Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
FLUGLEIÐIR H.F. 5 ARA:
ÞANN 1. áiíúst s.l. voru fimm
ár liðin frá því að Flugleiðir
h.f. var stofnað og þegar litið
er yfir þetta tímabil má segja
að það hafi einkennzt af
tvennu, eins og sagt var á
hlaðamannafundi, sem forráða-
menn Flugleiða efndu til í
fyrradag. Miklu starfi samfara
sameiningu, hagræðingu og
endurskipulagningu. I öðru
lagi erfiðleikum sem mætt hafa>
áætlunarflugfélögum á þeim
tíma sem liðinn er frá stofnun
Flugleiða.
Á fyrsta starfsári Flugleiða
mættu félaginu óvæntir erfið-
leikar vegna olíukreppunnar og
þeirra verðhækkana sem í kjöl-
far fylgdu, einnig verðbóigu og
annarra erfiðleika í hinum ýmsu
löndum. Samdráttur varð á
flugleiðum og neyddist félagið
um tíma til að fækka flugvélum,
flúgmönnum og öðru starfsliði.
Þessi þróun hefur snúizt við og
nú eru fleiri flugmenn og annað
starfsfólk hjá félaginu en áður
en þetta gerðist. Eins og fyrr
segir voru bæði Flugfélag Is-
lands og Loftleiðir rekin með
tapi um það leyti sem sameining
þeirra fór fram. Svo var einnig
árið 1974 en árið 1975, fyrsta
heila árið sem hagræðis samein-
ingar og stofnunar Flugleiða
naut við, varð nokkur hagnaður
af starfseminni og hefur verið
síðan. Þess ber að geta, að
hagnaðurinn er tilkominn vegna
mjög hárrar nýtingar á flugvél-
um og varð t.d. fyrir árið 1976
tæplega 3% af heildartekjum.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi Flugleiða, að íslenzku
flugfélögin hafi aldrei þegið
ríkisstyrki og sé það í raun
einsdæmi í veröldinni. Á þessu
ári séu 50 ár liðin frá því að
innanlandsflug hófst, en sam-
fellt innanlandsflug hafi hins
vegar verið frá 1938. Innan-
landsflug hafi oft á tíðum og
reyndar lengst af verið rekið
með halla vegna tregðu yfir-
valda að leyfa eðlilegar hækkan-
ir fargjalda. Víðast hvar sé
innanlandsflug styrkt, en ísl.
flugfélögin hafi ekki farið þá
leið, heldur gætt ýtrustu spar-
semi og hagkvæmni í rekstri.
Á fundinum var t.d. bent á að
norska ríkið styrkti innanlands-
flug þar í landi með 32 millj.
n.kr. framlagi árið 1977 og með
sömu upphæð 1978, og er þetta
upphæð sem er nokkuð yfir 1.5
milljarða ísl. kr. á ári.
Flugleiðir h.f. eiga nú tíu
flugvélar, fimm þotur og fimm
skrúfuþotur. Við stofnun félags-
ins 1973 átti það tvær þotur af
gerðinni Boeing 727-100C og
fjórar Friendship skrúfuþotur,
sem Flugfélag íslands hafði
keypt á árunum 1965—1972.
Aðrar flugvélar voru á kaup-
leigusamningum eða á leigu.
Árið 1974 keyptu Flugleiðir
fimmtu Friendship skrúfuþot-
una til notkunar á innanlands-
leiðum. Ári síðar, 1975, keyptu
Flugleiðir tvær DC-8-63 þotur,
sem Loftleiðir höfðu haft á
kaupleigusamningi frá árinu
1970. Til þessara kaupa var
tekið lán að upphæð 13.5 millj.
dollara, og var fengin ríkis-
ábyrgð fyrir láninu. Flugleiðir
hafa staðið við allar afborganir
af láninu og nú standa eftir 6.8
millj. dollara. Þá keyptu Flug-
leiðir þriðju þotuna af gerðinni
DC-8-63 í okt. 1976 en vegna
þeirra kaupa þurfti ekki ríkis-
ábyrgð. Sú flugvél er nú leigð
dótturfyrirtæki Flugleiða,
International Air Bahama.
Þá eiga Flugleiðir Hótel
Loftleiði, Hótel Esju, hlut í
hótelinu á Húsavík og einnig í
Hótel Aeorogolf í Luxemborg og
ekki má gleyma því að félagið á
'A í Cargolux í Luxemborg. Þá
eru Flugleiðir hluthafar í Flug-
félagi Norðurlands og Flugfé-
lagi Austurlands og hafa með
því tekið þátt í byggðastefnunni,
eins og Flugleiðamenn segja.
