Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGUST 1978 13 KONUM hefur verið kunnunt um það. allt síðan á dögum Kleopötru að fátt er betra fyrir húðina en góður andlits-maski. En sögur herma. að á þeim dögum. hafi konur notað leirborna mold úr næsta árfarvegi til að smyrja húð sína með. Leðjan var látin þorna á andlitinu cn síðan þvegin burt. l>að er nú sjálfsagt áratugur eða meir, sfðan almennt var farið að hverfa aítur til efna úr náttúrunni við framleiðslu á allskonar snyrtivörum. þó ekki hafi heyrzt um leirborna mold, selda í krúsum. enn. Til eru snyrtivöruframleiðcndur, sem auglýsa að þeir noti eingöngu efni beint úr náttúrunni í vörur sínar, þar sé engum kemískum efnum bætt í. Allskonar húsráð eru til. ef svo má að orði komast, við tilbúning andlits-maska í heimahúsi og af eftirtöldu sczt. að margt af því, sem notað er í þá, er til í nær hverju eldhúsi. Það má eiginlega segja, að samsetningin minni meira á mataruppskrift en fegrunarlyf. Gæta þarf þess vandlega, að setja aldrei maska á hina viðkvæmu húð í kringum augun. aldrei yfir rispu eða sár á húðinni og ekki á húð, sem hefur ofnæmiseinkenni. Til að vera alveg öruggur um, að húðin þoli þau efni sem í maskanum eru, er bezt að bera á húðina í olnbogabótinni, til reynslu, láta liggja á nokkra tfma með grisju eða plástur yfir. Ef minnsti roði eða erting myndast á húðinni. má ekki setja maskann á andlitið. Fyrir allar húðtegundir Eggja-haframjölsmaski 4 matsk. haframjöl mulið þar til það verður að fínu dufti. Eitt egg þeytt þar til það er froðukennt, duftinu blandað í. Þessu er síðan nuddað inn í húðina og látið þorna í 5—10 mín. Þvegið af með kvöldu vatni. Fyrir eðlilega húð og þurra Avocado-maski 2 tsk. avocado stappað með 'A tsk. sítrónusafa. Borið á andlit og háls, látið liggja í 20 mín., en síðan þvegið af. Banana-maski. Einn banani stappaður vel og 1 tsk. hunang hrært í. Borið á andlitið og haft í 20 nrín. en síðan þvegið af. Fyrir þurra húð og viðkvæma Eggja-olíumaski. Ein eggjarauða þeytt vel, 1 matsk. af ólífuolíu hrært saman við. Borið á andlit og háls og látið vera í 10 mín. En þá er vel þeyttri eggjahvítunni smurt yfir, og hún látin þorna vel ca. 15 mín. Hreinsað af með volgu vatni. Fyrir feita húð Eggja-sítrónumaski Ein eggjahvíta þeytt, safa úr einni sítrónu bætt í. Smurt á andlitið og næstum látið þorna, en þá er öðru lagi smurt yfir og látið vera í 10—15 mín. í viðbót. Hreinsað af með köldu vatni. Hveitiklíð-maski 3 matsk. hveitiklíð, 1 matsk, gerduft og nógu mikið vatn til að þetta sé eins og grautur. Smurt á andlitið og látið vera í 15 mín. Hreinsað af með legi úr einum hluta af eplaediki á móti átta hlutum af vatni. Hveitikím-jógurtmaski Búinn til úr jöfnum hlutföllum af hveitikími og jógurt, látið vera á húðinni í 15 mín., hreinsað af með volgu vatni. Ölgers-maski 3—4 matsk. ölger leystar upp í dálitlu af volgu vatni, dropa af möndluolíu, 1 matsk. af hungangi, 1 tsk. sítrónusafa og einni tsk. heilhveiti bætt saman við. Vatni bætt í ef með þarf. Borið á andlit og háls og látið þorna í 20 mín. Helst á að þvo þennan maska af með volgu jurtatei. Nokkrar hinna hárprúðu „Hallgerðar1* er standa að baki „Galleri Langbrók“. 7 Myndllst eftir BRAGA ASGEIRSSON um stofnendum, er voru margir, var varla helmingur eftir, er yfir lauk, og kom hér til hin marg- fræga þrætugirni iistamanna. Væri vel ef hinu nýja „galleríi" auðnaðist að hasla sér völl, og vissulega eru konur einar sér vænlegri til árangursríks sam- starfs á þessum sérstaka vett- vangi en blandaður hópur beggja kynja. Þaö er mikill vandi aö sinna slíku brautryöjendastarfi og veltur mikið á góðum, hugmynda- ríkum og atorkusömum fram- kvæmdastjóra — því aö fæstir hafa listamenn þolinmæði tii að standa í slíku vafstri til lengdar, enda lítt til þess fallnir. Húsakynni „Gallerí Langbrók" eru fremur takmörkuö, en það er mjög notalegt að koma á staðinn og viö skulum vona, að hér sannist hið fornkveðna: „mjór er mikils vísir". Ég vil engu spá um r GALLERILANGBROK Nýlega hóf starfsemi sína nýtt „gallerí", eða réttara sagt sýning- arsalur að Vitastíg 12 og stendur að því heil tylft valkyrja, er haslað hafa sér völl á vettvangi myndlist- ar, listiðnaðar og hvers konar listrænnar hönnunar. Þar sem hér er um aö ræða hressilegt og tímabært framtak, þykir mér rétt og skylt aö vekja sérstaka athygli á því, sem hér er að gerast. Markmið hinna kappsfullu „lang- bróka" (langbrók þýðir sítt hárjer að sjálfsögðu að koma á framfæri verkum sínum og annarra, er starfa á svipuðum grundvelli og jafnframt að vera tengiliöur milli listamanna og almennings. Telja þær stöllur, aö hér hafi þráöur slitnað, er „Gallerí Sólon Island- us“ leið undir lok eftir aöeins liölega eins árs starfsemi. Sýn- ingarSalurinn náöi þó aldrei aö koma undir sig fótum og byggja upp markvissa starfsemi, þótt allt væri á réttri leið, þá er menn uröu aö hrökklast burt af staðnum. Starfsemin í kringum „Gallerí Sólon Islandus" var lofsverð tilraun, þótt athafnasemin heföi mátt vera samfelldari og ein- drægnin meiri, — af upprunaleg- framtíð þessa sýningarsalar, en hitt vil ég fullyrða, að slík starfsemi á að geta blómstrað í höfuöborginni, ef rétt er að farið. Hér er um mjög heilbrigöa og menningarlega athafnasemi að ræða, sem ekkert nútímaþjóðfé- lag getur verið án. Er það trúa mín, að verði hér framhald á og starfsemin njóti eölilegs vaxtar, líöi ekki mörg ár, áður en hún hefur skotiö traustum, varanleg- um rótum. Ég óska aö lokum freyjunum tólf til hamingju með framtakið og fyrirtækinu velfarnarðar. Dvrin á svninounni m J mU bíða spennt ef tir þér og f jölskyldu þinni Meðal annars tvær gyltur með grísi, hænur og ungar, kal- kúnar, endur og gæsir, folaldsmeri, minnsti og stærsti hestur landsins, fimmtán mjólkurkýr, nýborinn kálfur, tólf ær, forystukind með lambi, geitafjölskylda — hafur, huðna og tveir fjörugir kiðlingar, dúfur, lax og laxaseiði, o.m.fl. Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23Jkl. \0 — 23 laugardaga og sunnudaga. Ævintýri fyrir alla f jölskylduna argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.