Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
Gengið frá fallhlífinni ..
Komið að Hveravöllum til Auðar og Páls ..
I bað þrátt fyrir nepjuna ...
fíugbjörcjunarsveitin í heimsókn á
Hveravoiium eftir óveniuiegri leið
Fallhlífarstökk var fyrst —
stokkið hér á landi af íslend-
ingum fyrir nokkrum árum og
voru þar aö verki nokkrir
félagar í Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík. Þeir höfðu þá
um alllangt skeið verið við
æfingar í þessu skyni. — Enn
í dag eru félagar Flugbjörgun-
arsveitarinnar að æfa sig og
þá fyrst og fremst til að vera
í sem beztri þjálfun þegar
útkalliö kemur. Tvær flugvélar
forú 23. febrúar s.l. með
félaga Flugbjörgunarsveitar-
innar og farangur þeirra upp
á Kjöl, þar sem þeir stukku út
yfir hvítri fannbreiðunni og
lentu rétt viö hús Veðurstof-
unnar á Hveravöllum. Þeir
sem þarna voru að verki voru
þeir Rúnar Nordkvist, Guð-
laugur Þórðarson, Jóhannes
Ellert Guölaugsson og Þor-
steinn Guöbjörnsson.
„Steina datt þetta í hug.
Hann hafði gengið meö þetta
í maganum lengi,“ sagöi sá
þeirra félaga sem síðastur
kom inn í þetta. Sá hafði
heyrt á tali félaga sinna hvað
stóð til og vakti það þegar
áhuga hans á að taka þátt í
ævintýrinu. Sá hafði reyndar
aldrei stokkiö fyrr úr fallhlíf,
en þjálfun hans var að öðru
leyti ágæt.
Þorsteinn var fallhlífar-
stökkskennari og nú hafði
hann tekið aö sér nýliðann og
lofaö aö kenna honum listina.
— Kennslubókin var lesin á
mettíma og fyrri áætlanir um
aö stökkva með vorinu fuku
út í veður og vind og fyrsta
stökkiö skyldi reynt sem fyrst.
Dagur stökksins var svo 2.
febrúar. Sæmileg skilyrði
voru í Reykjavík þennan dag.
Nýliðinn stökk út yfir Reykja-
víkurflugvelli og sveif þarna
neðan í nylon fallhlífinni. —
Stökkiö var vel heppnaö og
nýliðinn hafði fengiö vígslu.
Undirbúningurinn hélt
áfram. Ekki voru margir dag-
ar til stefnu. Skíöin voru tekin
fram, en á þeim var ætlunin
að ganga til byggða. Bakpok-
ar, svefnpokar, tjöld og
kuldaklæönaöur, þar á meðal
hnausþykkt fööurlandiö, allt
tekið fram og við bættist svo
allur maturinn til feröarinnar.
Ætlunin var svo aö færa
íbúunum á Hveravöllum ein-
hverja mungát. Allt dótið var
sett í einn stóran kassa sem
fékk sína eigin fallhlíf, nema
hvað skíöin voru tekin sér.
Þá var komið aö því aö
fljúga upp að Hveravöllum
Stóri
kassinn
komin í
vélina. —
Hvað nú?
meö flugvél frá Flugstöðinni,
sem bæði gat flutt fjórmenn-
ingana og allan farangur. —
Þaö var í fögru veðri hinn 11.
febrúar sem nýliðinn fékk sitt
annað stökk yfir ísilögðu
Sandskeiði. Þriöja stökkiö var
svo yfir Reykjavíkurflugvelli,
veður var þar gott og 6 hnúta
vindur.
Þar sem allur undirbúning-
ur gekk vonum framar var
ákveöiö aö flýta feröinni um
einn dag og fara 23. febrúar,
en þá kom babb í bátinn,
flugvélin frá Flugstööinni var
upptekin. Landhelgisvélin var
heldur ekki á feröinni þennan
dag. — Útlitið var því ekki
sem bezt. Jónas Pálsson á
Veöurstofunni hringdi til okk-
ar aö morgni hins 23. febrúar
þar sem hann vissi um
fyrirætlanir hópsins og til-
kynnti aö veöurútlit væri
ágætt þennan dag, en iíkur
bentu til þess aö ekki væri
hægt aö stökkva næstu daga.
— Þaö var því ákveðiö aö fá
sex sæta flugvél frá Sverri
Þóroddssyni og ákveðið aö
taka af henni hurðina svo að
stóri kassinn kæmist með. Þá
kom í Ijós enn eitt Ijóniö á
veginum, ekki komust nema
tveir menn að viðbættum
stóra kassanum í vélina og
voru því góð ráð dýr. Þetta
bjargaöist þó með þeim hætti
að formaður Flugbjörgunar-
sveitarinnar bauöst til aö
fljúga meö þá sem eftir voru
og skíðapokann á eigin vél.
— Þaö vakti nokkurn ugg að
séð var fyrir aO vélarnar yrðu
aö vera huröarlausar alla leið
upp á hálendiö í nístings-
kulda.
