Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 SLÁTURFÉLAG Sudurlands hefur nú um rúmlega 70 úra skeid ÞjónaA sunnlenzkum bændum en það var stofnað árið 1907. Stofnendur Þess voru bændur úr ðllum hreppum Árnes- og Rangárvallasýslu en strax é fyrsta starfsórinu var félagssvæðið stækkað og néði einnig til Vestur-Skaftafellssýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgar- fjarðarsýslu og Mýrarsýslu. Nú markast félagssvæðið af Skeiðarér- sandi í austri og Hvíté í Borgarfirði í vestri. Starfsemi Sléturfélagsins hefur stöðugt verið að aukast og starfsemin orðin fjölÞættari. Heíld-, arvelta félagsins é érinu 1977 var tæpir 6,9 milljarðar og Þegar starfsfólk fyrirtækisins var flest é Því éri eða í sléturtíðinni unnu Þar 1436 manns. Fastréðið starfsfólk var í érslok 1977 549 manns. Félagið starfrækir sjö sléturhús é félags- svæðinu auk frystihúsa, kjötvinnslu og sútunarverksmiðju í Reykjavík. Jón H. Bergs vegna rofs é samgönguleiðum og þrátt fyrir það að samgöngutækni sé nú oröin önnur og betri, teljum við samt rétt að hafa sláturhús þar. Og það hefur kannski ekki síst ráðið feröinni í þessum efnum að menn hafa viljaö að þessi vinna væri til góða fyrir sveitafólk og menn hafa séð fram á að í bæjunum væri ekki gott að grípa fólk til þessara starfa um stuttan tíma.“ „Ekki stefna félagsins aö selja allar sínar vörur sjálf í smásölu Sláturfélagiö hefur allt frá því á öðru starfsári sínu starfrækt mat- vöruverzlanir í Reykjavík og nú einnig á Akranesi. Þessi verzlunarrekstur hefur oft verið gagnrýndur af bænd- um. „Félagiö markaöi sér í upphafi þá stefnu að reyna sjálft að koma sínum vörum á markaö hér í Reykjavík í Vildum gjarnan hafa meirapersónulegt sam- band við félagsmenn Þó rekur félagið 7 matvöruverzlanir í Reykjavík og eina á Akranesi. Byggði sláturhús á fyrsta starfsári Sláturfélagið er stofnað í kjölfar mikilla erfiöleika í sölu afuröa bænda um síöustu aldamót. Þar komu ekki síst til áhrif banns við innflutningi lifandi fjár til Bretlands áriö 1896. Gerðar voru tilraunir með sölu á söltuöu kjöti á erlendan markað, því innlendi markaöurinn gat ekki tekiö við allri kjötframleiðslu landsmanna. Útflutningur gekk þó erfiölega vegna lélegrar verkunar og var því sláturfé- lagið stofnað til að koma upp sameignarsláturhúsi, sem gert var strax á fyrsta starfsári félagsins meö byggingu sláturhúss viö Skúlagötu í Reykjavík. Lagöi félagið í upphafi áherzlu á aö hafa um það forystu að bæta meðferð kjötvara. Strax í fyrstu sláturtíöinni 1907 var hafin sala á nýju kjöti beint til neytenda af hálfu félagsins og í ársbyrjun 1908 stofnaöi félagiö sína fyrstu matvöruverzlun. Hefur félagið æ síðan rekið verzlanir í Reykjavík og síðari ár einnig á Akranesi. „Frumvinnslan færist úr borgunum" Við heimsóttum í vikunni Jón H. Bergs, forstjóra .Sláturfélagsiris, og ræddum við hann um starfsemi félagsins og barst talið fyrst að þeim breytingum, sem orðið hefðu á starfsemi félagsins á liönum árum. „Þróunin hefur orðið sú sama í þessu fyrirtæki og annars staöar, þar sem ég þekki til, að frumvinnsla afuröanna hefur færst úr borgunum út í héruðin. Áður fyrr voru sláturhús- in í borgunum eins og var t.d. hér í Reykjavík. Hins vegar fer fullvinnsla afuröanna yfirleitt fram þar sem fjöldi neytendanna er mestur. Þessi þróun Lrtfi ir nrrtinllnm off nnr ntoA hnr • wmnwyu Utt U«I ««uw wy við sjáum það að fyrsta áriö, sem félagiö starfar er reist sláturhús í Reykjavík, nú er þar ekkert sláturhús en félagið starfrækir 7 sláturhús á félagssvæöinu. Á Selfossi höfum viö einnig úrbeiningu og fyrstu pökkun afuröanna en fullvinnslan fer fram í Reykjavík." „Fullunnar kjötvörur batna ekki við flutning“ En hvert verður þá framhaldið. Kemur til dæmis aukinn hluti kjöt- vinnslunnar til með að flytjast t.d. til Selfoss eöa annarra staða austan fjalls? „Þaö er ekki gott aö segja til um í hvaö miklum mæli sú þróun verður og það ræöst dálítiö eftir tækniþró- uninni. Ég tel þó sennilegt að vaxandi hluti framleiðslunnar verði unninn meir úti í framleiösluhéruöunum en þaö veröur einnig aö hafa í huga aö mestur