Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Fylkir bjargaði sér á Norðfirði LIÐ FYLKIS barðist mjög vel í leiknum gegn Þrótti á Norðíirði á laugardaginn og uppskeran var 3.1 sigur. Þar með björguðu Fylkismenn sér frá falli niður í 3. deild, en þaðan kom liðið í fyrrahaust. Þróttarar virtust alveg áhugalausir í leiknum, enda sloppnir úr fallhættu og ekki að neinu að keppa lengur fyrir liðið. Fylkismenn mættu ákveðnir til leiksins og eftir 12 mínútna leik var staðan orðin 1:0 fyrir gestina. Kristinn Guðmundsson skoraði markið með fallegu skoti frá vítateigslínu. Þróttar- ar hresstust við markið og á 30. mínútu skoraði Njáll Eiðsson af stuttu færi. Þróttarar héldu áfram að sækja heldur meira, en á síðustu sekúndum fyrri hálf- leiks var dæmd vítaspyrna á miðframherja Þróttar, Björgólf Halldórsson, sem kominn var í vörnina. Eftir hornspyrnu fór knötturinn í hönd hans og ekkert var annað að dæma en vítaspyrnu, sem Ögmundur markvörður Kristinsson skoraði örugglega úr. í seinni hálfleiknum voru Fylkismenn áfram mun ákveðn- ari og Baldur Rafnsson skoraði þriðja mark liðsins á 65. mínút- unni frá vítapunkti eftir laglegt samspil. Þróttarar léku þennan leik langt undir getu, en Fylkir náði þarna einum af beztu leikjum sínum á sumrinu. Beztir voru Hörður Antonsson, Omar mið- vörður og Ögmundur markvörð- ur. Róbert Jónsson dæmdi leikinn ágætlega. —H.Ben.“—áij STAÐAN 755 755 747 656 719 • Sigurður Aðalsteinsson skallar að marki Völsunga á Hvaleyri á laugardaginn. Haukar eiga enn von HAUKAR halda enn í vonina um sæti í fyrstu deild að ári, eftir 4—3 sigur liðsins yfir Völsungi á laugardag. Leikur þessi, sem háður var í Hafnarfirði, bar þó ekki með sér að þar ættust við annars vegar lið, sem er að berjast fyrir tilveru sinni í 2. deild og hins vcgar lið, sem á góðu möguleika á að komast upp í 1. deild. Lengst af var jafnræði með liðunum, en svo fór að lokum að Haukar sigruðu og þrátt fyrir allt verður að segja að þeir voru vel að sigrinum komnir. Þegar á 5. mínútu leiksins fengu Haukar bezta tækifæri sitt í fyrri hálfleik, en Guðjón Sveinsson komst þá í dauðafæri. Sigurður Pétursson, markvörð- ur Völsungs, gerði sér þá lítið fyrir og varði vel skot Guðjóns, en knötturinn hrökk út í teiginn til Lárusar Jónssonar, en hann skallaði yfir markið. Tveimur mínútum síðar skoraði Völsung- ur fyrsta mark sitt og gerði það Ingólfur Ingólfsson, eftir slæm varnarmistök Hauka. Á 20. mínútu bætti Völsungur öðru marki við og var Pétur Péturs- son þar að verki. Haukar náðu að minnka muninn rétt fyrir hálfleik, með marki úr víta- spyrnu, sem Ólafur Jóhannesson tók. Strax á 54. mínútu ná Haukar síðan að jafna, er Sigurður Aðalsteinsson skoraði með góðu skoti. Um miðjan síðari hálfleik komast Hafnfirðingarnir yfir, er Guðjón Sveinsson komst á auðan sjó og skoraði fram hjá Sigurði markverði. Völsungur hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð og á 82. mínútu ná þeir að jafna. Sigurkarl Aðalsteinsson átti þá gullfallegt skot er hafnaði efst í markhorninu. En Adam var ekki lengi í Paradís og á næstu mínútu fengu Haukar víti sem Ólafur Jóhann- esson skoraði úr af öryggi. Hvorugt liðið átti góðan dag að þessu sinni, kýlingar og miðjuhnoð voru allsráðandi á vellinum og sóknir beggja liða voru hálftilviljunarkenndar. Hjá Haukum voru þeir beztir Ólafur Jóhannesson og Guðjón Sveinsson en hjá Völsungi var Sigurður Pétursson bestur og varði mark sitt af stakri prýði. Dómari var Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og fórst honum það þolanlega úr hendi, en án efa hefur verið erfitt að dæma þennan leik, þar sem annan línuvarðanna vantaði. SA Startan í 2. deild eftir leiki helgarinnar er nú þessit KR 16 13 41 f BÍ 17 755 Haukar 17 Þór 17 Reynir 18 Austri 17 Fylkir 17 Ármann 17 VölsunKur 18 Markhæstu leikmenn eru þessir, Sverrir Hcrbertsson KR Stefán ö. SÍKurðsson KR Bjarni Kristjánsson Austra Siiturður Indriðason KR Vilhelm Fredriksen KR 48,9 30 29,23 19 33.20 19 17.15 19 25.28 18 17.21 17 20.21 15 5 2 10 19.28 12 2 3 13 18,48 7 12 10 7 7 7 • Úr leik KR og Austra, Guðjón. Sigurður, Halldór, Steinar og Hjálmar. KR náði að vinna upp forskot Austra AUSTRI frá Eskilirði kom enn á óvart í 