Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 37 Erlendir punktar Sviss Tekjur svissneska flugfélagsins Swissair minnkuöu um 5% í júní í ár samanborið við júní 1977. Það sem er e.t.v. enn athyglisveröara í fréttatilkynningu flugfélagsins eru upplýsingar um að útgjöldin fyrir afskriftir hafi einnig lækkaö um 5%, miðað við sama tímabíl. Stál Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur sett á staö sérstaka rann- sókn til að kanna hvort breskir stálframleiðendur selji vörur sínar til USA með undirboðum (dump- ing). Grænland Konunglega grænlandsverzlun- in væntir þess aö útflutningur á þeirra vegum verði um 250 millj. d.kr. á þessu ári samanborið viö 220 millj. d.kr. á síöasta ári. Á fyrri hluta þessa árs nam útflutn- ingur sjávarafurða á þeirra veg- um, 116 millj. d.kr. en var í fyrra á sama tímabili 74 millj. d.kr. en það er um 57% aukning. Ítalía Átta hundruð tuttugu og átta stærstu fyrirtækin á ítalíu juku sölu sína á síöasta ári um 17,3% en þaö dugöi þá hvergi til aö halda óbreyttri rekstrarniður- stöðu þar sem veröbólga varð mun meiri á árinu 1977. Rafeindatæki Brezka ríkisstjórnin hefur nú uppi áætianir um aö veita u.þ.b. 70 millj. punda til eflingar breska rafeindaiönaöinum á næstu fimm árum. Er hér um hreina styrki að ræða og mun áformað aö ráð- stafa þeim bæöi til eflingar rannsóknastarfs og einnig til eflingar þeim iðngreinum sem hagnýta sér niðurstöður rann- sóknanna. Vestur-Þýzkaland í nýlegri skýrslu OECD sem fjallar um þróun mála í Vest- ur-Þýzkalandi á næstu 12 mánuð- um kemur fram aö spáð er 6,5% aukningu innflutnings á þessu tímabili á meðan útflutningurinn eykst aðeins um 4.5%. OECD heldur að þaö verði erfitt fyrir Þjóðverjana að halda markaðs- hlutdeild sinni erlendis á meðan markiö er skráð eins hátt og raun ber vitni. Concorde British Airways heíur tilkynnt að tap félagsins á rekstri Concorde-véla hafi numið 32.6 millj. dollara á siðasta fjár- hagsári félagsins. Er þetta svipuð upphæð og tekjur félagsins námu í heild. Þessi hversdagslega þrenning er grunnur starfs í heimi hér hvern dag. Sjaldan höfum við verið minnt eins oft ósjálfrátt á samstöðu þessarar þrenningar eins og nú í sambandi við kosningar og allt, sem þeim er samfara. Þar er þó neikvæða hliðin mest áberandi. Þeir, sem uppskera, gleyma þeim sem sá. Og þeir, sem sá, gleyma þeim sem plægðu. Getið þið hugsað ykkur borg, sem hefur tekið meiri framför- um, verið í raun betur stjórnað, þrátt fyrir allt í hálfa öld en Reykjavík? Hér yrði of langt mál að sýna rök. En samt: Almenn velsæld, yfirfull leik- hús, íþróttahöll, leikvangur, listahallir, sundlaugar, sjúkra- hús á heimsmælikvarða, öldrunarhjálp, elliheimili, barnagarðar, menntaskólar, há- skóli, aðstoð við alkóhólista, ekkert fátækrahverfi, gróandi trjálundir og blómagarðar. Sem sagt ljómandi borg — borgin okkar. Hér hefur sannarlega verið plægt og sáð og uppskorið. Og margt af þessu hefur gerzt með dug, dáðum og framsýni á örfáum síðustu árum. Samt er vanþakklæti þeirra, sem njóta, svart og sárt. Fögnuður yfir falli þeirra, sem plægðu og sáðu, sannarlega óskiljanlegur ófögnuður. Svipað verður hlutfallið milli þeirra, sem plægt hafa og sáð á vegum stjórnenda þjóðarinnar undanfarna áratugi, og hinna, sem nú uppskera