Allt umstangið haföi tekiö
sinn tíma og því var komið
fram yfir hádegi þegar vélarn-
ar lyftu sér af brautinni í
Reykjavík. Reykjavík var fög-
ur yfir að líta þennan kalda
vetrardag. Stefnan var tekin
austur yfir Þingvöll og fylgd-
Stokkið
Við Ferðafclagsskálann í Hvftárnesi ...
ust vélarnar aö allt aö Haga-
vatni við Langjökul. Þá losn-
aöi poki sem settur haföi
veriö utan á aöra vélina og
voru því góð ráð dýr við að
festa pokann. Það tókst þó
aö haida honum sæmilega
kyrrum og var fluginu haldið
áfram inn meö Langjökli í átt
til Hveravalla. Ailt var landið
hvítt svo langt sem augað
eygði.
Yfir Hveravöllum voru allar
aöstæður kannaðar og flugiö
síðan lækkaö og skíðapokan-
um kastaö út rétt hjá húsun-
um. Aftur var flugið hækkað
og stóra kassanum sparkaö
út. Fallhlíf hans þandist út og
hann sveif tígulega til jarðar.
Þá fórum við að kanna
vindstefnuna betur með tilliti
til þess aö stökkva sjálfir út
en við vorum þessa stundina
í um 3000 feta hæð.
Allar aðstæður reyndust
vera í lagi og fyrsti maðurinn
steig út á lendingarhjóliö og
hélt meö báöum höndum um
vængstifífuna. — Smá hnykk-
ur — og maðurinn sveif til
jarðar meö útbreiddan faöm-
inn og góöa baksveigju.
Fallhlífin opnaðist og hann
leið til jaröar með stórkost-
legt útsýni yfir Kjöl fyrir
framan sig, Kerlingarfjöll og
fleiri svæöi. Jörðin nálgaöist
og hann bjó sig til lendingar.
Snjórinn var ekki djúpur svo
að lendingin var „stórfín."
Næsti maður út var Þor-
steinn Guðbjörnsson sem þar
stökk sitt hundraðasta stökk
aö þessu sinni. Þeir voru
báðir í fyrri vélinni.
Þá var talstööin tekin í
notkun og síðari vélinni leið-
beint. Fyrst kom vörufallhlífin
í Ijós, en neðan í henni voru
matvæli til veðurstofufólks-
ins, þeirra Auðar og Páls.
Tvær fallhlífar til viðbótar
gáfu himninum lit og þar
komu þeir Rúnar og Jóhann-
es.
Auður og Páll komu þegar
til okkar og buöu okkur í
bæinn þar sem kaffi og
meölæti beið okkar. Eftir þaö
var farið til þess aö ganga
endanlega frá fallhlífunum og
öðrum farangri og er við
höföum lokiö því beið okkar
dýrindis soðning, saltkjöt og
baunir.
Um morguninn þegar vakn-
að var var kaldi eða stinn-
ingskaldi en bjart veður. —
„Gott baðveður,“ sagði Steini
og brá sér í baö í útilauginni.
Þá var loks skundað af stað
og var farið nokkuö hratt yfir
því í bígerð var að ná í
skálann í Hvítárnesi fyrir
myrkur. — Af Kjalveginum
var síöan undan fæti niöur að
Fúlukvísl, sem kom aö þessu
sinni undan snjóskafli.
Herti nú veður að mun en
eina bótin var að skafrenn-
ingurinn var allur í bakiö.
Runnum við undan veörinu
sem stööugt versnaöi og var
orðið svo slæmt að frekar
þurfti aö halda við en að
renna sér. Það kom sér vel að
þessu sinni aö vera kunnugur
öllum aöstæöum þarna, því
aö ella heföi verið erfitt aö
finna skálana í rökkrinu og
skafrenningnum.
Er stöövaö var viö skálann
var vart stætt þar til að moka
sig inn í hann og þaö var þvi
hugsað hlýtt til Feröafélags
íslands er inn var komið, en
þeir eiga þarna þetta ágæta
sæluhús. Úti gnauöaöi vind-
urinn en þreyttir félagarnir
sváfu vært.
Þegar menn litu út klukkan
átta um morguninn var enn
vitlaust veöur og sneru menn
sér því á hina hliðina og sváfu
til tíu. Þá haföi veðrið heldur
gengið niður svo ákveðið var
aö halda af stað. Þaö gekk
ágætlega því aö næöingurinn
var í bakið eins og fyrri
daginn. Mjög vel gekk niður
aö Hvítá og þegar aö henni
kom reyndist brúin algerlega
óþörf því stæröarinnar skafl
var yfir hana.
Við Beinakerlinguna á Blá-
fellshálsi haföi veðrið gengiö
svo niður að mögulegt var að
matast, en það var átta tíma
labb framundan niður aö
Geysi í Haukadal, næsta
næturstaðar. — Yfir Sandá
var farið án þess aö taka eftir
henni.
Er komiö var fram á brúnir
Haukadals heyröist til flugvél-
ar. Þarna reyndist vera á
ferðinni vél frá Flugfélagi
íslands. í gegnum talstöö
hópsins tóku flugmennirnir
skilaboðin ti Reykjavíkur um
aö sækja mætti þrjá mjög
ánægöa feröalanga til
Siguröar Greipssonar næsta
morgun.