Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 47
Camp David fundurinn MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 47 Lokatílraun á friðarleit Washington 4. sept. Reuter — AP MENACHEM Begin forsætisráð- herra Israels sagði við komuna til New York á leið sinni til fundar- ins í Camp David að hann væri í friðarferð og að engin þjóð væri eins friðelskandi og þjóð hans. Hann sagðist og ætla að sýna alla þá viðleitni sem möguleg væri til að árangur næðist af fundinum, en hann sagði þó við brottför sína frá ísrael að fundurinn í Camp David gæti aldrei markað endan- leg örlög Gyðinga. Begin sagðist eiga von á því að friðarviðræður við Egypta tækju langan tíma að loknum fundinum í Camp David. Anwar Sadat ávarpaði þjóð sína einnig þegar hann lagði af stað áleiðis til fundarins í Camp David og kom fmm í ræðu hans að djúpstæður ágreiningur er enn milli leiðtoganna tveggja sem næstu daga funda með Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, en Carter reynir nú að koma leiðtogunum tveimur að samningaborðinu á ný. Gagnstætt því sem Begin sagði við brottförina frá ísrael sagði Sadat að fundurinn í Camp David væri úrslitatilraunin til að koma á friði milli Egypta og ísraels- manna. „Fundurinn mun ákvarða örlög umdeildu svæðanna. Næstu kynslóðir munu annað hvort lifa í friði eða endalausum ófríði," sagði víöa um heim Akureyrj 11 skýjaó Barcelona 24 skruggur í grennd Chicago 25 heióskírl Frankfurt 18 rígníng Genf 19 sótskin Jerúsalem 25 sólskín Jóhannesarb. 15 sólskin Kaupmannahöfn 16 rígning Lisaabon 24 skýjað London 21 sólskin Los Angeies 31 heióskírt Madríd 28 rigning Malaga 26 léttskýjaó Mallorca 24 skúrir Miami 32 rigning Moskva 16 heióskírt New York 27 heióskirt Ósló París 12 20 rigníng sólskin Rio De Janeiro 30 skýjaó Rómaborg 26 heióskírt Stokkhólmur 14 skýjaó Tel Aviv 28 sólskin Tókýó 30 skýjað Vancouver 15 skýjaó Vínarborg 19 skýjaó Sadat. Hann bætti því við að hann mundi leggja sig fram af alefli til að friðarhugsjónir Egypta næðu fram að ganga, og að Palestínu- mönnum yrði tryggður réttur til eigin landa. Að vonum hefur ekkert verið látið uppi af neinum aðilanna þriggja hvað þeir hyggist leggja fyrir fundinn svo að skriður megi komast á ný á friðarviðræður ísraelsmanna og Egypta. Ýjað hefur verið að því að Carter leggi til að bandarískir hermenn verði á Gaza svæðinu og á vesturbakka Jórdan til að tryggja varnir ísraels gegn því að herlið Israels- manna hverfi af svæðunum svo að aðilar geti ræðzt við á ný. Þessu hefur Begin vísað á bug og segir slíkt aldrei koma til tals af hálfu ísraels. Ennfremur gætir efablandins ótta meðal bandarískra embættis- manna um árangur af fundinum í Camp David. „Það er vonlaust að segja fyrir um árangurinn," sagði einn þeirra og bætti við að í mesta lagi væri kannski að reikna með auknum skilningi aðila á vanda- málinu. Hussein Jórdaníukonung- ur, sem ekki var boðið til fundar- ins, hefur látið svo um mælt að árangurinn verði lítill en í staðinn kunni hann að koma af stað óróa innan arabaríkjanna sjálfra. Sovétríkin hafa gagnrýnt þessa tilraun Carters og sagt hana beinast gegn Aröbum. Sjálfur