með úlfúð og vanþökk óþroskaðs og skilnings- lítils fólks. Hvaða þjóð hefur uppskorið meiri blessun síðastliðin 50 ár en þessi litla þjóð okkar hér úti á heimsenda? Hvaða þjóð hefur í raun og veru verið betur stjórnað um áratugi? Frá örbirgð til auðs. Frá kúgun til frelsis. Þar er ekki fyrst og fremst á flokka og „klíkur“ að líta heldur á fram- sýni, samningsvilja, forsjá og mennt hinna beztu. Ekki þannig að alltaf hafi verið friður og samstaða, en samt framför. Allt hefur blessazt. Berið saman við atvinnuleysi og úlfúð í helztu ríkjum heims, með allan þeirra auð í námum, gróðri, frjósemi moldar og fögrum listum. Þar ríkir hvarvetna atvinnuleysi, hérvæðing og ótti við hermdar- verk. Meira að segja má hér minna á stórsigra eins og handritamál- ið í menntum og þorskastríðið efnahag, háð án blóðdropa við stórveldi heims, til þess að gera íslenzka ríkið eitt hið víðlend- asta í veröld allri! Hvílíkur sigur! Hvílík plæging! Hvílík sáning! En samt — ekkert að þakka, ekkert að meta. Aðeins skammazt yfir sönnum eða upplognum mistökum erjandans eða sáðmannsins í stað þess að gleðjast' yfir uppskeru og upp- skeruvonum. Því miður er þetta svona á mörgum sviðum á Islandi nú á dögum. Sjónvarpið er skammað fyrir allt að heita má. En taki það hvíld frá störfum, sem auðvitað er eðlilegt, hvín í mörgum eins og allt sé að farast. Sé fylgzt með útvarpinu er það auðsuppspretta fræðslu og skemmtunar. Það vitum' við bezt, sem vorum hálfa ævina án þess. Samt er það vanþakkað og skammað daglega. Og vissulega ættu sjónvarp og hljóðvarp ekki að starfa samtímis eða sömu daga, oiema að mjög litlu leyti hjá svo fámennri þjóð. Þau eyðileggja e.t.v. hið bezta hvort fyrir öðru. En það er önnur saga. Samtök áhugafólks um áfengisvarnir eða svonefnt S.Á.Á. sem er eitt myndarleg- asta átak samhuga hugsjóna- manna á stundinni, sendi út blað um daginn, þar sem fullyrt var hástöfum, að ekkert hafi verið gert fyrir alkóhólista fyrr en nú!! Samt fullyrði ég að plæging og sáning hafði þar farið fram í aldarfjórðung með miklum dáð- um margra þótt ekki sé nú minnzt alls, sem bindindisfólk plægði, sáði og uppskar fyrr og síðar. S.Á.Á. uppsker vissulega og gerir það með sóma, þar sem plægt hafði verið og sáð með súrum sveita. Árangur þeirra erfiðu starfa hefur verið frábærari en orð fá lýst hin síðustu 6 ár. En þar má þakka góðri áheyrn tveggja ríkisstjórna bæði til vinstri og hægri. En umfram allt borgarstjórn Reykjavíkur hin síðustu ár. Fáar borgir í heimi hafa betur staðið að slíkum málefnum á síðustu og beztu tímum. Það er bent hér á þessi atriði sem tákn um plægingu, sáningu og uppskeru, sem flestir hugsa um og er daglega á hvers manns vörum. Ætti því að skiljast. En alls staðar og ávallt eru slík málefni að mótast. Mannlif allt í leik og starfi, gleði og sorg er mótað og meitlað af þessum þrem þáttum gróandans. Uppskeruglaðir og kröfukaldir unglingar gleyma oft erfiði og raunum þeirra, sem plægðu og þeirri ábyrgð, sem þeir verða sjálfir að leggja sér á herðar með uppfylltum kröfum. Sveiti, tár og blóð voru oft starfseinkenni þeirra, sem plægðuu bæði á landi og sjó þann jarðveg, sem nú er skilað í hendur nýrra kynslóða, sem vel ættu að geyma sinn arf, njóta uppskerunnar með því að virða, meta og