Morgunblaðið - 29.08.1978, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
Sigurður Björnsson
frá Vík — Minning
llMinsfjörður indæll er
á sumardegi þykir mér,
með grösug engi, gróin tún,
grænar hlíðar, fagra brún.
Ain hlær, hrein og tær,
himinblítt er vatnið frítt,
fjöru kringum flöktir már,
fjörðurinn er spegilgljár.
Þannig hefst óður Jóns Magnús-
sonar frá Minnaholti um Héðins-
fjörð. Mér þykir vel við eiga að
byrja þessi kveðjuorð á þessari
átthagalýsingu, því að þessa mynd
hafði sá er hér verður minnst fyrir
augum meiri hluta ævi sinnar.
Sigurður Björnsson frá Vík í
Héðinsfirði hefur kvatt þennan
heim. Hann gerði það þegar sól
var hér hæst á lofti í sumar. Hann
sagði mér margt um Héðinsfjörð
fyrir þremur árum er ég samdi
þátt þann um sveitina er síðar
birtist í Súlum. Þá kynntist ég
Sigurði nokkuð, ljúflyndi hans og
léttri gamansemi.
Sigurður Björnsson var fæddur
að Vatnsenda í Héðinsfirði 27.
mars 1912. Foreldrar hans voru
Björn Ásgrímsson, Björnssonar
frá Vík og Anna Sigurðardóttir frá
Vatnsenda. En móðir Önnu var
Halldóra Björnsdóttir frá Vík.
Bæði voru þau Björn og Anna
valinkunn hjón og góðum gáfum
gædd og hann skáldmæltur. Þau
bjuggu fyrst á Vatnsenda í nokkur
ár en síðar lengst í Vík meðan þau
dvöldu í Héðinsfirði. Þau gengu í
hjónaband 21. nóv. 1910.
Hemilið varð fyrir þeirri
reynslu að Björn varð að dvelja á
sjúkrahúsi í Reykjavík í 12 ár. Þá
voru börn þeirra enn ung. En
Anna stóðst þessa raun með
börnum sínum og hélt búskapnum
áfram. Má segja að þar hafi gerst
hetjusaga. Snemma varð Sigurður
fyrir búi hjá henni og svo var öll
hin síðari ár. En alls voru systkini
9 og var þarna því fjölmennt í
heimili.
En Birni auðnaðist að koma
aftur heim eftir þessi 12 ár og
hafðí þá að mestu endurheimt
heilsu sína. En hann varð ekki
langlífur. Hann lést 22. apríl 1943,
aðeins 58 ára gamall.
Frá því var Sigurður fyrir búi
móður sinnar. Hann þekkti ekki
aðeins þá mynd sem hér var
brugðið upp af firðinum í sólskini.
Hann þekkti einnig vetrarhríðirn-
ar þar og samgönguerfiðleika. En
Sigurður undi þarna vel því að
hann var í eðli sínu bóndi. Hann
hafði unun af að hugsa um fé sitt.
«
Alls voru systkinin í Vík 9. Með
fráfalli Sigurðar eru nú fjögur
þeirra látin: Ása María, Guðmund-
ur, Stefánía og Sigurður. En á lífi
eru: Halldóra á Akureyri, Birna í
Ólafsfirði, Soffía og Ingibjörg
báðar í Reykjavík og Stefán bóndi
á Hesjuvöllum í Kræklingahlíð.
Þessi fjölskylda byggði eina
steinhúsið í Héðinsfirði. Og hún
bjó þar til 1951, en þá voru allir
aðrir bændur fluttir úr firðinum
og því afar erfitt fyrir eitt heimili
að verða þar eftir. Anna fluttist
því með nokkur af börnum sínum
til Eyjafjarðar það ár og bjuggu
þau fyrst á Rangárvöllum í eitt ár
en eftir það í Kollugerði frá
1952—1977 og var Sigurður þar
fyrir heimilinu. Þar lést Anna 3.
des. 1964.
Sigurður sá eftir að fara úr
Héðinsfirði og þar átti hann
margar kærar minningar. En
hann neyddist til þess af áður-
greindum ástæðum.
Á síðasta ári fluttist hann frá
+
Móöir okkar
MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR,
fri Hjallalandi,
Álftamýri 50, Rvík,
andaðist aö heimili sínu sunnudaginn 27. ágúst.
