Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 17 Fulltrúadeildin: Felldi skattalækkun- artillögur Carters ngto FULLTRUADEILD Bandaríkja- þings felldi í fyrrinótt tillögur Carters forseta um tekjuskatts- lækkun (18.1 milljarð dala fyrir ríkissjóð) og er þessi afgreiðsla fulltrúadeildarinnar talin vera áfall fyrir stefnu Carters í skattamálum. Tilgangurinn með tillögum Carters var að draga úr áhrifum verðbólgu og létta skattabyrðar lágtekjufólks. Hins vegar samþykkti fulltrúa- deildin breytingartillögu um 16,3 milljarða skattalækkun sem hátekjufólk kæmi til með að njóta góðs af. Eftir þessi málalok bindur Carter nú vonir sínar við að öldungadeildin muni samþykkja tillögur hans. Talið er að synjun fulltrúadeild- arinnar komi á afar óheppilegum tíma fyrir Carter; einmitt þegar vinsældir hans eru í lágmarki. Hvaðatölur tengjast dauða Páls páfa? Róm — 11. ágúst — AP ÍTÖLUM gefst þessa dagana kostur á að taka þátt í nokkurs konar getraun, sem ftalska ríkishappdrættið Lotto gengst fyrir. Er þeim boðið upp á, að geta sér til um hvaða tölur frá 1—90 eru nátengdastar dauða Páls páfa. Flestir þáttakendur veðja á tölurnar 21 og 40, en páfi andaðist á þeim tíma sólarhrings siðastliðin sunnu- dag. Dregið verður í getraun- inni á sunnudag. Berlínarmúrinn aldrei rammgerðari í dag er liðin 17 ár frá því að hafizt var handa um að reisa Berlínarmúrinn. Mynd þessi var tekin við Múrinn í gær og sýnir viðbúnaðinn. sem kommúnistastjórnin telur nauðsynlegan til að hindra samskipti borgarbúa. Múrinn hefur verið efldur mjög og styrktur að undanförnu. og fremst á myndinni er nagla- bretti. en á bak við gaddavírs- girðinguna eru blóðhundar hafðir til frekara öryggis. Svo „öruggur" er Múrinn nú talinn að ekki á neinn að komast yfir hann nema fuglinn fljúgandi. Frá því að þetta tákn um harðræði stjórnanna fyrir aust- an járntjald reis hafa alls 70 manns fallið fyrir byssum austur-þýzkra landamæra- varða við Múrinn. Síðasta árið er vitað um 27 tilfelii þegar skotið hefur verið að flótta- fólki. Carter Chrysler-salan: Engin merki um „þýðu” í Tékkósló vakíu en spái „nýju vori”í A-Evrópu Brezka st jómin krefst öryggis — segir andófsmaðurinn Pachman Ósló, 11. ágúst. - AP. 30 London, 12. ágúst, Reuter. BREZKA ríkisstjórnin mun krefjast tryggingar fyrir því að enginn starfsmaður missi starf sitt hjá Chryslerbifreiðaverk- smiðjunum í Bretlandi áður en Norður-Yemen: Líflát manna fyrirskipað Beirút, Líbanon, 12. ág. AP STJÓRNIN í Norður-Yemen, sem kom til valda fyrir tveimur mánuðum, fyrirskipaði í dag að teknir skyldu af iífi 30 yfirmenn í hernum en þeim er gefið að sök að hafa efnt til uppreistar gegn fyrrverandi forseta landsins, Ahmed AI Ghashmi hers- höfðingja. Yfirmennirnir eru sagðir hafa ætlað að reyna að egna herinn gegn Ghashmi í kjölfar kosningar hans í forsetaembætti í apríl. Meðal yfirmannanna er Abdulla Abui Alem hershöfðingi, fyrrver- andi meðlimur í forsetaráðinu og yfirmaður fallhlífahersveitanna, að því er ríkisútvarp Yemen skýrði frá. Alem og flestir uppreistar- mannanna flýðu til Suður-Yemen eina marxíska landsins á Arabíu- skaganum, þegar áætlanir þeirra fóru út um þúfur. Ghashmi forseti lézt 10. júní þegar sprengja, sem falin var í tösku opinbers sendimanns frá Suður-Yemen, sprakk í skrifstofu hans. Tveimur dögum síðar var Salem Robaye Ali forseti Suður- -Yemen ráðinn af dögum af Sovét-sinnuðum ofstækismönnum þar í landi. hún veitir samþykki sitt fyrir kaupum frönsku samsteypunnar Peugeot-Citroen á Chrysler-samsteypunni. Chrysler-verksmiðjurnar í Bret- landi hafa síðustu þrjú árin fengið 80 milljónir sterlingspunda í styrk frá brezka ríkinu til að bæta upp taprekstur sinn og til greiðslu lána. Með því móti vildi brezka stjórnin koma í veg fyrir uppsagn- ir hjá verksmiðjunum þar sem vinna 23.700 manns, því stjórninni þykir ekki bætandi á það atvinnu- leysi sem ríkir í Bretlandi, þar sem 1V2 milljón manns eru án atvinnu. Stjórnin hafði heitið verksmiðjun- um frekari fjárstuðningi áður en eigendaskiptin