Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 35 U-r^ri við gluggann eftirsr. Árelíus Níelsson Við vorum þar á ferð einn ágústdag í sumar. Það var svonefnd „sumarferð eldra fólks", sem árlega er farin til eflingar s fnaðarvitund og vináttu í Langholtssókn. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir sér um fararskjóta af frábærri rausn og fórnarlund. Safnaðarfélögin um nesti og framkvæmdir. Farið var um Hveragerði og Þingvöll að þessu sinni. Það var Ás og Eden, sem við ætluðum að heimsækja, eftir að hafa átt stund saman í nýju, sérkennilegu kirkjunni sem gnæfir yfir þorpið. Prestur staðarins var ekki heima, en sóknarnefnd hafði leyft aðgang að kirkjunni, sem er sviphreinn helgi- dómur í nýtízkulegum stíl. Ber þó svip af skipsstafni. En bátur var Hér verður reynt að endursegja efni ræðu hans í örfáum orðum. „Það eru nú 26 ár síðan einn af helztu höfðingjum og framkvæmda- mönnum Hveragerðis, Guðjón í Gufudal, sagði mér, að Elliheimilis- nefnd Árnessýslu hygðist kaupa hús, sem orðið gæti elliheimili byggðar- innar. Hann leitaði ráða hjá mér, og það varð úr að ég vildi styðja málefnið. Og gerður var örstuttur samningur. En aðalatriði hans gaf mér að mestu frjálsar hendur til framkvæmda eða réttara sagt okkur á Grund. Ég trúði bókstaflega á blessun þessa starfs. Fékk fljótlega útlenda sérfræðinga í málefnum aldraðra og frá Ævikvöldshreyfingunni erlendis til að líta á staðinn. Undralandid — Ás í Hveragerði ísland á furðu marga fágæta staði. Blettir í afskekktum hamrakróki eða fjalldrapahvammi geta verið fágæt- ar perlur frá hendi skaparans. Laxá til veiða leynist í sjálfri höfuðborginni. Foss í gljúfri langt inni á öræfum á orku, sem flutt getur varma, ljós og líf til bæja og borga. Lindir, sem hafa aðeins verið skuggsjár himinsólar um aldaraðir, verða skyndilega fyrir skarpskyggni sjáenda, að heilsubrunnum heilla kynslóða. Uppsprettur, sem flytja umhverfi sínu vor og yndi um vetrar miðja nótt. Svo þar má rækta ódáinsakra, breyta auðn í aldin- garða, svo alls konar jurtir, blómstur og tré vaxa svo sem í sjálfri Eden. Paradís dramsins um dýrð, frið og sælu. Ein slíkra gimsteina íslands er Hveragerði. Lítill fjallakrókur í leyni við alfaraveg. Líklega fundinn fyrst sem lífs- þáttur fólksins, í leit fórnarlamba hvítadauðans eftir líkn og lífi frá heilsulindum við hjartastað lands síns. . Síðar athvarf athafnamanna, skálda, listamanna og leitenda, vormanna íslands frá upphafi þessarar aldar. Nú eru flestir þessara frumherja og landnema horfnir. En þeir hafa samt skilið eftir heillaspor sín við veginn sem"þeir gengu, hjartaslátt sinn í nið árinnar, andvarpi hver- anna og bergmáli hamrabrúnanna. Hús þeirra og handaverk, óskir þeirra, hugsjónir og þrár hafa mótað þarna margt sem mun lifa og blessa ókomnar kynslóðir íslands. Garðyrkjuskóli, gróðurhús, lækningahæli, blómagarðar, með Eden og Ás sem táknræn nöfn allra framkvæmda í Hveragerði, vitna um stórhug og dáðir og munu stækka og þróast til farsældarstofnana framtíð lands og þjóðar og heims til heilla. Útlendir vísindamenn í garðrækt og jarðrækt, heilsurækt og heil- brigðisfræðum eru jafnvel ennþá hrifnari en við heimamenn af þessari perlu íslands. Hér má rækta allt sem annars vex á jörðu, segja þeir. Árstíðirnar hverfa í yl frá hjarta landsins. Hér má reisa hið fullkomnasta heilsuhæli í heimi, segja þeir, við handtðk sjálfrar móður náttúru. Það þarf ekki annað en hugsa, hanna, skipuleggja, teikna og byggja, reisa, rækta. Og heilsulindir lífsins- vatna veita hvíld, kraft, frið og nýjan þrótt. Og þessar lindir þrjóta ekki, þurfa ekki aðkeypta orku. Það eru ekki gervilindir. Tvö nöfn eru þarna, sem tákn þeirra hluta sem gera skal: Eden og Ás. Eden er tákn hins æðsta og fegursta draums mannssálar við upphaf og endi. Sælustaður bernsku og æsku. Ljósivangur ódáinslanda að lokum, paradís frá höndum Alföður. Ás er sá staður, sem Alfaðir signir, hvort sem hann var í hópi ása í Ásgarði eða hugsaður sem hinn góði faðir elskunnar og anda Jesú Krists. Og það er um Ás — nýjustu framkvæmdir í Hveragerði, sem hér átti að segja nokkur orð, meðan horft er á þennan stað gegnum „gluggann". einmitt fyrsta kirkja og predikunar- stóll kristins dóms, og fiskur og skip fyrstu tákn kristinnar kirkju. Það var Gísli Sigurbjörnsson í Ási og á Grund í Reykjavík, sem opnaði kirkjuna í Hveragerði þessu sinni, og bauð okkur inn. En kirkjan stendur rétt við það hverfi staðarins, sem nefnist Ás og stundum í fleirtölu Ásarnir. Fer vel á þeim