Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Þing og þingmenn ALÞINGISMANNATAL 1845-1975. 531 bls. Skrifstofa Alþingis gaf út. Reykjavík, 1978. ALÞINGISMANNATAL er mikið rit og vandað. Það er tekið saman af bókavörðunum Lárusi H. Blöndal og Ólafi F. Hjartar; og Halldóri Kristjánssyni og Jóhann- esi Halldórssyni sem eru báðir starfsmenn Alþingis. Auk ævi- ágripanna, sem eru auðvitað meg- inmál bókarinnar, eru ýmsir viðaukar um þing og þingmenn, þar með taldar nokkrar ættar- skrár sem sýna skyldleika alþing- ismanna innbyrðis. Eru þær giska merkilegar því þær leiða í ljós svo ekki verður um villst að þing- mennskan leggst í ættir. Má af því ráða að mönnum sé ásköpuð tilhneiging til valda fremur en þeir veljist til forystu fyrir 25590 21682 2—3ja herbergja Njálsgötu íbúöin er í timburhúsi og skiptist í stofu, svefnherb., eldhús og snyrtingu. Ris yfir íbúöinni. Sér inngangur. Sér hiti. Verð 8.5—9.0 millj. Útb. 5.5 millj. 3ja herbergja Dúfnahólar íbúöin er á 3ju hæö meö góöu útsýni. Bílskúrsplata fylgir. Verð 13.5 Útb. 9 millj. 3ja herbergja Þverbrekku íbúðin er á 1. hæð ca. 70 ferm. Verð 11 millj. Útb. 7.5 millj. 3ja herbergja Álfaskeiö Hf. á 1. hæö ca. 90 ferm. Bílskúrs- réttur. Laus nú þegar. Verð 12. Útb. 8 millj. 2ja—3ja herbergja Hlíðarveg Kóp. Samliggjandi stofur sem má skipta. Hol, hjónaherbergi og bað. Verö 10. Útb. 7 millj. 4—5 herbergja Þverbrekku Sér þvottahús í íbúöinni, 3 svefnherbergi. Tvennar svalir. Vönduö íbúð. Gott útsýni. ibúðin er á 8. hæð (efstu). Verö 17—18. Útb. 11 millj. Laus fljótlega. 4—5 herbergja Nýbýlavegur Þetta er sérhæðin sem beöið hefur verið eftir. ibúðin er á 2. hæð með 3 svefnherbergjum, sér þvottahúsi og búri innaf eldhúsi. Stór góöur innbyggöur bílskúr ca. 38 ferm. Verð 18.5. Útb. 12 millj. 4—5 herbergja Laufvangur Hf. íbúöin er ca. 118 ferm. Sér- staklega vönduð og velum- gengin íbúð með 3 svefnher- bergjum, tvennum svölum. Sér þvottahús með ínnréttingum. Verð 18 millj. Útb. 13 millj. MHDBORG Fastaignasalan, Nýjabíóhúainu. Jón Rafnar sðluatjóri h. 52844. Guðmundur Þorðarson, hdl. Bókmennlip eftir ERLEND JÓNSSON tilviljun eða duttlunga örlaganna. Hins vegar sýnast ættartengslin ekki að því skapi ráða flokksfylgi manna. Greinar á sama meiði geta sveigst til hægri eða vinstri eftir því sem vindurinn blæs í pólitík- inni. Ættfræðin er svo flókin að hún krefst í mörgum dæmum alls eða einskis: annaðhvort óskipts áhuga eða leyndardómar hennar fara fyrir ofan garð og neðan hjá manni. Ættarskrárnar hér eru svo greinargóðar og skilmerkilegar að hver sem er getur lesið í þær, hvort sem hann hefur annars áhuga á ættfræði eður eigi. En hvað skal þá segja um meginkjarna bókarinnar, sjálfar æviskrárnar? Fyrir það fyrsta virðist mér þær bera skýr merki þess að vera samdar af fræði- mönnum, bókamönnum — en ekki stjórnmálamönnum. Þetta eru ekki pólitískar frásagnir heldur almennur fróðleikur. Að sjálf- sögðu er tilgreint hið venjulega: Fullt nafn, fæðingardagur og ár, foreldrar, maki og foreldrar hans, ævistarf og opinber störf og síðast Hafnarfjörður Til sölu m.a. Vesturbraut 2ja herb. jarðhæð ca. 60 ferm. í þríbýlishúsi. Vel útlítandi, tvöfalt gler, nýir ofnar, sér