hluti okkar neytenda er hér á suðvesturhorninu eöa um helmingur þjóðarinnar. Og eftir að varan hefur verið fullunnin þá batnar hún ekki við flutning, þannig að ég heid að síöasta stig vinnslunnar verði áfram sem næst aöalmarkaönum. Félaginu hefur borist fjöldi óska um að setja upp kjötvinnslur víöa á félagssvæöinu og þá eru það fyrst og fremst hagsmunir íbúanna í þéttbýlis- kjörnum varöandi atvinnu, sem þar koma til en ég held að við verðum að hafa í huga aö dreifa þessari vinnslu ekki of mikið, heldur hafa einingarnar færri og stærri, því að þannig getum við betur nýtt tæki og annan búnaö. Þetta hafa forsvarsmenn Sláturfé- lagsins haft í huga varöandi rekstur félagsins." „Hagsmunir bænda að beir og Þeirra fólk geti haft atvinnu við slátrunina“ Sláturfélagiö hefur ekki farið inn á þá leið að byggja fá mjög stór sláturhús eins og stefnt hefur verið aö víöast annars staöar á landinu. Hverjar eru ástæöurnar fyrir þessu? „Það eru vissar ástæöur fyrir þessu. Starfsemi sláturhúsanna er bundin við vissan tíma á ári. Þetta er stuttur starfstími og vinnuafliö í sláturhúsin hefur lengst af komið úr sveitunum í kring. Ég er hræddur um að það væri mjög erfitt að fá allan þann fjölda fólks sem þyrfti ef sláturhúsin væru fá og stór í borgum og boojum. Þctð cru !íkc að visgu ícyti hagsmunir bændanna að þeir og þeirra fólk geti haft atvinnu viö siátrunina og þá kannski einmitt þegar rólegra er til sveita. Við getum líka tekið sláturhúsiö á Kirkjubæjarklaustri; ein aöalrök- semdin fyrir því að þaö var byggt, var aö héraöiö þar gæti einangrast smásölu. Meö því aö vinna ekki einungis aö vinnslu afuröanna heldur að geta líka fylgt þeim eftir á borð neytendanna hefur félagiö getaö haft áhrif á vöruvöndun og getaö rutt nýjungum braut. Það er ekki stefna félagsins aö selja allar sínar vörur sjálft í smásölu, heldur aö geta haft áhrif á það með hvaða hætti dreifing vara félagsins fer fram. Ég held að óhætt sé að segja að þetta verkefni hafi tekist vonum framar, því undan- tekningarlítið eru viöskiptavinir verzl- ana okkar ánægöir meö þá þjónustu, sem þeir fá þar. Félagið hefur hin seinni ár nær alltaf getaö selt alla sína kjötfram- leiöslu á innanlandsmarkaöi og þar hafa búöir félagsins haft sitt aö segja, þó að vitanlega séu vörur félagsins seldar í smásölu af mun fleiri aöilum. Þær raddir, sem gagnrýna rekstur búöanna meö því aö segja aö í þeim sé bundiö fé bændanna, gera það af misskilningi. Þaö er alls ekki þeirra fjármagn, sem bundiö er í verzlunun- um, heldur ýmissa innlendra verk- smiöja, erlendra aðila og innflytjenda þeirra hér. Vörur til verzlananna eru keyptar gegn gjaldfresti og umsetn- ingin er það ör að vörurnar eru greiddar, þegar þær hafa verið seldar. „Æskilegt aö byggja frystihús og dreifingar- miðstöð í Laugarnes- inu“ Hver eru næstu verkefnin varðandi verklegar framkvæmdir á vegum félagsins. Er áformað aö hefja byggingu á nýju húsnæöi fyrir starfsemi félagsins í Reykjavík? „Nú er unnið aö byggingu viöbótar við frystihúsið á Kirkjubæjarklaustri, en sláturhúsiö þar hefur þegar verið endurbyggt og þegar frystihúsiö verður tekið í notkun á það að uppfylla algjörlega allar kröfur. Á Hvolsvelli hefur á vegum félagsins veriö unnið að byggingu frystihúss og í fyrra var byggður þar frystiklefi, sem á aö rúma 85 þúsund skrokka. Þá verður hægt að frysta þar • 3000 skrokka á dag og geyma þar alla fmm iMiiuanjuion cti i iiciuoiui ict ui i icii i^jcm - vallasýslu og nokkurn hluta fram- leiöslunnar úr Skaftafellssýslunni. Því er ekki aö neíta aö þaö er oröiö dálítiö þröngt um starfsemina hér við Skúlagötu en tækniþróun síðustu ára hefur þó oröið til þess að vélarnar eru tiltölulega afkastameiri miðað viö stærö og því nýtist húsnæöið betur, Unnið að sauðfjérslétrun í sléturhúsi félagsins á Selfossi. Á Selfossi hefur félagið komið upp sérstöku stórgripasláturhúsi. Á vegum félagsins fer fram fjölbreytt kjötvinnsla og hér mé sjé pökkun é bjúgum í Reykjavík. jZát ■ iTtiri ii í * * -■ é1 j&S&L.,. á , L, B bÉIPI' St -. ytár \ nB JBpI vmœ Æ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.