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn er liðið lék gegn KR. Jafntefli varð í leiknum, 2i2, en Austri leiddi 2i0 í leikhléi. Þetta var síðasti leikur KR í 2. deildinni og næsta sumar leikur liðið í 1. deild cftir glæsilegan sigur í 2. deildinni í ár. Austramenn halda sæti sínu í 2. deild á öruggan hátt, en það var nokkuð sem enginn átti von á í haust. Liðið er með 50% árangur í deildinni og verður það að teljast gott hjá nýliðunum að austan. Ekkert lið hefur komið eins á óvart í íslenzkri knattspyrnu í sumar og Austri. Austri hafði vindinn með sér í fyrri hálfleiknum og á laugar- daginn, en þrátt fyrir það sóttu KR-ingar meira eins og búist hafði verið við. Lið Austra lék skynsamlega „varnartaktik" og náði Síðan stórhaettulegum sóknum á milli. Úr einni slíkri skoraði Steinar Tómasson fal- legt mark eftir að Austramenn höfðu prjónað sig upp vinstri kantinn. Steinar lék síðan á tvo varnarmenn KR og skaut loks óvæntu skoti úr þröngu færi út við enda mörk meðfram nær- stöng. Magnús markvörður KR reiknaði greinilega með fyrir- gjöf og mátti gjöra svo vel að hirða knöttinn úr netinu. Þetta óvænta mark Austra var fyrsta mark Steinars í 2. deildinni í ár, en í fyrra var hann markahæst- ur í 3. deild, en þá lék hann með Aftureldingu. Skömmu síðar skoraði Austri aftur og nú var Bjarni Kristjánsson að verki með föstu skoti frá vítapunkti eftir góða sendingu Halldórs Árnasonar. í fyrri hálfleiknum áttu KR-ingar góð færi en þeir hittu fyrir vegg þar sem var Benedikt Jóhanns- son markvörður Austra. I seinni hálfleiknum var mestur vindur úr Austramönn- um og þeir greinilega dauð- þreyttir eftir baráttu fyrri hálfleiksins. KR-ingar réðu lög- um og lofum í leiknum og að því hlaut að koma að þeir skoruðu. Markið kom þó ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn og þá úr vítaspyrnu frá Sverri Herberts- syni. Markvörður Austra braut klaufalega og algjörlega óþarft á Sigurði Indriðasyni og ekki var um annað að ræða en vítaspyrnuna. Litlu munaði að Benedikt verði, en nógu samt og Sverrir Herbertsson fagnaði sínu 11. marki í deildinni í ár, en hann hefur skorað þar fleiri mörk en nokkur annar. Jöfnunarmarkið skoraði síðan Vilhelm Fredriksen með laglegu skoti frá vítateig eftir að hafa lagt knöttinn niður með brjóst- inu. Skömmu fyrir leikslok skoraði KR síðan sitt þriðja mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Urslitin urðu því 2:2 og Magnús markvörður KR fékk í fyrsta skipti í sumar á sig meira en eitt mark í deildinni. KR-ingar hafa trúlega van- metið andstæðinga sína að þessu sinni og hefndist fyrir það. Beztir voru Haukur Ottesen og Jósteinn nýliði. Flestir leik- manna Austra eiga hrós skilið fyrir baráttuna, Benedikt mark- vörður var beztur á vellinum, en Pétur, Sigurbjöm, Halldór og Steinar léku allir mjög vel. Guðmundur Sigurbjörnsson dæmdi leikinn ágætlega. - SS Ármann kvaddi með tapleik á móti Þór ÁRMANN kvaddi 2. deildina í knattspyrnu á laugardaginn er liðið tapaði 0i2 fyrir Þór frá Akureyri, en á sama tíma vann Fylkir á Neskaupstað. Með sigrinum halda Þórsarar sér enn í toppbaráttunni og þurfa sigur gegn Austra á Akureyri á laugardag til að fá örugglega aukaleik eða -leiki um 1. deildar sætið. Leikur Ármanns og Þórs var mjög slakur, en barátta leik- manna var þó góð á köflum. I fyrri hálfleiknum skoraði Nói Björnsson fyrir norðanmenn eina mark hálfleiksins með ágætu skoti. I seinni hálfleikn- um skoraði Sigþór Ómarsson síðan aftur fyrir Þór eftir slæm mistök varnar Ármanns og markvarðar. Þórsarar misnot- uðu víti í seinni hálfleiknum eða e.t.v. er réttara að segja að Finnbjörn Hermannsson hafi varið mjög vel frá Sigurði Lárussyni. Vítið var dæmt er róflega var brotið á Sigþóri marssyni. Ármenningar voru sízt lakari aðilinn í seinni hálfleiknum og átti Arnlaugur Helgason þá meðal annars þrumuskot í þverslá. Hann var beztur í liði Ármanns ásamt Agli Steinþórs- syni og Kristni Petersen. Sigþór Ómarsson var aðalmaður Þórs að þessu sinni. Hinrik Lárusson dæmdi leikinn og hefir oft staðið sig betur. —áij 8 Finnbjörn Hermannsson gómar knöttinn af höfði Sigþórs Ómarssonar, Kristinn Petersen, Jón Lárusson og fleiri bíða átekta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.