Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Viðbrögð forsvarsmanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags:
Áminning um að
iafna ágreininginn
GERA MÁ ráð fyrir, að sam-
stjórn þeirra þrÍKKja flokka. sem
nú freista þess að ná samstöðu,
þ.e. Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks ætti
erfitt uppdráttar innan verka-
lýðshreyfingarinnar og þess
vegna vill Verkamannasamhand-
ið reyna að vinna að því að
verkalýðsflokkarnir tveir taki
upp þráðinn að nýju, sagði Karl
Steinar Guðnason varaíormaður
Verkamannasamhandsins í sam-
tali við Mhl. í gær. Kvað hann það
hafa orðið mikil vonbrigði fyrir
verkalýðslciðtoga innan beggja
flokka þegar slitnaði upp úr
vinstri viðræðunum og að verka-
lýðsmenn í báðum flokkum vildu
nú reyna að fá flokkana tvo til
samstarfs án þess að gefa nokkra
forskrift að því hvernig það
samstarf eigi að vera.
Morgunblaðið spurði Karl
Steinar hvort þessi ályktun Verka-
mannasambandsins hefði það í för
með sér að Alþýðuflokkurinn
drægi sig út úr þeim þriggja
flokka viðræðum er nú stæðu yfir
að frumkvæði forsvarsmanna
Sjálfstæðisflokksins en hann vildi
ekki segja um það á þessu stigi,
kvaðst þó sjálfur hafa ákveðna
skoðun þar á og ályktun sú er
hann hefði staðið að innan VMSÍ
gengi vissulega í aðra átt en þær
viðræður. Mbl. tókst ekki að ná
, tali af Guðmundi J. Guðmundssyni
til að fá álit hans.
Benedikt Gröndal formaður Al-
þýðuflokksins sagði að ályktun
VMSI breytti sjálfsagt einhverju
um framvindu viðræðnanna sem
nú stæðu yfir, en annars væri
erfitt að dæma um það á þessu
stigi, eftir væri að sjá viðbrögð
fleiri aðila við henni. Það væri
hins vegar mjög óvenjulegt að
framkvæmdastjórn svo stórs
verkalýðssambands tæki slíkt
frumkvæði en athyglisvert og nú
væri eftir að sjá hvað vekti fyrir
þeim er að ályktuninni stæðu.
Benedikt benti á að þegar væri
búið að gera tvær tilraunir til
stjórnarmyndunar, þar sem báðir
flokkarnir hefðu verið inni í
myndinni, en nú þyrfti að ganga úr
skugga um hvort hér væri verið að
óska eftir því að reynt yrði á nýjan
leik við annan hvorn möguleikann
— nýsköpun eða vinstri stjórn,
ellegar verið að mæla með minni-
hlutastjórn er styddist við hlut-
leysi þriðja flokksins. Benedikt
kvaðst enn ekki hafa fengið
svigrúm til að kynna sér hug-
myndir þeirra Verkamannasam-
bandsmanna nægilega vel.
Samstaða og sam-
starf Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags
heillavænlegast
Morgunblaðinu barst fréttatil-
kynning frá Verkamannasam-
bandinu i gær um að á fundi 1
framkvæmdastjórn VMSÍ hefðu
þeir Guðmundur J. Guðmundsson
og Karl Steinar Guðnason lagt
fram eftirfarandi tillögu að
ályktun, sem síðan var samþykkt
samhljóða.
Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands Islands minnir á
að þeir tveir verkalýðsflokkar, sem
voru í stjórnarandstöðu síðastliðið
kjörtímabil og börðust gegn kaup-
ránslögum ríkisstjórnarinnar,
Skutu tveir
að Kennedy?
Washington, 12. ágúst AP.
RANNSÓKNARMENN fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings hyggj-
ast innan tiðar efna tii rannsókna
í Dallas í Texas til að ákvarða
hvort óþekkt hljóð, sem heyrðist á
sömu sekúndum og John F.
Kcnnedy var myrtur, kunni að
vera frá fjórða skoti og þá
annarri skyttu, að því er rann-
sóknarnefndarmenn skýrðu frá í
dag.
Hljóðið kom fram á segulbands-
upptökum frá senditækjum lög-
reglu á mótorhjólum og telja
rannsóknarmennirnir einn af
mörgum möguleikum vera þann að
hljóðið sé skothvellur. Hljóðið
myndaðist 1,4 sekúndum eftir að
hljóð frá þremur skotum Lee
Harvey Oswald heyrðust, og segja
sérfræðingar gjörsamlega útilokað
að Oswald hafi getað hlaðið
morðtól sitt og hleypt af á svo
skömmum tíma.
Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður framkvæmdanefndar Al-
þýðubandalagsins sagði að Al-
þýðubandalagið hefði lagt á það
ríka áherzlu á undanförnum árum,
að náin samvinna tækist með þeim
flokkum er sprottnir væru úr
jarðvegi verkalýðshreyfingarinnar
og á síðasta kjörtímabili hefði
tekizt margvísleg samstaða með
Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki í
baráttunni gegn þeirri efnahags-
stefnu, sem þáverandi ríkisstjórn
fylgdi. Samstaða þessara flokka
hafi verið styrkt enn frekar með
þeirri afstöðu, sem samtök launa-
fólks, bæði innan ASÍ og BSRB,
hafi haft í baráttunni gegn
kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar,
og í verðbólgunefndinni hafi full-
trúar beggja flokkanna náð al-
gjörri samstöðu.
Þess vegna væri sá grunntónn,
sem kæmi fram í samþykkt
Verkamannasambandsins, i fullu
samræmi við þá afstöðu er Al-
þýðubandalagið hefði haft á
undanförnum árum, og bandalagið
legði ríka áherzlu, á að þótt
skiptar skoðanir hefðu verið í
vinstri viðræðunum um aðgerðir í
efnahagsmálum á næstu mánuð-
um, mættu þeir atburðir ekki
verða til að sá mikli árangur, er
náðst he á undanförnum árum
varðandi samstöðu þessara flokka
og samstöðu þeirra með verkalýðs-
hreyfingunni, væri eyðilagður. Því
væri ályktun VMSI áminning til
allra, sem fylgt hefðu þessum
málstað, um að íhuga vel hvort sá
ágreiningur, sem hefði komið upp
og leiddi til slita vinstri viðræðna,
væri varanlegur eða hvort viðræð-
ur flokkanna, líkt og VMSÍ benti á,
gæti leitt til að þessir flokkar
tækju höndum saman á ný og í
bandalagi með hreyfingu launa-
fólks kæmu hér á nýrri efnahags-
stefnu, bæði í bráð og lengd.
„Hetjur fyrri tíma”
Kristinn Nicolai heldur sína fyrstu
einkasýningu á Kjarvalsstöðum
í DAG verður opnuð á Kjar-
valsstöðum einkasýning ungs
manns, Kristins Nicolai. Þar
eru bæði sýnd olíumálverk,
flennistórar myndir af frægum
persónum mannkynnssögunn-
ar, og röð smærri teikninga.
„Eigum við ekki bara að kalla
sýninguna „Hetjur fyrri tíma“?
sagði Kristinn, er Morgunblaðs-
menn litu við á Kjarvalsstöðum.
„Þetta eru allt menn sem hafa
haft gífurleg áhrif á okkar sögu.
Ég er alveg fastur í þessum stíl,
mála alltaf svona myndir, oft
með blóð fljótandi um allt.“
Kristinn Nicolai stundaði
myndlistarnám í Þýzkalandi
1970—75. Þar tók hann þátt í
einni samsýningu með þeim
lyktum að japanskur maður
hefur fest kaup á öllum olíumál-
verkunum á þessari sýningu.
Þær verða síðan sendar á
sýningu í Tókýó 1980.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
hefst sem fyrr segir í dag, og
'&£} -Á3
/ / v v
hún verður opin virka daga frá
kl. 16.00 til 22.00 og sunnudaga
frá 14.00 til 22.00. Sýningunni
lýkur 3. september.
unnu stóra sigra í síðustu þing-
kosningum.
Stjórnin telur að afstaða flokk-
anna til kjaraskerðingarlaga ríkis-
stjórnarinnar hafi átt mikinn þátt
í kosningasigri þeirra og þeir hafi
hlotið fylgi þúsunda verkafólks
fyrir baráttu sína gegn þeim, og
stuðning sinn við baráttu verka-
fólks á undanförnum árum.
Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands harmar,
að þessir tveir flokkar skuli ekki
hafa náð sameiginlegri afstöðu í
stjórnarmyndunarviðræðum.
Stjórnin telur sig mæla fyrir
munn þúsunda verkafólks um land
allt, þegar hún skorar nú á báða
þessa flokka að taka upp beinar
viðræður sín á milli, sem hefðu
það að takmarki.að ná sameigin-
legri afstöðu til að tryggja kaup-
mátt tekna verkafólks, atvinnu-
öryggi og félaggslegar úrbætur til
handa þeim er minnst mega sín.
Framkvæmdastjórnin telur að
ekki skipti öllu máli hvaða leiðir
eru farnar að því marki, ef þær
leiða til þess að takmarkið náist.
Þá minnir framkvæmdastjórn á
tilboð V.M.S.Í. um gildistöku
samninganna. Krefst stjórnin að
því tilboði verði tekið, enda næst
þá meiri launajöfnuður en nokkru
sinni fyrr, en eðlilegt er að
kaupmáttur tekna lægst launaða
fólksins hafi algjöran forgang.
