Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 Páfakjör: Hámarksfrestur ákved- inn vegna ó vissuástands Vatikaninu, 12. áKÚst — AP AF ÓTTA við sundurleita og óútreiknanlega niður- stöðu af kardinálasamkom- unni ákváðu meðlimir hins heilaga skóla Kardinála 130 að tölu á 2fA klukku- stundar löngum fundi í gær að bíða í lengstu lög með það að ákveða hver verður eftirmaður Páls páfa sjötta á stóli. Kosning næsta páfa hefst 25. ágúst, 19 dögum eftir lát Páls páfa, en ekki hefur fyrr á þessari öld liðið svo langur tími frá andláti páfa fram að kardinálasamkundunni. Reglugerðir kardinálasamkund- unnar leyfa að hámark 20 dagar líði frá andláti páfa þar til samkundan skuli hefjast. Þrátt fyrir að nú sé þotuöld ákváðu kardinálarnir einróma að bíða svo lengi með að hefja samkunduna, og er þetta talið bera ljósan vott um það að skiptar skoðanir séu um hver skuii hljóta hnossið og að margir séu til þess kallaðir. Mun þessi rúmi fyrirvari gefa mönnum kost á að bera saman bækur sínar, beita brögðum og ef til vill komast að samkomulag um fáa kandidata áður en kardinálarnir loka sig inni í sistinekapellunni 25. ágúst til að kjósa eftirmann Páls páfa. í Vatikaninu skýrðu heimildar- menn frá því að þessi rúmi tími til kardinálasamkomu hefði verið ákveðinn svö að kardinálar kommúnistaríkjunum næðu örugglega til hennar. Vegna erfið- leika í samskiptum ríkis og kirkju í kommúnistalöndunum eiga margir kardinálarnir erfitt með á fá að fara úr landi og ferðafrelsi þeirra er heft. Þessi skýring er dregin í efa, því að samúðarskeyti frá kommúnistalöndum vegna láts Páls páfa sjötta voru meðal þeirra allra fyrstu sem bárust til Vati- kansins. Þá var sendinefnd rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar ein fyrsta kirkjulega sendinefndin sem kom til Rómar til að vera viðstödd útför Páls páfa. Talin er líklegri sú skýring að fresturinn veiti mönnum tækifæri til að bera saman bækur sínar í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir. Fresturinn mun einnig koma til góða kardinálunum 15 sem eru orðnir áttræðir og eiga ekki kost á að kjósa um næsta páfa. Með þessu móti fá þeir góðan tíma og tækifæri til að tala fyrir „sínum“ mönnum, en kardinálar þessir eru mjög reiðir yfir ákvörðun Páls páfa frá 1975 sem bannar kardin- álum yfir áttrætt að kjósa til páfa. Þessir kardinálar eru taldir geta haft mikil áhrif á hver verður næsti páfi, því að þeir hafa haft mikil siðferðileg áhrif síðustu árin. Þeir eru þó ekki sammála um hvaða eiginleika eftirmaður Páls páfa sjötta skuli hafa til að bera. „Hann verður að fara eftir niður- stöðum annars kirkjuþings Vati- kansins," sagði Carlo Confalonieri, 85 ára forstöðumaður hins heilaga skóla kardinála í gær. En aðrir, eins og t.d. Alfredo Ottavini og Pietro Parente, sem báðir eru 87 ára, vilja að næsti páfi verði íhaldssamur og hafi sýnt slíkt í orði og á borði. Þeir gætu sætt sig mjög vel við ítalann Pericle Felici, 67 ára áhrifamann í páfagarði. Einn helzti stuðningsmaður Felici er Joseph Höffner erkibiskup af Köln en við komu sína til Rómar í fyrrakvöld sagði hann að nýi páfinn „má ekki fylgja sömu línum og Páll páfi eða nokkur annar páfi, heldur kaþólskri línu". Tíminn fram að kardinálasam- kundunni mun einnig gefa kardin- álum þriðja heimsins og annarra landa kost á að bera saman bækur sínar og ef til vill greiða götu fyrir því að næsti páfi verði ekki Itali, en meira en hálf öld er nú liðin frá því svo var ástatt. Kardinálasam- kundan sjálf er talin munu verða e'rfið og tímafrek áður en komist verður að endanlegri niðurstöðu. Þá er tíminn fram að henni talinn verða mjög strembinn fyrir kardinálana sem á næstunni munu mæla gólf barokk-salanna