Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 17 að prófa ýmisskonar tækni. Nú er þarna saman komiö ágætt liö meö nauðsynlegan tækjakost. Tveir kennarar eru þar ráðnir til starfa auk mín. Gylfi Reykdal starfar sem teiknari, enda hátt í þaö aö vera menntaður arkitekt, og Kristján Svansson hefur á hendi Ijósmynda- vinnuna. Viö höfum þegar unnið ýmis verk fyrir stofnanir og einstaka skóla í Reykjavík, en ekki farnir að fjölfalda neitt. Skólavörubúöin á aö sjá um fjölföldun og afgreiöslu á námsefni fyrir landsbyggöina. í Námsgagnamiðstööinni á aö vera hægt að framleiða námsgögn samkvæmt ströngum kröfum um tæknileg og kennslufræöileg mark- miö. í fyrstu veröur þó lögð áherzla á framleiöslu á litskyggnum og glærum, þar eö skuggamyndavélar og myndvarpar munu þegar vera til í öllum skólum og notkun slíkra tækja fer vaxandi. En síöan er ætlunin aö framleiösla hljómbanda sigli í kjölfariö, svo og gerö annarra gagna fyrir grunnskólastigiö, eftir því sem þörfin leiöir í Ijós og fjárhagur leyfir. Þótt afgreiddar séu einstakar pantanir frá skólum, miöast framleiösla Námsgagnamiö- stöðvarinnar fyrst og fremst við efni sem hefur almennt gildi fyrir grunn- skóla og gert er ráö fyrir aö nota megi víöa. Áöur en viö förum aö glugga í þaö kennsluefni, sem Námsgagnamiö- stööin hefur veriö aö vinna í sumar, spyrjum viö Guðbjart Gunnarsson um viöhorf og vinnubrögö kennara í þeim löndum sem hann er kunnugastur þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, til þessara þátta. Hann sagöi aöstæöur nokkuð annars eölis en hér. í Bandaríkjunum væri ekki eins mikill ríkisrekstur og kennarinn á því mikiö undir því aö sýna árangur í starfi, og dugar þá ekki prófskírteiniö eitt. Skólinn er undir smásjá og ef nemendur sýna ekki árangur, til dæmis þegar þeir koma áfram í aöra skóla, á kennarinn á hættu að fá pokann sinn. Kennurum er því mjög annt um aö standa skil á starfinu og fara strax á vorin, þegar kennslu lýkur, á námskeiö og búa sig undir næsta kennsluár, áöur en þeir fara í frí. Þar panta því kennarar strax á vorin þau kennslu- gögn, sem þeir þurfa fyrir næsta vetur. Þeir, sem námsgögnin fram- leiöa, vita hvaö þeir vilja, og geta haft þaö tilbúiö aö haustinu. Sama gildir um pantanir á ýmsu efni, sem þegar er til, t.d. kvikmyndum. Tengsl kennara við miostööina Er Guöbjartur var inntur eftir því hvort Námsgagnamiöstöðin hefði unniö úr slíkum beiönum í sumar, sagði hann aö lítiö væri um tillögur frá þeim, sem eru aö fást við kennsluna, þrátt fyrir auglýsingar og áeggjanir, sem sendar voru í skólana. Þó heföu komiö ábending- ar og beiðnir frá skólum, sem komu aö góðu gagni. Til dæmis um líffræöiflokk frá Fjölbrautaskólanum og um sjávarútveg- og mannkyns- söguglærur frá Langholtsskóla. Ef til vill væru þetta byrjunaröröugleikar, en hætt væri viö því aö miöstööin losnaöi úr tengslum viö skólakerfiö, ef stööug samskipti kæmust ekki á. — Þá verðum viö enn eitt stein- blómið í kerfinu, og þaö kæri ég mig ekki um, bætti hann viö. — En þetta tekur sjálfsagt sinn tíma. Þaö eru æ fleiri skólamenn aö gera sér þetta Ijóst, held ég. f frekari umræðum um þennan þátt málsins kom þaö fram, aö þarna kemur aö sjálfsögöu fljótt til spurningin um fjármál. Eölilegt er aö skólastjórar og kennarar þurfi aö vega og meta þann kvóta, sem þeir hafa til innkaupa af þessu tagi. Meöan slík endurskoðun, sem nú stendur yfir, fer fram á skólakerfinu, er samt nauösynlegt aö allir þættir haldist í hendur. Skólarannsókna- deildin hefur tilraunaefni, sem gefiö er út af Ríkisútgáfu