Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 19 Óvíst hvort Arnór f er út — MÁLIÐ er orðið flókið og leiðinlegt, en þó finnst mér gæta meiri skilnings hjá forystumönnum Víkings en áður, sagði Eiður Guðjohnsen í stuttu viðtaii við Morgunblaðið í gær um framvindu máls sonar hans, Arnórs Guðjohnsen, sem skrifaði undir samning við belgíska félagið Lokeren fyrr í sumar. — Ég sat fund með stjórn Víkings á þriðjudaginn og reyndi þá að skýra málið frá grunni og ég er ekki frá því að það hafi verið nauðsynlegt vegna misskilnings, hélt Eiður áfram. — Það er þó mín skoðun að félögin geti ekki verið að hringla með framtið einstaklinga innan sinna vébanda til þess eins að finna út hver staða þeirra sjálfra er gagnvart ásælni erlendra félaga. — Eg er reyndar ansi smeykur um, að stífni Víkinga hafi eyðilagt þennan möguleika fyrir Arnóri. Hann átti að vera mættur til Lokeren á miðvikudaginn og okkur gengur illa að ná í talsmenn félagsins. Málið er því í óþægilegri biðstöðu eins og er, en það sem skortir er samþykki Víkinga, sagði Eiður að lokum. — KK- nniviARiMM GUGNAÐI SÁ ÓVÆNTI atburður gerðist á laugardaginn, er knattspyrnulið Þróttar ásamt dómaraliðinu var búið að koma sér fyrir í flugvélinni til Vestmannaeyja, að dómaranum varð litið út um ijórann. Sá hann þá það dimmviðri sem úti var og þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum þá um kvöldið, ákvað hann að hætta við förina, ef vera skyldi að ófært yrði orðið aftur upp á meginlandið er leikurinn væri úti. Dómaralausir höíðu Þróttarar ekkert að gera til Eyja og var því öllu frestað. Leikur ÍBV og Þróttar hefur verið settur á á fimmtudaginn og hefst hann klukkan 19.00. í dag fer fram í Eyjum leikur ÍBV og ÍA í meistarakeppni KSÍ. sannkölluð eftirlegukind, en eins og kunnugt er, fer keppni sú jafnan fram á vorin og það snemma. Þessum leik varð að fresta á sínum tíma. Mikið er í húfi, ÍA nægir jafntefli til þess að tryggja sér sigur í keppninni, en sigri ÍBV, verða öil liðin jöfn. Hvað þá? - gg. 9 DOMARAR DÆ M A YTR A ÁKVEÐIÐ hefur verið að Eysteinn Guðmundsson dæmi leik Belmania og Beveren í N-írlandi 27. næsta mánaðar. Línuverðir með honum verða Rafn Hjaltalín og Sævar Sigurðsson. 24. október dæmir Guðmundur Haraldsson landsleik 21 árs og yngri milli Skota og Norðmanna í Glasgow. Línuverðir verða þeir Arnþór Oskarsson og Valur Benediktsson. Daginn eftir dæmir Magnús V. Pétursson svo landsleik Wales og Möltu, þar vérða línuverðir þeir Hreiðar Jonsson og Oli Olsen. Einn er sá milliríkjadómari, sem ekki fær verkefni í haust, Þorvarður Björnsson. Er Þorvarður þó númer 4 á lista íslenzkra milliríkjadómara. Þorvarður fer hins vegar í vikunni ásamt Guðmundi Haraldssyni til Vínarborgar, en þar sitja þeir UEFA-ráðstefnu fyrir dómara. — áij. Jón og Vilmundur í eldlínunni strax fyrsta mótsdaginn • Vilmundur Vilhjálmsson keppir í 100 m hlaupi á EM í Prag í kvöld og á nokkra möguleika á að komast í milliriðil. ÍSLENZKU kepp- endurnir á Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum komu til Prag á föstudagskvöldið. Eftir langa og stranga vega- bréfsskoðun, þar sem ekki færri en fimm aðil- ar, þurftu að fjalla um hvert vegabréf og stimpla, fékk hópurinn að halda áfram af flug- vellinum inn í borgina. Evrópumeistaramótið verður sett klukkan 15.30 í dag að íslenzkum tíma. Þátttökuþjóðirnar ganga inn á leikvanginn undir þjóðfánum og verð- ur Óskar Jakobsson fána- beri íslenzka hópsins. í dag keppa þeir Vilmundur Vilhjálmsson og Jón Diðriksson. Vilmundur keppir í undanrásum 100 metra hlaupsins, en Jón í undanrásum í 800 m. Mótið fer fram á nýjum leikvangi í Prag og var þessi stórglæsilegi völlur sérstaklega byggður fyrir keppnina. Leikvangurinn stend- ur á Strahov-hæðinni, sem gnæfir yfir Prag. Leikvangurinn tekur 50 þúsund manns í sæti. Alls munu 1200 keppendur frá 32 Evrópulöndum taka þátt í keppninni, þar á meðal margir heimsmethafar og Olympíu- meistarar. Þá eru 1100 frétta- menn komnir á staðinn til að fylgjast með. ísland hefur átt þrjá Evrópu- meistara í frjálsum íþróttum utanhúss. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúlúluvarpi í Ósló 1946 og í Brússel 1950. Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í stangarstökki 1950. Örn Clausen vann silfur- verðlaun í tugþraut á EM 1950 og Vilhjálmur Einarsson varð þriðji í þrístökki 1958 í Stokk- hólmi. Á sunnudagskvöldið var hald- ið mikið frjálsíþróttamót á aðalleikvanginum og voru þeir Óskar og Vilmundur meðal keppenda. Óskar stóð sig mjög Fréttamaður Morgunblaðsins á Evrópumcistaramótinu í Prag er Þórarinn Ragnarsson. Hann hélt utan í lok síðustu viku með íslenzku keppendun- um og fylgist með þeim til loka keppninnar. vel í kringlukastinu og varð í öðru sæti með 60,98 metra, sigurvegari varð Irmisch Bugar með 63,58 m. Níu keppendur mættu til keppninnar í kringlu- kasti, en margir hættu við þátttöku vegna leiðinlegs veð- urs. Mótstíminn var þó valinn eftir að veðurfar í Prag í 300 ár hafði veriö kannað og fræðingar komist að raun um að þessi tími væri sá heppilegasti. Næstur á eftir Óskari í kringlukastinu varð Ludvig Danek. Vilmundur Vilhjálmsson fékk tímann 10,81 í 100 metrunum og varð fiórði í sínum riðli. Sigur- vegarinn í keppninni hljóp á 10,63 sekúndum. Af 18 keppend- um hafnaði Vilmundur í 6. sæti. Vilmundur hleypur í dag í 4. riðli í 100 metra hlaupinu og sá sem er beztur í hans riðli er Sovétmaðurinn Kolesnikov, sem á 10,32. Vilmundur á bezt 10,46 miðað við rafmagsntímatöku. Hlaupi Vilmundur vel er alls ekki ólíklegt að hann verði meðai fjögurra fyrstu í sínum riðli. Hinir riðlarnir virðast sterkari. Jón Diðriksson keppir í 800 metra hlaupi í 4. riðli og á hann lélegasta tímann í riðlinum, 1:44,3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.