I-j.'.siji. Mlil.: Kmiliii.
Frá blaðamannafundi Flug-
leiða talið f.v.i Sveinn
Sæmundsson. Martin Petersen.
Sigurður Hclgason, Örn 0.
Johnson, Alfreð Elíasson og
Jón Júlíusson.
sama tíma í fyrra og er aukn-
ingin 13.7%. Samtals hafa því
verið fluttir í millilandaflugi
166.030 farþegar á fyrstu sex
mánuðum þessa árs en voru
152.580 á sama tíma í fyrra og
eru þeir því 8.8% fleiri á fyrri
helmingi þessa árs.
113.127 hafa verið fluttir í
innanlandsflugi á móti 110.001 á
s.l. ári, þar er aukningin 2.8%, í
Bahamaflugi eru farþegar
33.245 á móti 30.657 eða 8.4%
fleiri. Leiguflugsfarþegum Flug-
Sameiningin hefur einkennzt af tvennu:_
Hagræðingu og endur-
skipulagningu - erfiðleik-
lun á áætlunarflugleiðum
Ftugl«4dh h.t. bjoða nú öllum landsmönnum tll gel-
raunatehit. Merkið í svarreitl. Klippið út og sendið
atultstufum lélagsins. eða umboðsmönnum þess fyrir
31. ágúst n.k Aukaseðlar Iást á sömu stöðum
Hvet fjðtskylduaðllf ma senda elna lausn
Rekstrarstafirð Fiugleiða má m marka a* pv» «tð s.iman
lagðor f|o!(1i peirra ki!Ómefr;i sem allir la'þegai feiagúif^
k>gðu að baki s í ar. ita'pega • km feiagsmsi vai
2 629.681 000 Pað svaiar tii meira én !0 000 Km <j hverr
Istendi'u)
H)á An France er sarrifwararifJ' taia 390 km. og hja Ki.
910 km nn það e' h*sta þ*.*ss konar ntut'an sem vdað
um hjá erlendu 'e'ag-
** 1. SPURHIHC
• ■ • Hvaða þ|Oö er mesla fhujreksfr-
þ-oðin • þessum sam.inhurðt ’
Aðffis órfá flugfé'og l F.vrópu get« státaö dfí)
venð rekin »n rmisstyrkia un<S»ntdrítt áfv :
4. SPURMIHC
Eítt neðangreindra fáBaga hefur ái&gi
fer-gió nkisstyrk vjí*&3r
Mvaða feiag er það? ' í
□ c. . f
r>aí«s"a n.iqi Srmsh AirwajfS::*
M
Þótl starfsmannaljöidi Fiuglr-'ða se sá ia-gsii. sem >
Þekkjum miðað v ð seida íarpega ain. ritartar Þo einn
hverium hundrað vinriandi ifilendmgum hia feiagmu.
IVestur-býskalaudi viiwur <»•»« al iiveri-im t <00 Lu
naosa Bg á íriandí einn at hveriuir. 400 nja A» {.ingus.
Þaó ei haesta eneoda tilutfal!. wn okkur er kunnugl -.w
2. SPUftHIHC
Hvaða fiugtú'ay veitir samkv/ei
Þessu hiuifahsiega mosta atvinni
sinu Þióðféiagi?
tjntíanfann ar hafa Fiugieiðir h f hnfí >ue;.ta hleðsiunýt-
íogu aiúa tíugfélaga á Nej»Aui •Atlai>t6t«afsie»ðiwn
Anð 1977 varð hun 76 ' \
3. SPURHIHC
Hvað er hieðsiuny'ingi
:..9WW,
ri'.igieíðif ymist eiga. eða em virkir þátttakendur tretcstfj
wiiendfci flugiéiaga. sem vakið hafa ^erðskuktdóe afhygti
a a:þ|óó.’« vefivang- tyrir ora uppbyggingu og góðan
S. SPURNIHC
Petf a á við um tvö neðaotafdfa féfagtt,
Þao he»ta‘>
!!□□□□
sin!ti> ijpiu saí u»i a» earöm*
Þrenn aðalverðlaun:
gj A) 3ja vikna fjolskylduferð Ul Fforida. |
M B) 2ja vikna tjólskylduterð til Parísar t
j C) 2ja vikna fjólskylduferð til Atpafjalla
feW Hótclgisting innitalin i öilum ferðunum
Tll Fjölskyldu teljasl torráðamenn hennar og
pau börn þeirra sem hjá þclm bua
Tmiwgu NtMXtlMai
1 — 10 Tnh l»mue«i m*« v«4um 11 — }0 Tttlt f«ni4« moO vSlvm
ItUgs.oH 1)1 *.nhv*ci Aollunar- N>l«g«l«u VI e»»>*t* SaHfucUf-
*(*ð»' «l*ndi« — og h*cm »Nuf tnntnlanð* — 09 n*jm «fUc(
FLUGLEIÐIRHF
Þannig lítur getraunaseöill Flugleiða út.
