Morgunblaðið - 29.08.1978, Síða 43

Morgunblaðið - 29.08.1978, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 43 mn Víetnamskir flóttamenn um boró í sökkvandi fiskibáti. Flóttamönnunum. 416 að tölu, var bjargað um borð í bandarísku freigátuna Whipple og sigldi hún með þá til Hong Kong. Þar fengu þeir landvistarleyfi um tíma, eða þar tH þeir hafa fengið leyfi til að flytjast til annarra landa. Bretar í sókn gegn hryðjuverkamönnum London. 28. ágúst. AP í KJÖLFAR hinna miklu hryðjuverka Araba í London að undanförnu hefur breska stjórnin nú farið þess á leit við sendiráð Arabaríkja að þau fækki verulega í starfs- liði sínu. I sjónvarpsviðtali við Dav- id Owen utanríkisráðherra Bretlands þar sem þetta kom fram. sagði hann einnig dð Bretar myndu beita öllum þeim aðgerðum sem nauð- synlegar væru til að koma í Owen varar við borg- arastríði í Rhódesiu London, 28. ágúst. AP. ÞAÐ ER óhjákvæmilegt að borgarastríð brjótist út í Rhódesíu ef ekki verða gerð- ir varanlegir friðarsamning- ar milli hinna stríðandi aðila í landinu á þessu ári, sagði David Owen, utan- ríkisráðherra Bretlands í sjónvarpsviðtali í dag. Ráðherrann sem hefur eytt mjög miklum tíma á 15 mánaða ferli sínum sem ráðherra til þess að reyna að koma á sáttum í landinu, sagði ennfremur að ástandið hefði sjaldan eða aldrei verið jafn ótryggt eins og í dag. Er ráðherrann var að því spurður hverjum væri um að kenna ef til borgarastyrjald- „Franski elsk- huginn” framdi sjálfsmorð Pho«nix, Arizona. — 28. ágúst. AP. Reuter. FRANSKÆTTAÐI leikarinn Charl- es Boyer, eða „franski elskhuginn" eins og hann var gjarnan kallaður af kvenkyns mótleikurum sfnum í Hollywood á árunum 1930—40 lézt á laugardag 79 ára gamall eftir að hafa tekið inn of stóran skammt svefnlyfja. Aðeins tveimur dögum áður lézt eiginkona hans Patricia Patterson, sem var leikkona á árum áður. Rannsókn lækna á dánarorsök Boy- ers hefur leitt í ljós, að hann hafi tekið inn ríflegan skammt svefn- lyfja, auk þess hafi fundizt áfengi í blóði hans og hjarta hans hafi verið bilað. Charles Boyer var upp á sitt bezta á árunum 1930—50 og lék þá í fjölda vinsælla mynda, sem honum hlotn- aðist margvíslegur heiður fyrir. ar kæmi, sagði hann að mistakanna væri að leita allt aftur til ársins 1965 þegar landið lýsti einhliða yfir sjálfstæði sínu undir stjórn Ians Smiths forsætisráð- herra. veg fyrir að þessir atburðir endurtækju sig. Alls hafa átta Arabar látið lífið í bardögum á götum London frá því í upphafi árs 1977, þegar fulltrúi PLO, Said Hammami, var skotinn niður á götu. Owen sagði að veiki hlekk- urinn í kerfinu væri sá að ekki væri hægt að leita sem skyldi í farangri sendimanna erlendra ríkja. Það væri staðreynd að töluverður hluti starfsmanna í sendiráðum Araba væru alls ekki raun- verulegir diplómatar og það væri einmitt þeirra vegna sem Bretar færu nú fram á að sendiráðin fækkuðu veru- lega í starfsliði sínu. Moskvu, 28. ágúst — Reuter SIGMUND Jahen, fyrsti geimfari A-Þjóðverja, er nú kominn heilu og höldnu að geimrannsóknastöðinni Sal- yuti 6. ásamt rússneska geimfaranum Bykovsky og gekk ferð þeirra að óskum. Þar hittu þeir fyrir geim- farana Ivanchenkov og Kovaleiikov, sem dvalist hafa í geimnum við rann- sóknir í tæpa þrjá mánuði og varð mikill fagnaðar- fundur með þeim. Jahen færði þeim ýmsar gjafir við komuna svo sem armbands- úr, bók um A-Þýzkaland á rússnesku og einnig fengu þeir nýjustu sovézk dagblöð að lesa. Næstu viku mun Jahen stunda margvíslegar rannsóknir i geimn- Andspyrnumenn úr seinna stríði á ráðstefnu í Höfn Kaupmannahötn. 