Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 vUP MORö-dKí- KAfFINIi «C(i GRANI göslari „Hún er rétt sett saman, hún hangir í réttri hæð, hún er í herberginu miðju, það átti bara ekki að setja hana í bflskúrinn.“ Bónusinn rádherralaun? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Góð regla segir að spila skuli út hæsta spili frá röð í upphafi spils. Ekki sýnist mér ástaeða til að véfengja ágæti hennar._ í einum leikja bikarkeppni B.S.Í. kom þó fyrir spil. sem sýnir, að þessi regla er ekki án undantekninga fremur aðrar. Vestur gaf, norður-suður á hættu Norður S. 5 H. KG1065 T. 852 L. G974 Vestur S. DG10763 H. 3 T. 10764 L. Á3 Austur S. Á9 H. D82 T. Á93 L. D10862 Suður S. K842 H. Á974 T. KDG L. K5 Vestur opnaði á þrem spöðum og eftir tvö pöss ákvað suður að stíga á þrjú grönd. Elkki óeðlileg ákvörð- un þar sem verðlaunin fyrir unnið game á hættunni eru nokkuð há í sveitakeppni. Austur doblaði og norður ákvað að láta gott heita enda fjögur hjörtu lítið betri samningur. Hugsunarlaust spilaði vestur út spaðadrottningunni og þá var köminn vinningsmöguleiki í spilið. Austur tók á ásinn og spilaði spaðaníunni til baka. Suður lét lágt og það gerði vestur einnig því austur varð hvort sem var að eiga þriðja spaðann. Austur skipti þá í lauf. Spilaði lágu, suður lét fimmið og ásinn fékk slaginn. Vestur hélt áfram með spaðann. Sagnhafi tók á kónginn og var nú í þeirri stöðu að geta unnið spilið fyndi hann hjartadrottninguna. En fengi vest- ur á drottninguna fengi vörnin átta slagi svo ekki var óeðlilegt, að sætta sig við úrslitin einn niður. Spilið hefði breyst mikið við að vestur spilaði út lágum spaða í upphafi.'Dobl austurs benti til, að hann ætti háspil í opnunarlitnum og vandalaust hefði orðið að fríspila litinn. Og líklega hefði sagnhafi orðið að sætta sig við og vera ánægður með sex slagi fyndi hann hjartadrottninguna. Nokkrar starfsstúlkur í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um hafa sent Mbl. opiö bréf til Stefáns Runólfssonar vegna við- tals viö hann í blaðinu 30. júlí s.l. „Vestmannaeyjum 31.7 1978. Við konurnar hér í Vinnslustöð- inni viljum leiðrétta það sem Stefán Runólfsson forstjóri lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu h. 30. þ.m. Forstjóri frystihúss ætti, að okkar mati, að hafa nokkra hugmynd um það hvað fyritæki borgar konunum í bónus. Stefán segir að meðalbónus sé 6—8 þusund kr. á dag — en það er ekki rétt. Meðalbónus er einhvers staðar á milli 3—4 þúsund kr. á dag. Hann nefnir dæmi um konu nokkra sem á síðustu ellefu dögum átti að hafa haft ellefu þúsund krónur á dag í bónus. Þetta getur maður kallað að sjá ekki bara tvöfalt — heldur fimmfalt. Umrædd kona var búin að vinna hér í 5 daga, hafði fengið tvo bónusmiða á þeim tíma, hvor miði var uppá 11 þúsund krónur. Þessi kona er með lang-hæsta bónusinn í stöðinni. Þetta finnst okkur að verði að koma fram svo að við fáum það ekki framan í okkur verkakonurnar hér í Eyjum að við séum með „ráðherralaun" í frysti- húsunum. Forstjórinn veit svo sannarlega betur en þetta — eða er það kannski ekki? Það er ekki bónusinn og ekki verkalýðsfélögin sem eru að fara með allt til fjandans hér í Vestmannaeyjum. Staðreyndin er hins vegar sú að Stefáni og fleiri atvinnurekendum hér finnst verkalýðshreyfingunni ekki koma frystihúsin við og hafa því lítil sem engin samráð viö hana þegar þeir grípa til stórtækra aðgerða eins og Iokunar og uppsagna. Okkur finnst kominn tími til að þessi afstaða breytist. Við