Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Bragi Sigurjónsson alþm.: Aðeins flikk- að upp á kjóBnn en inni- haldið undar- lega líkt BRAGI Sigurjónsson var einn þriggja þingmanna Alþýðu- flokksins sem greiddi atkvæði gcgn stjórnarsamstarfinu á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins. „Mér sýnist að með þessu stjórnarsamstarfi sé aðeins verið að flokka upp á kjólinn hennar Geirnýjar Ólafíu en að innihaldið kunni að vera undar- lega líkt", sagði Bragi í samtali við Mbl. „Ég kom ekki auga á að tök verði á því að berjast gegn verðbólgunni eins og mínar skoðanir vilja og því varð það ofan á hjá mér, þótt vissulega hefði ég um það efa- semdir, að greiða atkvæði gegn stjórnarsamvinnunni. Síðan hef ég ekki gert annað en að styrkjast í trúnni á það að ég hafi breytt rétt". Mbl. spurði Braga hver yrði afstaða hans til ríkisstjórnarinnar á Alþingi. „Ég styð auðvitað þau mál hennar sem ég tel horfa til bóta, en ég mun skoða öll mál mjög gaumgæfilega áður en ég~G?k afstöðu til þeirra. Ég tel mig engan veginn þurfa að greiða málum hennar atkvæði vegna þess eins og það eru stjórnarmál". EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐIMJ ,u (íi.ysim; \- SÍMINN F.R: 22480 „ Við erum nefhilega alls ekki laglausir" „Ég vinn á auglýsingadeild Þjóðviljans núna en á veturna er ég við nám í efnafræði í Háskólanum. Ég ætla að minnsta kosti að taka tvö ár í viðbót hér heima en það er alveg óvíst hvert framhaldið verður. Ætlunin er að fara út í mat- vælaverkfræði. Það fer því alveg eftir því hvort matvælaverk- fræðideild verður stofnuð hér við skólann hvort ég fer erlendis eða held áfram hér heima." Hvenær fórst þú út í knatt spyrnuna? „Ég er eiginlega uppalinn í Val. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og átti heima við hliðina á Valsvellinum frá því að ég var sjö ára og var þar mestan hlutann af deginum. Pabbi sagði líka alltaf að ef uppeldið á mér mistækist þá væri hægt að kenna Vali um það. Þar komst ég líka í kynni við badmintoníþróttina. Tennis og badmintjnfélag Reykjavíkur var með aðstöðu í Valsheimilinu um tíma og þá byrjaði maður að prófa þetta." Hvernig gengur að samræma knattspyrnu og badminton? „Það gengur engan veginn. Þegar maður er í badminton þá getur maður ekki verið í knatt- spyrnunni. Það er auðveldara að taka badminton alvarlega og spila fótbolta með en hitt gengur ekki. Badminton krefst mikillar þjálfunar, 2—3 tíma á dag, svo að lítill tíma verður fyrir annað. Knattspyrnan krefst líka mikillar þjálfunar. Þetta er ekki eins og það var í gamla daga að skipting var á milli sumars og vetrar. Nú er æft allt árið í kring og það er í mesta lagi að maður getur tekið sér frí í einn mánuð. Eins og knattspyrnan hefur þróast hér er hún orðin algjör atvinnu- mennska en ólaunuð. Við í Val æfum til dæmis ekkert minna en launaðir atvinnumenn. Ég var í vikutíma hjá Dundee Utd. Skotlandi, en það er atvinnu- mannalið, og þeir æfðu jafnvel minna en við hér heima." Hvernig kemur knattspyrn- an niður á heimilislífinu? „Maður er auðvitað minna heima en annars. Maður vill líka eiga sína vini aðra en maður kynnist í gegnum fótboltann en það er alltaf tími til þess að eiga vini og félaga. Mesti gallinn við knattspyrnuna er kannski að æfingatímar rekast á við matar- tíma. Þegar ég kem heim af æfingum á kvöldin þá er Jórunn búin að borða. og búin að gefa stráknum að borða svo að maður getur aldrei átt matartíma með fjölskyldunni." Hvað segir konan um íþrótta- iðkanir þínar? Hefur hún kannski líka áhuga á þeim? „Hún hefur verið með mér í badminton en ég veit ekki hvort hún hefur áhuga á fótboltan- Markvörður Islandsmeistara Vals, Sigurður Haraldsson, vann það afrek á knattspyrnusvið- inu nú í sumar að halda knettinum frá marki sínu í 11 leiki í röð. Enginn veit hvort slíkt hefur átt sér stað áður í sögu knattspyrnunnar hér en hvað um það, afrek var það eigi að síður. Sigurður er ekki aðeins þekktur sem knatt- spyrnumaður, hann hefur líka markað sín spor á badmintonvellinum og oft hefur