Börn hinnar látnu.
+
Móöursystir mín,
KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR
frá Þorvaldarbúö, Helliaaandi,
andaöist í sjúkrahúsi Stykkishólms 25. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Júlíusson.
t
JÓNÍNA INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR,
Hvarfisgötu 4,
Hafnarfiröi,
andaöist 26. ágúst.
Sigrtður Guömundsdóttir Sigurjón Guómundsson.
+
HELGI BERGSSON,
hagfrssöingur,
veröur jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.
Línay Jóhannaadóttir,
Páll B. Halgaaon, Sigurlaug Karladóttir
Jóhannos B. Halgason, Anna Hallgrímsdóttir,
Linay Halgadóttir, Guömundur Lúövíksaon
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför,
SIGURDAR TOMASSONAR,
Goöhaimum 8.
Sérstakar þakkir færum við forráöamönnum og starfsmönnum Sindra h.f.
Harborg Guómundsdóttir,
datur, fósturbörn, tangdabörn og barnabörn.
Lokað
í dag vegna jarðarfarar.
Ingibjargar Karlsdóttur.
Skíöaskálinn,
Hveradölum.
Minning:
Ingibjörg Karlsdótt-
ir í Skíðaskálanum
Fædd 15. febrúar 1905
Dáin 18. ágúst 1978
„Ætíð léstu beinann besta
boðinn (jesti úr vinar mund,
Þegar flesta fékkstu hesta,
fannst þér mesta gleðistund.
Margir brátt þér veittust vinir.
Vinsemd þrátt í kærleik snýst.
Þeir, sem máttu minna en hinir,
meðtak áttu hjá þér vfst.“
Þorskabftur.
Þessar ljóðlínur eiga vel við
starf og lífsskoðun Ingibjargar
Karlsdóttur, forstöðukonu í Skíða-
skálanum. Sterk og mótuð af
baráttuþreki aldamótakynslóðar-
innar helgaði Ingibjörg krafta
sína uppbyggingu veitingahúss-
reksturs á Islandi. Til undirbún-
ings þessa starfs stundaði hún um
tíma nám í matargerð í Svíþjóð, en
hóf aö því loknu sjálfstæðan
veitingahússrekstur ásamt Stein-
grími bróður sínum. Það er öllum
kunnugt, sem notið hafa veitinga
hjá þeim Ingibjörgu og Steingrími
á þeim veitingastöðum sem þau
hafa veitt forstöðu, að þar hefur
myndarskapur og glæsibragur
ráðið ríkjum.
I áratuga frábærri samvinnu
Ingibjargar og Steingríms hefur
markmiðið ávallt verið að veita
gestum sem besta þjónustu og
hefur ekkert verið til sparað,
hvorki tími né erfiði, að gestir
færu glaðir á braut.
Mannkostir Ingibjargar lýstu
sér vel í hjálpsemi hennar og
skilningi á kjörum þeirra, sem
minna máttu sín og af einhverjum
ástæðum áttu við erfiðleika að
stríða. Gleði hennar var líka rík,
þegar henni auðnaðist að veita
aðstoð og stuðla að betri líðan
fólks. Ingibjörg var gæfumann-
eskja í einkalífi. Hún eignaðist
eina dóttur, Erlu, sem er gift Birgi
Thomsen, öryggisfulltrúa og eiga
þau þrjú efnileg börn.
Fyrir fjórum árum missti Ingi-
björg heilsuna og dvaldi eftir það
á sjúkrahúsi, en Erla dóttir
hennar reyndist henni umhyggju-
söm og góð í veikindum hennar.
Kynni okkar Ingibjargar hófust
fyrir u.þ.b. 20 árum síðan, er ég
hóf störf hjá þeim systkinunum,
og tókst með okkur góð vinátta,
sem aldrei síðan brá skugga á. Það
var lærdómsríkt að starfa með
Ingibjörgu og kynnast dugnaði
hennar og hæfileikum. Það var
ævinlega góður samstarfsandi
ríkjandi, og hin erfiðustu verkefni
urðu ánægjurík.
Ég minnist þessa samstarfs og
margra góðra stunda á heimili
Ingibjargar og Steingríms á síðari
árum með þakklæti og virðingu.