hiti. Álfaskeið 4ra—5 herb. jaröhæð (ekki niðurgrafin) ca. 115 ferm. ásamt bílskúrssökkli. Rúmgóö stofa, 3 svefnherb. Vef útlít- andi. Stór geymsla. Mikil sam- eign. Frystiklefi. Útb. 9—10 millj. Álfaskeið 4ra—5 herb. jarðhæö (ekki niðurgrafin) ca. 125 ferm. Rúmgóð stofa, góöar innrétt- ingar. Bílskússðkkull. Útb. 10 millj. Sunnubraut 5—6 herb. hæð í þríbýlishúsi ca. 114 ferm. ásamt rúmgóðum bílskúr með rafmagni og hita. íbúðin er 2 saml. stofur, hjónaherb. og 3 barnaherb. Góö teppi, góðar innréttingar. Suöur svalir. Gróin lóö. Útb. 10.5 millj. Klettahraun 6 herb. einbýlishús ca. 130 ferm. og 30 ferm. bílskúr. ræktuö lóð. Hjónaherb. og 3 barnaherb., góöar stofur. Eld- hús meö góöum innréttingum. Útb. ca. 18—20 millj. Skipti á góðri íbúö koma til greina. Vesturgata 3ja herb. eldra, forskalaö timburhús ásamt kjallara undir húsinu og bílskúr. Laus strax. Tilboð. Garöabær 5—6 herb. fokheld hæð í tvíbýlishúsi ca. 160 ferm. ásamt bílskúr Húsið er glerjað meö frágengnu rafmagni. Húsiö þarf ekki aö pússa að utan. Árni Grétar Fhnsson hrl. Strandgötu 25, Hafnarf sími 51500. Á Hús til sölu í Ólafsvík Húseignin Ólafsbraut 58 er til sölu. Tilboöum sé skilaö fyrir 30. sept. n.k. Áskilinn réttur til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. Upplýsingar í síma 74200, 16848, 40523 og 93-6399. ritaskrá ef einhver er. Stundum verður sá halinn býsna langur. Þingmennskan er auðvitað til- greind eins og önnur opinber störf, en nánar er ekki farið út í þá sálma. Til að mynda er ekki getið hvort viðkomandi var kosinn á þing utanflokka (eftir að flokkar urðu til) eða á vegum einhvers stjórnmálaflokks. Eg trúi ekki öðru en það hefði verið tekið fram ef rit þetta hefði verið samið af fjórum stjórnmálamönnum! Og víst þykir venjulegum lesanda nokkuð vanta þegar það er ekki með. Stjórnmálaflokkarnir eru svo sögulegar stofnanir og hafa sett svo áhrifaríkt mark á þjóðlífíð síðast liðin sextíu ár að fátt hefur verið umræddra manna á meðal allan þann tíma. Binnig hefði mátt vænta að drepið væri á helstu mál sem viðkomandi hefði beitt sér fyrir á þingi í stað þess að telja upp afskipti af öðrum málefnum, óskyldum þingmálum. Hér er því n'aumast verðið að rita um menn sem alþingismenn heldur er frá þeim greint af því að þeir voru þingmenn. Annað þykir mér hæpið í þessu riti en undan því hafa höfundar vafalaust átt bágt með að vikjast, en það er að varaþingmenn skuli allir teknir upp í ritið með sömu fyrirferð og aðrir — raunar setja þeir á það ærinn svip. Maður, sem látið hefur tilleiðast að nafn sitt væri sett á flokkslista og síðan lent inn á þing fyrir tilviljun — viku til hálfan mánuð einu sinni á ævinni — er tæpast alþingismaður að nafninu til hvað þá meir. Ég hefði kosið að gerr væri fjallað um raunverulega þingmenn en vara- þingmönnum gerð skil í sérstakri skrá. Tel ég jafnræði það, sem þeir njóta á við hina einu og sönnu þingmenn í bókinni, raska heild- armynd þeirri sem hún ætti að gefa af þingmennskunni og bendi á í því sambandi að varaþingmenn fá sums staðar jafnlangar eða lengri umsagnir en aðalmenn þeir, sem þeir hlupu í skarðið fyrir. Jóns Ármanns Héðinssonar, sem var í ellefu ár þingmaður Reykja- neskjördæmis (ég