námsbóka og selt í Skólavörubúöinni. Eölilega vill slíkt efni oft veröa dýrara en eldra efni. Og til viðbótar endurskoöuöu námsefni koma svo nauösynleg nýsigögn til kennslunnar, sem einnig hljóta aö veröa nokkuö dýr í samanburöi viö prentaö mál — og vilja þá gjarnan mæta afgangi. En eigi sú umsköpun á kennsluháttum, sem beinlínis er gert ráö fyrir í grunnskólalögum, aö verða annað Guðbjartur Gunnarsson, veitir Námsgagnamiðstöðinni forstöðu. Hér er hann að velja efni með teiknaranum Gylfa Reykdal. en kák eitt, þurfa kennarar aö sjálfsögöu aö geta haft milli handa þau kennslugögn, sem breyttum kennsluháttum fylgja. Og til að kennarar geti gert kröfur um kennslugögn meö nýrri tækni, þurfa þeir aö sjalfsögöu aö afla sér þekkingar á þeirri tækni og notkun hennar og möguleikum í mismun- andi tilvikum. Stefnan í fræöslumálum er sam- kvæmt grunnskólalögum sú, aö gefa öllum tækifæri til aö þroskast og nema í samræmi viö getu og hæfileika. Þar sem allar menneskjur eru ekki eins, þurfa nemendur mislangan tíma og mismunandi aöferöir til þess aö þeim nýtist fræösla. En hvernig á aö hjálpa einstaklingnum, ef efniö er ekki matreitt við hans hæfi? Þaö er hin fræðilega ástæöa, sem liggur aö baki þeirri umsköpun í kennsluhátt- um, sem nú er í deiglunni. — Sumir halda að notkun nýrra námsgagna sé bara eitthvert tízku- fyrirbæri eöa skraut, segir Guöbjart- ur. En þaö eru áratugir síöan stöku kennarar þyrjuöu aö nota útvarp, kvikmyndir, veggspjöld og þesshátt- ar og þetta voru kölluö hjálpargögn viö kennslu. Miðlar, aðrir en prentað mál og talaö orö, eru ekki lengur taldir einungis hjálpargögn. Þeir eru óaöskiljanlegur hluti af kennslustarf- inu. Viö erum ekki aö kenna, heldur hjálpa nemendum til aö nema. Og þá er ætlazt til þess aö nemendinn verði virkur — að kennarinn virki nemandann í starfi. Námsgögn eru ekki síður handa nemendum en kennurum. Þessara nýju viöhorfa gætir í ýmsum greinum í skólakerfinu, sem þá krefjast fjöTbreyttari námsgagna. Áöur var ein kennslubók í landa- fræöi, önnur í dýrafræöi, sú þriöja í sögu o.s.frv., og krakkarnir læröu af bók þekkingaratriöi í hverri grein. Nú er fariö aö skoöa efniö í víðara samhengi í svonefndri samfélags- fræöi. Þá er ekki um afmarkaða kennslubók að ræða og náms- greinarnar skarast. Því er ekki raunhæft aö tala alfariö um gerö námsgagna fyrir eina ákveðna grein. Kennarinn veröur aö hafa þekkingu á námsgögnum og möguleikum þeirra og tengja þau viö efniö, eftir því sem við á. Guöbjartur segir, aö glærurnar séu orönar vinsælar í skólum, enda komin tæki í alla skóla til aö nota þær. Sama gildir um skyggnur. Námsgangamiöstööin hefur enn ekki tæki til aö vinna hljóð, en verkefni bíöa slíkrar aöstööu. Kvik- myndir eru aftur á móti enn sem komiö er alltof dýrar, til að hægt sé aö útbúa kennslukvikmyndaefni og enn er of snemmt aö tala um framleiöslu myndsegulbanda. — Þróunin þarf aö veröa sú, aö einstaklingarnir geti átt kost á aö skoöa myndir og hlusta á hljómbönd í skólabókasöfnum, rétt eins og aö fletta upp í bók, segir Guöbjartur. Bókasafniö er nú aö veröa miö- punktur skólans. Heitir raunar ekki lengur bókasafn, heldur skólasafn, og á í samræmi viö það í framtíöinni að hýsa „önnur námsgögn" auk bókanna og vera vinnustaöur nem- enda. Útbúnir glæru- og skyggnuflokkar Nú er kominn tími til aö skcöa þaö, sem Námsgagnamiöstööin hefur verið aö vinna að, og sjá glæru- og skyggnuflokka þá, sem hún hefur á boðstólum og í vinnslu. Þar vekur strax athygli efni um íslenzkan sjávarútveg. í skyggnuflokknum