst, að sá vegur getur ekk} bæði verið innanbæjarvegur og samtimis hraðbraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. • Varðandi umferðarljós er það að segja, að jafnsjálfsögð og þau eru á ýmsum innanbæjarvegamótum eiga þau ekki að trufla umferð á hraðbrautum. Hægt er að benda á stórslys sem orðið hefur við umteröarljósin við Lyngás, ekki þrátt fyrir ljósin, heldur einmitt vegna þeirra. Þú segist ekki sjá aðra lausn á sambandi sjávarbrautar við Álfta- nes en veg frá Stálvík yfir Gálgahraun. Ég vil í því sambandi benda þér á að renna enn einu sinni yfir fyrri grein mína, og muntu þar finna mun betri lausn á því máli. Að lokum þetta. Sjávarbraut er mér ekkert trúaratriði, aðeins óhjákvæmileg nauðsyn. Leifur Jónsson læknir. Kínverskt fimleikafólk á Islandi Sýningar í Laugardalshöll priðjudaginn 15. ágúst kl. 20.30 og fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20.30. Einstakt tækifæri til aö sjá snilli þessa fólks í öllum greinum áhaldafimleika. Forsala aögöngumiöa veröur í Laugardalshöll mánudaginn 14. ágúst kl. 18—20 og frá kl. 18.30 sýnjngardagana. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Fimleikasamband íslands tsalan hef st á mánudag þemhard lax^al KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.