Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 Vltlðlmli I I VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Ostaframleiðslan: Mikil aukning í útflutningi VIO lestur á yfirliti því sem birtist í Hagtölum mánaöarins, júlí 1978 og fjallar um framleiðslu og sölu helstu landbúnaöar- afurða kemur fram aö allmiklar sveiflur eru í útflutningi osta. Til aö fá nánari skýringar á þessum sveiflum ræddi Viöskiþtasíöan viö Óskar H. Gunnarsson forstjóra Osta- og smjörsölunnar og sagöi hann aö helztu orsakirnar væri aö finna í því magni sem framleitt og neytt væri hér innanlands af mjólk ásamt verðlagsmálum þessara afuröa hér innanlands hverju sinni. Útflutningur osta er því nokkurs konar afgangsstærð, sagöi Óskar, enda má segja aö þaö komi fram í tölunum. Útflutningur osta nam sem hér segir.: 1974 1975 1976 1977 1017 millj. 589 millj. 314 millj. 1231 millj. Hann sagöi aö helztu markaöslöndin væru Bandaríkin og Svíþjóö og af þeim tegundum sem mest er flutt út af má nefna óöalsost og Goudaost en nú á næstunni mun hefjast útflutningur á bræddum ostum (smurostum) til Tékkóslóvakíu. Og þegar hann minntist á bræddu ostana spuröum viö hvort hinn nýi hvítlauksostur hafi dregiö úr sölunni á hinum smurostunum. Óskar kveö svo ekki vera, salan á hvítlauksostinum hefur komiö sem hrein viöbót. Af hverju? ÞAR SEM all miklar um- ræður fara nú fram í þjóðfélaginu um stöðu fisk- vinnslufyrirtækja er ekki úr vegi að varpa fram nokkrum spurningum sem oft heyrast og hefur Við- skiptasíðan siðan sett nokkra þá punta, sem oft heyrast sem sjónarmið fiskverkenda í umræðun- um, fyrir aftan hverja spurningu. Af hverju eru fiskvinnslu- fyrirtæki alltaf rekin með tapi? Sem betur fer eru ekki öll fiskvinnslufyrirtæki landsmanna rekin með tapi en helzta orsökin fyrir hinni almennu stöðu er sú að innlendar kostnaðarhækkanir hafa á undanförnum misserum verið mun meiri en hækkanir á markaðsverði, þrátt fyrir að al- mennt megi telja verðlagið hag- stætt. Árin 1974 og 1975 var það óhagstætt og olli verulegum rekstrarerfiðleikum. Einnig er vert að benda á tvö önnur mikilvæg atriði sem ráðið hafa þróuninni í seinni tíð. Við ákvörö- un fiskverðs (bolfisks) hefur ekki verið tekið nægilegt tiilit til sjónarmiða fiskkaupenda. Arð- semi í fiskvinnslu hefur ekki verið lögð til grundvallar við verð- ákvarðanir. Verulegir erfiðleikar eru á sölu saltfisks og skreiðar á hinum hefðbundnu mörkuðum og hefur það leitt til mikils vanda fyrir framleiðendur þessara afurða. Af hverju er þessi mikli mismunur á fiskvinnslu- fyrirtækjum norðan og sunnan heiða? Fram til 1974 var vetrarvertíð- araflinn aðaluppistaðan í þeim afla sem fiskvinnslustöðvarnar sunnan heiða unnu úr. Eftir þann tíma breytist þetta og aflinn berst nú á land allt árið samfara því að samsetning aflans hefur verið óhagstæðari en áður var. Fyrir- tækjum norðan heiða var og er veitt mun meiri fyrirgreiðsla í sjóðakerfinu en fiskvinnslufyrir- tæki sunnan heiða hafa átt kost á eða með öðrum orðum: fyrirtækin hér sunnanlands hafa ekki getað ráðist í þær hagræðingaraðgerðir sem nauðsynlegar eru. Þá má bæta við að á Reykjanesi eru all margar saltfiskverkunarstöðvar og bætir ástandið í markaðsmálum þeirra ekki stöðuna. Af hverju eru þá allar þessar fiskvinnslustöðvar enn í gangi? Almennt eru fiskvinnslufyrir- tæki meðal helztu atvinnufyrir- tækja í hverju byggðarlagi hér á landi. Lokun þeirra hefur því fljótt mikil áhrif á afkomu einstaklinga, sveitarfélaga og þjóðfélagsins í heild. Af þessum ástæðum er reynt að forðast stöðvun rekstrar í lengstu lög. Þetta hefur þó ekki ávallt tekist og má nefna sem dæmi að um 10 frystihús hafa hætt rekstri á Suðurnesjum frá því í upphafi síðasta árs. Af hverju tala fiskverk- endur fyrst og fremst um gengisfellingu þegar leysa á vanda fiskvinnslufyrir- tækja? Bílasalan í Bandaríkjunum EINS OG sjá má á meðfylgjandi mynd hafa verið allmiklar sveiflur í bílasölunni í Bandaríkjunum og þá ekki sízt það sem þeir kalla „Truck Sales“ en það nær til þeirra tegunda bíla sem við nefnum sendiferðabíla og jeppa. Ford og General Motors ráða yfir stærstum hluta þessá svokallaða Truck Sales markaðar eða 35% hvor en hlutur Chrysler verksmiðjanna er um 12,5%. En það eru ekki allir jafn hrifnir af þessari þróun fyrir vestan. Stjórnmálamenn óttast að hún geti spillt fyrir þeim áætlunum sem í gangi eru varðandi framleiðslu bíla er krefjast minna eldsneytis og þeir sem áður voru undirverktakar stóru bílaverksmiðj- anna missa nú þennan hluta framleiðslu sinnar yfir til bílaframleiðendanna sjálfra. Þar sem það hefur verið eitt meginverkefni allra ríkisstjórna okkar eftir seinni heimsstyrjöld- ina að halda verðbólgunni í skefjum án sýnilegs árangurs telja fiskverkendur sig ekki umkomna að leiða það mál til lykta. Það verður því, andstætt öllum al- mennum rekstrarhagfræðilegum kenningum, að auka tekjurnar til samræmis við gjöldin, þegar við- komubrestur fer að gera vart við sig í atvinnugreininni. Umræður fiskverkenda ber því fyrst og fremst að skoða í ljósi reynslunnar en ekki út frá því hvort gengisfell- ing í sjálfu sér sé heppileg lausn eða ekki. Það vita allir heilvita menn að hún er aðeins skammgóð- ur vérmir meðan við búum við það vísitölukerfi sem hér þekkist í dag. Framtíðarlausnin er því fólgin í því að samræma innlenda verð- lagsþróun, þróun verðlags í helztu markaðslöndum okkar og síðan verði arðsemissjónarmiðið lagt til grundvallar í öllum þeim ákvörð- unum sem teknar eru af hinum ýmsu aðilum sem fara með mál- efni fiskvinnslufyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.