Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÚJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
♦
,Eg er þannig manngerð
ekki hugsað
mérað
ra í hóp
róttum'
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
4
VIÐ höfðum mælt okkur mót í anddyri hótels Loftleiða. Hann skar sig úr f jöldanum,
hávaxinn herðabreiður og allur hinn gjörvulegasti. íþróttamaðurinn Mac Wilkins
fyrrverandi heimsmethafi í kringiukasti og einn fjölhæfasti kastari heimsins var
komin tii íslands í annað sinn á skömmum tíma til að reyna að endurheimta heimsmet
sit í kringlukasti. Daginn áður en spjall okkar fór fram, hafði Wilkins náð að kasta
70.02 metra á Laugardalsvellinum hans lengsta kast í ár og næst lengsta kast í
heiminum.
Er við höfðum komið okkur vel
fyrir í veitingasal hótelsins, byrj-
uðum við samtalið.
— Hvar ertu fæddur og hvar
býrðu í Bandaríkjunum?
— Ég er fæddur 15. nóvember
1950 í Eugene Oregon á vestur-
strönd Bandaríkjanna, og þar hef
ég búið allt mitt líf. Að vísu hef
ég ferðast mikið, og hef nú
samastað í Kaliforníu, en fer
væntanlega fljótlega aftur til
Oregon.
— Hvenær komst þú fyrst í
kynni við íþróttir?
— Það var löngu áður en ég hóf
skólagöngu. Frá því að ég man
fyrst eftir mér var ég alltaf í-
leikjum og allskyns keppni. En
þegar ég hóf skólagöngu, fór ég
fyrst að æfa af viti og kynnast
hinum ýmsu greinum íþrótta. í
skóla stundaði ég körfuknattleik,
amerískan fótbolta, golf og frjáls-
ar íþróttir. Það var þó fyrst er ég
var 16 ára að áhugi á frjálsum
íþróttum vaknaði. Ég keppti í
grindahlaupi, kastgreinum og boð-
hlaupum. Oregon-fylki er frægt
fyrir þann mikla áhuga sem þar
ríkir á frjálsum íþróttum, það er
svipað og í Finnlandi, frjálsar
íþróttir eru í öndvegi. Þetta kann
að hafa haft áhrif á ég valdi
frjálsar.
Frjálsar íþróttir
reka lestina
— Samt er það nú svo í
Bandaríkjunum að atvinnuíþróttir
draga mest til sín, og þá sérstak-
lega í stórborgunum. Úngir nrenn
stefna að því að vinna sér inn
mikla peninga með því að fara i
atvinnumensku í íþróttum. í
Bandaríkjunum má segja að
tvenns konar atvinnumennska sé
við lýði. Fyrst má nefna skóla-
styrki, sem háskólar veita þeim
sem skara fram úr og eru há-
skólarnir einskonar stökkpallur út
í hina raunverulegu stóratvinnu-
mennsku. Þeir bjóða efnilegum
íþróttamönnum úr gagnfræðaskól-
um fría skólavist, og greiða þeim
um 150 dollara á mánuði, séu þeir
liðtækir í kapplið skólans í ein-
hverjum greinum. Körfuknatt-
leikurinn og ameríska knattspyrn-
an eru best launuð, en þar á eftir
koma tennis og golf. Frjálsar
íþróttir reka lestina.
— Nú er mikið rætt um auka-
fríðindi og greiðslur undir borðið,
er eitthvað um slíkt?
— Hugsanlega, um það get ég
ekki sagt, en hver veit, þetta er oft
svo einstaklingsbundið.
— Var þér boðinn skólastyrkur?
— Já, ég fékk gott tilboð frá
Oregon-háskóla, og því tók ég. Þá
var hinn þekkti frjálsíþróttaþjálf-
ari Bill Bowermann starfandi við
skólann og undir hans handleiðslu
hóf ég æfingar af mikilli alvöru og
tók örum framförum. Þegar ég
byrjaði í háskólanum kastaði ég
kringlunni aðeins 47 metra, en
strax eftir nokkra mánuði var ég
kominn upp í 49 metra. Þá lagði
ég mikla áherslu á spjótkast og
náði best 78,44 metrum. En litlu
seinna meiddist ég í olnboga og
varð ég þá að taka þá ákvörðun að
hætta að kasta spjóti og einbeita
mér að kúlu og kringlukasti.