kalla það svo þó hann væri stundum landskjörinn), er t.d. getið í tuttugu línum, en Stefán Júlíusson, sem tók eitt sinn sæti hans í einn mánuð, fær hundrað og sex línur. Talsverður hluti af því er að sönnu skrá yfir rit hans, frumsamin og þýdd. Nú er það svo að um ritstörf Stefáns má auðveldlega fræðast í »Skálda- tali«. En vilji maður fá upplýsing- ar um þingmannsferil Jóns Ár- manns Héðinssonar er ekki í annað hús að venda en þetta Alþingismannatal. Þess mikla þingskörungs, Jðnasar Jónssonar frá Hriflu, er getið í tuttugu og níu línum — ef alllöng ritaskrá er undanskilin, en nafni hans og sveitungi, sem hefur að vísu setið nokkrum sinnum á þingi sem varamaður og hluta úr kjörtíma- bili sem aðalmaður, fær tuttugu og átta línur — einni færri. Ekki er ég með þssum ábending- um að lasta vinnubrögð þeirra ágætu manna sem sett hafa saman ritið. Nákvæmni þeirra og sam- viskusemi dreg ég ekki í efa. Sú regla verður að gilda að veittar séu sams konar upplýsingar um alla sem teknir eru fyrir undir sama kaflaheiti. Þess vegna er skipu- lagning svona rits í upphafi ekki síður vandaverk en úrvinnslan sjálf þegar fram í sækir. Og vissulega gefa æviskrárnar góða vísbendingu um hvers konar hópur það er sem íslendingar hafa valið sér til forystu síðast liðin hundrað og þrjátíu ár. Þeir hafa komið úr flestum stéttum þjóðfélagsins, sumir setið skammt, aðrir lengi. Þingmennsku hefur alltaf fylgt virðing, og fylgir enn, þó sumir telji hún fari þverrandi. Og gegna menn hef ég heyrt halda því fram að þeir sem kosnir voru persónu- lega í einmenningskjördæmum fyrrum hafi verið meiri afreks- menn en hinir sem nú fljóta inn á þing með atfylgi fjölmennra flokkslista. Ég hef fjölyrt hér um »Æviágrip alþingismanna« því það er kjarni bókarinnar en vissulega er hér fleira efni. Fremst eru — auk formála eftir Ásgeir Bjarnason — tvær stuttar ritgerðir sem heita Þingið og þjóðin og Alþingishúsið. í síðartalda þætt- inum segir að vafist hafi fyrir mönnum að velja húsinu stað en þó hafi að lokum verið ákveðið »að byggja húsið norðanvert við Bak- arastíg en þar heitir nú Banka- stræti. Var grafið fyrir grunni hússins og tekið að byggja undir- stöður haustið 1879. Ekki varð því verki haldið áfram um vorið þar sem Meldahl (arkitekt) bannaði að láta húsið standa í brekku. Þurfti þá að velja annað byggingarstæði og vildu sumir byggja uppi á Arnarhóli en niðurstaðan varð sú að húsið skyldi standa vestan við dómkirkjuna.« Já, það má nú segja að íslendingar hafa snemma lent í vandræðum er velja skyldi opinberum byggingum stað! Hvorki meira né minna en sjötíu síður þessa rits eru skrár ýmiss konar: »Yfirlit um alþingismenn*, »Tala þinga 1845—1975« og svo framvegis. Ættarskráa er áður getið. Myndir eru af öllum alþingis- mönnum, þeim sem myndir eru til af, auk þess nokkrar gamlar hópmyndir af þingmönnum. Að frágangi er rit þetta hið vandað- asta og í alla staði sæmandi æðstu stofnun þjóðarinnar. »Tölum« af ýmsu tagi hefur snjóað niður síðustu árin. Þetta er aðeins eitt af mörgum. Sannarlega hafa verið gefnar hér út óþarfari bækur. Erlendur Jónsson. Merkilegir tónleikar Annað árið í röð gengst Tónlist- arskólinn í Reykjavík fyrir nám- skeiði