Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 48
AU<;lYSIN<;ASÍM!NN ER:
22480
JítorijunbTfiliiti
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN 1978 var opnuð á Selfossi í gær. Hún er í Gagnfræðaskólanum þar á staðnum og útisvæði í næsta nágrenni.
A sýningunni gefur að líta afurðir landbúnaðarins, vélar og tæki til búvöruframleiðslu, búfé og margt annað, sem tengist landbúnaði og
landbúnaðarstörfum. Sýningin verður opin til 20. ágúst n.k. Ljósm. Mbl. RAX.
V erkamanna-
sambandid:
Nú kemur
Kekkonen
til laxveiða
KEKKONEN Finnlandsforseti
kemur hingað til lands árdegis
á morgun, sunnudag, en for-
setinn hefur nú um skeið
komið á hverju sumri til að
stunda hér laxveiðar og þann-
ig stendur á ferðum hans nú.
Kekkonen mun fyrst snæða
hádegisverð með dr. Kristjáni
Eldjárn forseta íslands, en fer
síðan strax til laxveiða og
verður í vikutíma.
Það verður því óvenju margt
fyrirmanna hér á landi um
þessa helgi. Auk Kekkonens er
Karl Bretaprins við veiðar í
Vopnafirði, eins og áður hefur
komið fram, og bróðir hans
Andrew er væntanlegur til
landsins í stutta heimsókn á
sunnudagskvöld.
Vill sætt-
ir Alþýðu-
flokksins
og Alþýðu-
bandalags
/
gista Island:
TVÍSÝNT er nú þegar orðið um framhald tilrauna forsvarsmanna
Sjálfstæðisflokksins til að mynda samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og_ Framsóknarflokks og er orsökin ályktun
Verkamannasambands ísiands þess efnis, að Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi beri að taka að nýju upp viðræður. Tillaga að þessari
áiyktun var borin fram af þeim Guðmundi J. Guðmundssyni og Karli
Steinari Guðnasyni, helztu verkaiýðsforkólfum hvors flokks. Innan
beggja flokka er litið á þetta frumkvæði Verkamannasambandsins sem
ábendingu af hálfu verkalýðsleiðtoga innan beggja flokka til
forsvarsmanna þeirra um að siíðra sverðin eftir deilurnar, sem risu upp
þegar slitnaði upp úr vinstri viðræðunum á dögunum, og flokkarnir
reyni á nýjan leik að ná samkomulagi. Forsvarsmenn beggja flokkanna
hafa tekið vel í ályktun Verkamannasambandsins.
Tvísýnt um framhald
Stefamú-viðræðnanna
Forsvarsmenn bæði Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags fengu vitneskju
um það þegar í fyrradag að vænta
mætti ályktunar frá Verkamanna-
sambandinu í þessa veru, og enda
þótt forsvarsmenn Alþýðuflokksins
létu ályktunarinnar ekki getið í
stjórnarmyndunarviðræðunum í
gærmorgun, vakti það engu að síður
athygli viðmælenda þeirra, að al-
þýðuflokksmennirnir höfðu ekkert
til málanna að leggja og virtist svo
sem þeir hefðu ekki umboð til annars
en að mæta á fundinum að því er
Mbl. hefur fregnað.
Viðræðufundurinn í gærmorgun
var annars mjög almenns eðlis, að
sögn forsvarsmanna flokkanna, en
næsti fundur hefur verið boðaður á
mánudaginn kemur og þá gert ráð
fyrir að flokkarnir leggi fram
hugmyndir sínar. Geir Hallgrímsson
formaður Sjálfstæðisflokksins vildi
ekki tjá sig um horfurnar eftir
þennan fyrsta viðræðufund. Bene-
dikt Gröndal formaður Alþýðu-
fiokksins kvað viðhorfin hafa verið
rædd almennt, en síðan hefði verið
haldinn þingflokksfundur hjá þeim
alþýðuflokksmönnum um þessar
viðræður og fleiri atriði. Steingrím-
ur Hermannsson ritari Framsóknar-
flokksins sagði að þeir fulltrúar
flokksins í þessum viðræðum myndu
á næsta fundi leggja fram mótaðar
tillögur varðandi efnahagsmál, þar
sem m.a. er gert ráð fyrir grund-
vallarbreytingu á efnahagsstefnunni
i þá veru að ríkisstjórnin setji sér
ákveðin markmið til að draga úr
verðbólgunni í vissum áföngum, en
standi fast gegn öllum hækkunum er
rjúfi hið tiltekna þak og séu þetta
svipaðar hugmyndir og Bretar hafi
verið með uppi og reyndar fram-
kvæmt. Einnig kvað Steingrímur
stefnt að algjörri uppstokkun vísi-
tölukerfisins.