Fargjö!d milíi íslands og
annarra landa bar á góma á
fundinum og sögðu forstjórar
Flugleiða, þeir Alfreð Elíasson,
Sigurður Helgason og Örn O.
Johnsen, að það væri skoðun
flestra þeirra sem þessi mál
'þekktu bezt, að fargjöld milli
Islands og annarra Evrópulanda
væru sanngjörn. Islenzku flug-
félögin og síðar Flugleiðir hefðu
markvisst unnið að markaðs-
rannsóknum og í kjölfar þeirra
hefðu verið sett upp mismun-
andi fargjöld, svo kölluð sérfar-
gjöld, sem gilda bæði austur um
haf og til Ameríku. Fyrir þá sem
gætu skipulagt ferðir sínar
fyrirfram og ekki væru bundnir
við ákveðnar dagsetningar væri
hægt að ferðast milli íslands og
annarra landa á mjög hóflegum
gjöldum. Það væri tímanna tákn
að á meðan fargjöld með flug-
vélum lækkuðu stöðugt ykist
verðbólga og að sama skapi
hækkaði verð á gistihúsum bæði
hér á landi og erlendis. í
athugun, sem gerð hefði verið
nýlega á fargjöldum milli nokk-
urra borga innan Evrópu, kæmi
í ljós, að fargjöld Flugleiða væru
-mun lægri en fargjöld annarra
flugfélaga á svipuðum leiðum.
Sem dæmi mætti nefna Kefla-
vík/Kaupmannahöfn, Kaup-
mannahöfn/Madrid,
Helsingfors/Nissa, Osló/Róm,
og Stokkhólmur/Barcelona.
Kaupmannahöfn/Madrid er
48% hærra en gjaldið milli
Kaupmannahafnar og Keflavík-
ur, Helsingfors/Nissa 71%
hærra, Osló/Róm 71,8% hærra
og Stokkhólmur/Barcelona
43.2%. Fargjöld innanlands
leiða svipað í ljós. í Noregi,
Danmörku og Svíþjóð eru þau
mun hærri eða allt upp í 288.7%
hærri.
Fyrstu sex mánuði þessa árs
voru farþegar í N-Atlantshafs-
flugi Flugleiða 109.310 á móti
102.695 á sama tíma í fyrra og er
aukningin 6.4%, í Evrópuflugi
eru farþegar fyrstu sex
mánuðina 56.720 á móti 49.885 á
leiða hefur hinsvegar fækkað
um 38.9%, úr 14.995 í 9.160 en
hjá Air Bahama hefur þeim
fjölgað um 77.0% úr 4.678 í
8.279. Alls hafa því vélar
félaganna flutt 329.841 farþega
á fyrstu sex mánuðum þessa árs
á móti 312.911 og er aukningin
5.4%.
Talsmenn Flugleiða sögðu að
þrátt fyrir þessa aukningu hefði
hagur félagsins ekki batnað að
sama skapi, þar sem aukinn
farþegafjöldi gerði ekki meira
en að halda í við kostnaðar-
hækkanir.
Eins og skýrt var frá í Mbl. í
gær hafa Flugleiðir ákveðið, auk
þess að auka hlutafé félagsins
um 300 millj. kr., að bjóða öllum
landsmönnum ti! getraunaleiks,
og eru þrenn aðalverðlaun í
boði. 1. 3ja vikna fjölskylduferð
til Florida, 2. 2ja vikna fjöl-
skylduferð til Parísar, 3. 2ja
vikna fjölskylduferð til Alpa-
fjalla. Hótelgisting er innifalin í
öllum ferðunum og til fjölskyldu
teljast forráðamenn hennar og
þau börn sem hjá þeim búa. Auk
þessara verðlauna verða veitt
tuttugu aukaverðlaun: 1.—10.
Tveir farmiðar með vélum
félagsins til einhvers áætlunar-
staðar erlendis og heim aftur,
11.—20. Tveir farmiðar með
vélum félagsins til einhvers
áætlunarstaðar innanlands —
og heim aftur.
Á þessum línuritum sést samanburður á innanlandsfargjalda á Norðurlöndum og milli nokkurra borga innan Evrópu.