Ég sendi dóttur Ingibjargar,
tengdasyni, barnabörnum, svo og
Steingrími og öðrum systkinum
hennar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Krístín Eggertsdóttir.
Ingibjörg Karlsdóttir, í Skíða-
skálanum í Hveradölum er látin
eftir langa og erfiða legu.
Hún varð 73 ára. Allan starfs-
aldur sinn vann hún með Stein-
+ Faöir okkar, tengdafaðír og afi,
JÓHANN GUDMUNDSSON,
frá Dalbæ,
sem andaöist 19. ágúst á Borgarspítalanum, Dómkirkjunni miövikudaginn 30. ágúst kl. 1:30. veröur jarösunglnn frá
Kristrún Jóhannsdóttir, Halldór V. Sigurósson,
Gyöa Jóhannadóttir, Guómundur H. Jóhannsson, Kristján Magnússon,
Anna Sigurðardóttir, Erlingur Kristjánsson
og barnabörn.
+
Elskuleg móöir okkar, tendamóðir, amma og langamma,
HELGA ÞORBERGSDÓTTIR,
frá Þingeyri,
Rauöalæk 32,
veröur jarösungin Irá Fríkirkjunni miövikudaginn 30. ágúst kl. 3. Blóm og
kransar vinsamlega albeöin, en þeim sem vildu minnast hennar, er þent á
Hjartavernd.
Þorbjörg Jónadóttir,
Gunnar Jónaaon,
Þórarinn Jónaaon,
barnabörn og barnabarnabarn.
Kollugerði að Hvannavöllum 6 á
Akureyri ásamt Halldóru sytur
sinni og Sigmundi syni hennar
sem hafði alist upp í Kollugerði.
En dvöl hans þar varð ekki löng.
Hann hafði verið heilsulítill hin
síðari ár og lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri þann 16.
júlí síðastliðinn.
Ég kynntist Sigurði nokkuð er
ég ræddi við hann um Héðinsfjörð
fyrir þremur árum. Við endur-
nýjuðum þessi kynni er hann flutti
í nágrenni við mig á síðastliðnu
ári. Sigurður var fróðleiksfús og
las talsvert einkum um sögulegan
fróðleik. Hann var léttlyndur og
hafði gaman af þvi sem broslegt
var. Hann var vinfastur og trygg-
lyndur. Þá var hann ávallt mjög
hjálpfús ef hann gat eitthvað
greitt úr fyrir öðrum. Allt eru
þetta eiginleikar góðs manns.
Hann gerði sér ljóst að starfs-
dagur hans var liðinn og tók því
með þolinmæði sem biði hans.
Hann var trúmaður og fagnaði því
að hitta ástvini sína aftur. Við
trúum því að þessi hægláti,
grandvari maður hafi átt góða
heimkomu.
Guð blessi minningu hans.
Eirikur Sigurðsson.
grími veitingamanni, bróður sín-
um, í Skíðaskálanum, Breiðfirð-
ingabúð og víðar.
Hún giftist ekki, en lætur eftir
sig eina dóttur.
Ingibjörg var ríkulega gædd
þeirri náðargáfu, sem einkennir
framúrskarandi matreiðslumenn:
hvort heldur hún eldaði einfalda
rétti eða hafði veg og vanda af
stórveislum höfðingja, vann hún
af sömu alúð og smekkvísi.
Þau systkin höfðu oft fjölda
hjúa og engan vissi ég fara
saknaðarlaust úr þeirri vist. Ég
átti því Iáni að fagna að vinna með
þeim um árabil og nú, þegar
Ingibjörg hefur verið kvöldd, er
mér efst í huga þakklæti fyrir
reynslu og þroska af samstarfi við
slíka konu. Einnig og ekki síður
fyrir elskusama þolinmæði, er hún
sýndi drengjunum mínum, ungum
og umsvifamiklum, þegar þeir
dvöldu hjá mér í Skálanum og
Búðinni oft langtimum saman.
Orð vega létt á leið hennar nú,
en henni fylgja hlýir og þakklátir
hugir ættingja, vina og vanda-
lausra og engin sál er betur
nestuð.
Ástvinum hennar sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Karlsdóttur.
Sigga Odds.
Miðtúni 12.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmæiis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein. sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu li'nubili.