Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 vltf> <:v MORödrV-V?; KAFf/NU *' ^J&^ Tíu millilítra á klukkutíma fresti. — Eða sagði læknirinn 10 lítra á hverjum klukkutíma? 940 Nei ég var ekki á Majorka, held datt ég ofaní málningardollu! lur Það eru blettir í augunum. — Já ég sé þá læknir! BRIDGE Umsjón: Pill Bergsson Vestur var heppinn að hafa sagnir andstæðinganna , sér til leiðbeiingar við val útspils í spilinu hér að neðan. Aðeins einn litur 'gaf ekki spilið strax í upphafi. Norður gaf, austur — vestur á hættu. Norður S. Á6 H. 10862 T. ÁD943 L. Á3 Vestur Austur S. D98 S. 75432 H. D43 H. 975 T. 1085 T. 72 L. G964 L. 852 Suður S. KG10 H. ÁGK T. KG6 L. KD107 Norður opnaði á einum tígli, suður sagði tvö grönd og norður þrjá tígla. Suður spurði þá um ása og kónga og varð síðan sagnhafi í sjö gröndum. Og vestur spilaði út tígulfimmi. Tólf slagir voru öruggir og hjartadrottningin kom ekki í ás og kóng né heldur vildi laufgosinn koma í þrjá hæðstu. Þá voru tveir möguleikar búnir og aðeins spað- inn eftir. Nú eða kastþröng? Með fimm spil á hendi var staðan þessi. COSPER 7796 Get ég fengið herbergi með baði? Athugasemd Kæri Velvakandi. Á Skálholtshátíð hinn 23. júlí sl. flutti dr. Björn Þorsteinsson prófessor erindi, er hann nefndi: „Skálholt, höfuðstaður íslands í 7 aldir", og birt er í Mbl. 6. ágúst. í þessu, annars ágæta erindi, eru vissir hlutir, sem koma svolítið undarlega fyrir sjónir. Ekki er t.d. gott að sjá, hvað prófessorinn meinar, er hann segist ekki ætla að fara í neinn jöfnuð milli Skálholts og Þingvalla, og bætir svo við, „enda eru þessir staðir báðir í Árnesþingi og stutt á milli". Hvað þetta kemur málinu við er erfitt að skilja, nema skýringin sé sú, að prófessorinn er einnig úr sama þingi. Að Skálholt hafi verið „höfuð- staður íslands í 7 aldir" verður tæplega sagt, nema strikað sé yfir sögu Hólastaðar, sem var biskups- setur um sjö alda bil, „og raun- verulegur höfuðstaður Norður- lands á því tímabili öllu", eins og Þorsteinn Jósepsson segir rétti- lega í bók sinni, Landið þitt. Nú gæti það að sönnu hafa farið saman, að Hólar væri höfuðstaður Norðurlands, en Skálholt höfuð- staður landsins í heild. En því var nú ekki þannig farið. Og engir virðast vita til þess, nema þá Skálhyltingar á góðri stund, að Skólholtsbiskup hafi verið yfir embættisbróður sinn á Hólum settur. I Sögu íslands, 2. bindi, bls. 65, segir svo: „I lögum er ekki rætt um afstöðu biskupanna innbyrðis, en vera má (lbr. B.K.) að Skál- holtsbiskup hafi verið talinn æðri. Við fráfall annars biskupsins varð hinn sjálfkrafa yfirmaður kirkj- unnar, unz nýr biskup hafði verið kosinn og vígður". En þó svo, að Skálholtsbiskup hafi verið talinn æðri, er ekki þar með sagt að hann hafi í rauninni nokkuð haft yfir Hólabiskupi að segja, enda mun erfitt að finna því stað. Hitt er svo annað mál, hvort Skálholtsbiskup seildist til íhlut- unar um málefni Hólabiskups- dæmis á stundum. Var það og líka gagnkvæmt af hálfu Hólabiskups. Að því einu leyti sýnist mér Skálholtsbiskup hafa verið valda- meiri Hólabiskupi, að ríki hins fyrrnefnda var víðlendara og vel helmingi fjölmennara. Þó lá við sjálft, að Hólabiskup legði Skál- holt undir sig, „fyrir rest", sem kunnugt er. I stað fullyrðingarinnar um það, að Skálholt hafi verið höfuðstaður landsins í 7 aldir væri því sanni nær að segja, að „möndulveldin" Skálholt — Hólar hafi stjórnað landinu þessar sjö aldir. Prófessor Björn minnist á það, er Jóni biskupi Gerrekssyni var drekkt í Brúará. Voru það í sjálfu sér hroðalegar aðfarir. Segir sagnfræðingurinn svo frá þeim atburði: „... Aftökusveitin kom norðan úr landi og var á mála hjá enskum skreiðarkaupmönnum. Áhlaupið á Skálholt tókst, en skreiðarfurstunum tókst ekki að halda