Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Slysaraun móðurinn- ar biargaði sonunum Reyndi að stöðva bílinn með hand- afli en lenti undir honum Dalvík 4. sept. ÞAÐ slys varð hér í síðustu viku að kona frá Ólafsfirði varð undir jeppabifreið sem hún hafði stöðvað við vegarhlið, en þegar konan var að opna hliðið rann jeppinn af stað og fór yfir konuna. Hún slasaðist mjög alvarlega og liggur nú í Borgarspítakanum í Reykjavík. Aðdragandi slyssins var sá að hjón úr Olafsfirði óku með tvo syni sína upp í fjalllendið fyrir ofan Dalvík þar sem eiginmaðurinn fór í svifdrekaflug. Þegar hann var farinn af stað ók eiginkonan Willisjeppanum, blæjubíl, til baka niður fjallið, en á leiðinni er hlið sem er að jafnaði lokað. Stöðvaði konan jeppann og fór út til þess að opna hliðið. Þegar hún var rétt búin að opna hliðið sá hún hvar jeppinn kom á móti henni og stefndi niður snarbratta brekkuna með tvo syni hennar. Konan reyndi þá að stöðva jeppann með handafli, en hafði ekki þrótt til þess og fór jeppinn yfir hana. Við það að fara yfir konuna breytti jeppinn um stefnu fór beint út af veginum og staðnæmdist þar á hjólunum. Annar sonurinn slapp ómeiddur, en hinn skaddaðist lítillega í munni. Eiginmaðurinn kom skjótt á vettvang ásamt lögreglunni á Dalvík og var konan flutt með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur í fylgd læknis og hjúkrunarkonu. Eftir að synirnir höfðu verið rannsakaðir á sjúkrahúsinu á Akureyri fengu þeir að fara heim til sín. Konan mun gangast undir að- gerð í Borgarspítalanum, en hún skaddaðist á baki, hálsi og fót- brotnaði m.a. Tilraun konunnar til þess að stöðva jeppann virðist hafa ráðið úrslitum um að ekki urðu alvarleg slys á drengjunum tveimur. - SA. Árekstur á loðnumiðunum: Bakborðshlið Súl- unnar stórskemmd „VIÐ vorum að taka inn pokann þegar Arnarnesið skall allt í einu aftarlega á bakborðshlið Súlunn- Loðnuveiðin þriðj- ungi meiri en í fyrra HEILDAR loðnuveiðin í sumar er nú orðin um 150 þúsund lestir og á miðnætti 1. september var veiðin orðin 135 þús. lestir. Á sama tíma í fyrra var sumar- loðnuveiðin orðin 85 þús. lestir, þannig að veiðin um mánaðamót var nú 50 þús. lestum meiri en þá. Aflahæsta skipið á þessari loðnu- vertíð er sem fyrr Sigurður RE 4, sem nú hefur fengið nokkuð á áttunda þúsund lestir. Góð loðnuveiði var hjá skipun- um um helgina, djúpt norður af Norðurlandi 100—120 mílur úti og eru skipin þar að veiðum á nokkuð stóru svæði. I gær var gott veður á miðunum, en veiðin var þá ekki eins mikil og síðustu daga á undan. Frá því um hádegi á laugardag fram til kl. 15 í gær tilkynnti 31 skip veiði til Loðnunefndar, sam- tals 17050 lestir og eru skipin þessi: Keflvíkingur KE 530 lestir, Náttfari ÞH 500, Hilmir SU 480, Örn KE 550, Gullbert VE 600, Harpa RE 620, Freyja RE 390, Víkurberg GK 300, Ársæll KE 450, Fífill GK 600, Gísli Árni RE 620, Sandafell GK 310, Skírnir AK 440, Helga 2. RE 540, Bjarni Ólafsson AK 1000, Helga RE 270, Hrafn Sveinbjarnarson GK 280, Óskar Halldórsson RE 410, Gígja RE 400, Sigurður RE 1320, Ljósfari ÞH 350, Pétur Jónsson RE 670, Dag- fari ÞH 550, Eldborg GK 570, Hákon ÞH 810, Hrafn GK 600, Þórshamar GK 550, Gunnar Jóns- son VE 330, Arnarnes GK 500, Súlan EA 560 og Huginn VE 510. ar. Þar sem háturinn lenti fyrst utan í Súlunni kom gat, ca. 40 cm. langt og síðan rann Arnarnes fram með allri hakborðssíðu Súlunnar og dældaði allt skipið." sagði Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, en þá var Súlan á leið inn til Akureyrar. Bjarni sagði að styttur hefðu bognað víða á bakborðshlið Súlunnar, mest þó í eldhúsinu, þar sem plötur hefðu t.d. losnað úr lofti. „Vélstjórarnir suðu strax í rifuna, en það var erfitt við þetta að eiga, þar sem við vorum komnir með nokkuð mikinn afla í bátinn og hann því þungur, þannig að það flæddi alltaf inn um rifuna á veltunni," sagði Bjarni. Það kom fram hjá Bjarna að hann teldi að bráðabirgðaviðgerð tæki stuttan tíma á Akureyri, en hins vegar myndi fullnaðarviðgerð taka langan tíma. Þegar óhappið varð í fyrrinótt var gott veður á loðnumiðunum, þoka, en skyggni ca. 