skiljum heldur ekki — og viljum gjarnan fá að vita það — hvort Vinnslu- stöðin hefði tapað meiru á því að borga okkur kjarasamningana eins og þeir voru áður en þeir voru teknir úr gildi — heldur en að borga 7—8 milljónir í vexti á mánuði (eins og Stefán segir) vegna afurðanna sem þeir liggja með vegna yfirvinnubannsins. Nokkrar starfsstúlkur úr Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum." Kirsuber í nóvember 37 Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði gininu og hallaði sér þyngsla- lega yfir borðið. — Vegna þess að hún hefði aldrei nokkurn tíma látið mig lönd og leið vegna þess durgs. Hann var núll og nix. Hann átti ekkert. enga peninga. enga menntun. enga framtið. Judith víll hafa það gott. hún lætur ekki tækifa’rin sér úr greipum ganga. — En samt slitnaði upp úr þessu hjá ykkur? — Það var þessi viðbjóðs- lega lögreglurannsókn. sagði hann og reiðin virtist hlossa upp í honum aftur, tortryggnin og ásiikunin — hún skildi okkur að. — Nú. jæja. sagði Christer. — En þú heíur komi/.t yfir það. Og svo endaði þetta með þvf að þú giftist annarri konu. En nú hvorki gat Norell né vildi einbeita sér frekar að þessu. Augnaráðið varð enn sljórra en áður og hann hafði varla vald á máli sínu. — Gifti ég mig? I»að eru ... þá eilífaðartímar síðan. Frök- en! Annan sjúss. Og reyndu að flýta þér og standa ekki þarna eins og þvara. Christer Wijk vék af vett- vangi með ha'gð. Sunnudaginn annan nóvem- ber gerði hann ekki einu sinni tilraun til að hringja í Camillu. Og ásta-ðan fyrir því varsú að hann var alveg niðursokkinn í dulargátuna um Matta Sandor. Ilafi annað komið þar við sögu ýtti hann því til hliðar. Hann vissi það eitt að hann varð að nota daginn til hins itrasta, enda timinn vissulega orðinn naumur. Klukkan var ekki nema tíu um morguninn. þegar hann var á heimleið úr gönguferð og kom þá auga á Judith í glugganum og benti henni að opna fyrir sér. Þótt senmmt va'ri morguns var allt fágað og hreint í fhúðinni hennar og sjálf var hún í failegum gulum sloppi og hárið vandlega greitt sem fyrr. Hún tók eftir því að Christer veitti því eftirtekt að hún hafði ekki enn sett símann (samband og sagði kæruleysislegai — Eg var ekki upplögð til að hlusta tii skiptis á svívirðingar eða afsökunarbeiðnir svona snemma dags. - Frá Rolle Norell? Ég hefði haldið hann gerði nú ekki mikið af því að hiðja forláts. — O. jú. sagði hún. — það HEFIIR nú komið fyrir. — En Kklega ekki þegar hann hefur þjáðst af alvarleg- um timburmiinnum. — Nú. fjárakornið, sagði Judtih kuldalega — fór það svo langt í garkvöldi. Hann hreiðraði um sig í hægindastól í fallegri stofunni hjá henni og bar upp erindið og fékk enn einu sinni hrein- skilnislegt og frjálslegt svar. — Nei. sagði hún — ég var ekki trúlofuð Rolle Norell þá. Ilvorki leynilega né opinber lega. — Hann stendur í þeirri trú. — Já, það er alveg eftir honum Rolle! Hann snýr öllu eins og passar honum SJÁLFUM. — Og hvað með Matta Sandor? — Ég var ástfanginn af honum — upp fyrir haus — sagði hún hljóðlega. — Alveg óskaplega sem ég var hrifin af honum — og ég var hamingju- söm bennan tíma. Þannig hamingju hef ég aldrei lifað síðan. Það eina sem mig langaði til var að vera nálægt honum. Og fara í kirkju með honum og sitja við hlið hans. Fara með honum inn ( kaffistofuna hjá Hergman og drekka þar með honum súkkulaði og kaupa líkjörsmola í sa'lgætisbúðinni. Þegar hann og Klemens fóru að aka út i skóg á sunnudeginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.