í Vati- kaninu. Hættir verkfalli þegar leyfi f æst til brottfarar Moskvu 12. ágúst. Reuter. ARMENSK húsmóðir. sem er í setuverkfalli í bandaííska sendi- ráðinu í Moskvu ásamt tveimur ungum sonum sinum. sagðist í dag ekki mundu yfirgefa sendi- ráðið fyrr en henni yrði lofað brottfararleyfi fyrir sig og fjöl- skyldu sína til Bandaríkjanna til endurfunda við ættingja. „Og þá fer ég aðeins héðan hlekkjuð við konsúlinn og skil drengina hér eftir svo lögreglan hneppi okkur ekki“, sagði frú Eliza Ovsepyan, 35 ára húsmóðir, frétta- manni í skrifstofu konsúlsins í sendiráðinu þar sem hún hefur haldið til frá því í gær. Frú Ovsepyan skýrði svo frá að systir hennar búsett í Los Angeles hefði boðið fjölskyldunni að heim- sækja sig, en sér hefði verið neitað um ferðaleyfi bæði í Moskvu og í Yerevan. Ovsepyan er fædd í Sýrlaníi, en kom til Sovétríkjanna ásamt foreldrum sínum 1946. Sjö aðrir sovézkir borgarar, meðlimir í rússneska hvítasunnusöfnuðinum í Síberíu, hafa haldið til í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu í rúmar sex vikur í þeirri von að aðgerðir þeirra leiði til þess að sovézk yfirvöld veiti þeim um síðir leyfi til að flytja úr landi. Veður Amsterdam 20 skýjað Apena 35 heiðskýrt Berlín 19 skýjað Brtissel 23 heiðskírt Chícago 26 skýjað Frankfurt 20 rigning Genf 23 léttskýjað Helsinki 17 heiðskírt Jóhannesarb. 22 léttskýjað Kaupmannah. 20 skýjað Lissabon 31 léttskýjað London 19 léttskýjað Los Angeles 30 heiðskírt Madrid 31 léttskýjaö Miami 30 skýjað Moskva 20 skýjað New York 28 heíðskírt Osló 20 skýjað Palma 25 skýjað París 20 skýjað Reykjavík 14 rigning Róm 21 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjaö Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 34 skýjað Vancouver 20 heiðskírt Vínarborg 19 skýjað V andr æðalaus „hægagangur” París, 12. ágúst, Reuter. FRANSKIR flugumferðarstjórar hófu í gærmorgun fjórða „hæga- gang" sinn á einum mánuði, en fátt benti þó til þess síðdegis að örtröð mundi myndast á flugvöll- um í Evrópu líkt og gerðist er flugumferðarstjórarnir efndu til samskonar aðgerða f lok júlímán- aðar. Búizt var við því að einnar klukkustundar seinkun yrði á áætlunarferðum síðdegis, en um miðjan dag gekk umferð til og frá flugvöllum Parísar eðlilega fyrir sig. Nokkur flugfélög aflýstu ferðum á leiðum sem lágu um franska flugstjórnarsvæðið, enda hvatti franski samgöngumálaráð- herrann, Joel Le Theule, flugfélög óspart til þess. Nýhafin hægagangslota frönsku flugumferðarstjóranna mun standa til miðvikudagsmorguns. Þetta gerðist 1974 — Leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings krefst þess af dómstólum að þeir veiti nefnd- inni leyfi til að rannsaka segulbandsupptökur Richards Nixons fyrrum forseta til að kanna umsvif CIA í Chile. 1974 — Átta sovézkar konur láta lífið í tilraun sinni til að klífa þriðja hæsta tind Sovét- ríkjanna, Lenin-tindinn. 1972 — Síðasta land-herdeild Bandaríkjamanna í Suður-Víet- nam leggur niður vopn. 1970 — Vestur-Þjóðverjar og Rússar undirrita samkomulag í Moskvu um að hvorugur aöili muni erta hinn til reiði. 1%9 — Kaþólikkar, mótmæl- endur og lögregla takast á í Londonderry á Norður-Irlandi í verstu ofbeldisóeirðum í landinu í 30 ár. 1942 — Winston Churchill, Bretlandi, Averell Harriman, Bandaríkjunum og Joseph Stalín, Sovétríkjunum, hefja viðræður í Moskvu. 1914 — Bretar lýsa stríði á hendur Austurríki — Ungverja- landi við upphaf heims- styrjaldarinnar fyrri. 