hann unnið Islandsmeistaratitil í þeirri grein. Blaðamaður sótti Sigurð heim dag einn, þar sem hann býr í Breiðholti ásamt konu sinni Jórunni Skúladóttur og þriggja ára gömlum syni þeirra hjóna, Skúla. Þar sem flestir vita hvað Sigurður gerir í frítímum sínum var fyrsta spurningin sem vaknaði hvað Sigurður gerði þegar hann er ekki að stunda íþróttir? Sigurður Haraldsson ásamt konu sinni Jórunni og synínum Skúla. um," segir Sigurður og kallar á konu sína til þess að spyrja hana að því. „Mér er alveg sama um fótboltann," segir Jórunn, „ég fer á völlinn og fylgist með én ég fæ enga magapínu eða neitt því um líkt. Mér fannst það alveg voðalegt fyrst hvað mikill tími fór í æfingar hjá Sigurði en núna finn ég ekki fyrir því, maður venst því eins og hverju öðru," sagði hún. Það þekkja ílestir þig sem íþróttamann, en hvernig ertu hér heima? „Ég læt nú konuna ráða öllu hér," en þessu var Jórunn ekki sammála. „Ég læt hann hjálpa mér," sagði hún. „Hún er bara yfirleitt búin að öllu þegar ég kem heim á kvöldin," sagði Sigurður og vildi ekki viður- kenna það að það kæmi fyrir að hann „skutlaði" sér á mark- stangirnar til þess að losna við uppvaskið. ^ Attu einhver önnur áhuga- mál en íþróttir? „Ég er uppfullur af áhugamál- um en það er lítill tími aflögu fyrir þau. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á pólitík og fylgist vel með öllu — les blöðin daglega. Það er kannski það áhugamál sem maður hefur lítið verið að trana sér fram í en hefur alveg ákveðnar skoðanir á. Það er mjög gaman að fylgjast með pólitíkinni þegar eitthvað er að gerast eins og núna. Það er líka gaman að geta talað við þá sem eru, eins og maður segir, innstu koppar í búri, og vita hvað er að gerast og af hverju. Ég hef gott tækifæri til þess núna þar sem ég vinn á Þjóðviljanum. Það er svo oft sem blöðin gefa ekki rétta mynd af því sem er að gerast. Eins og t.d. nú í sam- bandi við stjórnarmyndunartil- raunirnar vilja síðdegisblöðin leggja meira upp úr því að segja frá gangi mála á þann hátt að blöðin seljist í stað þess að leggja áherslu á fréttaflutning sem etji ekki viðræðuhópunum saman. Það eru fáir sem kunna að haga sér í pólitík og það er mín skoðun að hér á landi sé reyndar aðeins einn maður sem kann það af stakri list." Talið berst aftur að knatt- spyrnunni og þá að afreki Sigurðar á því sviði. „Það er búið að vera allt of mikið af alls kyns metatali í kringum Valsliðið í sumar. Þetta skapaði ósjálfrátt vissa pressu á liðið. Það var því nokkurs konar léttir eftir að við höfðum tapað stigi að vita til þess að eitt stig var farið. Þannig var það einnig er við fengum markið á okkur eftir að hafa ekki fengið á okkur mark í 11 leiki í röð. Það var mjög mikill léttir því það var pressa að vita til þess að allir fylgdust með því hvort ég fengi á mig mark eða ekki. Það var líka eins og að það hefði aldrei verið skorað mark fyrr. Fyrst óskuðu liðsmennirnir mér til hamingju og síðan er við hjónin ætluðum út að skemmta okkur um kvöldið var það ekki hægt því að það var enginn friður, allir voru að óska mér til hamingju með þetta mark. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér hefur verið óskað til hamingju með það að fá á mig mark." Nú hefur Valur tekið upp á ýmsu nýstárlegu eins og t.d. því, að leikmennirnir er í eins fötum er þeir mæta til leiks. Má kannski búast við því að þið fetið í fótspor ýmissa erlendra liða og syngið inn á plbtu? „Ekki ef það tekst eins illa og hjá skoska landsliðinu. Það gæti annars vel verið að við gerðum það ef við fengjum Gunnar Þórðarson til þess að spila undir hjá okkur, við erum nefnilega alls ekki laglausir. Eftir að við urðum íslandsmeistarar norður á Akureyri þá tókum við lagið fyrir ljósmyndarana og sungum fyrir þá Valssönginn. Þess vegna voru myndirnar af okkur svona góðar." RMN. UTSALA HJÁ VERKSM.SÖLU 20% AFSLÁTTUR AF VERKSMIÐJUVERÐI. BARNA- DOMU- & HERRABUXUR PILS — TOPPAR — EFNI. GERIÐ GOD KAUP Verksm.salan SKEIFAN 13 — SUÐURDYR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.