Skálholti". Hér er sagt frá á þá lund, að ætla mætti að leigumorðingjar norðan £r landi hafi ráðist á blásaklausan biskup þeirra sunn- Norður S. Á6 H. 10 T. D9 Vestur L. - Austur S. D98 S. 7543 H. D H. 9 T. — T. - L. G Suður L. - S. KG10 H. G T. - L. 10 I tíguldrottninguna lét sagnhafi hjartagosann og vestur spaðaátt- una hiklaust. Kastþröngin hafði virkað. En suður var sjálfur í vandræðum með afkast þegar hann tók á tígulníuna. Hann varð að láta lauftíuna óg á var vestur sloppinn. Hann lét gosann og eftir spaðaásinn átti hann aðeins eftir drottningarnar tvær. Átti sagnhafi að svína spaðagosanum eða ekki? Hann valdi að fara eftir líkunum. Svínaði — tveir niður. Kirsuber í nóvember 57 Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði — Við skemmtum okkur svo vel, sagði hún afsakandi. — Matti hljóp inn og út hjá Klemens við spjölluðum saman og... Hún þagnaði nokkra stund en bætti síðan við hálfmóðguð. — Annars var ekki nokkur sála sem spurði mis um spraut- una og eldhúsdyrnar. Ög ég víldi ekki að Ivar íengi að vita neitt um þetta. Hann var svo nákvæmur með allt. Hann heíði gengið algerlega aí gbflunum heíði hann fengið nasasjón af því. — Ivar sagði læknirinn kuldalegri röddu — er iátinn. — Já. sagði Nanna Kasja afsakandi. — Það veit ég svo sem fuilvel. En ég fæ enn martriið á nóttinni — um hann og um Matta og þessa insúlín- sprautu. Hún sneri giftingahringnum í sffbyrju og allt í einu brosti hún breitt framan í þá. — Og rétt þegar maður heldur að maður sé að komast frá svona draumum birtist þá ekki tveggja metra langur sonur Helenu Wijk og byrjar að grafa í svínaríinu og HANN kemst auðvitað að þessu með sprautuna mína og þykir það í meira lagi grunsamlegt. Ef það væri ekki hlægilegt... já mér finnst nú virkilcga að þetta sé svakalega spaugilegt... En henni tókst ekki að hlæja þrátt fyrir hversu íyndið málið var í hennar augum. Því að Daniel Severin greip fram í fyrir hcnni. — Jæja. þetta a-tti nú að duga. Þú skalt reyna að hafa hemil á þér. Judith — ég held það væri ráð að þú næðir í glas af vatni handa Nönnu Kbsju. Judith Jernfeldt kom inn með glasið og sagðii — Klemensson spyr hvort þið þurfið meira á honum að halda að sinni og hvort honum sé óhætt að fara. — Auðvitað gctur hann far- ið, sagði Ðanicl — og Judith, þú getur líka farið ~ þakka þér fyrir í dag. Sé jþig á morgun. Og skilaðu kvcðju til ka'rastans. Flann horfði á eftir hcnni áhyggjufullur á svip og hann virtist hafa af hcnni mciri áhyggjur en írú Ivarsen. Lög- regluforinginn gat sér til um hverjar hugsanir Icituðu á hann. - HTJN hefði getað farið héðan þetta haust með töskuna fulla af eiturefnum og spraut- um. Hún hafði tækifæri til að komast í slíkt úti á Noret og hún hafði einnig aðstiiðu til að skipuleggja morðið — og það sem meira var hafði hún ásta'ðu — kannski ríkari ástæðu en aðrir .. .1 Lækninum til furðu sneri Christer fullkomlega við blað- inu þó svo að það sem hann sagði nú væri ekki síður átak fyrir Nónnu Kósju að hlýða á. Hann sneri sér að henni og sagðii — Þú hefur enn ekki sagt okkur allt af létta. Það var dauðsfall scm hafði gerzt og vakið með þér ótta áður en Matti Sandor dó. Og þú verður enn skelíingu lostin ef þú hugsar tíl þess. Undrun Scverins minnkaði nokkuð þegar Christcr sneri sér allt í einu að honum. — Það varst þú sem gafst út dánarvottorðið. var ekki svo? spurði hann. — Hvaða dánarvottorð? —¦ Zachariasar á Móbakka. Úr hverju dó hann? Var það hjartað? — Tvímælalaust. sagðr Daneiel. — Þú þarft ekki að ala með þér neinar efascmdir hvað því viðkcmur. Hann hafði lengi haft veilt hjarta. Auk þess var hann krufinn cftir öllum kúnstarinnar regium. — Og Ivar. sagði Nanna Kasja og andvarpaði og í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.