félagsskap og nágrenni. Hann flutti okkur stutt ávarp, sem var innrammað í söng og bænum allra viðstaddra. Varla þarf að kynna Gísla Sigurbjörnsson fyrir Reyk- víkingum og íslendingum, en hann er ásamt foreldrum sínum, sr. Sigurbirni Gíslasyni og Guðrúnu Lárusdóttur alþingismanni, einn helzti frumherji og framherji í málefnum og framkvæmdum til hags og heilla öldruðum á íslandi. Þaó var sama hverjir komu. Hvort sem það voru jarðfræðingar, heilsu- fræðingar, umhverfisfræðingar, garðræktarmenn eða jafnvel heim- spekingar. Öllum kom saman um að Hveragerði væri sérstök perla og hornsteinn til að byggja á hina fullkomnustu stofnun fyrir aldraða og um leið frábært heilsuhæli öllum til handa. — Erlendir menn meta Hveragerði miklu meira en hérlend- Loftslagið, umhverfið, jarðhitinn, allt lagt upp í hendur af landi og forsjón. Trú mín efldist og fram- kvæmdir hófust og fóru ört vaxandi. Hús voru byggð. Hús voru keypt og nú eru hér í Ási 40 hús ætluð öldruðu fólki. Hvert með tveim íbúðum, aðstöðu fyrir 200 manns. Aðalreglan er sú, að öllum er ætlað að hjálpa sér sjálfir eftir heilsu og starfsgetu. En annars tiltæk aðstoð og félagsleg aðstaða með mötuneyti, þvotta og húshjálp, ef með þarf og óskað er. Mikil áherzla er lögð á ræktun og fagurt umhverfi, samkvæmt þeirri vísindalegu ályktun sálfræðinga, að umhverfið skapi 40% af hamingju hvers einstaklings. Ég trúi því að svo sé. Meginstarfs- reglan til allra framkvæmda hér er grein, sem móðir mín skrifaði upp úr helgri bók og lét á skrifborð föður míns, saumað inn í ramma: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til einskis." I þessari trú er hér allt unnið. Og þrátt fyrir margs konar misskilning, amstur og erfiðleika hef ég enn þá óbilandi trú, að framtíðin blessi Ás og Hveragerði sem helztu stofnun í heilbrigðismálum íslendinga. Hér getur orðið heimsfrægt heilsuhæli við heilsu- og heilla- brunna hvenær sem augu þjóðarinn- ar opnast fyrir beztu gjöfum Guðs og síns lands." Að lokinni þessari prédikun Gísla og söng gestanna, var haldið af stað frá kirkjunni með opnum hug út í hverfið undir leiðsögn hans. Segja mætti, að þar væri sjón sögu ríkari. En svo mikill er trjá- og blómagróður við götur og stéttir að segja má allt umvafið gróðri, svo unnt væri að hugsa sig staddan í Aþenu eða einhverri suðlægri borg við angan þúsund blóma. Við mættum mörgum sem allir virtust ánægðir og luku lofsorði á staðinn, ef á þá var yrt. Að lokum komum við í einn frægasta blóma- garð Islands — garð skáldsins Kristmanns Guðmundssonar, og svo í hús sr. Gunnars Benediktssonar rithöfundar og Jóhannesar úr Kötl- um. En þessi hús og garðar og nöfn setja sögulegan lista- og helgiblæ á Ás í Hveragerði. Og mun þó enn meira síðar. Við kvöddum svo Ás og Gísla, sem „hinn ókrýnda konung" Hveragerðis. Settumst inn í Bæjarleiðabifreiðarn- ar góðu, og héldum beint til Eden og Valhallar. Árelíus Níelsson Mikil aðsókn að Hótel Húsavík — ÞAÐ heíur verið mjög góð herbergjanýting hjá okkur í sumar og í júlí og ágúst var nýtingin yíir 80%, sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri á Hótel Húsavík. þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Að sögn Einars. þá heíur verið mjbg mikið um allskyns ráðstefnur á hótelinu í sumar og verður einnig eitthvað um þær í haust. Stór hópur fólks frá BBC dvaldi um tíma á Hótel Húsavík vegna töku myndarinnar „Út í óvissuna" eftir Desmond Bagley og mikill hluti innimyndatöku fór fram á Hótel Húsavík. Fjölmargar Norðurlandaráðstefnur hafa verið haldnar á Húsavík í sumar og má þar nefna, fund póst- og síma- málastjóra, vinnuveitenda, seðla- bankastjóra, ríkisskattstjóra og nú stendur yfir ráðstefna um öryggismál í byggingariðnaði á Norðurlöndum. Þá funduðu öryggismálastjórar Norðurlanda á Laugum í sumar, en upphaflega ætluðu þeir að halda fundinn á Húsavík en urðu frá að hverfa sökum mikillar aðsóknar að hótel- inu á þeim tíma. Einar sagði að á næstunni yrðu Bílgreinasambandið með fund á Hótel Húsavík, ennfremur Sam- bandsfiskframleiðendur og höpur ritstjóra á Norðurlöndum myndi halda þar fund á næstunni. Að sögn Einars þá hefur það færzt nokkuð í vöxt, að hópar starfsmanna fyrirtækja kæmu á einskonar upprifjunarnámskeiðj sem haldin væru á hótelinu. I þessum tilgangi m.a. væri hótelið með sérstakt tilboð og kostaði uppihald í þrjá daga, gisting í þrjár nætur og flugmiði frá Reykjavík til Húsavík og til baka kr. 30 þús., sem yrði að teljast m.iög aðgengilegt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.