voru kynnt í gær. „ÞAÐ eru alls engin merki þess, að pólitískri harðstjórn í Tékkóslóvakíu tiu árum eftir innrásina sé að ljúka. sagði tékkneski andófsmaðurinn og skákmeistarinn Ludek Pachman í samtali við norska fréttamenn á dögunum, en Pachman er sem sakir standa í heimsókn þar. „Það er minna um handtökur nú seinni ár en var á árunum 1969 til 1972, en á hinn bóginn er almenn- ingur í landinu beittur meiri pólitískum þrýstingi," eins og Pachman orðaði það. Hann sagði, að miðstjórn tékkneska kommún- istaflokksins hefði ákveðið að halda mikilvægan fund í septem- ber n.k., þar sem innanríkismál yrðu til umræðu og á þeim fundi myndi stjórnin ræða á hvern hátt hún hygðist berjast gegn alþjóð- legum andkommúnískum öflum, „og við verðum að bíða eftir þeim fundi til að sjá hvernig málin þróast", bætti Pachman við. Hann sagðist að lokum v sterklega trúaður á „nýtt vor“ í A-Evrópu innan tíðar, þótt hann gæti ekki sagt til um hvort það yrði í Tékkóslóvakíu eða öðrum löndum, en kvaðst binda vonir sínar t.d. við Pólland, þar sem kirkjan og aðrar frjálsar stofnanir hafa verið nokkuð öflugar. Tengsl milli morðingja Moros ogSchleyers — segirL’ Unita Róm — 11. ágúst — Reuter L'Unita, málgagn ítalskra kommúnista, skýrir frá því í dag að lögreglan hafi komizt yfir upplýsingar. sem tengi morðingja Aldo Moros úr Rauðu herdeildunum vestur-þýzkum hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi fyrir ráninu og morðinu á HannMartin Schleyer fyrir tæpu ári. Blaðið heldur því fram að ERLENT Christina fundar með 20 grískum skipaeigendum á Scorpios um helgina Aþenu, 12. ágúst, Reuter. IIERMT var í Aþenu í dag að Christina Onassis Kauzov hefði í dag flogið til eyjarinnar Scorpios þar sem hún mun dvelja yfir helgina ásamt um 20 grfskum skipaeigendum. Flaug hún þang- að í dag í þyrilvængju, að því er starfsmaður flugvallarins í Aþenu skýrði frá. Vinir frú Kauzov hafa látið svo um mælt að hún sé nú undir Christina Onassis og Sergei Kanzov miklum þrýstingi frá ættingjum sínum að skilja við þriðja eigin- mann sinn, sovézka kommúnist- ann Sergei Kauzov, þar sem ættingjarnir óttist að skipafélag hennar bi'ði hnekki vegna gifting- arinnar. Lundúnablaðið Daily Mail hefur þó eftir Sergei í dag að hjónaband- ið sé ekki í neinni hættu og nokkrir vinir Kristínar sögðu einnig í dag að hún væri reiðubúin til að eftirláta eitthvað af völdum sínum æðstu stjórnendum skipa- veldisins frekar en að skilja. „Við tölumst við í síma dag hvern og ég á von á henni brátt aftur, sagði Sergei í Moskvu í dag. Enn er ekki vitað hvers vegna Christina Onassis Kauzov brá sér sem snöggvast í dagsferð til Lundúna, en starfsmaður á flug vellinum í Aþenu skýrði svo frá í dag að í fylgd hennar í einkaþotu þaðan í gær hefði verið síðasti eiginmaður hennar, Alexander Andreados, en þau skildu fyrir u.þ.b. ári. vopn Rauðu herdeildanna hafi verið úr birgðum, sem stolið var í Sviss í fyrra. og úr sömu send- ingu hafi vélbyssa morðingja Schleyers einnig komið. í fregn- inni segir ennfremur að í fylgsni Rauðu herdeildanna í norður- hluta Rómar hafi fundizt tvö vestur-þýzk skrásetningarnúmer bifreiða. ásamt fleiri gögnum þar að lúti. Italska lögreglan hefur í dag verið ófáanleg til að tjá sig um málið, en L‘Unita segir að ítalskir rannsóknarlögreglumenn séu í nánu samstarfi við vestur-þýzka starfsbræður sína vegna málsins, og sé frekari fregna að vænta af því á næstunni. íran: Herlög ígildií Isfahan Teheran. — 11. ágúst. Reuter HERLOG og útgöngubann eru nú í gildi í Isfahan. næststærstu borg írans. eftir óeirðir og götubardaga þar undanfarið. sem trúæsingamenn hafa stofnað til í mótmælaskyni við handtöku trúarleiðtoga þeirra. í minni háttar bardögum, sem brotizt hafa út síðustu daga, hafa fjórir látizt og nokkrir tugir manna særzt. Mótmæli þessi gegn stjórn keisarans eru þau mestu, sem orðið hafa á þessu ári. kvæmt opinberum heimildum eiga herlög og útgöngubann að gilda næsta mánuðinn í Isfahan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.