Það er einróma skoðun stjórnar-
innar að samstaða og samstarf
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
myndi verða heillavænlegasta
leiðin til að tryggja framgang
baráttumála verkalýðshreyfingar-
innar.
Því ítrekar framkvæmdastjórn
Verkamannasambands íslands þá
áskorun sína, til þessara flokka að
þeir taki nú þegar upp beinar
viðræður sín á milli með framan-
greind markmið í huga.
Skátahreyfingin fær
skemmtanaskattinn
Menntamálaráðuneytið ákveður
að veita ekki framar undanþágu
Menntamálaráðuneytið telur
ekki ástæðu til frekari aðgerða í
máli því, sem upp kom fyrir
nokkru vegna undanþágu skáta-
hreyfingarinnar frá því að greiða
skemmtanaskatt af sýningum
brezks fjöileikahúss, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
frá ráðuneytinu. Hins vegar
hefur ráðuneytið jafnframt tekið
þá ákvörðun að nota ekki fram-
vegis heimild í viðkomandi lögum
um undanþágu frá greiðslu
skattsins. I fréttatilkynningu
menntamálaráðuneytisins kemur
eftirfarandi fram>
Fyrir nokkru veitti mennta-
málaráðuneytið Bandalagi is-
lenskra skáta undanþágu frá
greiðslu skemmtanaskatts af verði
aðgöngumiða að sýningum fjöl-
leikahússins „Gerry Cottles" í
Laugardalshöll, enda rynni allur
hagnaður af sýningum óskiptur til
félagsheimila á vegum skáta.
Nokkur umræða hefur orðið í
fjölmiðlum um framkvæmd
bandalagsins á málinu.
Að því er varðar skilyrði, er
ráðuneytið setti fyrir undanþágu
frá skemmtanaskatti, þá hefur
BIS sent sáðuneytinu reiknings-
skil er löggiltur endurskoðandi
hafði annast. Ríkisendurskoðunin
kannaði þau að beiðni ráðuneytis-
ins og hefur ekki gert athuga-
semdir. Þá hefur tollstjórinn í
Reykjavík skýrt ráðuneytinu frá
því með bréfi, er barst 9. þ.m., að
hann hafi fengið yfirlýsingu frá
BÍS um að allur ágóði af fjölleika-
Guðmundur
tapaði óvænt
í FYRSTU umferð alþjóðlcga
skákmótsins í Gausdal í Noregi,
þar sem fimm íslendingar eru
meðal keppenda, urðu úrslit scm
hér segiri
Guðmundur Sigurjónsson tapaði
óvænt fyrir Norðmanninum Wide,
en Margeir Pétursson á betri
biðstöðu gegn Norðmanninum
Jensen. Haukur Angantýsson og
Alsírmaðurinn Bouaziz gerðu
jafntefli en Jón L. Árnason og
Jóhann Hjartarson eiga báðir
lakari biðstöður, Jón gegn
Westerinen en Jóhann gegn
Bandaríkjamanninum Benjamin,
sem er yngsti keppandi mótsins,
lítið eitt yngri en Jóhann sem er 15
ára að aldri.
Á mótinu keppa alls 42 skák-
menn, þar af þrír stórmeistarar.
sýningunum renni óskiptur til
félagsheimila á vegum skáta, svo
sem tilskilið var.
Ráðuneytið telur því ekki
ástæðu til frekari aðgerða í
málinu.
Hinsvegar hefur áðuneytið
ákveðið að nota ekki framvegis
heimild þá, sem felst í lögum um
skemmtanaskatt, til undanþágu
frá greiðslu skattsins. Liggja til
þessarar ákvörðunar m.a. eftir-
greindar ástæður:
1) Erfitt er að fylgjast með því
svo að öruggt sé, að undanþágur
séu ekki misnotaðar.
2) Undanþágur frá skemmtana-
skattsgreiðslum rýra þær tekjur,
sem félagsheimilasjóður og Sin-
fóníuhljómsveit Islands eiga að
njóta af skattinum, en báðir þessir
aðilar eru jafnan í fjárþröng.
3) Eðlilegra verður að teljast að
leitað sé við samningu fjárlaga
eftir beinum fjárframlögum hjá
Alþingi til stuðnings góðum mál-
efnum heldur en að veitt sé
undanþága frá greiðslu skemmt-
anaskatts.
4) Veiting undanþágu frá
skemmtanaskatti getur leitt til
misréttis vegna þess að sumum
hugkvæmist að sækja um undan-
þágu, öðrum ekki, þótt um álíka
mikilvæg menningar- og líknar-
mál kunni að vera að ræða.
Þess má geta, að lögin um
skemmtanaskatt eru nú í endur-
skoðun.