1898 — Hawaii eyjar í Kyrra- hafi afhentar Bandaríkjamönn- Afmælii Robert Southey, brezk- ur rithöfundur (1774—1843). Cantinflas, mexíkanskur gamanleikari (1911— ). John Derek, bandarískur leikari (1926- ). Spakmæli dagsins. Lögin ráða ekki, heldur lögfræðingarnir — ókunnur spekingurt Innlent. Tilraun til myndunar vinstri stjórnar fer út um þúfur 1974 — Stöðumælar teknir t notkun i Reykjavík 1957 — „Frekjan" kemur til Reykjavík- ur 1940 — Prentsmiðjan Guten- berg stofnuð 1904 — D. Níels Jónsson skáld 1857 — Egill Eyjólfsson biskup 1341 — F. Steindór Steindórsson 1902 — Thor Vilhjálmsson 1925. Glasa-barnið: Fóstrið 2 /2 sólar- hring í glasinu London. 12. áKÚst. Routor. BREZKU vísindamennirnir tveir, sem stóðu að fyrstu heppnuðu tilrauninni með „glasa“-barnið skýra frá því í bréfi til læknarits- ins Lancet að þeir hafi geymt móðurcggið í tvo og hálfan sólarhring I tilraunagalsi áður en fóstrið, sem þá var orðið átta frumur, var sett í moðurlífið. Þetta er hið eina sem vísinda- mennirnir Patrick Steptoe og Robert Edwards hafa látið uppi um tæknina sem þeir notuðu við að gcra sköpun Luise Brown mögulega. Læknarnir sögðu þó að fóstrið hefði þroskazt lítið eftir 30 vikur í móðurkviði, en þó tekið mikinn vaxtarkipp síðustu 10 dagana fyrir fæðinguna. Þeir Steptoe og Edwards láta í ljós þá von i bréfinu að þeir geti skýrt nánar frá tilrauninni innan tíðar, en vísindamönnum leikur einkum hugur á að fræðast um hvernig þeim heppnaðist að finna réttar hormónagjafir handa frú Brown svo móðurlífið afneitaði ekki fóstrinu eftir að því var komið fyrir þar. Rhódesía: Mordingjar trú- boðanna drepnir Grand Reef, Rhódesíu. 11. ágúst. AP TVEIR félagar úr hópi þjóðernis- sinnaðra skæruliðasamtaka blökkumanna sem sakaðir hafa verið um að hafa myrt 13 trúboða og börn þeirra fyrr á þessu ári við austurlandamæri Rhódesiu, voru skotnir til bana af hersveit- um stjórnarinnar. að því er talsmenn stjórnarinnar tilkynntu í dag, föstudag. Fréttamönnum voru sýnd lík mannanna tveggja, sem lýstir eru ábyrgir fyrir hryllilegustu atlögu að hvítum mönnum sem um getur í sex ára kynþáttastríði í Rhódesíu. Annar þeirra sem var skeggjaður og virtist nálægt þrítugu, hafði verið skotinn í andlitið: Félagi hans, sem hafði verið skotinn í fæturna og brjóst- ið, leit út fyrir að hafa verið innan við tvítugt. Svæði það, er skæruliðarnir voru drepnir á, er umsetið skæru- liðum sem styðja þjóðfrelsishreyf- ingu Mugabes og sá orðrómur hefur komið upp, að hópar tengdir honum eigi sök á drápi skærulið- anna. Mugabe neitar því og segir sökina vera Rhódesíuhers. Lödu hrúgað á markað í Kanada? Xoronto. 12. áKÚst. AP. KANADÍSKIR bifreiðainnflytj- cndur hafa nú miklar áhyggjur og spyrja sig þeirrar spurningar hvort Rússar „hrúgi" Lada-bif- reiðinni á markað í Kanada, þar sem innflytjandinn auglýsir hana á 3,495 dali, eða 804.000 íslcnzkar krónur. hifreið sem seld er á yíir 8.000 dali, rúmlega 1,8 milljónir króna, í Sveótríkjunum. Síðasta sending kostaði á íslandi frá 1,8—2,3 m.kr. hver bíll. „Hvernig getur þetta átt sér stað, þegar hafður er í huga hinn hái innflutningstollur (15%) sem er á innfluttum bifreiðum," sagði Umberto Gabbi forstjóri Fíat í Kanada í dag. Lada-bifreiðin er einn ódýrasti bíllinn á markaði í Kanada, því Fiat 128 kostar 4,295 dali og Fiat 131 5,670 dali. Peter Dennis forstöðumaður Lada í Kanada neitaði í dag þeim ásökunum að bifreiðinni væri „hrúgað“ á markað í Kanada þó hún kostaði minna þar en í Sovétríkjunum. „Mér sýnist við selja bifreiðina á svipuðu verði og Bretar. Og hvers virði er svo rssneska rúblan? Hún er kannski sögð verða virði 1,30 dals, en hún er ekki notuð í viðskiptum og því mjög erfitt að ákveða verðgildi hennar." Dennis sagði að helzta ástæðan fyrir lágu verði Lada-bif- reiða væri sú að verksmiðjurnar væru gífurlega stórar, gætu fram- leitt allt að einni milljón bifreiða á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.