bað Carter fyrir góðum árangri af fundinum þegar hann flutti ávarp í sunnudagaskóla í kirkju einni í Washington í gær. Rannsókn á flugslysinu á Hopez hætt Osló 3. september. Frá fréttaritara Morgunblaðsins NORSKA slysanefndin hætti á sunnudag rannsókninni á flugslys- inu á eynni Hopez suður af Svalbarða, en þar hrapaði sovézk herflugvél á mánudag. Sjö manns fórust með vélinni. Þegar eftir slysið hélt 20 manna sveit sovézkra manna til Hopez, þeirra erinda að ná í brakið og fara með það burt frá eynni. Sovétmönnum var veitt leyfi til þess, eftir fund í utanríkisráðu- neytinu norska á laugardag. Frá krýningu Jóhannesar Páls páfa fyrsta. Vígslualtarið var sett upp fyrir utan kirkju heilags Péturs. í forgrunni og fyrir miðju eru prélátar og kardinálar, en í bakgrunni eru erlendir fulltrúar og gestir. Jóhannes Páll er fyrir altarinu. AP-símamynd. Mótmæli spilltu krýning- arathöfn Vatikanínu, 5. september, Rcuter - AP. JÓHANNES Páll páfi fyrsti hélt í dag fund með erlendum gestum við krýningarathöfn sína og þakkaði gestunum þá virðingu sem þeir og lönd þeirra hefðu sýnt honum. Páf- inn brýndi fyrir fulltrúunum að leggja sig fram um að þjóðir heims fái lifað í sátt og samlyndi í framtíðinni. Meðal erlendu gestanna sem voru frá nær eitt hundrað löndum, voru tólf þjóðhöfðingjar og sex forsætisráðherrar. Gífurlegur mannfjöldi kom saman á torgum Vatikansins til að fylgjast með látlausri en virðulegri krýningarathöfn Jóhannesar Páls fyrsta. Mann- fjöldinn fagnaði páfa innilega þegar hann birtist á tröppum kirkjunnar með silfurbagal. Hann var síðan krýndur á þann hátt að Pericle Felici kardináli lagði ullarband með bróderuð- um svörtum krossum á herðar hans. Ekki var að sjá nein áhyggju- merki á Jóhannesi Páli þegar hann hafði móttekið for- mennsku kaþólsku kirkjunnar formlega og hann faðmaði Jóhannes Páll fyrsti fer með bænir fyrir framan grafhvelfingu þá í kirkju heiiags Péturs sem talin er vera grafhvelfing heilags Péturs. Skömmu eftir að myndin var tekin var páfi formlega krýndur með viðhöfn við anddyri kirkjunnar. AP-símamynd. kardinálana að sér. Sumir þeirra tárfelldu, en það gerðu einnig fjölmargir áhorfendur sem báðu fyrir hinum nýja páfa. Krýningarathöfnin stóð í um tvær klukkustundir og ávarpaði hinn nýi páfi þá mannfjöldann á torginu, en einnig var sjónvarpað beint um víða veröld frá athöfninni. Jóhannes Páll fyrsti bað fyrir réttlæti, bræðralagi og samlyndi meðal manna, og komst einnig svo að orði í prédikun sinni að Guð almáttugur hefði nú beðið sig um að taka miklar byrðar á sínar „brothættu herðar". En því andrúmslofti góðvild- ar, sem ríkti við krýningar- athöfnina, var að nokkru leyti spillt þegar vinstri sinnar mótmæltu nærveru Jorge Videla þjóðhöfðingja Argentínu við athöfnina. Benzínsprengjum var kastað, eldur borinn að bifreið- um og á Péturstorginu veifuðu mótmælendur borðum sem á stóð „Videla — slátrari". Um 280 manns þar á meðal fjöl- margir Argentínumenn voru teknir til fanga og hafðir í haldi í nokkrar klukkustundir. Keypti lista- verk, en hyggst skila því aftur Kaupmannahöfn. 