með fiðlusnillinginn Zukofsky sem leiðbeinanda. Að þessu sinni var námskeiðið ekki bundið við strengjahljóðfæri. Þá er það og nýlunda að nú voru atvinnumenn einnig þátttakendur, bæði til aðstoðar vegna vöntunar á hljóðfærum og sem sjálfstæðir flytjendur. Námsskeiðinu lauk svo með tónleikum, sem hér á landi verða að teljast töluverð tíðindi, fyrir þá sök að um frumflutning hér á landi er að ræða og að verkin eru samin á 40 ára tímabili sem er ef til vill eitt órólegasta og umdeildasta tímabil tónlistarsög- unnar. Frammistaða flytjenda var í heild góð og ótrúlega góð á köflum, en bar þó einnig merki þess, að á þessum vettvangi eigum við íslendingar margt ólært, og að námsskeið sem þessi, undir leið- sögn manna eins og Zukofskis, gæti verið vísir að þeim „Háskóla" í tónlÍ3t, sem við íslendingar höfum talið okkur þurfa að sækja út fyrir landssteinana hlngað til. Fyrsta verkið, The Unandswered Question eftir Ives, er samið 1908 og að formi til eins konar tónræn skilgreining á tengslaleysi í mann- legum samskiptum nútímans. Á trompettinn er leikið hlutverk spyrjandans, sem nær ekki sam- bandi við aðra einangraða hópa (klarinett og flautur) í umhverfi er tekur ekki tillit til annarra og er samstillt í útilokun sinni (strengjasveit utansviðs). Sam- hliða því sem verkið er táknrænt fyrir samfélag núdagsins er það einnig sjálfsævisaga Ives. Fyrir aldamótin var hann farinn að fást við tilraunir í tónsmíði, sem skipa honum á bekk með öðrum skap- andi meisturum eins og Scboen- berg, Stravinsky og Bartok. Ives fæddist 1874 og samdi öll verk sín á tímabilinu 1891—1921 en það var ekki fyrr en um 1920 og þá í mjög þröngum hópi tónlistarmanna, sem verk hans voru flutt opinber- lega. Fyrsta meiriháttar uppfærsl- an á verki eftir Ives átti sér stað í Boston 1930 er flutt var Three Places in New England undir stjórn Slonimsky. Það var þó ekki fyrr en 1939 sem tónverk hans vekja verulega athygli, en það var er John Kirkpatrick flutti Con- cord-sónötuna. Til marks um það hve flutningur verka hans er erfiður er það ekki var mögulegt að flytja 4. sinfóní- una í heild fyrr en Stokowsky leysti þann hnút 1964. Annað verkið á efnisskránni er það yngsta á tónleikunum, samið 1946 af Stravinsky. Consert í D er fyrir strengjasveit og stendur, hvað snertir tónmál og form, í flokki með píanósónötunum tveimur frá 1943 og 4 er svo nær hámarki í The Rake's Progress (1948 — 51). Þriðja verkið á tónleikunum er eftir Copland og heitir Quiet og City. Það er skrifað fyrir strengja- sveit óbó og trompett. Síðasta verkið sem nemendur fluttu var Octandre eftir Varése. Verkið olli nokkrum deilum þegar það var frumflutt 1924. Með þesu verki lýkur þætti nemendanámskeiðsins en seinni hluti tónleikanna var helgaður Schoenberg með flutningi annars kvartettins. Þessi kvartett fyrir margt mjög merki- leg tónsmíð, sem stednur föstum fótum á háþrepi rómantíska tímans með útsýn til ókannaðra sviða eins og kemur fram í síðasta þættinum, sem er í rauninni algerlega „ótónal" í rithætti. Kvartettinn var leikinn af Rut Ingólfsdóttur, Helgu Hauksdóttur, Sesselju Halldórsdóttur, Auði' Ingvarsdóttur með aðstoð Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.