— Nú var þér boðinn skóla-
styrkur vegna getu í íþróttum.
Stefndi hugur þinn ekki að at-
vinnumennsku í einhverri af hin-
um betur greiddu íþróttum eins og
golfi, tennis eða amerískri knatt-
spyrnu?
Gæti ekki hugsað
mér að vera í
hópíþróttum
— Því er fljótsvarað. Hæfileik-
ar mínir í golfi og tennis voru ekki
nægilega miklir til að ná langt, og
svo er ég sú manngerð að ég gæti
ekki hugsað mér að vera í
hópíþróttum þannig að ég endaði
í frjálsum íþróttum og þegar ég lít
til baka er ég ánægður yfir því.
• Örn Eiðsson. formaður Frjálsíþróttasambands íslands, leysir Mac
keppni Wilkins hér á landi í síðara skiptið í sumar.
Wilkins út með gjöfum að lokinni
Þórarinn Ragnarsson ræðir við Mac Wilkins
fyrrverandi heimsmeistara í kringlukasti
— Þiggurðu peninga sem
greiðslu fyrir keppni?
— Ég er með umboðsmann sem
velur úr þeim mótum sem mér er
boðinn þátttaka í og hann sér
einnig um að ferðakostnaður sé
greiddur og svo dagpeningar. Það
er útilokað að standa í þessu og ná
árangri nema að hafa aðstöðu til
að æfa árið um kring og keppa
óhemju mikið á sem flestum
mótum. Hvernig ætti maður að
eiga möguleika á að standa sig
nema að fá hjálp? Lítum á
íþróttamennina í austurblokkinni,
þeir eru allir dulbúnir atvinnu-
menn.
— Er þú kepptir á Kaupmanna-
hafnarleikunum fyrir skömmu
varstu með hárband og á því var
auglýsing frá Tuborg-bjórverk-
smiðjunum. Þetta gerir tennis-
leikarinn frægi Bjöi-n Borg á flest
öllum mótum sírtum, fékkst þú
greitt sérstaklega fyrir að vera
með þetta hárband?
— Einhver verður að standa
undir kostnaði við frjálsíþrótta-
mót, í þessu tilviki sáu Tuborg
bjórverksmiðjurnar um kringlu-
kastkeppnina á leikunum, og létu
fé af hendi rakna til mótsstjórnar-
innar. Ég fékk ekki grænan
túskilding. En eins og þú máske
veist þá fær Borg 10.000 þúsund
dollara fyrir hverja keppni þegar
hann leikur með hárband frá
Tuborg. Leikarnir í Kaupmanna-
höfn voru vel skipulagðir og í
fyrsta skipti í langan tíma grædd-
ist danska frjálsíþróttasamband-
inu fé á því að halda mót.
Pilluát er
skaðlegt öllum
íþróttamönnum
— Nú er því oft fleygt fólks á
meðal að kastarar geri mikið af
því að éta pillur og hormónalyf..
Hvað vilt þú segja um þetta atriði?
— Það er ekki eins mikið um
þetta og fólk heldur. Fólk er að
leita eftir sögum, og hendir þetta
þá gjarnan á lofti. Ef fólk vissi
örlitlu meira um íþróttir þá kæmi
í ljós, að pilluát er skaðlegt öllum
íþróttamönnum og það gera þeir
sér ljóst í flestum tilvikum.
— Nú hefur vakið athygli að þú
ferðast ekki mikið með bandaríska
landsliðinu í frjálsum íþróttum.
Er einhver sérstök ástæða fyrir
því?
— Já, rétt er það. Ástæðan er
sú, að mér hreinlega leiðist að
ferðast um í svo stórum hóp. Þetta
eru oft um 150 manns og allar
reglur, sem settar eru, eru út í
hött. Þá fæ ég ekki eins mikið út
úr því að keppa með landsliðinu
eins og ég fæ með því að keppa
einn hér og þar. Þá á ég við hvað
góðan árangur snertir. Ég hef
aðeins farið í eina ferð með
landsliðinu og það geri ég ekki
aftur. Ég hef síðan þá alltaf
ferðast upp á eigin spýtur.
— En nú varstu með liðinu á