eru 25—30 myndir og er það yfirlitsflokkur um þróun sjávarútvegs frá upphafi íslandsbyggöar til s.l. aldamóta, er fyrsta vélin var sett í árabát vestur á ísafiröi. Er miöaö viö aö þessi flokkur komi aö góöu haldi í 11 —12 ára bekkjum grunnskóla og ofar, eftir því hvernig um efniö er fjallaö. í glæruflokknum eru um 30 glærur, þar sem sameinaöar eru Ijósmynda- tækni og skýringateikningar. Er þar nokkru ítarlegar fariö inn á lýsingu á nútímafiskveiðum, og notiö þar aöstoöar sérfróöra manna. Er þar fjallaö um þaö hvernig skip veiða, hvaöa fisktegundir, meö hvaöa veiðarfærum, hvar, á hvaða árstíma, hve mikiö, hvernig fiskurinn er verkaöur, hvert hann er seldur og hver hlutur aflans er í þjóðar- búskapnum. Er skyggnuflokkurinn svo til tilbúinn, en glæruflokkurinn veröur tilbúinn til fjölföldunar síöar í haust. Bent er á að hver þáttur í þessum flokkum getur gefiö tilefni til ítarlegri meðferðar efnisisins. Tveir aðrir glæruflokkar, sem eru tilbúnir til fjölföldunar, vekja athygli. Er annar 56 glærur úr mann- kynssögu, í tengslum við efni, sem almennt er farið yfir í 8. og 9. bekkjum grunnskóla. Er þar oftast um að ræða eitt grunnkort og yfir þaö felld línuteikning í öðrum lit, og svo flettiglæra með nöfnum og upplýsingum. Hinn fiokkurinn er 70 glærur í lífeölisfræöi, sem skiptast í 10 undirflokka, og hægt aö fá þá alla eða hvern flokk fyrir stg. Þá liggur tilbúinn til fjölföldunar 60 mynda skyggnuflokkur um líf í heitu landi (Tansaníu), sem Skóla- rannsóknadeild menntamálaráöu- neytisins hefur undirbúiö, ásamt bók um sama efni. En Ríkissútgáfa námsbóka sér um fjölföldun nýsiefn- is, svo sem áöur er sagt, og er fjölföldun hagað í samræmi við undirtektir skólanna. Ýmsar hugmyndir eru á lofti. Skólarannsóknadeild á sér langan óskalista um skyggnur þó ekki sé ákveöin útgáfa þarna. Næstu verk- efni um Reykjavík eru ekki endan- lega ákveöin, en ýmsar hugmyndir fram komnar, svo sem um flokka um skemmtanalíf á fyrri tíð, landbúnað í Reykjavík, þróun húsageröar og útþenslu borgarinnar, hitaveitu, rafmagnsveitu og þróun iönaöar. Er þegar farið að safna myndefni í suma þessara flokka með eftirtök- um á gömlum myndum úr Árbæjar- safni og Ijósmyndun. Tækjakostur og mannafli Náms- gangamiöstöövarinnar er viö þaö miöaöur aö þar fari fyrst og fremst fram tiltekin frumvinna á mynd- og hljóöefni eða nýsigögnum en frum- gerð glæru eða skyggnuflokks, sem valinn er til fjölföldunar, er síöan afhent framkvæmdastjóra Skóla- vörubúöarinnar til fjölföldunar, sölu og dreifingar. En þótt æskilegt þyki aö sem mest áherzla sé á það lögð aö framleiða námsgögn, sem hent- aö gætu grunnskólum landsins í heild, er vegna hluts Reykjavíkur- borgar í rekstri miöstöövarinnar gert ráö fyrir því að stöðin geti milliliðalaust sinnt óskum einstakra skóla og kennara þar í tilteknum greinum, eftir því sem tími vinnst til. Þannig getur hún séð um eftirtökur og fjölföldun að vissu marki fyrir einstaka skóla og Ijósmyndun á vettvangi í tengslum við skyggnu- gerð. Þarna er greinilega upphaf aö ákaflega merku starfi, sem væntan- lega á eftir aö skila sér í betri kennsluárangri þegar fram líöa stundir. Veröur fróölegt á næstu árum aö fylgjast meö hvernig Námsgágnamiöstööin og starf hennar nýtist skólum landsins. — E.Pá. Námsgagnamiðstöðin hefur m.a. gert sögulegan yfirlitsflokk með 27 skyggnum, sem sýna íslenzkan sjávarútveg frá landnámi til vélaaldar. Hér er ein mynd. Á henni sést maður í skinnklæðum, hjallur og fiskimannakofi í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.