'k sjómíla. Arnarnesið lenti með stefnið utan í Súlunni og skemmdist það einnig töluvert t.d. lagðist svína- hryggurinn inn á dekk. John Travolta staldrar vid jr á Islandi BANÐARÍSKI leikarinn John Travolta sem m.a. er kunnur fyrir leik sinn í myndunum Saturday Night Fever og Grcase lenti í einkaþotu sinni á Forsíða Time með kvikmynda- leikarann f tiIþrifasteHingum. Keflavíkurflugvelli um kl. 6 í gærdag og staldraði við í hálfa kiukkustund. Á meðan sett var eldsneyti á vélina fór hann til snæðings með fylgdarliði sínu í mötuneyti flugstöðvarinnar. Travolta var með þremur öðr- um leikurum sem kváðust ekki vera orðnir frægir ennþá. Kvikmyndaleikarinn var á leið- inni frá Los Angeles til Parísar og þaðan sfðan víðar um Evrópu til að kynna kvikmynd- ina Grease, sem er nýjasta afrek hans á sviði kvikmynd- anna. í spjalli við fréttamann Morgunblaðsins lýsti Travolta yfir undrun sinni á því að Islendingar hefðu sitt eigið tungumál, ekki stærri þjóð. Hann lét lítið yfir sér og kvaðst hafa valið einkaleiðina til þess að njóta rólegheitanna. SLB. Þingmenn Albýðuflokksins: Samstarfsyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar snertir ekki byggingu flugstöðvarinnar „OKKUR var tjáð af- dráttarlaust að utanrík- ismálaatriði málefna- samningsins væru ekki þess eðlis að þau þýddu stöðvun á þessari fram- kvæmd og ég stend fast á þvi að túlka þau þannig,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður Alþýðuflokksins er Mbl. spurði hann í gær hvort utanríkismálaákvæði samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar næðu til fyrirhugaðrar flug- stöðvarbyggingar eða ekki. Tveir aðrir þing- menn Alþýðuflokksins, Árni Gunnarsson og Eið- ur Guðnason, segja einn- ig að þeir .telji að sam- starfsyfirlýsingin útiloki ekki smíði flugstöðvar- innar og Árni bendir ennfremur á að hún stöðvi heldur ekki hita- veituframkvæmdir á Keflavfkurflugvelli „enda yrði þá hagkvæmn isgrundvellinum kippt undan Hitaveitu Suður- nesja.“ Svör Árna og Eiðs fara hér á eftirt „Ég samþykkti utanríkis- málaatrifti samstarfsyfirlýsing- arinnar í trausti þess að þau útilokuðu ekki smífti flugstöðv- arinnar", sagði Árni Gunnars- son. „Ef þessu er á annan veg farið, þá hafa ekki legið fyrir nægar uppiýsingar um málið eða þá að staðreyndum hefur ekki verið komið rétt til skila. Ég tel smíði flugstöðvarinnar einn mikilsverðasta þáttinn í aðskilnaði almenns flugs og herflugs á Keflavíkurflugvelli og þess vegna hljóti hún að standa utan við ákvæði sam- starfsyfirlýsingarinnar um framkvæmdabann á Keflavíkur- flugvelli. Annað mál er svo hvort þessi klásúla í samstarfsyfirlýsing- unni stöðvar hitaveitufram- kvæmdirnar á Keflavíkurflug- velli. Ég tel að svo sé ekki enda yrði þá hagkvæmnisgrundvell- inum kippt undan Hitaveitu Suðurnesja." „Ég var þeirrar skoðunar að flugstöðvarbyggingin félli ekki undir klásúlu samstarfsyfirlýs- ingarinnar um framkvæmda- bann á Keflavíkurflugvelli," sagði Eiður Guðnason. „Ég er enn þessarar skoðunar sjálfur en það er bezt að bíða og sjá hvað kemur út úr athugun utanríkisráðherra á þessu rnáli." SÍKhvatur Árni Eiður BjSrifyinsnon Gunnarsson GuAnason Akranes: Þrennt í sjúkra- hús eftir aftanákeyrslu ALVARLEGUR árekstur varð undir Akrafjalli sl. laugardags- kvöld er fólksbíll keyrði þar aftan á annan bíl með þeim afleiðingum að flytja varð þrjá í sjúkrahús, en enginn var alvar- lega slasaður. Sauma varð mörg spor í mannskapinn. Þá varð harður árekstur undir Þyrli fyrir helgi er tveir bílar rákust þar saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn varð gjörónýtur en engin alvarleg slys urðu á mönnum. r Öldungur féll fram af svölum og beid bana ÁTTRÆÐUR vistmaður á Hrafn- istu beið bana á laugardag, þegar hann féll þar fram af svölum á þriðju hæð og lenti niður á steinstétt. Maðurinn hét Sigurður Sveinsson og hafði hann dvalist á Hrafnistu sl. 7 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.