2. sept. Reuter. VESTUR-ÞÝZKI útgefandinn Axel Springer sagði í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende á laugardag, að hann hygðist gefa dönsku listasafni málverkið „Sumarkvöld á Skagenströnd", sem Kröyer málaði, en verk þetta er eitt hið frægasta í danskri listasögu. Springer keypti verkið á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir jafnvirði 29 milljóna íslenzkra króna, og yfirbauð þar með útsendara frá listasafninu í Skagen. Hann hyggst gefa lista- verkið aftur til Danmerkur að 20 árum liðnum. Þetta gerðist 1977 — Hanns-Martin Schleyer rænt og fjórir lífverðir hans myrtir. 1972 — 11 israelskir íþrótta- menn myrtir á Ólympíuleikun- um í Munchen. 1960 — Lumumba leystur frá störfum. 1939 — Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi — Smuts forsætisráð- herra í Suður-Afríku. 1905 — Roosevelt bindur enda á strið Rússa og Japana með samningnum í Portsmouth. 1902 — Bretar semja við Japana. 1774 — Fyrsta þing amerísku nýlendnanna í Fíladelfíu. 1698 — Pétur mikli útrýmir Streltzy -lífverðinum. 1658 - Yfirráðum Portúgala á Ceylon lýkur: Hollendingar taka Jaffnapatam. 1590 — Hertoginn af Parma ræðst á Hinrik IV. 1566 — Selim II soldán við lát Suleimans I. 1514 — Tyrkir ráðast inn í Persíu. Afmæli dagsinsi Giacomo Meyerbeer, þýzkt tónskáld 100 „æsingamenn teknir 1 Nicaragua (1791-1867) - Arthur Koestler, ungverskur rit- höfundur (1905---) Innienti Fyrsta skipbrots- mannaskýlið fuligert á Skeiðar- ársandi 1904 — F. Ormur Jónsson Svínfellingur 1241 — Heilsuhælið á Vífilsstöðum tekur til starfa 1910 — Þýzk flugvél gerir loftárás á Seyðis- fjörð 1942 — Togarinn „Sur- prise" strandar á Landeyjasandi 1968 — 13 drukkna í Patreks- fjarðarhöfn 1904 — Gífurlegt tjón í nýjum landskjálfta á Suðurlandsundirlendi 1896 — Jón Sigurðsson fer frá íslandi í hinzta sinn 1877 — kvænist Ingibjörgu Einarsdóttur 1845 — Jón Guðmundsson boðar til Þingvaliafundar 1848 — „Lands- tíðindi" hefja göngu sína 1849 — F. Bessi Bjarnason 1930. Orð dagsinsi ímyndunarafl er meira virði en þekking — Albert Einstein þýzkur eðlisfræðingur (1879 - 1955). Managua, Nicaragua 4. september. AP. Reuter. ÞJÓÐVARÐLIÐIÐ í Nicara- gua tilkynnti á sunnudag, að um 100 „æsingamenn“ hefðu verið handteknir í höfuðborginni, Managua. Þá hvatti þjóðvarðliðið verzlunareigendur til að opna aftur verzlanir sínar og binda þannig enda á verkfall það, sem staðið hefur að undanförnu, en því er beint gegn forseta landsins, Somoza. Að sögn þjóðvarðliðsins áttu handtökurnar sér stað síðla sunnudags og þeim, sem hand- teknir voru, var gefið að sök að „hafa kastað benzínsprengjum og hindrað umferð, með því að reisa götuvígi." Þá sagði að um 500 þjóðvarðliðar ækju um götur Managua og að verzlunareigendur vildu ólmir opna verzlanir sínar á mánudag. Verkfallsmenn skýrðu frá því á laugardag að um 79% af öllum viðskiptafyrirtækjum væru á þeirra bandi í höfuðborginni, en það hlutfall væri hærra í öðrum borgum landsins. Kaþólskur prestur að nafni Pedro Maria verður rekinn úr landi fyrir að hafa blandað sér í málefni stjórnarinnar og fyrir að „hafa mikið" af benzínsprengjum í fórum sínum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.