Kekkonen
Fyrirmenn
Tugir tonna af togara-
þorski beint í gúanó
í AFLAHROTU togaranna að undanförnu hefur það borið við á ýmsum
stöðum þar sem ekki er um mjög afkastamikil frystihús að ræða, að
vorulegur þorskafli hefur farið beint í fiskimjölsverksmiðjur og hefur
vetta numið allt að 50 tonnum úr einu skipi. Hefur þetta gerzt bæði vegna
■rfiðleika við að koma fiski í vinnslu og vegna óvenju mikils afla. Við
höfðum samhand við nokkra staði Norðanlands í gær og inntum frétta af
gangi þessara mála, og bar mönnum á Dalvík, Hríscy og Ólafsfirði saman
um. að hér væri um tímahundið ástand að ræða.
„í þessum mánuði hafa 45 tonn af
þorski farið í mjölvinnslu og þar af
35 tonn beint úr togurunum Björgvin
og Björgúlfi," sagði Aðalsteinn
Gottskálksson verkstjóri í frystihús-
inu á Dalvík, „en þar að auki var
66% af kassafiski dæmt frá vinnslu í
frost og varð því að vinna þann afla i
salt, eða um 89 tonn af 220 tonnum
úr þeirri veiðiferð. Þetta var sem
sagt afli fyrstu þriggja veiðidag-
anna.
Ástæðan? Það leggst allt, á .*♦♦ stór
höl í flottrollið, heitasta t®)..á’oilið,
lélegur fiskþvottur um borð, ísskort-
ur og sumarfrí í frystihúsum þannig
að öll vinnsla tekur l.engri tíma.
Margir togaranna framleiða sjálfir
ísinn um borð og það virðist ýmsum
erfiðleikum háð á þessum árstíma.
Þá ererillinneinnig verulegameiri en
áður og t.d. höfum við tekið á móti
898 tonnum nú miðað við 813 tonnum
á sama tima í fyrra, en þetta er 13%
aukning og metmánuður hjá okkur.
Það hefst hreinlega ekki undan þótt
við vinnum til kl. 11 á hverju kvöldi
og fólk hefur verið kallað heim úr
sumarfríum.
í þessum afla að undanförnu hefur
einnig verið talsvert af lausafiski og
það veldur þvi að bæði nýting og
afköst hjá okkur falla úr 88 og 89% í
83 og 84%. Kassafiskurinn er það
miklu betra hráefni. Það má því
segja að það vanti samstillingu í
vinnslu og afla, en einnig spilar það
inn í að efnisleg gæði fisksins úr
stóru hölunum eru verri og þessi
fiskur er jafnframt með átu í sér og
því mun viðkvæmaritilvinslu.Stóra
málið er það að ekki er nóg að byggja
upp flotann, það þarf einnig að
byggja upp fiskvinnsluna og hafn-
irnar. Enginn keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn og það verða
menn að taka með í reikninginn."
Sjá „Fyrst og fremst
vegna lélegrar ísunar,“
á bls. 2.
„VIÐ IIÖFUM það opið með hvaða
hætti samstarí þessara tveggja
verkalýðsflokka. Alþýðuflokks og
Alþýðuhandalags verður, cn leggj-
um áherzlu á að viðræður þar að
lútandi verði í fullu samráði við
verkalýðshreyfinguna," sagði Karl
Steinar Guðnason, alþingismaður
Alþýðuflokks og varaformaður
Vcrkamannasambandsins, þegar
Mbl. spurði hann hvað vekti fyrir
honum og Guðmundi J. Guðmunds-
syni, formanni Verkamannasam-
bandsins, með þeirri ályktun sem
samþykkt var samhljóða innan
sambandsins um að flokkarnir
tveir hefji viðra*ður að nýju.
í ályktun Verkamannasambands-
ins segir orðrétt: „Framkvæmda-
stjórn Verkamannasambands Is-
lands harmar, að þessir tveir
flokkar skuli ekki hafa náð sam-
eiginlegri afstöðu í stjórnarmynd-
unarviðræðunum. Stjórnin telur sig
mæla fyrir munn þúsunda verka-
fólks um land allt, þegar hún skorar
á báða þessa flokka að taka upp
beinar viðræður sín á milli, sem
hefðu það að takmarki að ná
sameiginlegri afstöðu til að tryggja
kaupmátt tekna verkafólks, at-
vinnuöryggi og félagslegar úrbætur
til handa þeim er minnst mega sín.“
Einnig segir í ályktuninni; „Fram-
kvæmdastjórnin telur að ekki skipti
öllu máli hvaða leiðir eru farnar að
því marki, ef þær leiða til þess að
takmarkið náist."
Benedikt Gröndal formaður Al-
þýðuflokksins sagði í samtali við
Mbl. að frumkvæði Verkamanna-
sambandsins væri athyglisvert en
óvenjulegt en kvaðst ekki á þessu
stigi geta sagt til hvers ályktunin
leiddi og Ólafur Ragnar Grímsson
formaður framkvæmdanefndar Al-
þýðubandalagsins kvað ályktunina
vera bendingu til beggja flokkanna
að reyna að jafna ágreiningsmál sín
og talast við að nýju.
Sjá nánar um ályktun Verka-
mannasamhandsins og við-
brögð við henni bls. 32.