28. ÚKÚst. Keuter. í DAG hófst í Kaupmannahöfn þriggja daga ráðstefna evrópskra andspyrnumanna úr seinna stríði í tilefni 35 ára afmælis dönsku andspyrnu- hreyfingarinnar. Meðal gesta á ráðstefnunni er Simon Wiesenthal, forstöðumaður skjalasafns gyðinga í Austur- ríki, sem hefur að geyma skýrslur og yfirlit um stríðs- glæpi. i A-Þjóðverj- geiminn um ásamt Rússunum þremur og verða notuð a-þýzk geimrann- sóknatæki við þær. Þeir munu m.a. taka ljósmyndir og gera athuganir líffræðilegs eðlis. Geimfari A-Þjóðverjans var skotið á loft frá Rússlandi á laugardag og tók ferðin um sólarhring. Aðfaranótt mánudags hvíldust geimfararnir eftir að hafa tengt geimfar sitt við Salyut 6., og var áætlað að þeir hæfu störf í dag. Sovézka fréttastofan Tass fagnaði þessum áfanga og sagði hann merkilegan þátt í samvinnu þessara tveggja vinaþjóða. Veður viða um heim ERLENT Amsterdam 16 sólskín Apena 32 heiörikt Berlín 16 skýjað BrUssel 18 heióríkt Chicago 28 rigning Frankfurt 18 skýjað Genf 17 sólskin Helsinki 14 skýjað Jerúsalem 27 heiðríkt Jóh.borg 21 rigning Kaupm.höfn 14 skýjað Lissabon 25 skýjað London 21 skýjað Los Angeles 29 heiðríkt Madríd 34 sólskin Miami 31 heiðríkt Moskva 16 aólskin New York 28 rigning Osló 16 sólskin París 19 sólskin Rio De Janeíro 26 sólskin Rómaborg 21 skýjað Stokkhólmur 13 rigning Tel Aviv 28 heiðríkt Tókýó 32 skýjað Vancouver 21 skýjað Vínarborg 23 skýjað r Tíðindalaust 1 pólitík- inni hér næstu daga” Símtal vid Kirsten Th. Sa Machado fyrrv. utanríkisrádherrafrú í Lissabon í gærdag „ÉG SÉ ekki fram á að neitt sérstakt gerist hér í pólitíkinni alveg næstu daga og hér er engin sérstök spenna í fólki í bili," sagði Kirsten Thorberg, fyrrverandi utanríkisráðherra- frú í Portúgal 1 simtali við Mbl. í gær. „Nýi forsætisráðherr- ann. Nobre da Costa, gekk á fund Eanesar forseta núna áðan. en síðan hefur hann tíu daga frest til að semja málefna- skrá stjórnar sinnar. Eins og stendur er líka allt á huldu um hvort stjórnin hlýtur traust í þinginu. Sósíalistaflokkur Soaresar hefiír neitað henni um stuðning og Miðdemókratar hafa lítið viíjað segja, en þeir hafa bætt því við að þeir vilji fá að sjá hvernig stjórnin hyggst vinna áður en þeir segja af eða á.“ Kirsten sagði að Nobre da Costa hefði sagt í sjónvarpsvið- tali á dögunum að hann myndi í ýmsu fylgja fram stefnu fráfarandi stjórnar. Þar hefði hann og greint frá því að enda þótt hann hefði alla tíð verið óflokksbundinn — og sama máli gegndi um alla hina ráðherrana sem verða í stjórn hans — hallaðist hann þó einna helzt að PS — Sósíalistaflokki Mario Soaresar. Áður hafði verið litið á hann sem öllu meiri „miðju“- mann að flestra dómi. Kirsten sagði að Nobre da Costa væri alkunnur fyrir dugn- að í stjórnun fyrirtækja þeirra sem hann hefði haft á hendi. Hann þætti greindur maður og merkur á marga lund, en sem stjórnmálamaður væri hann vitanlega gersamlega óskrifað blað og hefði hann enda komið inn á það í viðtölum. „Það verður sjálfsagt ekki mjög langlíf stjórn ef hún kemst í gegn, en allt er þetta svo óljóst núna að menn hika við að hafa uppi neina spádóma og hafa ákveðið að bíða unz stjórnin hefur að minnsta kosti lagt fram stefnumið sín. Nobre da Costa bað Victor Constanciao Kirsten Th. Sa Machado. fjármálaráðherra í fráfarandi stjórn að sitja áfram og er það eini ráðherrann sem ég veit um sem hann sneri sér til. Soares hafði þá lagt bann við að nokkur af sínum mönnum sæti í stjórn- inni svo að úr því varð ekki.“ „Sama máli gegnir um aðra í nýju stjórninni og Nobre da Costa, þetta er ókunnir menn með öllu sem hafa fengizt við stjórnun fyrirtækja og fleira slíkt. Flestir þeirra virðast nokkuð vinstrisinnaðir, þó að alrangt væri að nefna þá komm- únista. Nýi utanríkisráðherrann hefur verið sagður kommúnista- áhangandi í erlendum blöðum, að því er ég hef séð, og held ég að of mikið sé gert úr því, enda þótt hann hneigist nokkuð til vinstri.“ „Sumir eru að vona að stjórn- in fái traust," sagði Kirsten, „því að ella þyrfti Eanes að reyna að finna einhvern annan og það gæti orðið erfitt, ellegar að efna yrði strax til kosninga. Ekki væri það góður kostur, þar sem ástand mála er slíkt að hér er margt að gera fyrir starfhæfa stjórn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.