þakka þeim, sem plægðu og sáðu og lögðu svo uppskeruna með fórnarlund í annarra hönd. Kröfur á eigin hendur voru aðalsmerki plægjenda og sáð- manna. Og þar réðu mestu framsýni, fórnarlund, dáð og dugur. Fögnuður. þakklæti og fram- tak til enn stærri dáða ættu að vera aðalsmerki þeirra, sem uppskera. Vei þeim, sem ekki vilja skilja að plæging, sáning og uppskera eru heilög þrenning hins gró- andi lífs og menningar hjá hverri þjóð í leik og athöfn, list og menntun. Verða að haldast í hendur. Plæging, sáníng, uppskera Hótel Borg hefur fyrir stuttu breytt nokkuð fyrirkomulagi hvað varðar hádegisverð og hefur Friðrik Gíslason skólastjóri Hótel- og veitingaskóla íslands staðið að hinni nýju uppbyggingu matseðils í hádeginu. Má nú fá þríréttaða máltíð og geta gestir hvort sem er valið sér einn eða fleiri réttanna eftir því hvað tími þeirra leyfir, sagði Aron Guðbrandsson einn eigenda Ilótels Borgar er nýjung þessi var kynnt fyrir blaðamönnum. I lok næsta árs verða liðin 50 ár frá því Hótel Borg var tekin í notkun. Námskeið fyrir æsku- lýðsleiðtoga í Skálholti Æskulýðsstarf Þjóð- kirkjunnar mun í næsta mánuði gangast fyrir æskulýðsleiðtoganámskeið- um og fara þau fram í Skálholti. Er um að ræða tvö námskeið, hið fyrra ætlað Reykjavík og ná- grenni og hið síðara fyrir Skálholtsstifti. Námskeið þessi eru ætluð 16 ára og eldri og væntir Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar þess að þau sæki bæði unglingar, prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar eða áhuga- menn. Ðagskrá námskeiðanna, sem standa yfir í 4 sólarhringa, verður m.a. biblíulestrar, hóp- vinna ýmiss konar þar sem m.a. verða teknir fyrir hinir ýmsu liðir messunnar. í lok námskeiðanna fara fram umræður þar sem þátttakendum verður gefinn kost- ur á að koma með hugmyndir sínar um hvernig starfsemi æsku- lýðsfélaga eigi að vera háttað. Til að námskeiðin verði haldin þarf 20 þátttakendur og fer innritun fram á skrifstofu Æ.Þ. til 16. ágúst. Fyrra námskeiðið í Skálholti fer fram dagana 31.8—3.9. og það síðara^H.—17.9. Þá verður svipað námskeið haldið að Vestmanns- vatni dagana 5.-8. október. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yfirgengi miöað Kaupgengi við innlausnarverð pr. kr. 100.- Seðlabankans 1967 2. flokkur 2806.30 51,9% 1968 1 flokkur 2444.04 34,4% 1968 2. flokkur 2298.59 33,7% 1969 1 flokkur 1712.60 33,6% 1970 1 flokkur 1572.94 74,8% 1970 2 flokkur 1146.33 33,4% 1971 1 . flokkur 1078.22 73,0% 1972 1 flokkur 940.00 33,3% 1972 2 flokkur 804.30 73,0% 1973 1 flokkur A 615.24 1973 2 flokkur 568.77 1974 1 flokkuf 395.05 1975 1 flokkur 322.98 1975 2 flokkur 246.49 1976 1. flokkur 233.43 1976 2 flokkur 189.55 1977 1 flokkur 176.04 1977 2. flokkur 147.47 1978 1 flokkur 120.18 Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1972— A 1973— B 1974— D 1974—F Sölugengi pr. kr. 100- 598 47 (10% afföll) 513 44 (10% afföll) 388 22 (1 0% afföll) 274 73 (10% afföll) VEÐSKULDABRÉFX: Kaupgengi pr. kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64.- x) Miöaö er viö auöseljanlega fasteign. HLUTABRÉF: Málning h.f. Kauptilboð óskast. piÁRPEmncnRPEMc bumoi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargótu 12 —- R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.